Íslendingur - 30.09.1861, Blaðsíða 3
83
þeir eða erfingjar þeirra eiga til góða, þegar reikningur-
inn er gjörður upp).
Svo sem nú sjerhver verkstaður á nafn, er táknar
stuttlega ákvörðun stofnunarinnar, t. a. m. klæðisverkstað-
ur, er hefur það ætlunarverk að búa til klæði, svo ætlum
vjer að kalla þann verkstað, er lijer rceðir um, ofdrykkju-
mannaverkstað, og er það einkum ætiunarverk hans, að
búa til ofdrykkjumenn og úr þeim húsgangsmenn, þjófa,
morðingja, meinsœrismenn, og öll önnur börn ódyggðar-
innar.
Vjer sögðum, að verkstaður væri nsamsafn af starf-
húsum, þar sem vanir verkamenn búa til fjölda vissra vöru-
tegunda«. þau starfhús, sem mynda verkstaðinn, hljóta
lijer að ætlun vorri í fyrsta lagi að vera brennivínsgjörðar-
staðir, ölgjörðarstaðir og vínblöndunar- eða víntilbúnings-
staðir; í öðru lagi útsölustaðir þessara drykkja, því án
þeirra getahinir ekki staðizt. Með hinum vönu verka-
mönnum má telja eigi að eins þá, er starfa að tilbún-
ingi og innflutningi þessara hluta, er manninum spiila,
lieldur einnig og einkanlega þá, er loks kaupa þá og eyða
þeim; því án þessara mannagætu engir af hinum staðizt.
þessir menn eru hin eiginlegu og helztu lirœrihjól þess-
arar smiðvjelar; þeir eru þau verkfœri, er halda uppi allri
þessari smíð, þau h'ftól, er veita öllum þessum líkama
nœring og krapt; ef hann væri án þeirra, hlyti hann óð-
ara að hníga og fyrirfarast, og þeir mega því með rjettu
teljast frumhlutar starfhúsa þeirra, er verkstaðinn mynda.
þessum »vönu verkamönnum«, einkum þeim, er að lok-
unum kaupa og drekka, er fýsnin, leiknin og trúmennsk-
an í verki þeirra venjulega eykst smámsaman hjá, má
skipta í tvo höfuðflokka: 1, í hinahófsömu — timiíi-
l»í'5ííÉíí§1«álokismn — og 2, í hina óhófsömu —
Stimi alvana ofdrykk jmnannaftokk.
(En ekki er hœgt að draga nákvæmlega skilnaðarlínu milli
þessara tveggja flokka). Ef hinir drœgju sig aptur úr, væri
bráðum úti um hina síðarnefndu, og þá mundi öll þessi
stofnun hætta; en svo lengi sem undirbúningsflokkurinn
getur að öllu leyti við haldizt, mega menn vera nokkurn
veginn óhræddir um það, að drykkjumannaverkstaðurinn
allur muni þrífast, því hinir vönustu í undirbúningsnokkn-
um setjast smátt og smátt í hin auðu sæti, er ofdrykkju-
mennirnir eptir skilja, er þeir fara brott (og leggjast of
opt mikils til of snemma i gröf sína). Allt virðist vera
undir þessum flokki komið. Ilve illt bragð gjörði þessa
flokks menn verkstaðnum, ef þeir brygðust honum! Slík
ótryggð (í sinni tegund) frá þeirra hálfu mundi í raun og
veru valda því, að öll ofdrykkjumannastofnunin hryndi
gjörsamlega. Með því móti mundu ofdrykkjufjelagarnir
fækka smátt og smátt; þá munduloksins engir kaupendur
verða! það yrði að loka útsölustöðunum, ölgjörð og brenni-
vínsgjörð yrði að hætta, og allur þessi mikli og alrœmdi
verkstaður hlyti að hrapa í grunn niður!! Bacchus hlyti
að steypast!!
Nei, því er ver og miður, að þessi glötunarstofnun
lielzt við, þótt undarlegt sje, og hverjir halda lienni við?
það eru, svo sem áður er sýnt, einkum hinir »hófsömu«
♦lrykkjumenn — og það játendur kristinnar trúar! og þvi
meiri áhrif sem þessir menn hafa, því hærra sem þeir
standa í mannljelaginu, því meir aptra þeir —jeg vil ekki
segja: því fjandsamlegri eru þeir — eflingu bindindinn-
ar, og því öflugri upphaldsmenn drykkjustofnunarinnar
hljóta þeir því að vera.
