Norðanfari


Norðanfari - 20.01.1870, Qupperneq 2

Norðanfari - 20.01.1870, Qupperneq 2
6 — ar mjög, því hún var g<5& kona. Tveimur ar- um sífear ehur 1848 fluttist hann a& Æsu- stö&um, til sómakonunnar Helgu Stefánsdótt- ur, er þar bjó ekkja í annab sinn, og giptist henni 14. október sama ár, mun sú jörb bera þess lengi menjar að hann var þar bæði hvað snerti húsabyggingar og einkum hvab viðveik umbótum þeim er bann gjörbi á túni og sjer í lagi á engjunum, með vatnsveitingum og fyrirhlefislugörSum. Frá Æsustöðum flutti hann voriö 1861 að þverárdal, hvar hann enti sína lofsverðu æfi þann 20. ágústm 1867, eptir 10 mánuða langa og þunga banalegu, haíði þá sambúð þeirra hjóna varað liðug 18 ár, en hann var .orðin libugt 50. að aldri. Hjálmar sálugi var sannkallaðnr sóma- maður, og ávalt talin meðal merkustu bænda í sýslu hans; gáfur hans voru sjerlega liprar og skilningurinn skarpur; þrek líkamans var svo mikið áður enn bann misti heiisuna, að harin var talinn einn hinn mesti kraptamaður í sinni og nálægum sveitum; hann var glaðlyndur, sí skemtilegur og þægilegur, var altíð eins á liann að hitta, hvort meðgekk eða móti; hann var greiðvikin og góBgjörðasamur vib fátæka og mátti ætíð sjá, ab honuni var eiginlegt að gjöra gott; gestrisni hans var frábær. Ilann var einhver bezti fjelagsmaður, frjálslyndur og veglyndur, ráðhollur og vinfastur. 8em eitt merki upp á traitst það er bæði yfirmenn hans og fjelagsbræður báru til hans, var það, að liann var kosinn forlíkunarmaður og hreppst., og gegndi hann hvorttveggjum þessum heiðar- iegu, en undireins, vandasömu störfum með lofi, hjálpaði þar ekki lítib til, alúð sú, lempni, mannúðleiki, og lag, sem honutn var svo eig- inlegt að beita í hverju því er hann tók sjer fyrir höndur. Var það að ágætum haft hvab vinsæll hann var í hreppstjórninni, og cr það þó ekki allra hlutfall sem því embætti þjóna. Að náítúrufari mun hann hafa verið nokkuð örlyndur, en hann stjórnaði því svo aðdáan- lega, að það kom einasta fram í vinsamlegri hreinskilni, en ekki í beiskum nje meiðandi orbtim, dagleg umgengni hans var því af- bragð, glaðlyndið meb siðsemi og stillingu, alvörugefni með blíðu. Elann var árvakur, umbtirðarlyndur, nærgætinn, húsfaðir, var hann því bæði elskaður og virtur af hjúum sínura sem faðir; konu sinni var hann ástdðlegur, lempinn, tryggur og ráðhollur ektamaki, og reyndi með öllu móti að gjöra henni lífið á- nægjulegt, og efla sameiginlega heill og heiður þeirra. Stjúphörnum sínum er hann ól upp, gekk hann í bezta föðurstað, og bar eins um- hyggjti, fyrir velferð þeirra sem væru þau hans eigin; sparaði hann ekkert sem í hans valdi stóð, til að búa þau undir heiðarlega lífsstöðu, og eins og hann var þeim fögur fyrirmynd í guðsótta og góðum siðum, eins kostgæfði hann að leiðbeina þeim á Guðs veg, með guðrækilegum ámiimingum og heilræðum, kom þessi nmhyggja hans fyrir siðferði þeirra frá hjartanu, því hann var sjálfur trúmaður mesti, guðhræddur og trúrækinn, (segja þeir sem þekktu hann allra nákvæmast). því var það aðal lífsregla hans að leita fyrst guðs- ríkis og hans rjettlætis, og að miða áform sín og athafnir við guðsboð og vilja, en ekki við jarðnesk atignamið. þessa trú til Guðs sýndi hann líka í sinni síðustu reynslu, sem áður er nefnd, kom hún þá fram