Íslendingur - 12.03.1863, Blaðsíða 8

Íslendingur - 12.03.1863, Blaðsíða 8
168 sannað, að hinn ákærði Halldór Jónsson. kenndur Mið- lirðingur, hafl í vetur stolið silfurskeið, virtri á 3 rd. 24 sk., er eigandinn hefur aptur fengið, auk þess, sem hann hefur stolið smátt og smátt talsverðu af fiski frá ýmsum, og er hann fyrir þessi misferli sín dæmdur með bæjar- þingsdómi, gengnum í Reykjavík 21. d. janúarmán. þ. á., til að sæta fangelsi við vatn og brauð í 3 X 5 daga, og borga í iðgjöld járnsmiði Birni Hjaltesteð 60 sk., og sömu- leiðis að lúka allan af máliuu löglega leiðandi kostnað, og hefur hann skotið þessum dómi til landsyfirrjettarins. Með því nú brot hins ákærða, sem kominn er yfir lögaldur í sakamálum, og aldrei hefur fyr verið ákærður eða dæmdur fyrir nokkurt lagabrot, af undirdómaranum rjettilega eru heimfærð undir tilsk. 11. apríl 1840, § 1, og hegningin einnig má álítast hæfilega metin til fang- elsisvistar í 3X5 daga við vatn og brauð, ber undir- rjettardóminn að staðfesta, bæði hvað hegninguna og eins hvað hið ídæmda iðgjald og málskostnað snertir. Svo ber hinum ákærða og að lúka sóknara og svaramanni sínum hjer við rjettinn fyrir flutning þeirra á málinu 5 rd. hvorum fyrir sig. Meðferð málsins í bjeraði hefur verið forsvaranleg og sóknogvörn þess hjer við rjettinn lögmæt. því dæmist rjettað vera: Undirrjettarins dómur á óraslcaður að standa. Til sóhnara og svaramanm hjer við rjettinn, máJa- flutningsmannanna l’áls MeJsteðs og Jóns Guðmunds- sonar, ber hinum áhœrða að lúka 5 rd. hvorum fyrir sig. Hið ídœmda iðgjaJd ber að grciða innan 8 vikna frá dóms þessa lögbirtingu, og dóminum að öðru leyti að fuJlnœgja undir aðför að lögum. Frjettir. Vjer höfum sjeð október- og nóvember-blaðið fyrir næstliðið ár af »Norðanfara«, og tökum vjer þaðan þess- ar frjettir. Veðurátt hafði verið góð í Eyjafirði allan októbermánuð, nema dagana frá 17.—20.; þá gjörði út- norðanhríð og talsverða snjókomu. Nóvember varstirður, með hvassviðrum og blotum til 20., en úr því var stað- viðri með nokkru frosti, þó mestll°R. Heilsufarmanna var víða um norður og austurland í lakara lagi, víða orð- ið vart við taugaveiki fyrir norðan og taksótt fyrir austan; barnaveiki stungið sjer niður hjer og hvar. Fiskiaíli var í betra lagi þegar á sjóinn gaf, en fiskurinn sagðurheld- ur smár. Heyin, að svo miklu leyti búið var að gefa af þeim, reynstgóð, einkum töður. Húsbrunar höfðu orðið í Suður-Múlasýslu, annar á Höfða á Völlum, og brunnu þar 3 hús, eldhús, útibúr og eitthvert hið þriðja; hinn á Sýrnesi í Eyðaþinghá; fólk var á þeim bæ allt í svefni, og vissi eigi fyr en baðstofan logaði innan, komst með naumindum út, meira og minna nakið, enginn þó brunnið til skemmda nema aldraður maður einn, sem hafði verið að reykja pípn sína kvöldið fyrir, og hvolft öskunni úr henni fram fyrir rúmstokkinn þegar hann hætti að reykja; bjeldu menn að eitthvað hefði farið af öskunni ofan í rúmið Og orsaknð brunann. í nóvembermán. höfðu 5 manns farið í sauðaleit í Silfrúnarstaðfjall í Skagafirði, og er þeir gengu upp eptir gili einu og stóðu þar á milli fiengju, einn þeirra litlu oíar, þá hljóp hengjan fram og þeh- 4 neðar stóðu á henni og fluttust í henni eð snjó- fióðinu ofan á láglendi; hafði einu