Norðanfari


Norðanfari - 26.10.1875, Blaðsíða 3

Norðanfari - 26.10.1875, Blaðsíða 3
— 83 menn eða Ameríkumenn (Aankees) því víst er um það að bæði Norðm. og jpjóðverjarflytja með sjer að heiman marga ósiði, sem Ame- rikumenn leiða miklufremur hjásjer. Dæmi scm sanna þetta sá jeg opt moð eigin augum. J>á fer höf. að telja upp kosti Shawano hjeraðsins sjerstaklega, sem af honum var útvalið handa nokkrum íslendingum til að- seturs, og er það þá fyrst að þar sje „afar- mikið óiiumið land, sem sje mjög gott til akuryrkju, og að þar vaxi vel hveiti, rúgur, mais, haunir og margskonar matgrjón11 o. s. frv. J>að getur vel verið að þetta sje satt, en livert hægt er að rækta það í landinu fyrsta árið eða ánnað og hvort það horgar sig vel er aðal spursmálið, og hvort akur- yrkja er þar yíir höfuð eins mikill gróða- vegur ems og annarstaðar vestar og sunn- ar í ríkjunum. Sunnarlega í Wis. borgar Jarðarrækt sig vel, en Shawano liggur býsna norðarlega og jarðvegur mun eigi jafn frjóv- ■samur þar og sunnar. Hvað hálfvlrði og 10 ára borgunarfrest á landinu í Sliawano snertir, sem höf. telur annan kost þess þá má fá það víðar, t. d. í Jowa, Nebraskaog Kansas ríkjum. Járnbrautir * eru mikill kostur, en hann finnst víða í Ameríku. Hinn 4. kostur við lijerað þetta er „gott og mikið kaup fyrir skógarhögg á vetrum“. J>að má víða í Ameríku fá loforð fyrir háu kaupi, en maður er lika opt svikinn um það, og víst er það, að íjelög sem eiga mikið skógland og taka menn á haustin til að höggva, gjalda þeim sjaldnast fyrr en á vorin og hygg jeg að gjalddaginn hafi ekki verið kominn þegar hinn heiðraði höf. lauk við brjefið sitt. Fáir þykjast græða á vetr- arvinnu sinni, sízt þeir sem hafa fjölskyldu eins og höf. skýrir frá. Höf. segir að í Shawano sje gott loptslag og mjög gott . neyzluvatn. Hvergi í 'VYis. þar sem jeg smakkaði vatn var það gott, og sízt að það væri jafngott og hjer, ehda játuðu alhr að það væri blandað ýmsum steriaun jarðefn- um, svo ómögulegt var að nota til þvotta og varð því að halda til liaga regnvatni í þess stað. Hvað veiðistað á Waslnngton eyjunni snertir, sem höf. telur 6. kostinn, get jeg ekki dærnt um, en sú veiðiaðferð sem þar er brúkuð hefir mikinn kostnað í för með sjer, og það er víst að ísl mundi ekki fyrr en eptir fieiri ár verða færir um að hafa hennar full -not. Að fiskur sje þar nægur í ám og vötnum er óefað, en fáir mundu þó geta lifað af honum eingöngu og heldur aldrei gott að nota tvo atvinnu- vegi í senn; það er sjálfsagt bezt að stunda veiðiskapinn á veturna, þegar eklci er hægt að vinna að jarðarrækt, og telur brjefhöf. liann 6 mánuði. -g kostur Shawano er, „að þar vaxi allskonar berja- og trjátegundir11. Árið 1871 eða 2 var þess getið í blöðum hjer, að skógarbrunar mildir æddu yfir ein- mitt á nýlendu svæði þessu, enda liafa land- ar skrifað þaðan að þar væru mest greina- lausir og dauðir trjestofnar og kváðu mjög ljótt yfir að líta. Að síðustu sýnist það vera athugavert við lýsingu herra |>orláks á Shawano Iijer- aðinu að hann telur enga ókosti. Jeg get lika staðhæft að íslendingar sem þangað fóru í haust, eru fluttir þaðan aptur nú í vor án þess að hafa tekið sjer land. Er þá ástæða fyrir ísL hjer að flytja sig bein- línis á þenna blett, án þess að slcoða sig urn ? eða bíða þangað til menn eru ásáttir um nýlendustað? J>að er ekki tími til þess hjer að henda á liann. Mjer stendur á sama hvað margir fara, en jeg vildi hjálpa til f ð þeir gætu komist þangað sem þeir væru ánægðir, og þessvegna reit jeg línur þessar. í júlímán. 