Íslendingur - 29.10.1864, Blaðsíða 2
ákveða fylgdarkaupið og liestaleiguna á landsvísu í áln-
um, en það verður þó brotaminnst, þar allur hinn al-
þingiskostnaðurinn er útreiknaður eptir ríkisdölum, að
viðhafa i þessu sama reikningsmátann; og virðist það
nóg borgun fyrir fyigdarmanninn um daginn 1 rd., en
48 sk. fvrir hestinn.
í fyrndinni var liverjum nefndarmanni úr Árnes-
þingi, líjalarnesþingi og þverárþingi sunnan Hvítár ætl-
að í farareyri hálf mörk eður 4 aurar, sem er 24 álnir
eður 48 fiskar. |>að væri nú óþarfi með öllu, að ætia
alþingismanninum úr Gullbringusýslu nema 1 dag til
þings og aptur annan frá þingi, eins þyrfti eigi að ætla
honum nema 2 hesta til ferðarínnar, annan handa sjer
sjálfum og hinn handa fylgdarmanninum, ferðakostnað-
urinn handa honum yrði því alls 6 rd. í dagpeninga og
4 rd. fyrir fyl^darmann og hesta, samtals . . lOrd.
þingmönnunum úr Borgarfjarðar og Árnes-
sýslum er nóg að ætla 2 daga til þings og 2
frá þingi og 3 hesta hverjum, og eins þingmann-
inum úr Rangárvallasýslu, þó nefndarmönnunum
þaðan fyrrum væri ætlað meira í farareyri en
hinum, eður 6 aurar hverjum, sem eru 36 áln.;
þetta yrði fyrir hvernþessara þriggja þingmanna
12 rd. í dagpeninga og fyrir hesta og fylgdar-
mann 10 rd.; samtals..........................22 —
þingmanninum úr Yestmannaeyjum mætti
ætla sömu borgun og þingmanninum úr Rangár-
vallasýslu, þarleiðin er hin sama, nema sundið
millum landsins og eyjanna, er honum stundum
getur legazt við, en stundum líka undir eins
fengið flutning yfir. Vér ætlum, að hann opt-
ast gæti verið vel haldinn með að fá 30 rd.
meira, cn þingmaður Rangæinga, og yrði þá
ferðakostnaður hans alls......................52 —
í fyrndinni var hverjum nefndarmanni úr
þverárþingi fyrir vestan Hvítá ætlaðir 5 aurar í
farareyri, sem er 30 ál. þessum þingmanni
þarf eigi að ætla nema 3 daga til þings og
aðra 3 daga frá þingi og heim; eins þarf eigi
að ætla honum fieiri hesta en 4, og verður þá
allur ferðakostnaður í hans dagpeninga 18 rd., og
fylgdarmanuskaup og hestaleiga eins 18rd.;samt. 36 —
Áður fyrrum var farareyrir nefndarmanns
hvers úr Húnavatnsþingi 7 aurar eður 42 áh, og
úr þórnesþingi fyrir sunnan Hvammsfjörð og
Ilegranesþingi mörk eður48ál. Oss virðist, að
sanngjamlega megi ætla nú hverjum þingmanni
úr Húnavatns, Dala og Snæfellsnessýslum 4 daga
til þings og aðra 4 til heimfarar, og 5 hesta til
ferðarinnar; verður þá fararkostnaður livers þeirra
24 rd. í dagpeninga, og fylgdarmannskaup og
hestaleigur 28 rd.; samtals.....................52 rd.
En úr Skagafjarðar og Strandasýslum megi
ætla hverjum þingmanni 5 daga til þings, og
aðra 5 daga frá, og 6 hesta til ferðarinnar, og
verða þá dagpeningar fyrir hvern þeirra 30 rd.,
en annar ferðakostnaður 40 rd.; samtals . . . 70 —
þá var í Jónsbók hverjum nefndarmanni úr
Skaptafellsþingi fyrirvestan Lómagnúpssand ætl-
aðir í farareyri 10 aurar, eður 60 álnir, og eins
hverjum þingmanni úr þórnesþingi fyrir vestan
Hvammsfjörð og eins úr Vaðlaþingi. Oss virð-
ist nú nóg, að ætla þingmanninum úr Vestur-
Skaptafellssýslu 6 daga til þings og aðra 6 frá
þingi, og þingmanninum úr Vaðlaþingi 14 daga
alls, aðra 7 til þings og hina 7 frá þingi, og 6
hesta hverjum þeirra; yrði þá þingfararkostnað-
ur hins fyrra 36 rd. í dagpeninga, og fyrir fylgd-
armann bg hesta 48 rd., eður samtals .... 84 —
en hins síðarnelnda 42 rd. í dagpeninga, og 56
rd. fyrir fylgdarmann og hesta, samtals ... 98 —
þingmanni hverjum úr Skaptafellssýslu fyrír
austan Lómagnúpssand, úr þorskafjarðarþingi
fyrir sunnan Glámu og úr þingeyjarþingi voru
ætlaðir í farareyri 12 aurar eður72 ál., en þeim,
er voru vestan Glámu, og úr Múlaþingi fyrir
sunnan Axarheiði, 2 merkur eður 96 áh, og þeim
fyrir norðan Axarheiði 18 aurar, eður 108 áh;
væri nú ætlaðir 8 dagar þingmanninum úrÁust-
ur-SkaptafelIssýslu og Barðastrandars. til þings,
og aðrir 8 frá, sem sýnist sennilegt, og 6hest-
ar hvorum, þá yrði ferðakostnaður hvers þeirra
fvrir sig, dagpeningar 48 rd. og fyrir fylgdar-
mann og í hestaleigur 64 rd., eður samtals . .112 —
Úr Suður-þingeyjarsýslu og ísafjarðarsýslu
virðist nóg að ætla hverjum þingmanni 9 daga
til þings og 9 daga frá þingi, og 6 hesta, það yrði
í dagpeninga fyrir hvern 54 rd. og fyrir fylgd-
armann og í hestaleigur 72 rd., samtals . . .126 —
þingmanninum úr Norður-þingeyjarsýslu,
Suður-Múlasýslu og Norður-Múlasýslu, mávaria
ætla minna hverjum, en 8 hesta, og hinum fyrst-
nefnda 10 daga til þings og aðra 10 frá; hin-
um öðrum 11 daga til þings og aðra 11 frá,
og hinnm þriðja 12 daga til þings og aðra 12
frá, yrði þá þingfararkostnaður þeirra, þess úr
Norður-þingeyjarsýslu, dagpeningar 60 rd. en til
fylgdarmanns og í hestaleigur 100 rd., samtals 160 —
þess úr Suður-Múlasýlu, dagpeningar 66 rd. og
fyrir fylgdarmann og hesta 110 rd., samtals . 176 —