Íslendingur - 21.08.1862, Blaðsíða 3
63
fer hann aptur burt. Sá ís sem kemur snemma á
vetri, fer optast sama vetur fyrir sunnanátt og vindi,
svo sem 1807 og nokkrum sinnum síðar. Opt mun
það til bera, að sá ís sem rekst til baka — einkum
ef hann er mikill — á vetrum eða vortíma, að hann
liggur í norðurhöfum og kemur að landi veturinn eptir.
17. Ilvort kvillar á skepnum komið geti af liafís. Æfm-
lega fylgir hafisnum ónotalegur kuldi og mikill hrá-
slagi, og verkar helzt á fjárpeninginn með lungna-
bólgu og jafnvel vinstrarsýki, t. d. 1835 kom á Góu
liafþök af ís fyrir Múlasýslur og sunnar; dó þá fjeð
víða í sveitum þeim, er náðu til sjáfar, svo mikið,
að á einstöku bæjum varð nær því á fullorðnu fje
hálfl'ellir; smalar máttu eigi reka það hart, beldur
fót fyrir fót, annars gapti það og dó á einni mínútu;
þetta kölluðu sumir vinstrarsýki, þvi það var ólíkt
vanalegu bráðafári.
Einn gamall maður í Álptafirði sama veturinn sagði,
að eptir 3 eða fleiri ísleysisár, þá hafís kæmi mikill,
dæði fjeð, og hefði svo fyr til borið í sínu mynni, og
hefði hann heyrt það kallaða hafíspest.
18. Ilvernig trje reki með ís og hvernig löguð. Yana-
legt er, að ís hafi í för með sjer eitthvað af reka,
helzt trjávið, kemur reki þessi með ís, undan, eða
helzt eptir, að hann er kominn langt í burt, því þá
leysist úr honum það, sem hann hefur bundið í sjer,
hvert heldur það eru trje, hvalir eða þess konar, svo
sem skipbrotamul. Flest eru þau trje sem reka sí-
völ, og færri ná 9 álnum eða þar yfir, heldur eru
það stumpar, rætur, mul og molkefli af ýmsri trjá-
tegund, svo sem greni, rauðgreni, furu, tág o. fl.
þess konar, og sumt sem varla þekkist hjer.
19. Frá Norðurlandi.
20. Um betra árferði þá enginn er ís. Ætíð er betra
árferði við Austurland þá hafís kemur ekki, því þá
er vetur, vor og sumar hlýrra og hráslagaminna á
landi, bara ef jöklahlaup og jarðeldur spilla því ekki.
það litið sem jeg hefi nú skrifað um ís, ísár, strauma
og fleira því viðvíkjandi, er í margan máta ófullkomið,
bæði af því, að jeg man ekki vel að tilgreina hvað mikill
ís hefur verið ýms árin, sem jeg hefl þó talið, og líka,
að sumt hef jeg af þessu heyrt, þegar jeg var ungur, af
þeim sem nú eru dánir; einnig er stílsmátinn á grein-
unum hjá mjer ekki sem skyldi, og í alla staði er það
fremur illa úr garði gjört. Jeg bið, að virt sje á betri
veg, bæði ritvillur og hvað eina, sem mjer hefur í þessu
litla riti yfirsjest.
Ketílsstöium í janrtar 1862.
J. Sigfússon.
{•ingvallafnndar
var haldinn 15. og 16. þ. m. eptir áskorun ritstjóra f»jóð-
ólfs, málaílutningsmanns J. Guðmundssonar, og voru þar
saman komnir 60—70 manns úr ýmsum hjeröðum lands-
ins, flestir úr nærsýslunum. f>ar voru tekin tilmeðferðar
þau mál, er í þjóðólfi (28. og 29. bl.) áður höfðu verið til-
greind, nefnilega stjórnarbótarmálið og kláðamálið. Voru
kosnar í þau mál nefndir, og nefndarálit rædd, og ráð-
gjörðar bænarskrár og ritaðar til konungs, til að flytja
fyrir hans liátign óskir íslendinga um þessi aðalmál, og
styrkja þar með að því, að þau fengi þann framgang, er
landsmenn álíta þarfastan og beztan. Úrslit fundarins um
stjórnarbótarmálið urðu þau, að fundurinn bæði konung
vorn um, 1., að honum mætti þóknast samkvæmt beiðni
undanfarandi alþinga, að leggja sem allrafyrst málið um
stjórnarfyrirkomulag íslands fyrir þing í landinu sjálfu, og
2., að hann hlutist svo til, þegar fjárhagsaðskilnaður ís-
lands og Danmerkur verður algjörlega ákveðinn, að allar
rjettlátar kröfur þessa fátæka lands verði teknar til greina,
og einkum þau útgjöld, sem endurbætur hins lærða skóla
útheimta.
