Íslendingur - 30.09.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 30.09.1861, Blaðsíða 8
88 i oss. Sjávarafli hefur verið, eins og áður er sagt í blaði voru, heldur lítill hjer syðra, en þeir fáu, sem stundað hafa hákallaveiði, hafa heldur vel aflað, og í hinum öðrum landsfjórðungum er sagt að hákallsaflinn liafi vel heppn- azt; þannig segir sagan, að þiljubátar Eyfirðinga hafi til samans fengið yfir 2000 tunnur lifrar; þilskip Isfirðinga sum um og yfir 200 tunnur, og þilskip á Djúpavogi um 300 tunnur. Yerzlun hefur alstaðar í sumar verið hag- felld landsmönnum og íslenzkar vörur einkum i háu verði, og að því er nú frjettist með póstskipi er mjög hætt við, að kaupmenn geti eigi selt ullina ytra nema með skaða sínum, og er slíkt illa farið, því hætt er við, að vjer drekk- um af því síðar meir; en fiskur og lýsi er mæltað gangi allvelút. Annars þarf því eigi að kvíða, að íslenzkar vör- ur gangi illa út, ef þær að eins eru vel vandaðar, en undir því er allt komið, og vonandi er, að landar vorir láti sjer þetta hugfast, og gjöri allt hvað í þeirra valdi stendur að halda fast i sjálfs sín hagnað, sem þeim er svo innanhandar. — Sltipskaðar stórir og smáir. Vestur á Bíldudal við Arnarfjörð slitnaði upp kaupskip í fyrra mán., rak á land og brotnaði svo, að allt varð að selja, bæði skip og vöru, en menn komust alliraf. Kaupmaðurinn heitir Ólsen, er skipið átli. Annað kaupskip rak á land í Skeljavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu og brotnaði lítið eitt; þó er sagt, að það megi verða sjófœrt aptur, en annað skip tók vöruna og flytur utan. Knudtzon stórkaupmaður átti þau skip bæði. llið þriðja skipið rak í land á Aureyri nyrðra; það kvað lítið eða ekkert hafa skemmzt; það flutti vöru fyrir Ilenderson kaupmann. Bátur fórst í sumar á Breiða- firði, á leiðinni ofan af Barðaströnd fram í Sauðeyjar, og drukknuðu allir, er á voru, 4 að tölu. Norður við Blönduós i Húnavatnssýslu drukknuðu og 3 menn í fiski- róðri, og rak alla dauða til lands. — Piljvsliip í Gullbringusýslu. f>ví er miður, að lítið hefur enn þá orðið ágengt með fjelagsskap þann, er menn reyndu til í velur er var að koma fótum undir hjer syðra, til þess að koma upp þiljuskipum; má og vera, aö hið mikla fiskileysi hafi brotið allan kjarktein í mönnum, en vjpr vonum, að hjer verði ekki látið við lenda, heldur byrj- að aptur með fjöri og fylgi í vonum betri tíðir. í sum- ar hafa nokkrir bœndur í nefndri sýslu haldið úti 5 þil- skipum; 3 af þeim hafa afiað í meðallagi; erþað eingöngu fiskur, en eigi -hákall, sem þau hafa gefið sig við; hin 2 liafa stundað með fram hákallsveiði, og gengið tregt; þó varð það skipið nú nokkru drýgra, er Sigurður bóndi Jóns- son á Vatnsleysu á, því þessar síðustu vikurnar hefur það verið úti og fengið nokkrar tunnur lifrar, enda tlutt talsvert af hákalli til lands. Bendir sá afli þó til þess, að það er rangt af slíkum skipseigendum, ef annað er fœrt, og ef vel viðrar eins og nú, að hætta mjög snemma á haustin við hákallsveiðina, einmitt þegar hann fer að grynna á sjer og ganga aptur að landinu. Svo virðist oss líka, að það væri reynandi fyrir þessa menn, að hafa skip sín viðbúin, þegar út á líður vetur og staðviðri vilja til, láta þau þá skjótast út og reyna ^ sig við hákallinn; eflaust mundi það stundum geta orðið að góðu. En um fram allt viljum vjer benda þessum heiðarlegu mönnum, er í verkinu sýna, að þeir vilja brjót- ast áfram sjer og öðrum til gagns, vjer viljum