Íslendingur - 30.09.1861, Page 5

Íslendingur - 30.09.1861, Page 5
85 framt því, að þeir sjeu í engum vafa um rjett sinn, en sjeu þess albúnir, að verja hann, meðan þeim endist afi og auðna. Mundu Holtsetar og þjóðverjar í Sljesvík hafa snúizt til vinfengis við hina seinustu tilhliðrun? Yjer skulum þegar svara þessari spurningu. í lok júlímánaðar tóku sig saman menn frá Flensborg, Haderslev og fleiri bœjum í Norður- Sljesvik, hjer um bil 400 að tölu, til kynnis- og skemmtiferða til Kaupmannahafnar. Ilafnar- búar tóku mót þeim með mestu alúð, veittu þeim hús og kost ókeypis, hjeldu þeim veizlur, sýndu þeim hin auð- ugu og fjölkynjuðu söfn bóka, mynda og gripa, ásamt fleir- um fágætum hlutum borgarinnar. Auðvitað er, að gest- unum fannst til allmikið og kváðu ferðina verða mundu sjer Iengi minnisstœða. þetta líkaði þjóðverjum í Sljesvík mjög illa, og þeir sáu, sem var, að ferðin var eigi ein- göngu til skemmtunar, heldur til þess, að danski flokkurinn í Sljesvík, og þeir, er meir hneigjast að dönsku þjóðerni en þýzku, mætti styrkja bróðurböndin og festast i einurð- inni við samþjóðarmenn sína. þeir gátu nú ekki á sjer setið; þeir urðu að láta brœðurna í »fósturlandinu mikla« sjá, að andinn lifði »æ hinn sami«. þeir urðu til 600 að tölu og hjeldu til Kíiarborgar; sótti þangað rnúgur og margmenni frá Holtsetalandi og víðar af þýzkalandi, og var þar haldin stórkostleg veizla. Var nú hœgt að sjá, af hverjum lotum ferðin var stofnnð: uppreistarfánunum skotið upp fyrir innan gluggana í húsunum, kvennfólkið með reimahnúta, svo litum setta, sem títt var á uppreist- arárunum, uppreistarsöngurinn sunginn, kvæði flutt, og minni drukkin í heiður við Vilhjálm Prússakonung, »hlífð- arhöfðingja« hertogadoamanna, og Ernst hertoga af Coburg- Gotha, »sjálfkjörinn hershöfðingja í næsta Sljesvíkurstríði«. ]>ar voru ýmsir af þingmönnum Sljesvíkinga. Einn þeirra kvaðst örnggrar vonar um, að það mundi nú eigi líða á löngu, áður en Sljesvík yrði aptur aðnjótandi rjettar síns, sumsje sambandsins forna við Holtsetaland. ]>að verður að vera oss hulið sem öðrum, hvers hverjir bíða, en það sjáum vjer, að vonir manna þar fyrir handan líta í allt aðra stefnu, en vonir Halls ráðgjafa og stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Og svo segja kunnugir menn, að allt atferli manna á Holtsetalandi og Sljesvík sje nú með lík- asta móti því, er það var fyrir uppreistina. í lok júlím. kom til Kaupmannahafnar sendiboði af Ítalíu, Torrcarsa að nafni, greifi, er sendur var til kon- unga Norðurlanda meö tilkynningu um konungstekju Vik- tors konungs. Var honum þar, eins og í Svíþjóð, tekið með mestu virktum. Iíonungur vor sœmdi hann með stór- krossi dannebrogsorðunnar. Sendiherrann Ijet sjer mikið um finnast viðtökurnar á Norðurlöndum, og eigi síður um menntun og þjóðlyndi Norðurlandabúa. Seinna hefur Vik- tor konungur sent til Norðurlanda annan sendiboða, Sola- roli greifa, með onwiziciaía-orðunatil beggja konunganna. Lengi var graflð í haug þeim, er eignaður er Gormi kon- ungi, en eigi fannst annað en lausir bjálkabútar, er líkast til hefur lent saman við haugsmoldina í fornöld. Halda menn, að haugurinn muni fyr vera upp brotinn, þótt eigi hafist sögur af. Svíar og Norðmenn. Vjer höfum áður hermt það, sem oss þá var kunnugt um ferðir, er Svíakonungur hefði í hyggju til Suðurlanda. í byrjun ágústm. ferðaðist hann sjóveg til Frakklands með Oskari prinzi bróður sínum. Dvaldi hann nokkra daga í bezta yfirlæti hjá Napól. keis- ara frænda sínum (þeir eru þremenningar); þaðan heim- sótti hann Bretadrottningu. Ýmsum getum er leitt um ferð hans. Flestum þykja líkur til, að hann hafi viljað hafa tal af keisaranum og drottningu um íhlutun Svía og samband Norðurlanda, ef styrjöld bæri að hönd- Sumir geta til einkis