Norðanfari - 21.05.1873, Blaðsíða 2
ir, og frá því, að flýja eign og óðul. Hún
hvetur til, að verja sem bezt yflrstandandi
tíma, og vona góðs af ókomnum tíma.
I ár er, að sínu leyti, líkt ástatt á íslandi,
eins og er á stóru heimili kvöldið fyrir stór-
hátíðir. |>á er ærið nóg að starfa, til undir-
búnings hátíðinni, eigi hún að geta farið vel
f'ram. Nú í ár er aðfangadagur þjóðhá-
tíðarinnar., Yerjum honum sem bezt, land-
ar góðir! svo vjer þurfum ekki eptirá að bera
oss það á brýn, að vjer höfum látið nema
sem minnst ógjört af því, sem gjöra þurfti og
gjöra mátti, áður en það ár upp rennur, sem
líklegast er lil þess af öllum árum, að gjöra
stóra breytingu á kjörum vorum, til þess ann-
aðhvort að gefa oss stjórnarbót og fríðar frels-
isvonir, ellegar hrekja oss af hólma þessum
og afmá þjóðfjelag vort.
Til undirbúnings þjóðhátíð vorri virðist
það veraalveg nauðsynlegt, að beztu menn
þjúðarinnar haldi fund með sjer, og
getur þá enginn samkomustaður þótt tilhlýði-
legri en vor forni fundarslaður, þingvöllur
og Lögberg. Áð hvelja menn til að stofna
til þessa fundar og sækja hann vel, þarf án
efa ekki. þótt einstök rödd í gagnstæða átt
hafl heyrst í blaði voru, þá er slíkt ei teljandi.
þjóðarheildín virðist fúslega hallast að fund-
arhaldi á þingvelli að sumri, og kosningar til
þingvallafundar eru almennt ráðgjörðar og
sumstaðar um garð gengnar — enda svæfl þá
og þjóðin fast, ef henni dyldist, að nú eru
hættulegar tíðir. Hamingjunni sje lof, að jijóð
vor er þó ekki sá ættleri orðin, að hún láti
nú Lögberg autt og þingvöll manulausan —
einmitt það árið, sem oss mest á liggur —
það sama Lögberg og hinn sama þingv.öll,
sem forfeður vorir flykktust á hundruðum sam-
an ár hvert, þá er engin sjerleg stórræði voru
þó á fe'rðum. Sannarlega eru öll líkindi til,
að þingvallafundur vor í sumar verði bæði
fjölsóttur og áhugamikill. Mun þar fyrst og
fremst rætt verða um stjórnarbót og þjóðhá-
tíð, svo sem önnur brýnustu nauðsynjamál
þessa tíma, og ítrasta tilraun gjörð til þess,
að hrinda málum þessum í æskilegt horf.
Til þess að fá gleðilega þjóðhátíð,
er það hið fyrsta og verulegasta skilyrði, að
vjer þá höfum fengið stjórnarbót, sannkall-
aða stjórnarbót. það er á valdi konungs
vors, hvort vjer verðum glaðir eða hryggvir á
hátíðinni. Eitt orð at vörum hans, eitt já-
yrði frá hendi hans, nægir til þess að gjöra
70 þúsundir manna glaðar og fagnandi. .þessu
jáyrði er búið að lofa oss fyrir 25 árum, og
endurtaka síðan af tveimur konungum. þrír
konungar í röð hafa heitið oss jafnrjetti við
samþegna vora, sem þeir og hlutu að gjöra
eptir kröfu rjettvísinnar og boði samvízkunnar.
það gegnir mestu furðu, hve lengi uppfylling
þessa fyrirheitis hefur dregist. Eg dirflst nú,
að frambera þann spádóm: að konungar
vorir hafa — án þess aðvitaþað — geymt
uppfylling heitorðsins, til þess að
vjer Islendingar skyldum á sínum
tíma njóta þeirrar miklu gleði, að
öðlast hina konunglegu frelsisgjöf á
sjáifri þjóðhátíðinni. þannig skyldi þá
íslenzka þjóðin hafa hárómað dæmi þess í sögu
sinni: að <■ gott af illu Guð opt leiðir». því
þá mundi jafnvel drátturinn stálfur á ýmsan
hátt hafa góð áhrif á oss, á sama hátt og gull-
ið prófast í eldinum og kraptarnir styrkjast við
áreynsluna; auk þess mundi þá og frelsisgjöf-
in allra bezt gagntaka þjóð vora til þjóðlegrar
endurfæðingar, ef frelsið einmitt veittist með
nýárssól nýrrar, upprennandi þúsund ára-aldar.
