Íslendingur - 22.03.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.03.1862, Blaðsíða 6
182 einn af stjórnarherrum Norðmanna, Friðrilt Stang, sje lát- inn, og sje það satt, þá hafa Noregsmenn misst einn af sínum frægustu og beztu mönnum. Hann var framúr- skarandi lögvitringur og manna málsnjallastur. Ymsa aðra, sem dáið hafa, er ekki til neins að telja hjer, því menn þekkja ekki til þeirra, þótt þeir væru merkir menn hjá sinni þjóð. Innlendar frjettir. Póstskipið Arcturus kom liingað eptir lódaga útivist aðfaranóttina 16. þ. m. Með því komu konsui M. Smith, kaupmennirnir Svb. Jakobsen og August Thomsen, Arnkell Scheving trjesmiður og konu- efni hans. Skipið ætlar hjeðan aptur þann 23. þ. m. Póstar eru komnir bæði að vestan og norðan og segja allgóðar frjettir. Yetrarfar hefur alstaðar í landinu mátt lieita gott, en nokkuð umhleypingasamt norðaustan á land- inu, t. a. m. í þingeyjarsýslu; þannig skrifar oss einn merkur maður úr þeirri sýslu: »Ekki verður því neitað, að árferði er betra en að undanförnu; heysöfn uröu al- mennt vel í meðallagi, sumstaðar betur; en þó er hitt meira vert, að hirðing var betri en á undan; hjerafleið- ir, að kýr gjöra almennt sœmilegt gagn, og er það eina lífsbjörg margra fátœklinga, sem kýrnar gefa af sjer. Skurðarfje reyndist einnig með betra móti, bæði á hold og mör; beztan sauð ætla jeg mig hafa fengið hjer, og gjörði hann 33 pund mörs og 4 Va Ipd- kjöts. Sjórinn hefur brugðizt mjög; ógæftir einstakar og afli lítill, endaersjór sóttur hjer miklu linlegar en á Suðurlandi«. Trjáreki hefur verið í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- sýslum; en ekki er hans getið í brjefum til vor austar við land, nje heldur af Yestfjörðum, nema Strandasýslu. Meðal slysfara, sem vjer höfum frjett má telja, að há- karlaskip af Skagaströnd með 5 manns fórst að líkind- um i norðan-áhlaupinu, sem gjörði fyrst í þessum mán- uði, og að norður í Keflavík í Fjörðum (í Eyjafjarðar- sýslu) fóru hjón og vinnumenn tveir á einum bœ að bjarga bátum undan sjó, en þá kom holskefla, tók bátinn út, hjónin bæði og annan vinnumanninn; hann náði í stein og komst upp meðan útsogaði báruna, en hjónin drukkn- uðu bæði og fundust eigi síðan. Vestan af ísafirði er sagður góður afli, en miklu minni undan Jökli (á Snæ- fellsnesi). Seint í febrúarmánaði var þar hæstur hlutur hálft annað hundrað ; góðurhákarlsafli við Hellna ogStapa, og þessa beztur við Búðir (yzt í Staðarsveit); þar er sagt að komnir væru 30 kútar lifrar til hlutar. Á Ákranesi hefur vel afiazt hina síðustu daga. Á Seltjarnar-og Álpta- nesi miður, enda verið heldur smár fiskur, mest isa og stútungur. Hákarlaskip eitt hjeðan úr lleykjavík, sem Jón Bergsson er formaður fyrir, fjekk um helgina sem leið 7 hákarla, suma heldur smáa; hann hefur í vetur stundað hákarlaveiði með mesta dugnaði, og fengið talsverðan afia, þegar allt er saman lagt. Alstaðar austan með, úr því sleppur Eyjafjallasveit, heyrist getið um meiri og minni fiskiafla, en einkum er gjört orð á því úr Grindavík og Höfnum; suöur i Kefiavík og inni í Vogum var þorskur farinn að fást í net, þegar síðustu frjettir bárust, og held- ur hafa menn nú góða von um aflann; enda þurfa aliir þes* við eptir hið dœmafáa aflaleysi næstliðið ár. vgrðla»§.