Íslendingur - 26.11.1862, Side 4

Íslendingur - 26.11.1862, Side 4
112 ur furða, því hvernig er sjálft stjórnarskipulag vort nú? Og hvernig er stjórninni framfylgt? J>að er hverju mannsbarni á Islandi kunnugt, að kon- ungur vor er hjer einvaldur og hefur alþingi sjer til ráða- ncytis. þessu getur og þorir enginn að mótmæla. Eptir þessu ættu menn að ímynda sjer að stjórnarrjettur vor íslendinga væri næsta auðveldur og óbrotinn. En sprengi þá lagavitringarnir og stjórnfrœðingarnir sig á því, að leysa ur þessum fáu spurningum. 1. Hvarnig stendur á því, að í prentfrelsislögunum nýju 9. maí 1855 fyrir þettaland skuli vera ráðgjört, að ráðgjafar konungs vors, skuli eigi njóta neinnar sjerlegrar hlýfðar laganna gegn árásum ó- mildra manna í ritum, sem þeir þó, eins og eðlilegt var, höfðu eptir tilsk. af 1799? 2. llvernig er enn fremur t. a. m. verzlunarlögunum nýju fyrir Island varið að því leyti sem þar stendur, að ríkisdagurinn haíi viðtekið og konungur vor samþykt þau, þó alþingis sje þar einnig getið, þá sýnist mjer það lítið ráða úr vandanum, og 3. Ilvernig stendur á makt og myndugleika hcestarjettar í Danmörku nú til að dœma í málum hjeðan úr landi, ept- ir að hans hátign konungur vor, sem þó enn þá þann dag í dag er vor œðsti jarðneski dómari eptir hinum gild- andi konungalögum af 14. nóv. 1665, er hættur að dœma í hæstarjetti í Danmörku, og dómsvaldið gjörsamlega að- skilið frá veldi hans par ? Jeg þykist ekki þurfa að setja fram fleiri spurningar en þessar 3 til að sýna ljóslega, að óbærilegur og næsta athugaverður ruglingur hafi smeygt sjer inu í merg og bein á stjórnarskipun vorri, sem vonandi er og óskandi að sem allra fyrst verði burtrýmt þaðan. En að öðru leyti lýsi jeg því yfir, hvað rnig snertir, að jeg virði lög þessi meðan þau standa einmitt af því, að þau eru gefin út af konungí vorum og engu öðru. En livað virðing og liylli dóma hæstarrjettar snertir, uggir mig, að hún fari eptir því, að hve miklu leyti honum tekst að setja sig hetur inn í lög öll, landshagi og hugsunarhátt Islendinga, en hjerlendum dómstólum. Færi jeg nú fyrir alvöru að tala um hvergnig sjórn öll í íslcnzkurn máiefnum gengur til, mundi jeg verða of langorður. En af því jeg þó drap á þetta áður þá vii jeg bcnda á fátt eitt. Æðsta stjórn landsins, þegar kon- unginum sleppur, er lögð undir ráðgjafa í Danmörku, sem allt of lítið þekkja til ástands og iöggjafar þessa lands, og halda jafnvcl t. a. m. að Stykkishólmur liggi langt upp í landi, kalla aðjunkta skóla vors stórkaupmenn, og mælafram með embæltismönnum vorum, til hærri launa fyrir það, hvað þeirsjeu inn í máli voru, þó þessum hinum sömu mönnum sje annað vissulega betur lánað. Um þetta og fleira því um líkt má lesa i ríkisdagstíðindunum. |>essa smámuni hefjeg bent á enganveginn til þess að líta eður hniðra hlutaðeig- andi ráðherrum, heldur til að minna menn á, hve herfilega þeir geti villst, af því þá skortir nauðsynlegar skýrslur um margt, sem þó það í sjálfu sjer sje litlu umvardandi, samt getur ráðið úrsiitum hinna rnerkustu málefná. Að visu ætti það nú að bœta nokkuð úr, að málefnin eiga að ganga í gegnum íslenzku stjórnardeildina, og ríður því bæði hluteðeigandi stjórnarherrum og oss ísiendingum, ekki lítið á því, að hún sje sannur hreinsunareldur mál- efnanna, áður þau koma til stjórnarherranna sjálfra. — Sat de liis (nóg um þetta). í>á er það dáindis skringilegt hvernig sjálfum em- bættunum hjer á landi hefur verið stjórnað um hríð. Sum hal'a staðið auð nú í mörg ár, svo sem læknaembættin, suin hver. það er nú orðið svo sem daglegt brauð bjer á landi að menn sem skortir hina lögboðnu hæíilegleika stjórni svo áruin skiptir