Íslendingur - 29.10.1864, Blaðsíða 3
35
og loksins þess iir Norður-Múlasýslu, dagpen-
ingar 72 rd., og fyrir fylgdarmann og hesta 120
rd.. samtals....................................194 rd.
Allur framannefndur kostnaður yrði þá samt. 1648 —
En við þetta ætti samt að bæta 4 rd. fyrir
hvérn þingmann af þeim, sem ekki eruíRevkja-
vík, þar gjöra verður ráð fyrir, að þeir verði að
bíða 1 dag þar um kyrrt eptir þing til að fá fje
það, er þeim ber fyrir þingsetu sína, þetta er samt. 80 —
Yrði þá allur ferðakostnaður til hinna þjóð-
kjörnu þingmanna, og þar á meðal dagpeníng-
ar þeirra meðan þeir væri á leiðinni til þings
og frá því...................................... 1728 —
J>essi kostnaður til hinna þjóðkjörnu ætti aldrei að verða
meiri en þetta, því kysi eitthvert kjördæmi þingmann úr
öðru kjördæmi, er lengra væri burtu frá þingstaðnum
eður úr útlöndum, þá ætti það sjálft að bera kostnað
arauka þann, er af því risi, og honum eigi vera slengt
upp á landið, því það er eðlilegt, að hvert kjördæmi
megi senda mann frá sjer á þingið, og að sá kostnað-
ur berist sameiginlega af landinu; en kjósi það heldur
að senda mann utan kjördæmis, ætti það eigi með því
mega baka öðrum kjördæmum neinn kostnað., |>ar á
móti gæti kostnaðurinn orðið minni, ef eitthvert kjör-
dæmi kysi þingmann úr öðru kjördæmi, sem nær læg;
þingstaðnum, því honum gæti eigi borið meira þingfar-
arkaup, en sem ákvcðið væri fyrir ferðina úr kjördæmi
þvi'y sem hann er í.
Eptir yfirliti því yfir alþingiskostnaðinn 1863, er
stendur aptan við alþingistíðindin sama ár, hafa dag-
peningar og ferðakostnaðuralþingism. verið 5675rd. 24 sk.
þegar nú þar frá gengur kostnaðurinn t!l
hinna konungkjörnu . . . . 730rd.
og viðbótin, sem þar stendur, til
forsetans fyrir störf hans í þarfir
alþingis frá 21. ág.—16. sept. . . 8I_— 811 — »___
þá hefir kostnaðurinn til hinna þjóðkjörnu,
að frádregnum kostnaði til forsetafyrir auka-
störf hans, verið ...................... 4864 — 24 —
þegar nú aptur hjer frá er dregið kaup
þeirra, meðan þeir sátu á þingi, en þeir
voru 19, og kaup hvers eins á meðan, 144
rd., samtals............................ 2736 — » —
þá heíir feröakostnaður þessara 19 þjóð-
kjörnu þingmanna og dagpeningar jieirra
á leiðinni fram og til baka orðið . . 2128 — 24 —
Nú vantaði þá 2 þjóðkjörnu þingmenn
á þingið, annan fyrir ísafjarðarsýslu, en
Flyt 2128-24
Fluttir 2128 rd. 24 sk.
liitin fyrir Mýra; hefði þeir komið, hefði
bætzt við kostnaðinn1...................319— » —
og allur ferðakostnaður hinna þjóðkjörnu
þingmanna það ár orðið.................. 2447 — 24 —
Eptir þessu hefði ferðakostnaður og dagpeningar á
leiðinni til þings og frá þingi hinna þjóðkjörnu þing-
manna árið 1863, ef þeir hefðu allir mætt, orðið719rd.
24 sk. meiri, en vjer eptir hinu áður sagða ímyndum
oss, að hann þyrfti að vera mestur. En breyting þessi,
sem vjer nú höfum talað um, gæti samt varla orðið
framgeng, nema með nýju lagaboði, og eklu náð til
kosninga þeirra, er framfara, áður enn hún væri lög-
leidd.
2. Virðist oss að betra væri, að ákveðin væri, laun
þau, sem ganga til forsetans, eptir að alþingistíminn er
úti. Vér álítum það ekki nema sanngjarnt og rjettvíst
í alla staði, að forsetinn fái laun fyrir þenna starfa sinn,
en oss sýnist líka, að hann mætti vera vel sæmdur af
að fá fyrir það alls 100 rd. Nú hafa þar á móti eptir
yfirlitinu verið borgaðir varaforsetanum fyrir forsetastörf
hans eptir þinglok 1863 frá 18. ágúst til 13. sept. s. á.
81 rd. og eptir alþingiskostnaðarreikningnum 1861,
gekk þá til forsetastarfa frá 16. sept. 1861 til 20. júní
1862, 109 rd. 36 sk. og má því nú gjöra ráð fyrir, að
sami kostnaðurhafi gengið til þeirra eptir 13. sept. 1863,
og verða þá gjöldin til forseta þinga á miilum 190 rd.
36 sk. sem verður 90rd. 30 sk. meira en vjer liöfðum
hugsað oss að nauðsyn myndi krefja.
Sparnaður sá, er vjer i áðurnefndum tveim útgjalda-
greinum höfum stungið upp á, yrði þá í hið minnsta lijer
um bil 810 rd. en gæti líka orðið stundum langtum meiri,
er mörg kjördæmi kjósa alþingismenn úr kjördæmum,
er nálægt liggja þingstaönum.
Menn mega eigi misskilja þessa bendingu vora
þannig, að vjer viljum blása eidi að þeim kolunum, að
landsmenn miði það fje við neglursjer, sem til almenn-
ings heilia horfir, heldur er hún bygð á þeirri grund-
vallarskoðun vorri, að öll opinber útgjöld eigi að vera
nnuðsynleg og fast ákveðin sem mest má verða, svo
gjaldþegnarnir viti sem ijósast um álögur sínar, og að
vjer í annan stað í þessu sem öðru eigum að takaupp
aptur þær reglur forfeðra vorra, sem vjer sjáum að eiga
við þann dag í dag.
1) Kostnaínirinn til þingmannsins úr Skagaflríii fyrir ntan þann
tímann, or hann sat á þingi, var þetta ár: 278 rd. og heftiiþví verit)
hinn sami til þingmannsins úr Isaílríii, þar þeir bátir voru húsettir
í Kaupmannahöfn, og höftlu því jafnianga ieit; en þessi kostnaíiur
til þingmamisins úr Mýrasýslu var áriíi 1S61 41 rd.