Íslendingur - 21.08.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 21.08.1862, Blaðsíða 4
64 og fár betra ber, er merk stundaði verk. frá borði mannorð. Minning hans mun, Enn má því mönnnum hjá mengi lengi mikið sár þykja í heiðri fríðum, missir Magnúsar, haldast á fold. Andi hans er nú svifinn inn í guðs dýrðar heim, burtu frá harmi hriönn, hryggðar og kjörum þeim, mjög opt er mættu honum, — margbreytt því raunin slær — dætrum sviptist og sonum, samgleðjast þeim nú fær. Gott er sem hann að geta gengið stríðinu frá, og fá svo sem frelsuð hetja, friðarborgina sjá; þar er ei dauðans drómi, en dýrðar fegurst bú, og æðstur lífsins Ijómi; þar lifir Olsen nú. p. ó. — Lát heldri manna. Sjera fórður Árnason á Mos- felli í Mosfellssveit, dáinn 18. júlí. Sjera Jón Benedikts- son á Rafnseyri í ísaljarðarsýslu, dáinn í miðjum júli- mánuði. Innlendar frjettir. Gufuskipið fór hjeðan til Liverpól 2. ágúst og kom aptur þaðan 18. þ. m. Að eins einn enskur ferðamaður kom nú með því, og fór samdægurs austur að Geysi og Heklu. Skipið á að fara hjeðan til Kaupmannahafnar 25. þ. m., og fer þá að Jík- indum með því dr. Grímur Thomsen og margir þeirra, er hingað komu í sömu ferðinni sem hann. Veðuráttin hefur einlægt verið þur og heldur köld, varla aldrei kom- ið deigur dropi á jörð allt til 16. þ. m., síðan er sunnan og útsunnan átt með vætu. Tún eru víða hvar alhirt, en allir kvarta um megnan grasbrest. Sagt er að hafís muni vera í nánd við Vestfjörðu og Norðurland allt. Sjáfarafli hefur orðið allgóður á Vestfjörðum, og mundi afbragðs- góður orðinn við ísafjarðardjúp, ef kvefsóttin hefði eigi truflað atvinnu manna. Hjer syðra aflaðist um tíma síld i mesta lagi á Hafnarfirði, og hafði margurgolt af, eink- um þeir, er höfðu hana til beitu fyrir annan fisk. Nú er hjer því nær fiskilaust. Júljubátum hjer syðra hefur gengið heldur vel fiskiafli í sumar. — Eldgosið í óbyggðum. Frjetzt hefur liingað, að dr. Grímur Thomsen og nokkrir nienn með honum, hafi í öndverðum þessum mánuði riðið upp af Rangárvöllum norður yfir Tungná, til að forvitnast um eldinn, og kom- izt norður í Hágöngur skammt frá Tungnafellsjökli, hafi þeir þá sjeð reykjarmökk mikinn þaðan í austur landsnð- ur, og lagði reykinn suður á Vatnajökul. þykja því lík- ur til, að eldgos þetta sje í Vatnajökli norðanverðum. Ekki urðu þeir varir við vikur eður önnur ummerki þessa jarðelds. En frá urðu þeir að hverfa sökum heyleysis handa hestum sínum, en hagar eru engir um það svæði, sem kunnugt er. J>eir menn, sem komið hafa hingað úr Múlasýslum geta engar sagnir fært oss af eldgosi þessu. Undarlegt má það virðast, ef enginn skvldi grennslast betur en búið er um þetta eldgos. — Nú er verið að prenta í Reykjavík: þýðingu skóla- kennara Gísla Magnússonar og Jóns |>orkellssonar yfir »sendibrjef“ og »skáldu« (epistolas og artem poeticam) hins rómverska skálds Horatii; registur yfir bókasafn hins lærða skóla; barnalærdómsbókina og rímur af A- móratis, ortar fyrir löngu af ókunnum höfundi. Bráðum byrjar að líkindum prentun á kirkjurjetti Jóns Pjeturs- sonar, og á skýringum þeirra