sýslumanna ernbættunum, um það vil jeg eigi fást, en hitt þvkir mjer sæti meiri furðu, að amtmannaembættin fyrir vestun og sunnan, og sjálft stipt- amtmanns embættið skuli ár eptir ár vera látin hanga svona uppi óveitt, þar sem það er þó alkunnugt, að um þau hafa sótt menn sem hafa alla þá hæfilegleika í full- um mæli til að bera, sem löggjöfin og heilbrigð skinsemi frekast geta heimtað Jeg tiltek t. a. m. etazráð Th. Jónassen, og assessor Jón Pjeturssvn. Hvað vantar þessa menn til þess að geta gegnt þessum embættum, og á hverjum er völ utan lands eða innan sem betur geta stað- ið í slíkri stöðu, og til hverra liafa Islendingar meira traust? Ilvort mun nú rjettara og vinsælla fyrir stjórnina að skipa þessi embætti slíkum mönnum, lieldur en að láta settan sýslumann í Vesturamtinn stjórna því, þar sem hanri þó þrátt fyrir marga sína góðu eiginlegleika, vantar hina Iög- skipuðu hæfilegleika til að stýra því, og þrátt fyrir það að hann í sinn stað, sem fastur sýslumaður í sínu eigin amti, hlýtur að nota mann, sem aptur skortir hæfilegleika að lögum til að vera sýslumaður? Og að veita ekki stipt- amtmannsebættið etazráði Jónassen, en láta hann þó þjóna því þrátt fyrir það, að staða hans sem justiziarius í lands- yfirrjettinum sýnist í mörgum greinum að gjöra það mið- ur œskilegt? Jeg skal að eins benda á það, hvort það sje ekki nokkuð aílaga, að sami maðurinn skuli veita gef- ins málssókn til landsyfirrjettarins og síðan á eptir eiga að doema í þeim málum, eður ákveða áfrýjun þeirra mála sem hann annaðhvort seinna á að dœma (áfrýjun til lands- yfirrjettarins) eður sjálfur hefur dœmt í (áfrýjun til hæsta- rjettar), að jeg ekki vilji fá mjer til orða, að hann sem stiptamtmaður og amtmaður opt er kvaddur til að gefa úrskurð í þeim málum, sem síðan hljóta að koraa til greina í þeim er þau koma til landsyfirrjettarins. Jeg tiltek t. a. m. nýbyggingarmál og opinberra stofnana, sem undir stjórn amtmannsins syðra og stiptamtmannsins eru lögð. Jeg ætla nú að setja það eins og einskonar fýkju hjer aptan í, að minna á það, hversu óþolandi það er, að yfirvöldin hjer á landi ekki skuli hafa ráð á einum dönskum túskilding til nokkurra fyrirtœkja, en verða að hlaupa með hvað eina lítilræðið suður til Danmerkur til að tína upp mola þá, sem falla kunna þar af borðum hiuna ríku. Jeg þykist nú hafa týnt upp nógu margt til þess, að sýna þjer fram á, að jeg hef nokkra ástœðu til að álita, að nú sjeu komnir hinir seinustu og vestu dagar fóstur- jarðar vorrar, hvað þá stefnu snertir sem nú er á stjórn landsins. Eu þá þykist jeg og mega fulltreysta því, að bráðum byrji betri tiðir, og að Danastjórn annaðhvort taki fullkomlega að sjer stjórn landsins og stýri því eptirföst- um reglurn og með fullum krapti, og spari alls ekkert tií þess, að 'efia og auka alla framfararviðleitni íslendinga, þó það kosti hana ærna fje, ellegar þá sem tíininn virð- is,t fremur að benda á og allir íslendingar fremur kjósa, gefi þeim sjálfnm svo frjálsar liendur í allri stjórn si.nni að það verði þeirra ábyrgðarhluti, og eigi stjórnarinnar, ef þeir eigi rísa úr þeirri eymd og volæði, sem þeir nú eru í. Allir góðir kraptar í landinu og livað ekki sízt blöð- in ættu að leggjast á eitt í að stuðla til þess, að stjóru landsins í öllu falli mætti framfara því til heilla og ham- ingu, og láta af öllu innbyrðis kýfi og ofsóknum við ein- staka menn, en skoða og rœða og ranusaka málin með köldu blóði hlutdrægnislaust. l'acta loqvuntur (sjón er sögu ríkari). Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. Preutatiur í preDtímÆjuuui í Kevlijavík 1Í62. Kiuav pórtiarsea.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.