1875. Sigfús Magnússon. A S TIX. Ástunum fylgja ætíð vann efi og sorg, er kvelja mann; hjartað andvarpar liryggt og rnótt liverfa dagar í myrlcri og nótt. 2. Einmana stend og andvarpa, af ástunum dey eg ljemagna; eg vissi að ást með örvar var; enn eg sje þær íiú banvænar. 3. Fugl! er lifir í frclsi enn, forðast net þau, er tæla menn, ástarblossar — mitt hjal þú he}rr hjartað brenna og vonin deyr. 4. Fugl var eg ugði ekki hót, yndislcgt hrosti vorið mót enn bráðum gekk snöru egnda í ásta, og fjekk mitt tjón af því. 5. Hver sá, cr aldrei elska vann, aldrei til kvala finnur hann; kuldi og ólund kvelja hann ei, er koma af því, að unna mey. 6. Marklausa drauma dreymdi mig, draumur gaf von að fengr eg þig; emi öll sú von 0r einbert tál, örmagnast því 0g kvelst nú sál. 7. Ljósið eina og yndi mitt! ólundarlegt er tillit þitt; ástarfuglinn! eg elska þig; ertu svo hreytt að liata mig. 8. Tarum flóa mín augun í, auminginn sælli mjer er því; blíðkast lát! svo að biðill þinn híði eigi þegar dauða sinn. 9. Blóðið stöðvast mjer æðum í, af angist og kvöl eg tærist því; énn harðara steini er hjarta þitt, þú hirðir öngu þótt springi mitt. 10. |>ú byrlar mjer eitur, ástamey! aðeins af þínum völdum dey; líf mitt er hörð og langvinn kvöl, lánvana ást og liryggð og höl. 11. Ondin er særð og blóðugt hrjóst, blíðkast láttu og minnka þjóst; enn nú um seinan sje eg það að sorgin og gleðin fylgjast að. |>orleifur Jónsson. — Ur brjefi úr Skagafirði: „Hjeðan er nú fátt til frjetta, heilbrigði manna, engir nafnkendir nýdánir, og lítið af nýjum fram- kvæmdum að segja, nema sýslunefndin er búin að ákveða, að leggja skuli, það fyrsta að skeð getur, brýr yfir 5 ár, (Kolbeinsdalsá, Grafará, Kota-á, Yalagilsá, og (Jönguskarðsá) sem eru ferðamönnum optsiunis illfærar yfir- fcrðar, og er þegar búið að leggja brú yfir Oonguskarðsá þar sem hún er 16—20 álnir í millum kletta, og væri óskandi, að fleiri sýslu- húar gjörðu eigi minna í þessu framfaramál- efni eptir því sem ásteudur á hverjum stað, svo minka tæki um þau slys, er opt hafa tilborið, þá menn neyðast til að tefla á tvær vonir, með að komast yfir vondar ár, þá áliggur, Ennfremur finnst mjer í frásögur fær- nndi, einstakra manna faheyrðar framlcvæmd- ir hjer, mönnum til eptirbreytnis eða viðvör- unar, þótt þær miði ekki til almennra fram- fara. J>að er nefnil., að hóndinn Bjarni Skúlason og kona hans Ingibjörg Jónasdótt- ir, sem Iiafa húið á Álfgeirsvöllum, en fluttu a næstl. vori að Syðstavatni, gjörðu svo lát- andi gjörning í vor: að þau gáfu hinum nafnkenda lir. Grísla Jónssyni frá Saurum í Dalasýslu, en sem þá nefndist frá Reykjum í Hrútafirði, allar eigur sínar, fasteign og lausafje, hverju nafni sem nefnist; þráttfyrir | þó þau ættu skilgetin hörn, nema áskyldu sjer einungis, að þau hjónin skyldu hafa framfærzlu til dauðadags, og fyrir útför þeirra og börn þeirra, er yngri voru en 16 ára, af fje þessu hjá Gfísla, eða erfingjum hans, en afsöluðu frá sjer