þessi spádómur kann mörgum að verða hneyksli
og lieimska, 0g ef til vill fáum trúanlegur;
enda þorir jarnvei ekkl spámaðurinn sjálfur að
ábyrgjast, nema spádómur hans kuuni að reyn-
ast falsspádómur; þvi fremur sem bæði vits-
munir og rjettar hugsunar reglur, og líka trú
og von íslendinga hefur hingað til orðið til
skammar, þá er þeir hafa vogað sjer inp í
völundarhús liinnar dönsku stjórnspeki. En
svo mikið vil jeg segja, að heilbrigð skynsemi
og gott hjarta spáir þessu. Og því stend jeg
ei með rjóða kinn, þótt jeg reynist falsspá-
maður að framan-talinni spásögn minni —
nema ef sá roði kynni að verða af öðrum rót-
runninn. — Til þess nú að vanrækja ekkert i
þessu efni, og biðja vorn allramildasta kon-
ung svo heitt og bjartanlega, svo Ijóst og greini-
lega, setn verða má, um frelsisins dýrmætu
perlu, áður en hin hátíðlega stund upprennur,
þá er víst engin vanþörf á því, að þjóðin komi
saman, ekki alþingismenn einir — sem logið
hefur verið til stjórnarinnar að sjeu eiustakir
æsingamenn, fráskildir þjóðinni — heldur aðr-
ir þjóðkiörnir menn af ðllu landinu, tugum
saman, svo að full raun geti um leið skorist
á því, hvort hjer sje nokkurt þjóðarálit elleg-
ar ekki, og þá í hvaða átt það stefnir. Að
þjóðin biðji í einum anda, er hið eina rjetta
og eina kröptuga. Ilefði svo verið gjört frá
uppliaíi, þá hefði frelsið að öllum Iíkindum
verið á komið fyrir löngu.— «llarribile dictu».
— Og þjóðin biður í einum anda, segi jeg, ef
þjóðfundur á þingvöllum, haldinn af kosnum
mönnum úr öilum kjördæmum landsins, verð-
ur sammála í því, að biðja um frelsið. Og
þá höfum vjer og það traust, til^landsföður
vors, að hann mildilegast vilji veita oss vora
satnlniga, bjartanlegu bæn. |>að yrði sannar-
lega konungleg hátíðargjöf á þjóðliátíðinni, og
aðalinntakið í hátíðargleði vorri.
Frelsisgjöfin er konungsins verk.
En — hvílíkt skal vera vort eigið verk
á þjóðhátíðinni, landar mínir? Með hverjn
ætlið þjer að prýða og einkenna hátiðina af
sjálfs yðar ramleik? — Hjer mun það eigavið,
að geta þess, hvílíkur athugi ináli þessu hef-
ur verið sýndur hingað til. Langt er síðan
farið var að ráðgjöra hát/ðarhaldsárið 1874.
Ilin uppliaflega uppástunga, sem þingið 1865
aðhylltist, fór fram á það, að roistur væri
minnisvarði í Reykjavík til miuningar
um landnám Ingólfs og bygging landsins. Hin
önnur uppástunga, sem þingið 1867 fjellst á,
varáþáleið, að nýtt alþingishús afsteini,
með mynd Ingólfs landnámsmanns,
skyldi verða reist til endurminningar um bygg-
ing íslands. En hvorug þessi uppástnnga
fjekk meðhald þjóðarinnar, og samskotin til
þessa fyrirtækis urðu mjög dræm, með því
líka, að bágt árferði, og þar af leiðandi þröng-
ur efnahagur, gjörði þjóðinni það ókleyft að
kosta það fyrirtæki, sem að vísu var fagurt og
í bezta lagi sæmandi velmegandi þjóð, en gat
þó ekki skoðazt sem bráðnanðsynlegt velferð-
armál, því fremur sem alþingishús vantar ekki
í bráð, þar seoi skúlahús vort hefur hæflleg-
an sal fram að bjóða til þingsetunnar að svo
stöddu. — Nú með því að frum-uppástungur
þessar náðu ekki þjóðbylli, dró það fremur úr
áhuga landsmanna í þessari grein. Á alþingi
1869 var víst ekki minnzt á málið. En á
síðasta þingi (1871) urðu aptur um það all-
miklar umræður, og sýndu þingmenn þar, enn
sem fyrri, málinu mikinn og góðan áhuga; en
fyrir hinar daufu undirtektir þjóðarinnar sáu
þeir sjer ekki fœrt, að gjöra ráð fyrir stór-
kostlegum fyrirtækjum árið 1874. En ýmsar
uppástungur komu þó fram um það, hvernig
verja skyldi fje því, er þá var geflð og lofað
— að upphæð nálægt 1600 rd. — og voru
liinar helztu þessar: 1. að verja fjenu til að
semja sögu íslands; 2. að verja því til að
stofna fjelag til íslands heilla; 3. að
verja því til að stofna sj óð til styrktar ung-
um mönnum í námi, helzt verklegu.
En síðasti úrskurður þess, hvernig verja skyldi
þjóðhátíðarfjenu, því er goldið var og gjaldast
kynni, og hvernig bezt ætti við að sæmaþjóð-
hátíð vora, sá úrskurður var geymdur og á-
skilinn þinginu 1873.