benda þeim á, hvort eigi væri reynandi, að þeir settu sig í sam- band við skipseigendur nyrðra og vestra til að koma upp skaðabótafjelagi sín á millum. þó vegalengdin sje mikil á milli, virðist oss að þetta gæti komizt í kring, ef með ráðum og dáð væri að farið. — Skiplioma. Til Eyrarbakka er nýkomið skip frá Iíaupmannahöfn með kornvöru, og má segja að kœmi í góðar þarfir, því þar hafði verið kornlaust fyrir, og hefði að öðrum kosti allar austursveitir verið illa staddar. Iling- að til Reykjavíkur kom um daginn skip úr ísafjarðar- sýslu, er agent og riddari II. A Clausen sendi hing- að eptir vöru í póstskipið og flytja á til Stykkishólms og Isafjarðar. Er slík tilhögun herra agentsins mjög vel til fundiu, og vonandi, að mörgum verði til liðs fyrir vestan, eins og það líka kœmi sjer vel, að slíkar sigling- ar með ströndum fram hafna á millum gætu farið að tíðkast. það máogtelja nýlundu aö foringinn fyrirþessu vestanskipi er íslenzkur maður, að nafni Magnús Magn- ússon, ættaður úr Skaptafellssýslu. Hann fór utan fyrir eitthvað 6 árum, lærði siglingafrœði og tók próf í þeirri mennt, hefur síðan farið víða um heiminn, og er nú »kapteinn« fyrir einu af kaupskipum agents Clausens, fer landa milli vor og haust, en liggur úti á hákallaveið- um á sumrum, og hafði i sumar fengið um 190 tunnur lifrar. Óskandi væri, að fleirum af löndum vorum heppn- aðist að komast þannig í veg. — Mannslát. Aðfaranótt hins 15. þ. m. andaðist eptir stutta íegu austur á Selalœk í Rangárvallasýslu kandídat philos. og nýorðinn aðministrator þingeyraklaustursjarða Magnús B. Blöndahl, um 30 aldur. Ilann haföi urn tima gegnt sýslumannsembættinu í Itangárvallasýslu og fengið ágætt orð fyrir dugnað og stjórnsemi, enda mun honum mjög svo hafa kippt í kyn til föður síns, hins nafntogaða sýslumanns Ilúnvetninga, Blöndals sál. kanse- líráðs. Að Magnúsi Blöndahl var mikill mannskaði, því auk þess sem liann var efni í mesta dugnaðarmann, var hann þar á ofan hinn bezti drengur. Hann lætur eptir unga ekkju en ekki lífsafkvæmi, og marga vini, sem trega burtför hins unga og tápmikla manns. — það er engin nýlunda orðin, þótt heilir skipsfarmar sjeu íluttir af hestum hjeðan af landi, enda fara nú með þessari gufuskipsferð 30 hestar til Englands; en hitt er meiri nýlunda, að kaupmaður Tœrgesen hefur keypt ofan úr Borgarfirði milli 30—40 veturgamlar gimbrar og hrúta, er hann hefur verið beðinn um, og verður þetta fje sent lifandi til Englands. — Sljórnin hefur eptir beiðni alþingis veitt 7000 rdd. lán, til kornkaupa handa Gullbringu-, Kjósar- og Borgar- fjarðarsýslu; skal fje þetta endurgoldið á 7 árum, og vextir greiddir á ári hverju með 4 af hundraði hverju. Prestvígðir 29. dag sept. kand. theol. JónThór- arensen, aðstoðarprestur til prófasts sjera þorleifs Jóns- sonar á Hvammi í Dalasýslu. Iíand. theol. Jákob Bjarn- arson, aðstoðarprestur til prestsins sjera Magnúsar Gísla- sonar á Sauðlauksdal í Barðastrandarsýslu, og kand. theol. Oddur, Hallgrímsson, aðstoðarprestur til prestsins Friðriks Eggertssonar í Skarðsþingum í Dalasýslu. Brauð hafa engin verið veitt síðan síðasta (nr. 10.) blað íslendings kom út. Útgefendur-. Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Iialldór Friðriksson, Jón Jónsson HjaltaUn, Jón Pjetursson. ábyrgWmaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjelur Gudjohnson. Pientaíjur í prentsmÆjnnni í Keykjavík 1861. Einar þóriiarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.