Íslendingur - 26.11.1862, Side 3

Íslendingur - 26.11.1862, Side 3
111 vor íslendinga er einungis að guðs og manna lögum, íölgin í því, að verzlunin skyldi oss gefin frjáls. Ættu hin sömu lög og sömu reglur, sem gilda einstakra manna í millum, og sem jafnvel einnig gilda þeirra þjöða í mill- um, sem eigi geta eður vilja troða hverrar annarar rjett undir fótum sjer, einnig að skera úr rnálum milli vor og Dana í þessu efni, þá uggir mig, að Danir liafl eigi að eius verið skyldir til, að láta af þeim alheimsóvana og rangindum, að einoka verzlun vora, heldur einnig að bœta oss allan þann skaða, sem þeir hafa ollað landi voru með þeim ójöfnuði, að halda verzlun vorri í einokun í svo langan aldur. Og væri þetta rjett, sem jeg vona að sje, ættu þeir að minnsta kosli ekki að skorast undan að viðhafa fje ti! það nýrra verziunarhagsmuna hjer á landi, sem þeir hafa dregið út úr landi voru á timum einokunarinnar, til þess að vjer ekki dæjnm úr lmngri, sökum eðlilegra afleiðinga af ofríki og rangindum þeim, senr þeir hafa sýnt oss um liðnar aldir. Og svo ætti og Danastjórn, sem veit þetta allt saman betur en jeg, og án efa elskar og ber um- hyggju fyrir öllum þegnum sínum eins og rjettlátur faðir, er eigi gjörir sjer neinn mannamun, víst ekki að sýna neina tilhliðrunarsemi við slíka eigingirni og ágengni sam- þegna vorra í Danmörku, þó hún aldrei nema kunni að vera mannleg. Jeg ætla nú ekki lengnr, að þessu sinni, að vera að mœða þig á þessu búskapar og búnaðarhnauki, en snúa, orðum mínum að hinum œðri og andlegri lífsstefnum, er vjer Islendingar, þó vjer sjeum að öðru leyti aumir og vesæl- ir, þykjumst geta borið eins mikið skynbragð á, þegar öllu er á botninn hvolft, og hinar siðuðu þjóðir erlendis. Reyndar veit jeg ofurvel, að vjer getum ekki stœrt oss af hinum glœsilegu erða og hagmyndabúningi, sem menntun hins nýja heims, einkum er fólgin í, en vjer höfum aptur ann- an fjársjóð, sem vjer erum ög þykjurnst, að svo komnu, inega vera stoltir af, það er úmengaður lijarni hinna and- legu auöœfa, sem forfeður vorir, hinir gömlu og góðu rsorðmenn, fluttn og varðveittu í og á hólma vorum í norðurhafi. Á þessuin auðœfum höfum vjer legið og liggj- um enn eins og ormar á gulli þrátt fyrir allar þær hörm- ungar og harmkvæli, sem yflr oss dynja, bæði frá hendi liinnar óbliðu náttúru, og eins af manna völdum. En hvílikar stjórnlegar ráðstafanir sjer maður hjer á landi til viðurhalds og eflingar þessum andlegu fjársjóðum vorum? Jeg veit það ofurvel, að vjer eigum einn latínuskóla í Revkjavík (nú er af sem áður var, að landið hafði þá 2, bæði á Ilóium og Skálholti). f>að er nú að vísu svo mikið i munni af pví, að hann er í Reykjavík. En oss,. sem búum upp í landinu, hefði samt verið eins kjærkom- ið, að þessi eini skóli heí'ði setið kyr á Bessastöðum, og að skóli vor liefði átt það ofurfjár óeytt, sem komið er í fúasprekin í þessu mikla nýja skólahúsi, er enn ekki hef- ur látið frá sjer koma öllum mun fleiri eður menntaðri ungmenni árlega en skólahúsið á Besaastöðum, sem landið átti og litlu sem engu hefði þurft til að kosta til þess, að það hefði verið jafnoki skólahússins í Revkjavík. Jeg get því fremur hlýfzt við að fjölyrða um skóla þenna, stjórn hans og alla tilhögun, sem alþingi vort seinast fór fram á verulegar hreytingar á þeim aðalgöllum, sem á lionum þóttu vera, og stjórnin eptir uppástungu þingsins hefur látið setja niðnr nefnd til þess, að íhuga þetta mál, og vona jeg, að tillögur hennar muni verða góðar, því fremur sem hún i raun og veru eigi þurfti annað að gjöra, en halda sjer fast við grundvallarreglur alþingis, er bæði voru skynsamlegar og þjóðlegar. Að öðru leyti tel jeg það sjálfsagða skyldu nefndarinnar, að auglýsa sem fyrst á prenti, uppástunguatriði