Íslendingur - 21.08.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.08.1862, Blaðsíða 2
62 snjóa inn í skólann niður á pilta. Tveir ofnar voru f skólahúsinu, en það var ekki til neins að leggja í þá, því þá liefði þeir getað hitað upp víða veröld, ef þeir hefði getað vermt upp grindahjall þann, sem piltar vóru settir i. j»eir voru því ekki notaðir. En smátt og smátt fóru piltar að sýkjast; einn lagðist veikur af öðrum, og þegar kennararnir ætluðu inn í skólastofuna lagðist dragsúgurinn svo þungt á hurðina að innan, að þeir ætluða varla að geta komizt inn í þetta sjúkra hús. Eptir einu harðinda- kasti man sjera Pjetur um veturinn, sem stóð í viku; alla þá viku treystist enginn kennaranna að kenna sakir kulda, og komu þeir ekki í skólastofuna þangað til veður varð mildara. En það er af piltum að segja, að »þar kúrir hver sem hann kominn er, kútveltist og formælir sjer« uppi í skólalokrekkjum, en þeir sem hraustastir voru og bezt þoldu kvalirnar, sóttu þeim mat og aðrar nauðsynjar niður í bæinn eða upp um kot, þar sem þeir höfðu kost. Um vorið segir sjera Pjetur, að margir piltar hafi verið orðnir horaðir og tiltakanlega brjóstmæðnir, og það svo, að þegar stormur var úti, gátu sumir ekki gengið til kirkj- unnar úr skólanum nema með hvíldum; kennir hann þetta sjer í lagi súgnum og kuldanum, sem þeir höfðu verið í altan veturinn. Geta má nærri hvernig verið hefur að lifa í þessum skóla árið eptir, því þó hann væri slæmur 1802— 3, hefur hann þó líklega verið talsvert verri árið 1803— 4, enda varð það síðasta úr Reykjavíkurskóla á Hólavelli. Ölmusur voru að vísu eins liáar eða hærri að nafn- inu við Reykjavíkurskóla, en þærvoru við Ilólaskóla. En sá var munurinn, að í Reykjayíkurskóla voru þær ekki, eins og í Hólaskóla, úthlutaðar í matbjörg eptir þörfum með lágu verði á henni, heldur eingöngu í bankaseðlum, og fyrir þá áttu nú piltar að kanpa, hvar sem bezt gekk, matbjörg og aðrar nauðsynjar sínar; en þetta varð þeim býsna dýrt, og svo segir sjera Pjetur, að í stað þess sem hann jafnan kom á vorin heim úr skólanum ú Ilólummeð hartnær þriðjung ölmusu sinnar óeyddan, þá kom liann um vorið úr Reykjavíkurskóla með skuldir einar og þær talsverðar. Kom þetta mest af því, hve dýr öll matbjörg var um veturinn i Reykjavík. En auk þess fóru sumir piltar þar ekki nálægt því eins vel og forsjállega með efni sín eins og á Hólum, þar sem freistingarnar voru færri og yfir höfuð að tala öll reglusemi meiri en í Reykiavík. þannig hefur nú sjera I’jetur sagt mjer af skólanum á Ilólum og í Reykjavík. Jeg hef lesið honum það, sem jeg hef hjer skrifað um þá, og kannast hann við það allt og finnur ekkert að, nema það, að jeg hafi orðið of fá- orður, sjer í lagi tim »Reykjavíkurpíslirnar«, enmjervirð- ist þó hitt heldur, að jeg hafi orðið of langorður, og því hætti jeg nú sem skjótast þessu efni. HafÍNinn við ITIiílasýslnr (sbr. ísl. I. nr. 17; II. nr. 4, 5, 15. Framhald). 6. Um hvali í ísárum. Sjaldan mun það bera til, að hvalir komi undan ísrekstri, inn í Austfjarðabugtir; í íslausum árum er það fremur, að þeir slæðast inn í íirðina, og opt er fyrir utan landið, vor eða sumar, mesta hvalaganga; hvalir elta síldina eins og þorsk- urinn; f ísárum munu flestallir blásturfiskar vilja komast úr ískreppu, þótt sumir þeirra geti það ekki, þegar ísinnn er mikill og drepast í honum; ísinn er líka svo djúpt niður í sjónum, að hvalir geta ekki til lengdar sveimað undir honum, nema að sprengja sig. 7. Um hvort straumar ílytji burt ísinn, og hvað lengi hann liggi. |>að er venjulegt, að vorhafís við Aust- urland liggi fram á sumar, og opt til Höfuðdags en aldrei lengur, hvort ,sem hann hefur komið meiri eða minni, og fer það ekkí eptir vexti hans, hvað lengi hann liggur við landið. 