Íslendingur - 30.09.1861, Side 7
87
milian erkihertogi af Austurríki til Lundúnaborgar. í
svari sínu móti ávarpi bœjarstjórans kvað hann nauðsyn
til bera, að Bretar og Austurríkismenn legðu lag sitt sam-
an. Undir það var líklega tekið af þeim manni, er vjer
fyr nefndum; en hann er örðugastur mótstöðumaður
Napól. keisara og Frakka í málstofunni og á almennings-
fundum Breta. Lítinn róm hafa ensk blöð gjört að því
máli; þykir þeim Austurríki enn ábótavant í svo mörgu, og
taka nálega í einu hljóði málstað Ungverja móti keisar-
anum. Á Ítalíu hefur sú breyting á orðið, að San Mar-
tino hefur sagt af sjer stjórn á Púli, því hann treystist
eigi að sefa óeirðirnar. Var í hans stað settur Ciáldini
hershöfðingi; hefur honum orðið drjúgum ágengt að eyða
óaldarflokkuin Franz konungs. Hann hefur þegar hreins-
að meginhjeruð, og liafa illþýðismenn látið rekast undan
í kvíar og krappa staði, þar sem þeir mega verjast um
hríð, en verða þá hendir hundruðum saman, er vörnina
þrýtur. Mest sárnar Cialdini að inega ekki elta reyfar-
ana inn á land páfa; því þaðankoina þeir ílokkum saman.
En þar leggur Napóleon keisari bann fyrir, því hann þyk-
'ist eigi mega sjálendur páfa í hershöndum, meðan frakk-
neskt lið situr honum til verndar í Rómaborg. Nýlega
hefur Ricasoli ritað stórveldunum itarlegt skjal um
stefnu ítalska málsins. Eru í því hörðustu ákærur móti
Franz konungi og páfa um uppreistarráð á Púli. Segir
hann, að allur ófriður og agi á Italíu sje þeim að kenna,
ogsýnir fram á, hversu áríðandi það sje fyrir frið og heill
þjóðarinnar, að Rómaborg komist undir ráð ftalíukonungs.
Páíi hefur andœpt ákærunum og kveður llicasoli vera hinn
ósvífnasta lygara, en klerkablöðin spara við hann og Viktor
konung engin þau heiptyrði og illmæli, er þeim eru svo
alltöm við mótstöðumenn sína. Klerkiþeim (Guiacomo að
nafni), er veitti Cavour greifa heilaga þjónustu á bana-
sænginni, var stefnt til Rómaborgar. Sá var leikurinn, að
fá hann til þess að bera það, að Cavour hefði iðrazt mis-
gjörða sinna mót páfastólnum. Guiacomo kvað það gegn
samvizku sinni að bera annað en sannleikann um rósemi
og liuggœði Cavours á dauðastundinni. Tvisvar varð hann
að þola harðar skriptir af sjálfum páfanum, síðan var hann
fenginn í hendur rannsóknadóminum en allt kom það
fyrir ekki. Var nú frá honum tekin andleg sýsla fyrir
þverúð og »forherðing«, en síðan látinn á brott fara.
Hefði hann eigi verið þegn Viktors konungs, kveða sumir
það óvíst, að honum hefði orðið apturkomu auðið.
Frá Ameríhu (norður-fríveldunum). Allir vita,
að norðurbúar Ameríku hafi verið í hinum mesta upp-
gangi og þótzt flestum þjóðum fremri. Svo miklir hafa
þeir verið á lopti i rœðum sínum á þingum og í blöðum,
er þeir hafa ógnað hvorir öðrum, að menn urðu að halda,
að þar yrði ógurlegur berserksgangur, er þeir gengjust
að, deildir, eins og þeir nú eru, í tvær fjandsveitir. Nú
hafa þeir átzt við vopnaviðskipti á ýmsum stöðum, en
miður liefur þeim brugðið til hermennskunnar, en við var
búizt. Vjer skulum í stuttu máli segja frá því helzta, er
gjörzt hefur. Lincoln stefndi mestum hluta liðsins til
Washingtonsborgar og til Virginíu. J>ar er aðsetursborg
Suðurmannastjórnar (llichmond). Suðurmenn hjeldi> norð-
ur eptir þessu ríki, því þeim liggur það í mestu rúmi að
ná Washington, sem er merkasta borg fríveldanna, og að-
seturstaður stjórnarinnar. Hún liggur rjett fyrir norðan
Pótómak-fljótið, er aðskilur Maríuland og Virginíu. Suð-
urmenn voru komnir langt norður eptir, er þeir ljetu
staðar nema, því Lhinir höfðu mikið lið fyrir og hjeldu
suður móts við þá. Varð nokkur bið á, áður fundum þeirra
bar saman, að nokluið yrði sögulegra. þó kom þar, að 2
afhershöfðingjum Lincolnt, M’Clellau og Fatterson mœttu
sínum herflokki hvor og báru af; við það Ijet meginlið
suðurmanna undan síga, en hinir sóttu á eptir, uns þeir
komu að bœ, er Manassas heitir; þar höfðu uppreistar-
menn sterk vígi og umhorfna skotgarða og skotvopn.