í auðmýkt og undirgefni undir guðsvilja, og í þolgæði því með hverju hann leið hina langvinnu og þungu veiki, er hann leiddi loks til dauða. það er því ekki að undra, þegar á allt þetta er litið, þó Hjálmars sáluga sje sárlega saknað, eins og hitt er vfst, að roinning hans mun lengi geymast ekki einasta í brjósti vandamanna hans, vina og fjelagsbræðra, heldur allra er hann þekktu, í blessun og heiðri. Einn af sveitungurn hins látna. I JÓRUN JÓNSDÓTTIR. þánn 4 júlí þ. á. andaðist merkiskonan Jórun Jónsdóttir í Hornbrekku á Höfðaströnd úr Iangvarandi innvortis meinsemdum er sár- þjáðu hana á 3 ár. Jórún sál. var fædd 1825 á Ðaðastöðum í Nupasveit, dvaldi hún þar hjá foreldrum sínum til þess hún var 5 ára, þá var hún tekin til fósturs af skyldmenni móðnr hennar, hirmm nafnkunna dugnaðar og sóma- nianni Jóni sál. Rjarnasyn; og konu hans hinni góðfrægu Svanhildi Jónsdóttur, sern lengi bjuggju á Syðstabæ í Hrísey og seinast f Greni- vík. Áríð 1847 giptist Jórun sál. eptirlifandi manni sínum Jóni .iónssyni ættuðum úr þing- eyjarsýslu, sífan fiuttu þau í ve'tur sveitir; hjónum þessum varð 6 barna auðið, dóu 2. á unga aldri, en 4. eru en á lífi, eitt þcirra er Kristján, er dvalið hafði á heyrnar og mál- léysingja skólanum í Kaupmannahöfn á 7. ár og kotn út í vor með þeim vitnisburði af- bragðs gál'aður og skatpur. Jórun sál var mjög vei gafuð og vel að sjer til rnunns og handa guðhrædd og velhugsandi, stillt og þrek- mikil bæði tií sálar og líkama, glaðvær, ræð- in og skemrotileg í viðbúð, hagmælt vel, ná- kvæin og brjóstgóð við alía, og greiðug fram- yflrefni, hún var ástríkur ektamaki, umbyggju- söm og elskuieg móðir, í einu orði hún var eannkölluð kvennprýði. þjáningar sínar bar hún með stakri þol- inmæði og stiilingu, án þess það beyrðist nokkru sinni eitt möglunar eður óþolinmæðis orð af hennar munni ; bún hefir því fengið ríkuleg laun á Ijóssins og sælunnar landi, nú er hryggð- in snúin í eilífan fögnuð. í SIGURÐDR SIGURÐSSON. Sigurður sálugi var fæddur á Grtind í Eyjafiiði 11. dag maím. 1788, og ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til hann á 25. aidurs rfri gekk að eiga ungfrú Maríu Davíðs- dóttur, og settu þau þegar bú saman á Ytra- Gili í Eyjaíirði, hvar þau hjeidu búi í 24 ár eður þar til hann varð að sjá á bak, sinni hjartlólgnu konu. í hjónabandi þessu, eignað- ist bann 12 börn, 6 syni og 6 dætur, bvar af 10 urðu fullþroska og 7 eru enn á lífi. Frá þeim tírna er kona hans dó, hafði liann ofan af fyrir sjer með þeirri óþreytandi starfsemi er honum var svo töm, en þegar heilsukrapt- ar hans fóru að ganga tii þurðar, leitaði hann hælis hjá börnum sínum, um 12 ár, og frá þeim, burtkallaðist hann af alheimsstjórnara lífsins og dauðans þann 14. júlí þ. á. , aÖ aidri 81. árs. Siguröur sálugi var guðhrædd- ur maður, og fróður um margt, báttprúður, skyldurækinn og stilltur. Hvað dugnað hans snertir, þá er það fullnæg sönnun, hversu hann aðstoðarlaust, sá ómegð sinni farborða, af mjög litluui efnum. í BÓEL BÓASDÓTTIR, Meðal þeirra harma, er margur á aö rekja íil hinna skæðu sótta, taugaveiki, mislinga og fl. , er gengu yfir Reiðarfjörð, og víða um Múlasýslur næstl, vorogsumar; mun fátt hafa fengið jafnmikið á þá er þekktu til, sem frá» fall hinnar ungu konu Bóelar Bóasdóttur á Sellátrum