Íslendingur - 29.10.1864, Blaðsíða 4
36
Dómur yfirdómsins
í máli þeirra P. L. Hendersons kaupmanns og Páls
skipherra- Bisserups.
(Niðurlag). Viðvíkjandi loksins atriðinu nr. 4. þá hefir
að vísu gagnáfrýjandinn borið það fram, að hann, er
skipið var komið inn undir Hrísey á Eyjafirði, hafi sett
upp lóðsfiagg, en að hann, þar sem enginn hafnsögu-
maður hafi komið út, til hans, hefði síðan haldið skipinu
inn eptir miðjum firði, þangað tii það kl. 12V2 um dag-
inn hefði staðið fast á Toppeyrargrunni, og þenna fram-
burð gagnáfrýjanda hafa skipverjar hans, er voruáskip-
inu, staðfest með eiði sínum. {>ar á móti hafa aptur fieiri
vitni borið, að ekkert lóðsflagg hafi verið uppi á skipinu
er það sigldi inn Eyjafjörð, allt þangað til það var kom-
ið inn undir Toppeyrargrunn og skipið enga vísbend-
ingu iiafi gefið um, að það óskaði hafnsögumanns, en
eitt vitnanna, sem leidd hafa verið, hefir borið, að fiagg-
ið hafi verið sett upp, er skipið steytti á Toppeyrar-
grunni; svo hefir vitnið þórðnr Jónasson enn fremur vitn-
að, að hann sem tilskipaður hafnsögumaður hafi leitað
út til skipsins, en er hann hafi verið kominn í hjer um
bil 200 faðma fjarlægð frá því, hafi það eins og beygt
úr leið, rjett eins og það engan hafnsögumann vildi
hafa. E'ramburður þessara vitna þarf engan veginn að
standa í mótsögn við framburð gagnáfrýjanda og skip-
verja hans, þar sem þeir að eins hafa borið með hon-
um, að hann hafi sett flaggið upp við Hrísey, en í því
liggur engan veginn nauðsynlega, að flaggið hafi verið
uppi á leiðinni þaðan og inn undir Toppeyrargrunn,
enda hefði það þá hlotið að sjást úr landi á svo mjó-
um firði í björtu veðri um hádag, eins og upplýst er,
að þá hafi verið, er skipið sigldi inn fjörðinn. Enn
fremur virðist það nægilega sannað af aðaláfrýjanda, að
gagnáfrýjandinn, er sjálfur var skipstjóri, hafi kaliað á
stýrimanninn niður í skipið til að borða skömmu áður,
en skipið hljóp upp á Toppeyrargrunn, og einum afhá-
setum skipsins hafi verið, meðan þeir snæddu, trúað
fyrir stjórn þess. þar sern nú er ljóst af skjöium máls-
ins, eins og líka segir sig sjálft, að hafnsögumenn sjeu til
bæði utan til á Eyjafirði og við Akureyrarkaupstað, þá
virðist eptir iöggjöfinni, (Conv. 2. april 1850 g 72 og
1)L. 4—3 — 23), hlutarins eðii og öllum skynsamiegum
varúðarreglum í slíkum efnum, sem hjer ræðir um, að
það hljóti að álítast að hafa verið ekki einungis sterk
hvöt fyrir gagnáfrýjanda, heldurog beinlínis skyldahans,
sbr. og farmbrjefið (undirrjettaract. síðu 4), að viðhafa
alla venjulega varúð og varkárni, er hann sigldi inn
fjörðinn, þar sem hvorki veðrið nje aðrar kringumstæð-
ur bönnuðu það, og hann sjálfur, eptir því sem tals-
maður hans hjer við rjettinn hefir látið í Ijósi, var leið-
inni algjörlega ókunnugur, og þegar það því ekki er til
hlítar sannað, að gagnáfrýjandinn hafi, þó svona stæði
á, sem nú var sagt, leitaðhafnsögumanns, en öllu frem-
ur líkur fyrir því, að hann hafi hafuað honum, er hana
bauðst, og það þar að auki er sannað, að hann hvorki
sjálfur hafi gætt nje látið gæta þess athyglis á leiðinni
og stjórn skipsins, sem því fremur var ómissandi og
sjálfsögð, sem hið fyrra varvanrækt, og þessi atvik apt-
ur í sameiningu hljóta að skoðast sem orsök þess, að
skipið í góðu veðri og um bjartan dag steytti á Topp-
eyrargrunni, þá leiðir þar af, að gagnáfrýjandinn eptir
almennum grundvallarreglum laganna (DL. 4—3—33)
hlýtur að álítast skyldur til, að bæta aðaláfrýjandanum
allt það tjón á verzlun hans með vörur þær, er í skip-
inu voru og annan skaða, sem þar af leiddi, og sern
aðaláfrýjandinn hefir, án þess gagnáfrýjandinn hafi gjört
sjerstaka mótbáru gegn þeirri upphæð, metið 2500 rd.
Að vísu hefir málsfærslumaður gagnáfrýjandans
hjer við rjettinn gjört þær mótbárur, að sannanir aðal-
áfrýjandans fyrir áminnztum 2 kröfugreinum væru þýð-
ingarlausar, einkum af þeim ástæðum, að þær bæði væm
rangt frarn komnar hjer við rjettinn og eins sökum þess,
að honum í stað sjálfs gagnáfrýjanda hefði verið stefnt
til að heyra á vitnaleiðslur þær, sem málsfærslumaður
aðaláfrýjandans hefir látið taka, eptir að málið kom fyrir
yfirdóminn. En þessar mótbárur getur rjetturinn eigi
álitið á nægum rökum byggðar, því eins og aðaláfrýjandi
hefir útvegað sjer konunglegt leyfisbrjef til að leggja
fram ný skjöl og skilríki í yfirdóminn, þannig virðist
málsfærslumanní gagnáfrýjandans eptir almennum rjettar-
farsreglum (cfr. NL. 1—4—20) að vera rjett stefnt í
áminnztum vitnaleiðslum.
Af ofangreindum ástæðum hlýtur gagnáfrýjandinn,
sem að öðru leyti, með því hann tók til svara í aðal-
efninu gegn gagnkröfum þeim, er aðaláfrýandinn gjörði
í hjeraði, verður að álítast að hafa fráfallið mótbárum
þeim, er hann annars hefði kunnað að geta gjört út af
varnarþinginu, að dæmast skvldur til að borga aðaláfrýj-
andanum oplnefnda 2500 rd. í, skaðabætur.
Málskostnaður fyrir báðum rjetturn virðist eptir mála-
vöxtum eiga að falla niður.
{>vi dæmist rjett að vera:
Aðaláfrýjandinn Tcaupmaðúr P. L. Ilenderson á að
borgaí leigu eptir briggshipið »Kristinc» 2214 rd.
86'sk. r. m. með vöxtum 4% frá 19. ágústm. 1861,
og unz borgun verður greidd, til gagnáifrýjandam
slcipherra P. Bisserups. Þar á móti ber gagnáfrýj-
andanum, skipherra P. Bisserup að greiða aðal-
áfrýjandanum P. L. Henderson 2500 rd. r. m. í
slcaðabœtur, cn sje, svo framarlega sem hann með
eiði sínum fyrir rjetti að lögum synjar fyrir að
hafa skorazt undan að flytja verzlunarþjón aðal-
áfrýjandam J. Blondal frá Kaupmannahöfn til Is-
lands árið 1861, að öðruleyti sýlm afkœrumaðul-
áfrýjandans í þessu máli, en borgi honum etta enn-
fremur 395 rd. í sliaðabœtur.