Með nokkrum lieiðarlegum undantekningum getum
vjer sett það, er nú skal greina, svo sem það, er of al-
mennt við gengst: Sá, sem sjálfur kallar sig eða aðrir
kalla kennara kirkjunnar eða safnaðarins, prjedikar aptur-
hvarf og lífernisbetrun og segir meðal annars, að »engir
ofdrykkjumenn skuli erfa guðsríki«, um ieið og hann með
hinu máttuga orði eptirdœmisins kennir tilheyrendum sín-
um að njóta »í liófi« einmitt þess, sem hinn hófsami
verður ofdrykkjumaður af og ofdrykkjumaðurinn getur
ekki haft hóf á. Löggjafinn setur lög, dómarinn kveður
upp dóm, og refsistofnanirnar refsa vesalings- ofdrykkju-
manninum fyrir þá glœpi, sem optast nær eru framdir í
drykkjuskap, en boð eptirdœmisins og að nokkru leyti boð
laganna verndar þó undirrót þessarar meinsemdar. Lög-
reglustjórnin leitar við að hafa eptirlit og halda við góðri
reglu og finnur að óreglunni, en ofdrykkjan er að mestu
leyti orsök hennar, og um liina fyrstu undirrót ofdrykkj-
unnar hirða menn eigi, og leita eigi við að út rýma henni
með rjettu móti1. Ættjarðarvinurinn og ættjarðarverndar-
inn talar um og hvetur til ættjarðarástar, þreklyndis og
karlmennsku til að vernda ættjörðina mót árásum fjand-
manna, en hann getur horft áhyggjulaust á, að höfuð-
fjandmaður (ofdrykkjan) beitir harðstjórn sinni I landinu,
I mannfjelaginu, í heimilislííinu — og hann getur jafnvel
með velþóknun upp frett og annazt hann í húsi sínu.
Barnakennarinn, sem menntar œskulýðinn, talar meðal
annars um löst ofdrykkjunnar svo sem viðbjóðslega ó-
dyggð, er svívirði manninn, og hvetur menn til að forðast
ofdrykkju, en gjörir sig þó sekan í sama broti sem kenn-
ari »kirkjunnar«. Fátœkrastjórnin leggur (samkvæmt lög-
um) fátœkraútsvar á meir eða miður efnaða menn, og
þeir gjalda það til að ráða bótábágindum fátœklinganna,
og höfuðorsök fátœktar og eymdar er drykkjuskapurinn,
og sá, sem leggur skattinn á, og sá, sem geldur hann, hirð-
ir lítið um allt þetta — gjörir að minnsta kosti lítið eða
ekkert til að út rýma höfuðorsök bágindanna. Mannvinur-
inn og velgjörðamaðurinn gengur I ýmisleg velgjörðafjelög,
leggur í sölurnar fje sitt og tíma sinn, neytir krapta sinna,
og leggur allt kapp á að hjálpa bágstöddum og frœða fá-
fróða— en þó getur hann einnig horft á það með kyrrð
og ró, að orsök bágindanna og fáfrœðinnar er optastnær
fólgin í fyrnefndum lesti. Föðurhjartað og móðurhjartað
lætur sjer opt annt um tímanlega og eilífa vellíðan afkvæmis
síns, og von foreldranna um varðveizlu barnanna á þessari
háskasamlegu vegferð yfir eyðimörkina blandast opt ótta og
kvíða, að straumur ofdrykkjunnar kunni að hrífa þau með
sjer, og þeir hvetja til varúðar og til að forðast ofdrykkju
— en þó kenna foreldrarnir sjálfir þeim með fortölum
eptirdœmisins, sem megna enn meira, að bera bikar skað-
semdarinnar að vörum sjer — samt »í hófl«, og þetta
hefur ávallt verið og mun ávallt verða liinar einu og hin-
ar vissustu dyr, sem gegnum er gengið til bústaða of-
drykkjumannanna.
Fleira mætti til fœra í sömu stefnu, ef þörf gjörðist;
— en enginn dauðlegur maður mcgnar að lýsa
því, sem nú er eptir að skýra frá, nefnilega aíleið-
In§nm ofdrykkjnnnar í hinum mörgu
myndum hennar. það er hœgast að lesa þær í bók
hins sorglega dœmis og hinnar beisku reynslu. Mann-
vinurinn og hinir viðkvæmustu og nánustu ættingjar sjá
þær ljósast í gegnum tár hryggðarinnar og finna bezt til
þeirra í harmþrungnu og óttafullu hjarta, er opt innibyrgir
þögult angur og harm. Og hver mun reyna til að lýsa
sálarangist vesalingsins, einkum þegar hann á fyrir hönd-
um að koma svona óviðbúinn inn í eilífðina? þar mun
1) Al’ 248 múnnum, eem lúgreglumeim settu hjer (í Stafangri) 1809
í ráí)húsfangelsi, voru 196 teknir fyrir drykkjuskap og slark á gútiiu-
um. En þess er eigi getiþ, hve margir af þeim 52, sem eptir eru,
voru settir í varþhald fyrir ytlrsjónir, er drykkjuskapnr iiefur valdit).