Íslendingur - 30.09.1861, Side 1
ANNAÐ ÁR.
ií 0. september.
9
(AÖsent).
Um álugur á landains einustu tvo atvinnuvegi.
f>egar litið er á það, hvað ísland er skammt á leið
komið með það allt, sem efla má velgengni barna þess,
og það er borið saman við önnur lönd, þó með tilliti til
þess, hvað það getur tekið minni framförum en öll önn-
ur siðuð lönd í norðurálfunni, ekki einungis sökum lopt-
lagsins og þar af leiðandi frjóvgunarleysis svo ekki getur
þrifizt það, sem nauðsynlegast er til lífsviðurværis og skýlis
í vetrarkuldum, korn og trjáviður til húsabygginga, en
sem allt verður að kaupa í öðrum Iöndum fyrir það, sem
landið sparlega gefur af sjer, heldurog einnig sökum éld-
gosa, er koma svo tíð, að þegar hinar skaðlegu afleiö-
ingar af einu þeirra eru hættar að sýna sig, kemur ann-
að; og sökum hafisanna, ervaida gróðurleysi á sumrum,
óþerrum og óþrifum á skepnum, en harðindum á vetrum,
með frostum og jarðbönnum: þegar á allt þetta er litið,
liggur það bert fyrir, að ekki er atorkuleysinu einu að
kenna, hvað fjárskorturinn er mikill í landinu og aflið lít-
ið, til að koma því til leiðar, er bœta mætti landið og
gjöra það sem arðsamast börnum þess. Af þessum
fjárskorti leiðir, að ekki eru nema 2 atvinnuvegir fyrir al-
menning í landinu, lcvikfjárrœklin og fislciveiðarnar. Ilinn
þriðja atvinnuveginn, er ekki hvað minnst auðgar önnur
lönd að fje og menningu, verzlunin, eður sala innlendrar
vöru í öðrum löndum og kaup nauðsynjavöru landsins
þar, bannar fjárskorturinn að nota sjer. Hinar nauðsyn-
legustu stofnanir til framfara og velgengni, sem öllum er
í augum uppi að verða mættu landsmönnum til binna
mestu heilla og hagsælda, verður að neita sjer um, því
efnin vanta, sem til þeirra þurfa; í þessum árum er al-
menningi fullfengið að greiða þau gjöld, sem að undan-
förnu hafa við gengizt og ekki befur mátt án vera til að
halda lögreglu við í landinu, eptir því, sem hingað til hef-
ur verið, og til annara óumflýjanlegra nauðsynja. Öllu
því, er landsins þarfir krefja, hefur til þessa eingöngu
verið jafnað niður á bœndaeignir, lönd og kvikfje buandi
manna, og það varla teljandi, sem kemur annarstaðar að.
þegar alþingi var stofnsett, og á því var farið að rœða
um, livaðan taka ætti kostnaðinn, er af því leiddi, mátti
heyra á þingmönnum, að nóg væri þyngt á löndum og
lausitm eyri, sem til tíundar er fram talinn, og þar af er
ekki ofsagt, þegar litið er á, hvað af þessu er greitt til
þarfa landsins, 6 álnir af hverjum 5 hndr., hvort lieldur er
í löndum eður tíundarbærum lausum atirum; af því er
skattur goldinn, þegar svo mikht nemttr, gjaftollur og lög-
mannstollur; til jafnaðarsjóðanna verður af lausafjenu einu
að gjalda árlega til sakamálakostnaöar-endurgjalds, kúa-
bólusetningarlaun, alþingiskostnaðinn að nokkru leyti, og
nú er farið að greiða afþví kostnað til lærdóms ogmenn-
ingar manna- og dýralæknum ltanda landintt, sem þó til
þessa hafa orðið að kosta ttppfrœðingu sína sjálfir, og
þó er enn margt ótalið, sem endttrgoldið er úr jafnaðar-
sjóðunum, af því, sem fyrir kemur, því öllu sýnist á þá
dengt. þegar sá, er leigt hefur sjer jörð, er búinn að
gjalda allt þetta af kvikfje sínu, jarðargjald, ljóstoll, og
sveitarútsvar, virðist honum of þyngt og of mikið lagt á
! kvikfjárrœktar-atvinnuveginn einn, svo stopull sem hann
er í grasleysis- og óþurrka-sumrum, hörðttm vetrum, eld-
gosum og hafísárum, og margan furðar á því, að ámeð-
an allt, sem hjer er talið, er goldið af þeim, sem lifa af
kvikfjárrœktinni, þá er það, sem engu nemur, sem lagt
er á hinn aðalatvinnuveg landsins, fiskiveiðarnar, sem þó
eru engu arðminni þeim, er þær stunda. Ilvers vegna
því aldrei hefur verið hreift, að jafna einnig á þennan at-
vinnuveginn, er ekki auðvelt að finna ástœðu fyrir.