eður frumvarp sitt, svo lands- menn, sem mál þetta liggur svo ríkt á hjarta, geti sem bezt fylgt öllum gangi þess. Nú eru þá upp taldar allar hinar lægri menntunar- stofnanir lands þessa. En hvað líður þá hinum œðri? Ekki er land vort fjölskrúðugra af þeim. Að vísu muna allir eptir því, að hinn hásæli konungur Kristján 8. gaf oss meðal annars góðs, prestaskólann, sem óneitanlega að mörgu leyti hefur borið og mun bera heillaríka ávexti fyrir landið, og jeg vona, að þetta spánýja skikkunarvald stiptsyfirvaldanna, hvar prestaskólamennina snertir, verði sem fyrst úr lögum numið, því það er auðsjeð, að það verður ella skólanum til hins mesta hnekkis. En hjer stendur nú hnífurinn i kúnni. Alþingið liefur reyndar einlægt frá fyrstu stofnun verið að kveina og kvaka fram- an í stjórnina um það, að hún kæmi hjer á fót œðri stofn- unum í öðrum vísindagreinum, sem landinu eru jafnómiss- anlegar og prestaskólinn, einkum í lögfrœði og læknis- frœði. þetta er nú ekki til mikils mælzt, ef menn eiga ekki að deyja hjer hjálparlausir eins og skepnur, sem þó í siðuðum löndum nú víða verða læknishjálpar að njótandi, eður land vort eyðast af lagaleysi. Allt fyrir þetta hafa þó þessar rjettlátu bœnir alþingis ekki getað náð áheyrzlu hjá stjórninni. Að vísn hefur nú loksins í þessu efni á- unnist svo mikið, að stjórnin nú hefur leyft landlækninum að kenna læknisfrœði, og að til þess mætti verja allt að 600 rdd. árlega úr hinum svo nefnda læknasjóð, cður rjettara spítalasjóðunum. En aliir sjá á hvað völtum fœti þessi tilhögun þó er byggð. Deyji landlækninn, sem nú er og með liíi og sálu liefur barizt fyrir sigri þessum, er allt komið í gamia horfið með læknakennsluna, nema því að eins, að eptirmaður hans vilji leggja á sig þvílíkt ó- næði og starfa, auk annara embættisanna sinna, sem varla er ráð fyrir gjörandi. Ekki mátti þetta vera fastur skóli, lieldur allt í lausu lopti! Að gefa íslendingum fœri á því, að nema nokkurn snefil af lagaþekkingu í landinu sjálfu, held jeg megi full- yrða, að stjórnin álíti einhverja óhœfu, úr því þessari margítrekuðu bœn þings vors ogþjóðarinhar hefur, enn sem komið er, alls enginn gaumur verið gefinn, og þó er þetta einmitt sú bœnin, sem þjóðin ílestu, ef ekki öllu fremur, bæði vill og vissulega þarf að fá uppfyllta. Svo að þetta árangursleysi um lagaskólann fer að verða hvað af hverju heldur en ckki óskiljanlegt. Mótbárurnar á móti lagaskól- anum, sem einstöku rnenn hafa fundið upp á, eru, eins og allir vita, þannig lagaðar, að þær hafa meðal annars einmitt opnab augun á þjóðinni fyrir nauðsyn lagaskóla hjer á landi, og sannfœrt hana um hve ómissandi hann væri, og að hún sem allra fyrst og jafnvel öllu fremur verði að komast úr því andlega niðurlægingarstandi, bæði að vera án hans og eiga það skilið, sem mótbárurnar ein- mitt og eingöngu byggja á og bera henni á brýn — ef þær annars hafa nokkuð við að styðjast — það sumsje, að Islendingar sjeu orðnir svo andlega volaðir — þvi það vorum vær þó eigi i fyrndinni — að innlend og þjóðleg lögvísi eigi geti þrifizt á þessu landi. Jeg hefi nú að eins drepið á þær vísindagreinirnar, sem menn verða að nema í hverju landi sem er, til þess að hinalmennustu embætti verði skipuð nýtum mönnum, og þegar nú þessar stofnanir vanta hjer á landi, er það eng- in býsn, þó oss skorti þvílíkar vísindastofnanir, þar scm menn geta numið hinar aðrar vísindagreinir, sem þó eru álitnar ómissandi í öðrum siðuðum löndum, svo sem mál- frœði, heimspeki, náttúruvísindi, og svo frv. I>ó jeg ljeti hjer nú staöar nema, þœttist jeg liafa rjettlætt það sem jeg áðan sagði, að margt gengi hjer í stjórnlegu tilliti, á leggjarhöfðunum. Enernú þettanokk-

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.