dr. P. Pjeturssonar og S. Melsteðs yfir nýja testamentið. — Verzlun og einkum skipakoma hefur verið hjer með kviklegra móti þenna mánuð, bæði hafa Spánverjar komið, víst á 5 skipurn til kaupmanna í Reykjavík og Ilafnarfirði og sókt saltaðan fisk, og svo hafa skip kaupmanna, er þeir sendu í sumar austur og vestur á hafnir til lausakaupa, komið aptur úr þeim ferðalögum, með meiri og minni vöru; eru þau nú daglega að leggja af stað hjeðan til út- landa. Ilesta verzlunin er hjer altaf öðrum þræði og flytja nú margir hesta hjeðan að sunnan til annara landa fyrir ærið fje og til mikils ábata fyrir landsmenn. Frá útlöndum höfum vjer þessu sinni ekkert frjett. ÍTtskrifaðlr a/1 prestaslcólanum i Itvílc 20. ágúst 1862. ísleifur Gíslason, sonur prestsins sjera G. sál. Einarsens á Iíálfholti, með 1. aðaleinkunn (47 tröppum). Markús Gíslason, sonur bóndans G. Magnússonar á Haf- þórsstöðum í Mýrasýslu, með 2. betri aðaleink. (41 tr.). Eyólfur Jónsson, sonur silfursmiðs J. sál. þórðarsonar á Kirkjubóli í ísafjarðarsýslu, með 2. betri aðaleink. (37 tr.). Brandur Tómasson, sonur bóndans T. Jónssonar á þór- oddsstöðumi Húnavatnss., með 2. betri aðaleink. (35 tr.). Þorsteinn Egilsen, sonur rectors Svb. sál. Egilssonar í Reykjavík, með 2. aðaleink. (31 tr.). Guðmundur G. Sigurðsson, sonur prestsins sjera S. Gísla- sonará Stað í Steingrímsfirði, með 3. aðaleink. (15 tr.). llitgjörðarcfni: Rœðutexti: Jak. 1, 9.—12. Trúarfrœði: Að sýna mismuninn á kenningu katólskra og prótestanta um kirkjuna og trúna. Siðafrœði: Að skýra frá eðli og tegundum forlagatrúar- innar, og meta hana frá sjónarmiði kristilegrartrúarfræði. Biflíuþýðing: Rómv. 8, 18.—25. — Prestvígðir 3. ágúst: Kand. theol. þorvaldur Ás- geirsson til Ju'ngmúla í Syðri-Múlasýslu, og stúd. theol. Siggeir Pálsson til Skeggjastaðar í Nyrðri-Múlasýslu. — l’restaköll. Veitt brauð: Presthólar í Jungeyjar- sýslu sjera Stefáni Jónssyni, presti til Garðs í Kelduhverfi. Ju'ngeyraklaustursbrauð í Húnavatnssýslu 11. ágúst, sjera Jóni Kristjánssyni, presti til J>óroddstaðar og Ljósavatns. Gufudalur í Barðastrandarsýslu 15. ágúst, aðstoðarpresti til Sauðlauksdals, sjera Jakobi Björnssyni. Óveitt brauð. Hellnaþing undir Jökli, Fljótshlíðarþing, Einholt í Austurskaptafellssýslu, Mosfell í Mosfellssveit, Hösk- uldsstaðir, Rafnseyri og J>óroddsstaðir. Enn fremur er óveitt barnakennaraembættið við barnaskólann í Reykja- vík, sem nú á að rísa á fætur aptur samkvæmt tilsk. 12. des. 1860. Laun 500 rd. um árið, leigulaus bústaður í skólahúsinu og eldiviður ókeypis; um það embætti mega sækja þeir, sem hafa rjett til prestsembætta hjer á landi, og þeir, sem hafa tekið próf í skólakennara-seminariis í Danmörku. Bónarbrjef skulu send prófasti Ó. Pálssyni fyrir 12. sept. næstkomandi. fág* Með þessu nr. ísl. fylgir ritgjörð bins enska kat- ólska læknis lierra Bicknells gegn svari sjera Sig- urðar Gunnarssonar í 2. ári ísl. frá 12. nóv. 1861. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. Prentabur í prentsmÆjuDni f Keykjavík 1862. Eiuar þórbarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.