Íslendingur - 22.03.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.03.1862, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. 22. inarz. O (Aðsent). Til ábyrgðarmanns »filendings«. Jeg veit, að þú munir minnast þess, hvað opt við í fyrri daga áttum tal um ýmsa þá hluti, er snerta lands- ins gagn og nauðsynjar, en þó ekki hvað sízt eða hvað ógjarnast um, að fá stofnaðan lagaskóla á ísiandi, og hef jeg lengi beðið þess, að þú hreifðir þvi máli í »ís- lendingi«, og sýndir löndum okkar fram á rjett vorn og nauðsyn i þvi efni, og hvaö er í húfi, ef íslendingar ekki leita allra ráða til þess, svo fljótt sem auðið er, að geta af sjálfsdáðum og að öllu leyti gjört þá menn úr garði, sem þó, þegar rjett er að gætt, ættu að standa hvað næstir til að halda uppi rjetti og kröfum þjóðar vorrar, til að efla og glœða meðvitund hennar um hin þjóðlegu ein- kenni laganna og helgi þeirra, vernda hina sönnu þjóð- ernis-tilfinning, og styrkja þau bönd, ertengja landsmenn saman í eitt þjóðfjelag. En hjer er nú ekki tími til að fara tengra út í það mál, og verður það að bíða betri tíða, enda treysti jeg því, að bæði þú og þeir aðrir, sem mest og bezt liafa hugsað um, hver heillaþúfa að innlend lagakennsla og íslenzk lagamenntun gæti orðið oss íslendingum, látið sem fyrst til yðar heyra um það mál. * En mjer datt nú laga- skólinn í hug, af þvi að það hefur, eins og þú veizt, ver- ið einhver bezta ástœða þeirra manna, er fastast hafa mælt i gegn honum, að lagaembættin á íslandi væru svo fá, að engin líkindi væru til, að svo margir yrðu til að ganga á skólann, að takandi væri í mál, fyrir þá skuld að setja á fót jafnkostnaðarsama stofnun, og lagaskólinn mundi verða. íslendingum væri líka fullborgið og bezt borgið með »latínsku júristunum«, sem uppspretta allrar vizku og menntunar, háskólinn í Iíaupmannahöfn, sendi út til íslands í hópatali, og ef til þyrfti að taka mætti þá altjend fvlla í skörðin með »dönsku júristunum«, sem und- antekning og neyðarúrræði'«. En hvernig gengur? j>að eru ekki full 8 ár síðan, að eitthvaö 50 manns voru að 1) íSjá skýrsla kouúíigsfulltrúa um lagaskólann til alþíngis L»6y. lesa latínsk lög við háskólann í Ivaupmannahöfn; nú eru þeir orðnir fullum helmingi færri, og allan þennan tíma hafa lagaembætti á íslandi staðið óveitt árunum saman, og ekki verið svo mikið um, að ncin »undantekning og neyðarúrræði" hafi verið til að skipa í skörðin, svo að jafnvcl hinir áköfustu mótstöðumenn lagaskólans hafaorð- ið að grípa til þess »óyndisúrræðis«, að setja þá menn í embættin, sem annars hvorki hafa þótt húshœíir nje kirkju- grœflr í lagalegu eða nmboðslegu tilliti, enda þótt þeir sumir hverjir hafi reynzt á við hina suma tvo. ðJú eru þá 7 embætti laus, og enginn sœkir, eða enginn er til að sœkja. þetta sjá l)anir, þó ekki líti út fyrir, að sumir Islendingar vilji eða geti sjeð það. þeir segja þá: »skjót- umst nú, nú er lag«, en þar er hanki á. Vilji þeirverða embættismenn á íslandi, eiga þeir, eins og þú veizt, að kunna íslenzku. það er nú það. þeir eiga að kunna íslenzku, geta skilið og talað við þá, sem þeir eiga að stjórna, og þeir, sem þeir stjórna, eiga að