og sinum erfingj- um öllum eignar- og erfðarjetti, til þessa sins fjár, svo framarlega að þau upphefðu ekki þennan gjörning með öðrmn gjörningi, sem þau áskildu sjer þó engann rjett til, en gjafagjörning þenna Ijetu hlutaðeigendur lesa upp á lilutaðeigandi manntalsþingi að Lýt- ingstöðum. — Jpannig sýnist að menn fái fagætt dæmi fyrir þá, er þykjast eiga of- mikið, til að hafa áhyggjur og umsvif ineð það, til síns dánardægurs, einasta að þeir sjeu ekki tortryggnir, þareð það getur kom- ið í veg fyrir slíkar framkvæmdir. Framan- nefnd hjón voru heldur vel efnuð, eptir því sem velmegun bænda er í Skagafirði. |>ess or getið sem gjört er, sem bæði er eðlilegt og tilhlýðilegt, annaðhvert þeim til verðuglegs heiðurs er hlut eiga að máli, eða öðrum til eptirbreytnis eður viðvörunar; þannig finnst mjer og þetta atriði verðugt fyiii að fá að koma í Norðanfara, þótt heið- arlegra væri, að þeir sem eigi þykjast liafa með fje sitt að gjöra, fyrir sig eða sír.a, eða geta eigi unnt smum rjettbornum erfingjum þess, að þeir ráðstöfuðu því til einhverra almennra þarflegra fyrirtækja sem hæði hjeldi mmningu þeirra ógleymdri, þeim til verðugs heiðurs og öðrum til eptirbreytnis, en föður- landinu til framfara“. — Úr brjefi úr Reykhólasveit í Barða- strandarsýslu, d. 3. júlí 1875. „fú munt hafa heyrt lát sjera Magnúsar Hákonar- sonar á Stað í Steingrímsfirði, konu hans og tveggja elztu barna þeirra, einnig skip- skaðans á Skarði í Dalasýslu, drukkiiaði þar sonur ekkjunnar frú Ingibjargar Ma-n- ’ ússen, Ebenezer og 3 menn með honum“! -Úr brjefi úr Bjarnaneshrepp í Aust- urskaptafellssýslu, d. 10. júlí 1875. „Nú cr fatt um frjettir, nema að tíðin er allajafna kold og óstöðug en grasvöxtur í góðu lagi. Af því L. Beck, sem var verzlunarstjóri á Papaós, cr kominn þaðan, verzluðu marg- ii úi Austurskaptafel]ssýslu á Djúpavogi; þangað komu 2 lausakaupmenn Isak Arno- sen frá Kaupm. S. Jakobsen og Schou frá Gránufjelaginu. UUin var þar 50 sk. korn 10 rd., hankahygg 16 rd., baunir 14 rd., kol 16 sk., hrv. 28 sk., kaffi 52, sykur 28 sk. og kramvara mörg með miklu hetra verði enn jafnaðarlega á Papaósi". — Úr hrjefi af Seyðisfirði d. 18. júlí 1875 „Hjeðan cru nú engin stórtíðindi að frjetta livorki af ösku nje eldi. Tíðin er og hefir rnatt heita góð og hagstæð hjer í fjörðum. Grasvöxtur er eptir vonum og nú sumstað- ar byrjað að slá, og láta menn mjög illa yíir að ná grasinu, því askan situr í rótinni. Ljáir Torfa með‘ nýja laginu þykja og mjög brtígðast, og fer það illa í slíku ár- ferði. Skepnur er sagt að gjöri gago í bezta lagi, því askan hefir varðveitt rótina frá kali. J>að sannast á sínum tíma, að askan verður til að bæta grasveginn lijer evstra, ef eigi hætist á, eða aðrar hörm- ungar dynja yfir, þó hún sje tilfinnanleg í bráðina. Fiskafli hefir verið og er í bezta lagi, það sem af er sumrinu. Norðmenn eru nýloga liingað komnir á tvoimur skip- um til síldarveiða, þeir hafa þegar fcngið talsvert af síld. Verzlunin hefir gengið hjer í ósköpnm það sem af er þessum mánuði, og má nú lieita um garð gcngin, enda eru þessar þrjár verzlanir sem hjer eru, orðnar matarlausar, og eins lausakaupmaður einn frá Rcykjavík, sem hjer liggur. Gránu-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.