minna, en að hann hafi viljað heyra, hvernig lægi í vestlægu stórveldunum til undirtekta um sambandsrílci á Norðurlöndum. Vjer getum eigi þessa, að neinn þykist fróðari af, en það er þó vottur þess, að þessari hugsun er nú fleytt inn meðal hinna margkvísluðu strauma, er leita sjer farvegs á ráðbrota- svæði sögunnar. I Kristjaníu var í byrjun ágústmánaðar haldinn klerkafundur; fóru allmargir þangað frá Dan- mörku; þeir helztu meðal þeirra voru af flokki Grundt- vigs, en sá flokkur verður eigi að eins hjer ríkari og rík- ari, heldur tekur álit hans drjúgum að vaxa með Norð- mönnum og Svíum. ]>að er oss þótti helzt að marki um atgjörðir fundarins, var uppástunga, er á var fallizt, um samtök og samvinnu Norðurlanda í útbreiðslu kristinnar trúar meðal heiðinna þjóða. Nýlega hefur og verið hald- in 50 ára júbilhátíð háskólans í Kristjaníu; sóttu þá hátíð fulltrúar frá háskólum Norðurlanda og frá ýmsum vísinda- fjelögum; um sömu mundir vígðu Kristjaníustúdentar fje- Iagshús sitt hið nýja í viðurvist samfagnanda frá stúdenta- fjelögunum í Kaupmannahöfn, Uppsölum og Lundi. Frá Þýzlcaland i. í sumar hafa fundir þjóðern- ismanna verið með tiðasta móti; á fundum hafa allajafna verið sungin sömu versin: meginvöidin eiga að hverfa í Kendur Prússa, þýzk mál rœðast á þýzku allsherjarþingi, floti skal reistur af samskotafje allra þjóðverja við umsjón og forgöngu Prússa, Sljesvík þrifin úr ránshöndum og tengd svo að nýju við Iloltsetaland, að hún missist aldrei framar. Eigi verður móti því gengið, að fjelagi þessu vex drjúgum fiskur um hrygg, og þykir Prússakonungi sinn leikur eigi lakari, þó það nái sem mestum viðgangi á þýzkalandi. Á fundum þeirra hefur verið skotið all- miklu fje saman til flota, og hefur það þegar verið sent útboða- og flotadeildinni í stjórn Prússakonungs. Prússar leggja œrið kapp á að byggja fallbyssubáta og stœrri skip til varnar ströndunum, einnig að bœla skipalagnir sínar og dýpka. I öndverðum júlímánuði ferðaðist Prússakonung- ur til Baden-Baden, og hafði að eins verið þar nokkra daga, er ungur bókiðnamaður (frá Leipzig), Oskar Becker að nafni, veitti honum banatilræði. Hann skaut á kon- ung úr tvíhlaupaðri smábyssu, en kúlan snart að eins hálsinn á konungi og skeindist hann lítið eitt. Er Becker sá slyppufengi sína, kastaði hann frá sjerbyssunni í grasið við veginn og sagði þegar tilsín. Hann þóttist hafaráð- izt í þetta, af því sjer hefði þótt Viihjálmur konungur ó- hœfur til forustu á þýzkalandi, ella væri sjer vel í þokka við konug(?l), og hann mundi vera hinn vænsti maður. Sagt er, að málið muni svo liafið, að það eigi verði gjört að dauðasök ; verði með það farið eins og einfalt tilræðismál, varðar það, að því lögum skiptir í Badcn, þrælavinnu um nokkur ár, cn verði það gjört að land- ráðasök (tilræði við þýzkan ríkishöfðingja), þá liggur líf við. En hinn ungi maður kýs sjer dauðann fortakslaust, og kveðst ella munu freista í annað sinn, ef hann nokkurn tíma komist höndum undir. ]>að sem næst málfundum þjóðernismanna heldur jþjóðverjum í hreifingi, eru turn- reiðafundirnir, er svo nefnast. Ungir menn á þýzkalandi, einkum stúdentar, temja sjer leiki, skylmingar, skot og ýmsar íþróttir. Iþróttir sínar sýna þeir á slíkum fund- um og ferðast flokkum saman frá einni borg til annarar. Eru þá mestu hátíðardagar í bœjum, prósessíur með þýzkum fánum, hergöngusöngvar, trúðleikar, veizluhöld og fl. þ.h. í Berlinni stóð slík hátíð fyrir skemmstu með hinum mesta veg og viðhöfn. Við leikinn í »Vik- toríuleikhúsinu" var sunginn og sleginn hergöngusöng- ur »Sljesvíkur-IIoltseta*'; sló þá í óþrjótandi lófaskelli með heyrendum. Söngurinn var endurtekinn, en því næst sýndur í skuggámyndum bardagi Kílarstúdenta við Flens-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.