geta skilið og talað við þá. I gamla daga var nú ekki farið svo hart í það mál; en Ivristján konungur áttundi, sem íslendingar munu seint gleyma, gleymdi heldur ekki rjetti íslendinga í þessari grein. Ilann skipaði þá, eins og kunnugt er orðið, svo fyrir í brjefi til rentukammersins sæla dags. 8. apr. 1844, að sjerhver sá, sem vildi verða embættismaður á Islandi, skyldi vera svo fœr í íslenzkri tuDgu, að hann að minnsta kosti skildi mál manna og gæti mælt á þá tungu svo vel, að alþýða skildi mál hans, enn fremur var það ákveðið, »að þeir, sem scektu um embætti á Islandi, skyldu skyldir til að láta bónarbrjefum sínum fylgja áreiðanlegan vitn- isburð um, að þeir Itynnu tungu landsmanna«. það má fullyrða að konungsúrskurður þessi var geflnn af góðum hug, og að tilgangurinn auðsjáanlega var sá, að engum erlendum manni skvldi verða veitt embætti á lslandi,nema full og óræk vissa væri fyrir því, að hann væri svo fœr í islenzkri tungu, að hann fyrir þá sök gæti gegnt em- bættisskyldum sínum svo vel og trúlega, sem heimtandi 225 Kristniboð Davíös Livingstones f Suður-Afríku. (Framh.). Auk þessa vitjuðum við þeirra, sem sjúkir voru, gáfum þeim fœðu og fleiri hhlti, sem hungraðir voru og ekki sjálfbjarga. Við reyndum til að hœna þá að okkur með því, að hjálpa þeim og lina líkamlegar þján- ingar þeirra. Vinaratlot, hvað lítil sem þau eru, vinsam- lcgt orð, góðmannlegt augnatillit er, — eins og hinn hei- Iagi Xaver hefur sagt — verulegur þáttur í skrúða kristni- boðandans. Menn eiga ekki að láta sjer á sama standa golt álit jafnvel hinna lökustu, ef það kostar ekki meira en hýrt viðmót; tali þeir að eins vel um mann, þar sem tleiri koma saman, fá menn þegar orð á sig, og það lijálpar til þess, að ryðja kristniboðinu veg til þessara heið- ingja. Sýni menn mótstöðumönnum kristninnar hluttekn- ingu f evmd þeirra og vandræðum, þá verða þeir aldrei óvinir manns. J>að er hjer sem annarstaðar, að »kærleik- ur elur kærleika«. Meðan Livingstone dvaldist hjá Zíaku-ama-þjóð við 226 Kolobeng-fljót, kynntist hann, eins og ræður að líkindum, við höfðingja þeirrar þjóðar. Hann hjet Sechele; hann var vitur maður — segir Livingstone — varð vinur minn, og Ijet skírast eptir fárra ára undirbúning og frœðslu. Ann- ars voru þvi nær allar afþjóðum þeim, er L. kynntistvið þar í landi, nokkuð seinar á sjer og tregar til kristni, en í veraldlegum hlutum voru þær vel glöggvar og greindar; kvikfjárrœkt höfðu þær, og allgóða meðferð á skepnum sínum, og margt var þeim kunnugt um ástand og lifnað- arhætti villidýra, er allt saman lýsti nákvæmri eptirtekt hjá \ þessum heiðnu þjóðum; enda er Livingstone sannfœrður um það, að þær þurfi ekki að standa svo langt á baki norðurálfubúum, eður menntuðum mönnum annarstaðar á jörðu, þegar stundir hði fram og þeir hafi notið tilsagn- ar að því skapi. »Af 5«í/Mana-þjóð höfðu mörg hundr- uð manna tekið kristna trú, áður Livingstone kom þang- j að, og var það fyrir framgöngu Moffats, enda hafði hann I varið til þess 30 árum, látið prenta biflíunaá þeirratungu, ' o. s. frv. Áður en Moffat kom þangað, voru Betjúanar 177

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.