og barna hennar; því dauBinn veld- ur æ því meiri skelfing, er hann ræðst á lítið í meiri blóma. Bóel sál. var fædd á Stuðlum i Reiðaríirði 14 nóv. 1843; foreldrar hennar voru Bóas Ambjarnarson. óðalsbóndi, og Guð- rún Jónsdóttir Pálssonar gullsmiðs á Sljettu broðir Sveins sál Pálssonar læknis ; kona Jóns sál. var Guðný Stefánsdóttir, systir madömu Bjargar móður stórkaupmanns A. Hemmert og þeirra bræðra, Foreldrar Bóasar sál. bjuggu á Stuðlum, Arnbjörn Guðmundsson, hrepp- stjóri um mörg ár, og Setzelía Sveinsdóttir Sigurðssonar Ögmundssönar bónda á Skeggja- stöðum á Jökuldal, hún var einhver en bezta yfirsetukoha, gafuð og fróð vel. Bóas sál. var eiribirni og tók við búi af föður sínum, en dó vcturinn 1855, 36 ára, frá 8 börnum og var Bóol sál. næst því elzta. Hún ólst síðan upp með móður sinni og stjúpa þangað til 1862, að hún gekk aö eiga Björn bóuda [>or- leifsson á Kallstöðurn, lifðu þau í ástúðlegu bjónabandi bátt á 7 ár og áttu 5 dætur. Vor- iö 1869 fluttu þau búferlum ab Sellátrum, var þá mislingaveikin einmitt nýkomin á bæinn og í nágrennið; börnin lögðuat öll í einu; eptir miklar vökur og andstreymi lagðist móð- ir þeirra, rjett á eptir dóu 3 yngri dæturnar á einni viku — seint í maí —; má nærri geta hve sár söknuðurinn hefir orbið fyrir hina sár þjáðu móður, og það því frernnr, sem lund hennar var mjög viðkvæm og blíb, en heilsan fremur tæp lengi að undanförnu. Eptir það dró alitaf meir og rneir af Bóel sál þrátt fyr- ir tilraunir læknisins sem þá var nýkomiiin, þangað til hún andaðist 19 ágúst, eptir 3. mánaða þjáningafulla legu, og var grafin að Hólma kirkju 26 s. m., vib hlið dætra sinna. Bóel sál. var með hinum efnilegustu ung- um stúlkum að öllu atgjörfi, sálar og líkarna, og þær vonir sem menn gjörðu sjer um hana rættust fullkomlega á henni sem konu, því hiín var blíð mdðir, ástúðiegur ektamaki, hug- ul og nákvæm húsmóðir, og var því hvervetna elsluib af öllum sem vib hana kynntust. Hin óþreytandi aiúð og sári söknuður manns hennar bera ljósst vitni um hver hún var; en auk hans, dæíranna ungu og hirm- ar margreyndu móður lierinar, hanna allir frá- fall hennar, sem þekktu hve hugljúf hún var, I og hve marga góða kosti hún liafði til að bera. t RÖGNVLÐUR ÓLAFSSON. Vegna þess, að það er sannkölluð skylda, að vjer höldum uppi minningu vina vorra, þá get jeg ekki sneitt hjá því, að minnast míns látna vinar Rögnvaldar sál. Ólafssonar, sem dó á Akiireyri 29. október 1869. Iíann var fæddur í febrúarm. 1802, á Litla-Eyrarlandi í Kaupangssókn. Foreldrar hans voru: Ólafur Rögnvaldsson og Kristín þorvaldsdóttir, er var alsystir hins alþekkta heiðursmanns Jakobs þorvaldssonar, sem lengi og vel bjó á Litla- Eyrarlandi, eignarjörðu sinni, og deyði þar. Rögnvaldur sál. ólst upp hjá foreldrum sín- um til þess hann var 12 ára; þá deyði móðir hans, en faðir hans bjó þar eptir um fá ár með börnum sínum, því þá flutti Jakob bú- ferli sín ab Litla-Eyrarlandi, og tók þá til sín systurson sinn Rögnvald. Sncmmabar á því, ab hann var mjög hneigður til smíða, bæði á tr.je og járn, sein móburbróðir lians og þá verandi húsbóndi hans, unnti honum ab iðka sem mest, því hann sá, að Rögnvaldi mundi verða þab þegar framliðu stundir, að sem beztu og mestu gagni, þegar eigi þurfti ab starfa aö sumarvinnu, þá