Íslendingur - 18.07.1861, Blaðsíða 4

Íslendingur - 18.07.1861, Blaðsíða 4
68 Bíý lialastjarna. Hinn 30. júní þ. á. fann l)r. Wright í Edíuborg njja lialastjörnu, er nú er á himninum, og var hún um sama leyti sjen af herra Bryson; hún var þá 30 mælistig fyrir ofan sjóndeildarhringinn beint neð- an undan „Polaris^. Að morgni þess 28. maí þ. á. lögðum við á skipi 14manns fráLandeyja- sandi og ætluðum út til Vestmannaeyja; þá fjeil á oss ofsaveður af austri, svo við náðum ekki til eyjanna; við vorum því að hrekjast allan daginn fram undir sólarlag, þá náðum við landi við J>ykkvabœjart]örur. J>að hjálpaði mjög til, aö gjöra þennan okkar hrakning mjög tvísýnan, að árar, segl og stýri voru ónýt á skipinu, svo það var varla auðið að sjá, að vjer mundum komast lífs af, enda biðum vjer mannskaða í lendingunni, þar af oss drukknaði merkishóndinn Einar Gunnarsson frá Gunnarsholti á Rangárvölium, og teljum vjer það mikinn manu- skaða, því liann var guðhræddur sóina- og dugnaðarmaður, og mátti fátt aumt sjú. Vjer setjum þetta fyrir almenningssjónir, til þess að minna Rangvellinga á, hvað mikið þeir liafa misst við fráfall Einars, og um leið þökkum vjer ölluni þeim, sem oss styrktu til að komast með heilu og höldnu til heimila vorra eptir þennan hrakning. Kital' í Reykjavík, 8. júií i86i. PáU Guðmundsson. (Aðsent). J>ví er miður, að mörgum hættir til að ríða eða reka hesta hjer í Reykjavíkurbœ um strætin miklu harðar og ógætilegar, en góðu hófi gegn- ir. Slíkt er allmikill ósiður og ætti eigi að komast af bótalaust; dœmi eru og til þess, að skaði liefur af orðið. Svo var nú fyrir litlu síðan, er barn mitt varð undir hestafótum, ógætilega reknum hjer um strætin, og ekkert líklegra, en að inisst hefði líflð eða orðið fyrir limatjóni, ef aðkomandi stúlka, dóttir Jóns bónda í Stafholtsey, eigi hefði með snarræði náð barninu og bjargað því, þó skemmdu á andliti og hendi. Jeg votta þessu góðkvendi innilegt þakklæti mitt, og óska þess mikillega, að þeir menn, sem settir eru til að gæta reglu og góðra siða lijer í bœnum, haQ vakandi auga á slíku atliœti, svo mönnum, einkanlega börnum og þeim, er einhverra orsaka vegna eiga bágt með að bjarga sjer und- an, sje ekki lífshætta búin af gapalegri reið og hestarekstri gálausra ollátunga. Kej’kjavík 15. júlí 1861. Kona í lieylíjavílt. Innlenrfar írjettlr. Tíðarfarið hefur verið mjög hagstœtt til lands- ins það, sem af er þessum mánuði; grasvöxtur er sagður með betra móti til sveita, og nú mun sláttur alstaðar vera byrjaður, en sagt er, að suniir hali tekið til að slá í byrjun 11. viku sumars, og er það með langfyrsta móti nú í mörg ár. Sjávarafli er sagður lieldur lítill, bæði á opnum skipum og þilskipum, það er að eins 2 þilskip suður í Njarðvíkum og Vogum, sem vel hafa aílað, og er sagt, að þau hafl fengið um 19000 flskjar síðan í vor. Verzlun var heldur lítil og að eius stuttan tíma lijer í kaupstöðunum ; þó er sagt að miklu meiri ull hafl komið til kaupmanna, en í fyrra. Verðið var Iiátt á ísl. vörunni; vjer höfuni lieyrt, að 44 skk. væru gefnir fyrir 1® af hvítri ull; harður fiskur er og í liáu verði, sk® á 34 rdd. og jafnvel á 36 rdd., ef hann er vel vandaður. Iíaupskip eru lijer nálega engin, því kaupmenn hafa sent þau í allar áttir til að ná ísl. vörunni í liinum fjórðungum landsins. Hestakaupmaður einn er nýkominn og farinn aust- ur til hrossakaupa, og eitt timburskip frú Noregi liefurkomið hingað til Reykja- víkur. I Iíeflavík og Hafnarflrði ætlum vjer að ekkert skip hafl sjezt nú um nokkrar vikur. Ivornbyrgðir eru á förurn, og lítur eigi vel út undir haustið, ef kornfarmar koma eigi til landsins. Kvillasamt hefur hjer verið syðra hingað og þangað, en ekki dáið nafnkenndir svo v.jer vitum, nema lijer í Reykjavík f. m. skrifari Jón Eiríksson, frá konu og börnum (hann var bróðir kandid. Magn- úsar Eiríkssonar); og Guðrún, elzta dóttir konferenzr. J>órðar sál. Sveinbjörns- sonar, 18 vetra gömul. Til athugasemdar fyrir þá, sem vita vilja, leyfi jeg injer að geta þess, að ekki allfáir menn, seni búa í kring iiin Grundarfjörð, hafa kvartað yflr, að engir af þeim út- lendu hestakaupmönnum, sem koma hingað til landsins, korni þangað vestur til hestakaupa, hvar þó mundi ínega fá talsvert af hestum bæðiíkring um Grundarfjörð, ■og Stykkishólm, með ekki lakari kjörum en hjer syðra. Staddur í Keykjawk, 10. júlí 1861. G. Guðbrandsson. Útgelendur : Benidiht Sveinsson, úkyrgíarma'íiur. Einar Pórðarson, Ilalldór Friðriltsson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjelursson. Páll Pálsson Melstcð, Pjetur Gudjohnson. Prenta'bur í prentsmiíjiinui í Beykjavík 1861. Einar þóríiarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.