þeirra lítið lennt nið- ur í flóðinu, komst því á fætur, en sá þá jafnframt hvar einn hinna var að mestu á kafi í því, og fjekk bjargað honum; hinir tveir fundust ekki fyr en degi síðar; var haldið að þeir hetði þegar kafnað. |>eir hjetu Páll Schram frá þorleifsstöðum ok Sigvaldi Pálsson frá L'lfsstöðum. það má beita nýhinda hjer á landi, að einn prestur í Norðurlandi, sjera Jón Thorlacius prestur til Miklagarðs og Hóla í Eyjafjarðarsýslu hefur keypt til Hólakirkju, sem er timburkirkja, 2 vindofna, og sett annan í kórinn og hinn i framkirkjuna. Sóknarmenn leggja til eldivið, sem lagð- ur er í ofnana, þegar kalt er, nokkru áður en messugjörð byrjar. þykir þetta hið mesta nauðsynjaverk, því að allir vita hve hættulegt það er í vetrarkuldum, að sita í ofn- lausu timburhúsi, ýmislega á sig kominn og ýmislega til heilsu, sumir heitir og sveittir af langri göngu, sumir kaldir og votir og lítt klæddir, sumt hálfbiluð gamalmenni, lasið kvennfólk, börn eða óhörðnuð ungmenni. Víðast í útlöndum munu menn nú á seinni tímum hafa sjeð fyrir því, annaðhvort með ofnum eða vermipípum, að hæfilegur hiti sje í kirkjum, þá embættað er og kulda þarf að óttast. Fyrir 10 árum síðan var manntal í heiminum eptir trúarbrögðum þannig: 1. í Norðurálfunni: Kristnir millíónir 252 Mahómeðstrúar — 4 V2 Gyðingar — __2Va 259 mill. 2. í Austurálfu: Brahmaogbuddutrúar— 550 Mahómeðsmenn — 33 Iiristnir — 4 Gyðingar — 3 590 _ 3. í Suðurálfu: Mahómeðsmenn — 73'/2 Heiðingjar — 51 Iíristnir — 2Va Gyðingar — 2 j 39 _ 4. í Vesturálfu: Kristnir — 45 Heiðingjar — 5 50 __ 5. í Eyaálfu: Kristnir — 1 Heiðingjar — 1 2 _ Allt mannkyn til samans 1030mill. Brahma og buddutrúar.................... 550 millíónir Kristinnar trúar........................ 304’/j — Mahómeðs —...............................111 — Gyðinga —............................... 8V2 — Heiðingjar................................57 — Til Islendins^a. Af kynnum mínum við Englendinga og Skota hefur mjer opt komið til hugar, að löndum mínum gæti verið gagn að því, að skilja enska tungu. Ilefur nú reynzlan sýnt, þessi síðustu ár, hve miklir peningar liafa komið inn í Jandið við hestakaup þeirra og ferðalög, og ef allt fer með feldi eru allar líkur til, að þessi viðskipti fari vaxandi. Til þess að greiða götu þeirra hef jeg samið og gefið út e i Ö a r v í s i r í enskri t u n 5 u. Hef jeg reynt að skýra svo frá málfræði og framburði enskunnar í bæklingi þessum, að hver og einn gæti til- sagnarlítið eða tilsagnarlaust náð þeirri þekkingu og orð- gnótt í málinu, að hann bæði gæti skilið ensku og talað svo, að hann yrði skilinn. Bókin er 116 bls. í 12°, og kostar innbundin í stíft 3 fy 8/3. Sendi jeg hana sem fyrst jeg get út um landið, og verður hún til sölu hjá herra Factor G. Thorgrimsen á Eyrarbakka, — Cand. Theol. Jóh. Halldórssyni á Akureyri, — Apothek. E. Möller á Stykkishólmi. Hjer í bænum hef jeg sjálfur útsöluna á hendi fyrst um SÍnn. Keykjavík í iiiarzmáii. 18B3. Ö. V. Gíslason. — f>ann 9. og 10. rern nokkur skip af o!lum Inn-nesjuin til dju?- milia, og fiskuftu allvel, ísu, stútung og þorsk. Ábyrgðarmaður: Bniidikt Sveinsson. Preutaífcur í prentsmifcjutmi í Ueykiaiít 1863. Einarí pérfcersou

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.