Íslendingur - 30.03.1865, Qupperneq 7

Íslendingur - 30.03.1865, Qupperneq 7
79 MAKTKIW LIITIIER 1. Yið döpram sálar doða jeg dýrðlegt þekki ráð, sem varnar andans voða, en vekur líf og dáð : að horfa á horfnra alda en heigu furðuverk, í traustri trú þar halda oss tákn svo stór og merk. 2. Og guðdómsvaldið góða það geislar oss á mót í frelsi og fjötrum þjóða, í falli og endurbót, og sálarsjónin vaknar, sem sól und skýjarof hún sjer, og einkis saknar, en syngur drottni lof. 3. Hve sælt að sjá og skoða á sigurbjartri öld hinn mæra morgunroða við myrkrin berjast köld! þá Lúther, Ijóssins hetja, sinn logabjarta hjör mót hneyxli hóf að hvetja með heilagt aft og fjörl 4. Hann óð gegn báii’ og brandi og brann af helgri þrá, að stökkva lygi úr landi, en ljósi sannleiks ná; því bundið bókstafstötrum var bæn og trú og dyggð, og frelsið svaf í fjötrum hjá flónsku og viðurstyggð. 5. En falskristinum forna varð furðu bilt þar við ; hann brá við sögu borna og brynjaði allt sitt lið. En einn mót ótal fjöndum hinn efldi Lúther stóð, og heljar-skrá úr höndum hann hristi elds á glóð. 6. Hann stóð í römmu stríði og stefndi beint til Worms — í heljar fjötra hýði þá hrikti’ ens forna orms — því Páfa og ræsis ríki í regin-dýrð þar stóð, en voldugt djöfla-díki hinn djarfi Lúther vóð. 7. Og einn mót öllum stóð hann í ægilegri höll, og einn mót öllum vóð hann á andans sigurvöll; og öld með ótta starði, þeim ægði dirfskan sú, er ljós og líf hann varði með lifandi krapti og trú. 8. Ilann boðaði andans blóma, hann birti frelsi og náð, og Drottins orð úr dróma hann dró með speki og ráð’; og þá var líf í landi og Ijósið skein svo bjart, er Herrans helgur andi við hjörtum þjóða snart. 9. Og þá var Drottins dagur, þá dundu kirkjugöng og himinhringur fagur af helgum organsöng. Um tákn ei trúin beiddi og tákn ei þurfti sjá, því andinn andann leiddi í allan skilning þá. 10. Og Lúthers helgi hljómur um heiminn endurkvað, og það var Drottins dómur, sem dundi um land og stað : Hið forna skyldi falla með fjötrum Drottins orðs, en Ijóssins lúður kalla til lífsins náðarborðs. 11. En milli ljóss og lygi er langvinn þraut og stríð, og villan andhlóð vígi og vakti stranga hríð; en Lúthers helga hreysti ei hugar- skelfdi -sorg, á guð liann trúði og treysti sem trygga og fasta borg. 12. Og þótt af fjöndum fylltist og falsspárnönnum jörð og þótt í villu villtist hin vesla Páfa-hjörð, hann þekkti hann, sem hefur á himni og jörðu ráð

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.