Ijet Jakob Rognvald stunda smíðar bæði fyrir sig og aðra, svo hann gæti æfst, sem bezt, jafnt því, sem hann ástundum gaf honum tíma ti! að koma sjer upp smíða- tólum, er Rögnvaldur færði sjer vel í nyt; hann var líka þegar á unga aldri frásneiddur öllum útslætti og gárungaskap, en þar á mót sjerlega ástundunarsamur iivort heldur hann vann fyrir sig eba aðra, sem er vissasti vottur um dyggb og ráðvendni, er hann að allra dómi, sem til lians þekktu, æfBi til dauða- dags. Iljá móðurbróður sínum var bann til þess vorið 1829, að hann rcisti bú á jörð- unni Fífilgerði, og um leið fjekk sjer fyrir bú- stýru, vandaba heiðursstúlku, Gubleifu ölafs- dóttur, og giptist henni samsumars um haust- ið. þau bjuggu í Fífilgerði í 7 ár, þar fædd- ust þeim þau 2 börn, sem þau áttu, fyrst Kristín Guðrún, sem nú er kona trjesmiðs Sigurðar Pjetnrssonar á Akureyri, og síðar Jón núverandi bóudi á Leifstöðum, meðhjálp- ari og stefnuvottur í kaupangssókn. Frá Fíf- ilgerði flutti Rögnvaldur sál. bú sitt að Naust- um í Hrafnagilshrepp, hvar liann bjó í 8 ár; þaðan fiutti iiann árið 1844, að Ytn-Vai'ðgjá' í Kaupangssókn, og þar bjó hann 8 ár. AÍls staðar bjó hann ab kalla mátti heldur vel, og gjörði gott gestum og gangandi, þrátt fyrir það þótt hann verði miklu af efnum sírium til byggingar, á hverri sinni ábúðarjörðu ; fyrir utan talsverðan kostnað, að koma sjer upp ærn- um smíðatólum, sem hann smíðaði flest sjálfur er þetta allt, hjer ofan taliö órækur vottur þess, hvor dugnaðar- og regiumaður hann var í öllu sinu báttheldi; enda var kona hans bon- um mjög samhent, sem var mikil iðju- þrifn- aðar og forstands-kona. Arib 1852, hætti hann búskap, og ljet þá jafnframt selja við opinbert uppboð hinar fiestu af skepnum sín- um og talsvert af dauðum munum: flutti sig síðan yfir á Akureyri, hvar bunn byggði sjer laglegt íhúöarhús, geymsluhús, smiðju og önn- ur úihýsi sem þurftu. Eins og rfður cr ávik- ið, þá voru þau heiðursverðu og góðu hjón alla sína búskapartíð. góðgjörða- oggreiðasöin og eins eþtir það þau komu á Akureyri, hvar þau hýstu fjöida af feröafólki, og veitiu því góðan beina án nokkurs endurgjalds, Auk þessa fengu margir sjúklingar í þeirra húsum, skjól og nátlúrlegustu aðhiynningu í öllu. Eögnvaldur sál. var einhver hinn fjöl- hæfasti maður á smíöar allar af ólærðurn hand- iðnarnönnum, og stóö þeim cnda sumum hverj- um, er sveinsbrjef hafa, jafnfætis, og mikln fjöliiæfari en flestir þeirra, því svo niátti ab orði kveðaumhann, að hann leggði alltágjörva hönd, sem hans margbreyttu smíðar bera Ijós- ast vitni um. Hann var frabær iðju- og þrifa- niaður, lijiur og viðfelldinn með hóflegri skemt- un; bóngóður, tryggur, guðrækinn, og yfir- liöluð einhver meb uppbyggilegustu mönnum, f iiverju því fjelagi sem liann var. 40 ár var hann í hjóriabandi, sem ástúðlegur ektamaki og góbur faðir og húsfaðir; hvers vegna eptir- lifandi ekkja og börn harma hans viðskilnab og blessa minningu lians; og jeg bersannlega sáran söknuð, ab liafa misst minn kæra sam- ferðamnnn á lífsleiðinni, en þar á móti gleðst samkvæmt guðsorði, við þrf von, ab skammt ninni, að biða samfunda okkar. 12______10. Eújandi orj dbyrtjdarmaiur Björn JÓnSSOn. Preutaður í prentsm. á Akurej'ri. J. Sveinsson.

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.