Norðmenn sóttu nú garðana og gátu náð þeim, er þeir
höfðu til barizt í 9 stundir. En nú urðu skjót hamingju-
skiptin. Hjer kom Johnston hershöfðingi, er áður hafði
beðið ósigur fyrir Patterson, sínum mönnum (suðurmönn-
um) til liðs með 20 þús. hermanna. Sneri við þetta lið
norðanmanna á flótta með slíkum felmt og fáti, að hver
tróð annan undir; þeir köstuðu frá sjer vopnunum, ljetu
eptir liggja vagna og skotfœri og flúðu viðstöðulaust renn-
andi og ríðandi, uns þeir áttu skammt til Waahington og
lið kom á móti þeim til að stöðva þá. Fyrirliðinn, Dowell
hershöfðingi, gjörði margar atreiðir til að fá þá til að veita
viðnám, en það kom fyrir ekki. I orustunni höfðu þeir
alls látið 450 fallna hermenn, 19 sveitarforingja, en höfðu
1000 særða, og söknuðu þar að auki 1000 manns, erlík-
ast hafa verið handteknir. Af svo miklu liði (60—70 þús.)
og eptir langa sókn móti víggörðunum og hraparlegan
flótta þykir manntjónið eigi ýkjamikið. Enda þótti furðu
gegna, að suðurmenn eigi skyldu fastar reka flóttann en
þeir gjörðu. Annan bardaga hafa Lincolns menn átt í
Missouri (bjá Springfjeld) við uppreistarmenn. Var sú
orusta með meira hreystibragði af hálfu norðurmanna. Sá
hjet Lyon, er fyrir þeim var, talinn einn með beztu og
hraustustu hershöfðingjum Lincolns. Hann hafði að eins
8 þús., og rjeðst á 20 þús. suðurmanna, stökkti þeim
undan, en fjell í lok bardagans, svo menn hans, þótt þeir
hjeldu velli um hríð, urðu að hörfa norður á bóginn og
leita sjer farborða. LAncoln dregur að sjer meira ogmeira
af lierliði, enda eru suðurmenn komnir upp að fljótinu,
og halda menn þeir muni bráðum freista yfirfarar og ráð-
ast á Washington.
Innlendar frjettir. Gufuskipið Arcturus kom
hingað eptir 12daga útivist frá Kaupmannahöfn, 25. þ. m.,
og hafði meðferðis ýmsa vöru til kaupmanna bæði hjer í
Reykjavík og í Hafnarfirði. Með því kom kaupmaður
Fischer og einn enskur Dr.; sagt er, að hann ætli norður
í land, en þó utan aptur í haust. Gufuskipið fer aptur
á morgun, ef veður leyfir.
— Um þessar mundir streyma ýmsir menn að úr öll-
um áttum suður hingað, bæði skólapiltar og kaupamenn,
og er varla nokkru sinni á árinu jafnhœgt að fá frjettir al-
staðar að úr landinu, eins og í þetta mund á haustin, enda
er það, þegar góð er tíðin, einhver sá skemmtilegasti tími
á árinu, sem kemur yíir land vort. Nú vill svo til, að
alstaðar má kalla að sje gott að frjetla. Tíðin liefur því
nær um allt land verið góð í sumar. það var að eins
framan af slætti nokkuð votviðrasamt norður f Eyjafirði og
þar fyrir austan, svo töður höfðu hrakizt, helzt fyrir þeim,
sem fyrstir byrjuðu að slá, en seinni hluti sláttar vitum
vjer eigi betur en alstaðar hafi verið góður, og þegar
yfir allt land er litið, má fullyrða, að sumarið hafi verið
gott, og einkum má segja að um allt Suður- og Vestur-
land hafi heyafli orðið góður, og einkum nýting afbragðs-
góð; en margir geta þess, að heldur hafi grasbrestur á
útjörð verið tilfinnanlegur. En livað um það, hitterfyrir
mestu, að heyin sjeugóð, minna er í hitt varið, aðþausjeu
mikil að vöxtum, en Iítil að gœðum. j>að er annars eptir-
tektavert, svo blítt og gott sem sumarið hefur verið, að
minnsta kosti hjer syðra, livað lítið grasið hefur verið á
allri utjörð, engjum og búfjárhögum, síðan snemma í
sumar, og hve snemma gras fór að falla, og það enda á
vallendi og til fjalla, að því er skilvísir menn hafa sagt