8. Hvar ísinn reki fyrst að landi, sjá 4. svar. 9. Er fyrir vestan. 10. Hvort ísinn, þegar hann er kominn fyrir Langanes, fer nær eður fjær landinu. þegar hafís færist austur fyrir Langanes, meðfram og helzt af n.v.n. stormhvið- um, er komið áður hafa tvisvar þrisvar (þá mun og sjaldan vera hafþök af is fyrir Norðurlandi) fer hann eptir straum, utan fyrir allar rastir og tanga, og ef meðvindur er, þá fer ísinn á einum sólarhring fyrir alla Múlasýslu og suður fyrir Lónbugt. 11. Um ísmegnið. Opt er það, þá hafís kemur mikill, sem venjulegt er eptir 2 eða fleiri ísleysisár, að ekki sjest út yfir hann í Múlasýslu, nema má ske í ein- stökustað af hæðstu fjöllum, svo sem 1801, 1802, 1807, 1813 eða 14, 1821 og 1835, samt optar. 12. í hvaða átt hafís reki frá Múlasýslu. Undir öllum kringumstæðum lítur svo út, sem ísinn flytjist burt mest fyrir straum i n.o.n.; hann liggur ekki lengur við Austurland en til ágústmánaðarloka, og hverfur þá allur í einu; sjaldan er á þeim tíma það bjart- viðri, að megi sjá eptir honum; en hvort sem ísinn kemur eða fer, þá rekst hann þar sem straumurinn er harðastur og jafnastur fyrir utan alla tanga og rastir á Austurlandi; það lítur svo út, eins og sjó- menn hjer segja, að straumur í hafinu út af syðri Múlasýslu liggi ekki norðar en í n.o.n. Norður- straumur er harðastur í ágúst og september, þar ept- ir taka suðurföll að harðna; smáharðna þar til sól- straumar eru liðnir; þar eptir fara norðurföll að smá- harðna til þess á baustin, og suðurföllin laka við aptur. Ekki er ólíklegt, að norðurföll sjeu inest og hörðust sem næst ísbeltinu, svo þegar að ísinn fer burt seint á sumri, dregst þá fyrst með norðurstraum, allt hvað næst liggur af ísbeltinu; grisjar þá í hann, svo sá ís sem sunnar er, með öllu þvi sem í honum er fast og hulið, fer því fljótar á eptir. 13. Um hvort nokkrir hafa tekið eptir breytingá norður- ljósum. Fáir hjer eystra hafa tekið eptir breyting norðurljósa svo heyrzt hafi, þó er ekki ólíklegt, að einhver breyting mætti á þeim sjást, ef hafís væri mikill við land, og eins þótt ísinn lægi nokkuð und- an landi. 14. Ilvort kuldinn er meiri í sjó þá ís er við land. það segja hjer sjómenn, að þá sje meiri sjáfarkuldi, þeg- ar von er á ís, eins þá hann liggur við Iand. í ís- lausum vetrum verður hjer eystra sjaldan svo mikið frost, að nái 18° á Reaumurs hitamæli, en í ísár- um er frostið — helzt við sjó — fyrir víst J/4 meir, eða 24°. 15. Hvort sudda og vætusumur fylgi ís. Ekki er það ætíð, að sumur sjeu með rigningnm, sudda og þok- um þó hafís liggi við land. En rígningar koma á eptir þá ísinn er burt, t. d. 1821, þá var eitt hið betra þurkasumar til Höfuðdags, þar eptir miklar rign- ingar. Lengi sumars voru 2 áltir saman, o. og v. 16. Hvort sjaldan verði mein að miðsvetrarís. það er málsháttur hjer eystra: »SjaIdan er mein að miðs- vetrarís«, og eru flestir samdóma því, að málshátt- urinn sje sannur; sá ís, sem kemur á þorra, er opt- ast kominn burt frá landinu á Einmánuði, og sá ís er kemur á Góu, er stundum kominn á leið lil baka fyrir messur; þess fyr sem ísinn kemur, þess fyr

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.