Íslendingur - 25.08.1864, Page 6

Íslendingur - 25.08.1864, Page 6
22 fyrir skólasveina og vart helmingur þess, en meira hlut- ann hafði skólaráðsmaður fyrir sig og hjú sín. Ilefði nú skólahöldi verið gjört Iaglegt timburhús, skólahúsinu síðan skipt í stofur og þar að auki hlaðið ofan á vegg- ina og húsið gjört tvíloptað, gat þar orðið nóg rúm fyrir skólann, og til livorstveggja þurfti ekki að ausa út 50 eða 60 þúsundum ríkisdala, eins og til Reykjavíkur- hússins, þegar það loks varð þakið. jþjónusta og að- hlynning og fæði skólapilta gat orðið eins gott á Bessa- stöðum og mátti með góðri stjórn og eptirlitum koma því eins þar vel fyrir, ef ekki betur en í Reykjavík, enda fer ekkert orð af því, að skólapiltar sjeu ílitsbetri nú en Bessastaðasveinar voru, en miklu dýrari klæðum eru þeir skrýddir, því »vaðmálsflík er virta smá vorðin slík- um núna«. Iíennsluna gátu menn eins lagað, þó skólinn hefði kyrr verið á Bessastöðum; fjölga mátti kennurum eptir þörfum, og allir sjá, að sjeu þeir, sem nú eru kennarar skólans, dugiegir embættismenn, mundu þeir eins hafa orðið það, þó þeir hefðu átt heima fyrir sunn- an Skerjafjörð1. Er þá sannað og sýnt, hverjum heil- skygnum manni, að engin nauðsyn bar til að flytja skól- ann frá Bessastöðum, því að eins vel varð gjört við það, sem honum var ábótavant, þó hann hefði þar kyrr verið. En það er nú ekki það eina, að flutningur skólans til Reykjavíkur var með ölluóþarfur, heldurvar hann þjóð- inni og landinu ekki til annars en óhamingjuog óþarfa- kostnaðarauka; það er nú farið að koma fram, sem þeir af níu manna nefndinni, er horfðu fram fyrir sig, sáu fyrir. Raunin er ólygnust og hún heíir sannað forspá þeirra. Vjer væntum, að sumum þyki vjer taka djúpt í árinni; ráði þeir sinni þykkju um það, en hittvitum vjer að ekki er ofhermt; eða hver óhamingja getur verið meiri fyrir land vort og lýð en sú, að sá eini latínu- skóli, sem ísland á, sje þeim ókostum háður, að því nær allri þjóðinni sje sjálfbægt frá að setja þar efnileg- ustu sonu sína til læringar, en svo er nú komið fyrir oss íslendingum og hefir verið, síðan sú hin óleyfilega nýungafýsn »vafraði að landi« með dönsku völskunni. Svo má að orði kveða, að skólaflutningurinn hafi lagt einok- un á menntunarfrelsi íslendinga. Öllum nema sonum stórauðugustu manna, en þeir eru fáir á Islandi, og Reykvíkinga, er bannað að koma í latínuskóla. íslend- ingar hafa kotrað skóla sínum á þann stað, þar sem hver málsverður og hvað annað er tvöfalt eða þrefalt dýrara, en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu. Ilver sem nú setur son sinn til læringar í latínuskólann, verður að húast við að verja þar til 14 eða 15 hundruð dölum, og eigi hann að geta húið til úr honum prest, á hann 1) „Coelum non aninmm matant qui trans mare cnrrnnt". þ. o. Breyta lopti börvar fleins, báru sem um fara, sílar etilit) er þ<5 eins, unz hún líki snarar. þó eptir í henni kotru svo sem 5—6 hundruð dala virði. Latínuskólakostnaðurinn cinn er þannig orðinn því nær þrefalt meiri en hann var, meðan skóiinn var á Bessa- stöðum. J>að sjer nú hver sá, sem þekkir efnahag ís- lands, að þessi kostnaður er ofvaxinn kröptum landsins. Reynslan sýnir og, hvernig þetta fer, nema eitthvað verði úr bætt. Síðan 1840 hefir fólkstalan á íslandi, eins og allir vita, aukizt svo þúsundum nemur, en efni embætt- ismanna fækka1. þau hin fyrstu árin eptir að skólinn var fluttur, voru piltar millum 50 og 60; á 3. ári fór þegar að draga úr tölunni, og loksins veturinn 1863— 64 voru þeir 30, og fari þessu fram, eins og öll líkindi eru til, höldum vjer, að farið verði að grisja í skóla- pallana, áður mörg ár líða2, ef þeir verða ekki að öllu auðir. Vjer búumst nú við, að einhver segi, að það sem vjer höfum sagt fyrir skömmu, að skólakostnaður- inn núna sje nær því þrefalt meiri en hann var á Bessa- stöðum, sjeu ýkjur einar3, aptur á hinn bóginn sje það engin furða, þó hann hafi hækkað nokkuð eptir pen- ingareikningi, því þessi árin, sem skólinn hefir verið í Reykjavík, hafi landaurar allir hækkað í verði, en pen- ingar Iækkað. |>essu svörum vjer svo, að ekki höldum vjer það sje fjarri sönnu, þó vjer segjum, að skóla- kostnaðurinn í Reykjavík sje tvöfaldur -við það sem hann var á Bessastöðum; þeir sem hafa verið í tölu pilta á Bessastöðum, vita, að meðgjöfin þar var 60 rd., og einnig að það þótti nægilegt skotsilfur, ef piltur átti svo sem 20 rd. til bókakaupa og annars smálegs, enda klæddust skólasveinar þá vaðmáli hversdagslega, en ekki 3 og 4 dala klæði; höfðu föt sín úr föðurgarði og þó sómasamleg. Nú vita allir, að í Reykjavík verður ekki komið niður til fæðis vetrarlangt drengspóka nokkrum, þó hann standi ekki útúrhnefa, fyrir minna en 120eða 130 rd.; til bókakaupa, klæðnaðar og annara nauðsynja, sem margar gjörast á þeim stað, gjörir ekki betur en duga 80—100 rd. (Framhaldið síðar). 1) í þessu heflr þjóllíilfur rjett at) mæla. 2) Hver veit nema þab væri tiltækilegt, þegar skólinn tekur aíi veríia tómur, a?) gjiira þab nýmæli; aþ amtmennirnir, háyflrdómarinn, svo sem 3 eía 4 sýslumenn í beztu sýslunnm, og svo kaupmenn í Beykjavík, skulu skyldir at) búa til flngskarpa drengi og setja þá niþnr á pallana hina atiþu í latínuskólanum; en þá ættu þeir eiunig ab hafa „jus trinm iiberorum", 3) þessi mikla iilmnsuveiting viþ Beykjavíknr-skúia, sem ná er fenginn, getur, ef rjett er athngaþ, engri mótbáru valdiíi.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.