þannig er þá máli þessu komið nú sem
stendur. Útsjeð virðist vera um það, að sam-
skotin til hálíðarhaldsins verða mjög af skorn-
um skammti. j>að em mestmegnis lleykvík-
ingar og einstakir þjóðarvinir, sem áunnið hafa
það, sem orðið er, og koma samskotin næsta
ójafnt niður, þar sem t. a. m. einn fátækitr
þjóðar vinur hefur geflð 100 rd., en alls ekk-
ert hefur safnast úr fiestum kjördæmum lands-
ins. Á þá að ámæla þjóðinni fyrir aðgjörða-
leysi hennar í undirbúningi þjóðhátíðarinnar?
Svo einkar merkilegur atburður sem þúsund-
ára-mótin eru í sögu lands vors, þá væri það
samt ekki rjett, eptir málavöxtum, að bríxla
þjóð vorri fyrir þetta. Ilver getnr ætlast til
stórra fjárframlaga af fámennri, örsnauðri og
útsoginni þjóð? Hver geturheimtað frjálslegt,
fjörugt og (þroskafullt þjóðlíf af þeim, sem
frelsissólin hefur enn ekki runnið upp yflr,
sem enn eru skoðaðir sem ómyndug börn eða
sveitlægir öreigar, og sem því ekki hafa liaft
færi á að reyna á krapta sína, og æfa þá, ekki
liaft hvöt til að treysta sjálfum sjer, virða sjálfa
sig, ráða fram úr fyrir sig og annast sinn eig-
in hag? Ilver sem þekkir þær þungu búsyQ-
ar, sem þjóð vor hefur átt að sæta að fornu
og nýju af náttúrunnar völdum og manna völd-
um, hann mun ekki ætlast til meiri þjöðmenn-
ingar nje betra efnahags, heldur en hjer á
sjer stað. Sjálfsagt er hvorttveggja þetta enn
af skornum skammti. Allt of margir virðast
liugsa um það eina, sem snertir munn og
maga sjálfra þeirra en ekki um þjóðarheillir;
og allt of margir eiga hvorki fæði nje klæði,
svo að nægi, og geta því ekkert af mörkum
látið. jþannig er það að einu leyti eðlilegt og að
öðru leyti sorglegt, hversu litt vjer ertim nú búnir
undir hin þýðingarmildu aldamót, sem fara í hönd.
Enn skal þetta þá svo búið standa?
— skal leggja hendur í skaut? J[w>
fjærri fer þ*ví. Gjörum herúp mikið
svo þeir Vakni sem enn sofa. Sláum sverð-
unum á skildina, svo landar vorir hrökkvi upp
þúsundum saman á þúsund ára hátíðinni.
Segjum, sýnum og sönnum það að nú fer í
hönd einhver þýðingarmesti tími, sem upp
yfir ísland heflr nokkurntíma runnið; gjörum
það fullljósl að «allt ber senn að svinnum*:
þúsund ára tímaskiptin, útflutnings-hamfarirn-
ar og kollhríð stjórnardeiiunnar, að nú er hrær-
ing komin á mörg þjóðmál, sem legið hafa í
dái um aldur og æfl. Köllum svo hátt, að
þjöðin heyri og lilýði, að hún ekki skuli láta
einstaka menn berjast fyrir sig, brenna og van-
megnast fynr hennar sakir, lieldur skuli hún í
eiiniin anda sjá súma sinn og stunda gagn sitt,
með áhuga og ráðdeild ráða fram úrtorfærum
tímans og bendu viðburðanna, og umfram allt
haida saman í bróðerni, hvað sem í skerst, og
ekkert til þess spara, að hjálpa þjóðarheild-
inni til heillavænlegra úrslita.
En — hvað skal þá gjöra? hver eru
hin heillavænlegu, ákjósanlegu úrslit þjóðmála
vorra á þessum tíma? J>au fyrst og fremst,
að jijóðinlæri að að treysta Guði og sjálfi'*
sjer, svo að hún hvorki örmagnist í stríðinu
og drúpi niður agndofa, nje flýi eign og óðul
að svo stöddu; heldur haldi áfram að ráða
ráðum sínum, og styðja heill sína á ættjörð11
sinni eins og hún getur bezt. Og þetta sta^~
fasta traust, á þá fyrst að sýna sig í því, a
framfylgja stjórnarbótinni af alli, eins og a^ur
er ávikið, og ekkert til spara. J>ar af leiðn ,
að leggja þarf drjúgum í þjóhvinasjúð.mn h
að kosta framkvæmd máls þessa, ef þarf, t. a-
m. með sendiför á konungsfund. Fje voru
verður ei betur varið öðruvisi að svo stöddu.
Sjálfu samskotafjenu lil þjóðhátíðannnar
skyldi — að vorri hyggju — verja á þann hatt,
sem hið síðasta alþing hallaðist emkum að. t*
að kosta með því sögu íslands. J>a