Um kláðamálið urðu nú umræðurnar miklu lengri, og
var það sjáanlegt, að þó að hitt málið væri miklum mun
meira áríðandi fyrir land og lýð, af því, að allar ákvarð-
anir því að lútandi eiga lengi, og að vonum lengur, að
standa, þá var þó áhugi flestra fundarmanna svo miklu
meiri á kláðamálinu, að umræður um hitt urðu næsta
litlar og nefndarálit þar um samþykkt óþreytt. En um
nefndarálitið um kláðann, sem fjell í tvo hluti, eins og
seinastá þingi, í ávarp til stiptamtmanns og bænarskrátil
kontings, urðu langar umræður og voru samþykkt ýms at-
riði um áskoran til stiptamtsins til að fylgja fram nauð-
synlegum bráðabyrgðarráðstöfunum og þar í einkum um
tilkomandi rjettahöld og rjettaskoðanir í haust, sem og
seinni fjárskoðanir þar sem þurfa þætii, ef ekki yrði
skorið niður i haust í sýktum og grunuðum hjeruðum. í
bænarskránni til konungs var fyrst í bendingaratriði farið
fram á almennan niðurskurð milli núverandi varðstöðva
að norðan í Borgarfirði og austan sem fjöll ráða, en í
aðalatriðum, að frumvarp til laga frá hinu síðasta þingi
um útrýmingu fjárkláðans hjer á Iandi fengi lagakrapt
með fleiru þar að lútandi.
Rnnólfnr Ma^nús Olsen
J>egar sæl sígur
sunna til unnar,
og kveður hinn blíði
kvöldroðinn öld;
syrgja sjest margur
sólbjarma varmann,
er lýðum ljeði
Ijós, og hverri rós.
Síður ei á svæði
syrgir margur:
heiðvirðann við-
-voga loga;
er dauðinn með dör,
— djarfur í staríi —
snortið hans hjarta,
og helskorið fær.
J>ví æ verður skarð,
þá ítar nýtir,
látast fyr, en litum
leið bezta skeið.
Hverra lífsleið var,
ljósu prýdd hrósi,
og góðverkum gædd,
er geymast í heimi.
þannig má mönnum
mikið sár þykja
missir Magnúsar,
er merk stundaði verk.
Hver, ei þó bæri
aldur hátaldan,
ágætt sjer eptir
orð ljet á storð.
Hann bar hið sanna
í hjartanu skart:
guðrækinn, góður
guma við hruma;
vitur vel — mætur
vinur — en hinum
öllum hughollur,
hans ráð er þáðu.
Hann menntum mjög unni,
því mennt var honum ljent;
fróður fann gleði,
að fræða með bræður;
ættfoldar vildi
og allra heillir;
var því vel kjörinn,
að vinna þjóð sinni.
Ilúskap honum hjá
hef jeg án efa
snotrastan litið,
með snirti hvað hirt.
Ráð og regla góð,
reynd fyrirmynd,
hjá honum að vonum,
var hölda ljöld.
Blíður var hann faðir
börnum sín, og vörn;
ástríkur bezt,
egin húsfreyju.
Hún studdi’ og hann,
hinnsta sinni,
döpur þó dapran,
í dauðastríði.
Iíostum læt svo lýst —
og lofa’ ei um of —
þess er þjóð blessar,
þó látinn gráti.
Fár fremri var,
að fremdum og sæmd;