Nokkrir segja: þegar skipin eru tíunduð, þáerlagtá
þennan atvinnuveg, og þá ber ekki einnig að leggjaáarð-
inn af skipunum. Jarðir eru líka tíundaðar og miklu meira
af þeim goldið en skipunum eptir þeim arði, sem hvort
um sig gjörir eigandanttm, þar sem í hndr. í jörð er
Iagt jafnt í tíund við báta og stœrri fiskiför, sem brúkuð
eru til fiskiróðra. Aliir vita, að aldrei hefur um langan
aldur svo illa aflazt, að ekki mttni það miklu, hvað sjó-
farið gefur mcira af sjer eigandanum í arð, en 1 lindr. í
jörðu, og vart hina síðustu vertíð í Faxaflóa, er enginn
| núlifandi man jafnarðlitla. þó nú jarðirnar sjeu tíundaðar,
! þá er þó og af þeim goldinn alþingistollur og skattur, og
( þrátt íýrir það lagt á kvikfjenaðinn, sem er ágóðinn af
I þeim, eins og fiskiaflinn er það af fiskiförunum.
j Aðrir segja: það, að leggja gjald á fiskiaflann sjálfan,
j það er að leggja gjald á vinnuna, og það er óvanalegt;
| þegar lagt er gjald á kvikfjenað, er framfœrist á jörðun-
um, er lagt á vinnuna; með því að afla fóðttrs handa
j fjcnaðinttm og hirða hann, sem árið um kring er aðal-
| vinna þeirra, sem stunda kvikfjárrœkt, verðttr fjenaði komið
upp, til að gjalda af honum; en hvað miklu arðminni sú
vinna er, en það, sem unnið er að fiskiveiðum í flestöll-
um áruin nú um lan'gan tíma, þekkja allir reyndir og
greindir menn. Að ekki sje venjulegt að leggja gjald á
vinnuna, á sjer ekki lteldur stað, því þá væri ekkert til að
leggja gjald á, þar ekkert það skildingsvirði er til í eigu
manna, sem með öðru móti er aflað en vinnunni.
Til eru þeir, sem segja, að sjávaraflinn sje of fall-
valtur og kostnaðarsamur, til þess að fara að leggja gjald
á hann, en mjög margra ára reynsla hefur frœtt menn
um það, að þegar borin eru saman aflalitlu árin og harð-
indaár af rosa, grasleysi, hafísum og eldgosum eður jarð-
bönnum, þá verða harðindaárin í sveit miklu íleiri en
árin, sem lítið aflast á við sjóinn á vertíðunum. þó kostn-
aðarsamt sje að byggja skip og halda þeim við og allur
sá útbúnaður, sem til þess þarf, að þau geti gengið um
vertíðir til sjóróðra, er þó hitt engu minna, sem fœði, föt
og kaup vinnuhjúa kosta allt árið, til þess um sumartím-
ann að vinna fyrir þeim arðberandi fjenaði, er jörðin get-
urframfœrt, en bljótaað vera vinnulítil til þeirrar vinnu,
er nokkuð af sjer kastar, frá því frýs og snjóar á vetrum
og þangað til vertíð byrjar, eptir sem til hagar hjer í
landi. Að halda kattpafólk og gjalda því í hinni útgengi-
legustu og nauðsynlegustu vöru bæði fyrir sveitar- og
sjávarbóndann, 7 fiska um hvern dag auk fœðis, er ein-
ungis fyrir þá, sem nóg hafa efnin, en ekki fyrir bjarg-
álnamenn, sem svo kallast, eða þeim snauðari. Við
kostnað þann, sem af þessu flýtur, bœtist kaup og viðbald
81