§krAr, sem gilda frá miðju maímánaðar 1862 til sama tíma 1863: A, í Borgarfjarðar, Gullbringu-Kjósar, Árness, P»angárvalla og Vestmannaeyja- sýslum, samt Reykjavíkurbœ. A. Fríður p eningur: nvert á 1. 1 cr 1 Kvr, 3 til 8 vetra, sem beri frá miðjum Kdd. Skk. október til nóvembermán. loka, sje í far- dögum 34 13 2. — 6 ær, 2 til 6 vetra, loðnar og lembdar í fardögum 5 84 3. — 6 sauðir, 3 til 5 vetra, á hausti . . . 6 76 4. — 8 •—— tvævetrir 5 46 5. — 12 veturgamlir 4 40 6. — 8 ær geldar 15 7. — 10 — mylkar 4 19 X. — 1 áburðarhestur, taminn, 5 til 12 vetra, í fardögum 16 30 9. 90 áln. 1 hryssa, jafngömul 10 91 Hundrað á alin. Rdd. Skk. Skk. 34 13 27 % 35 24 28Vs 40 72 32% 43 80 35 53 t> 42% 41 24 33 n » II 16 30 13 14 57 11% B, í Austur- og Vestur-Skapta- fellssýslu. Hvert á Hundrað á alin. Kdd. Skk. Rdd. Skk. Skk. 28 44 28 44 22% 4 64 28 » 22% 5 8 30 48 24% 3 92 31 64 2o% 3 16 38 » 30% 3 81 30 72 24% 3 16 » » » 15 28 15 28 12% 10 87 14 52 11% 235 »Draumurinn þinnhefur að sönnu eigirœtzt«, mæltibónd- inn, »en eg sje, að þú elskar mig«. Dómsatkvæði. Augnveikur bóndi fór til járnsmiðsins í þorpinu, til að leita sjer lækningar hjá honum. Smiðurinn lagði við auga honum plástur, er hann hafði með góðum notum lagt við hesta, en bóndi varð blindur af honuin. Hann kærði smiðinn fyrir dómsmanni, og krafðist skaðabóta. En sem dómandi var búinn að heyra málavöxtu, vísaði hann bónda frá með svofelldum orðnm: »J>ú hefur enga ástœðu til að kæra þetta mál, því hefðir þú eigi verið asni, þá hefðirþú eigi leitað smiðsins, heldur læknisins«. Forsjála konan. Aldraður slátrunarmaður lá á banasænginni; mælti hann þá við konu sína, að hún skyldi láta huggast og giptast slátrarasveininum að sjer látnum. Til þess anzaði konan grátandi: »Æ, jegvarbúinað hugsa mjer það áður«. 206 Ráð til að kaupa með góðu verði. Maður nokkur meðkenndist fyrir presti sínum í skripta- stólnum, að hann hefði stolið svíni frá slátrunarmanni. »það hlýtur þú að bœta honum«, mælti prestur. »Jeg er til þess búinn«, anzaði hinn; »hef jeg í því skyni stungið skotsilfrinu á mig, og vil jeg biðja yður að korna því til slátrunarmannsins, en þegja um nafu mitt«. I’restur hjet að skila verðinu. Ári síðar kom sami maður aptur, og játaði að nýju, að hann hefði enn stolið svíni, og afhenti prestinum verð þess. Prestur áminnti hann nú harðlega, en þrátt fyrir það kom hann þriðja árið og meðkenndist sama verknað í skriptastólnum. »Guð komi til«, mælti prestur, »er þá hinn svívirðilegi þjófnaður orðinn að svo ríkum vana hjáþjer, aðþúfær eigi af honumlátið? Hvern ávinning liefur þú þar á ofan af sliku, þar sem þú þó, til allrar hamingju, ert svo samvizkusamur, að bœta fyrir þjófnaðinn? væri þjer eigi miklu betra, að kaupa svínið re^lulega?« »Nei, prestur minn góður«, mæ ti sá, er skriptaðist; »því kaupi jeg svínið af slátrunannanninum, /

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.