Norðanfari


Norðanfari - 10.12.1875, Síða 3

Norðanfari - 10.12.1875, Síða 3
— 103 — skirt hafa; og varla mtindi Pjetur bislcnp liafa vikið með nafn petta frá hinni nýju íslenzku útleggiugu biflíunnar, er hann pó sjálfur, íformála helgidagalestrarbókar sinn- ar, segist hafa lagað Guðspjöllin eptir, ef hann hefði eigi fundið pað rjettara. Svo hefi jeg einnig Guðspjall petta á pýzku og i pví er Bethabara. J>að er nú eigi nema eðlilegt, að pess konar villur kunni fyrir að koma, par eð öllum kann yfir að sjást, en hitt finnst mjer eigi hlýða, að pær hvað eptir annað komi svo fram, að menn með hógværum anda, eigi leitist við, að segja til peirra, og pví fremur ætti oss að vera annt um pað, sem bókin er almennari og mikilvægari. Hinar nýjustu útgáfur biflíunnar eru pað, er al- pýða lielzt hefir undir hönduxu, og pví get- ur enginn neitað, að vjer höfum mikið að pakka peim mönnum, er bæði hafa á mörg- um stöðum svo mjög lagað pýðingar peirra og orðfæri frá pví, er áður var, að miklum umbótum hefir tekið; en pað er eígi við pví að búast, að fáir menn, pótt bæði sjeu vel lærðír og starfsamir, geti á skömmum tíma nákvæmlega yfirfarið jafnmikið verk og biflían er og svo hagkvæmlega snúið pví úr fjarlægum og pungskildum tungumálum, að pað geti orðið auðvelt fvrir alpýðu. Til pessa pyrftu peir, pótt fieiri væru, að verja öllum aldri sínum, frá pvi er peír hafa lok- ið skólanámi, en sú verður raunin á, að hinir fáu, er háum lærdómi ná, ná eigi á- vallt háum aldri; enda geta peir eigi nægi- lega gefið sig við slíku fyrir liinum marg- töldu embættisönnum sínum. Hversu heilla- drjúgt mundi pað pá eigi geta orðið hinum síðari útgáfum biflíunnar til stuðnings, ef einhverjir peir menn, sem pví eru vaxnir og tíma hafa til. víldu semja ritgjörðir pær, er enn að nýju væru lagfæring á pýðingu liinnar heilögu rítningar, að sínu leyti eins og sú. er Jón Olafsson samdi yfir spámanna- hækurnar, í hinum gömlu lærdómslista fje- lagsritum, pví enn pá mun mikið mega um- hæta hana; en pó liljóta einnig prentararn- ir og peir, sem prófarkirnar lesa, að við- hafa alla pá vandvirkni, er peir kunna, svo peir eigi með gálcysi sínu standi lagfæring- unni fyrir prifum. það liggur í augum uppi, að jeg með framanrituðnm línum, liefi enganvegin ætl- að mjer að tína til allar pær villur, er jeg hefi fundið í nokkurri peirri hók, er. jeg hefi par minnst á, og ber pað fyrst til pess, að jeg hefi engan par með meiða viljað, og pað annað, að jeg sökum fáfræði minnar og hins afskekkta hústaðar, get nm svo fátt gefið pær skýringar, er nokkurs eru verðar, fyrir pvi hefi jeg látið mjer lynda sjerstak- lega að minnast einungis á fáa galla, ef vera kynni, að pað gæti vakið eptirtekt ein- hvers pess, sem betur er að sjer gjör, ápví málefni, er jeg get eigi annað en álitið svo mikilvægt; og jeg efast eigi um, að pað, fyrir góðfúsra og skynsamra manna fylgi, muni hafa heillaríkar afleiðingar. Ritað í Grímsey 1875. Pjetur Guðmundsson. Xokkur orð um kveunaskóla. Eins og sjá má af sunnlenzku blöðunum, er pað orðin sannfæring ýmsra málsmetandi manna par syðra, bæði karla og kvenna, að mjög nauðsynlegt sja að koma á fót skóla til menntnnar kvennfólkinu. það hefir verið sýnt með gildum og góð- um rökum, að pjóð vorri stendur pað fyrir prifum, hve lítil rækt hefir verið lögð við kvennfólkið í menntalegu tilliti, og hefir eng- in dirfst að mótmæla pví. J>ar á móti liefir peirri skoðun verið hreift, að kvennaskóli í BeykjaVík mundi miður liagfelldur fyrir íslenzkar sveitastúlkur en skóli í sreit, og mun pað vera meining flestra, að minnsta kosti hjer norðanlands. Kvennaskóli lilýtur hjeðan af að prífast í Beykjavík, pað er húið að safna svo miklu fje til hans hæði innan- lands og útan1. En auk pess, sem ha.nn, eins og áður er ávikið, virðist ekkí muni verða hagfelldur fyrir sveitastúlkur, pá hlýt- ur pað að verða pví nær ómögulegt fyrir Korðlendinga að nota hann, vegna fjær- lægðarinnar og ýmsra annara örðugleika, (shr. „Um skóla á Möðruvöllum, eptir A. Ölafsson“, sjá Norðliug I. 10.). það hlýtur pví að vera hverjum mauni ljóst, að pað er óumflýjanleg nauðsyn, að lcoma upp kvenna- slcóla hjer á Norðurlandi. Sem alkunnugt er, kom heilmikið fjaðra- fok í íslenzku pjóðina á 1000 ára afmæli hennar, og vildi hún eitthvað gjöra, er gæti orðið til minningar urn hin mikilvægu tíma- mót. En synir fjallkonunnar fríðu, bræður vorir, gátu eigi orðið á eitt sáttir um, hvað gjóra skyldi: hverju fyrirtæki ætti að koma á fót í pessu skyni, sem allt landið hefði gagn af og sóma; en til pess að gjöra pó eitthvað, fóru menn í ýmsurn stöðum, hverjir i sinni sveit, að framkvæma ýmislegt, sem var gott og gagnlegt, í áðursögðu augnamiði, svo sem: ryðja fjallvegi, brúa ár, hyggja fundahús og par fram eptir götunum; en hjer í Eyjafirði hafði lítið verið gjört, sem gæti verið til minningar, nema samkoman á Oddeyri 2. júlí. J>etta pótti mörgum. mjög illt og leiðinlegt. En, allt í einu kom upp úr kafinu áskorun frá ekki allfáum stúlk- um, um, að stofna kvennaskóla í Eyj afirði. Áskorun pessari tóku flestir mikið vel, bæði karlar og konur; enda var pað og líklegt, par sem um slíka pjóðar- nauðsyn var að ræða. Var pá pegar safnað í loforðum nálægt 800 kr., og er pað vottur pess, hvað pað er vinsælla, að skólinn sje á sveitabæ, heldur en í kaupstað. Vjer höfum enn eigi sjeð neina skýrslu um, hvað inn er komið af fje pessu, — sem herra verzlunarstjóri Eggert Laxdal á Akureyri, hefir lofað að veita mót- töku fyrst um sinn, -—en vjerpykjumst hafa fyllstu ástæðu til að vona, að pað nmni gjaldast greiðlega, eins og pví var lofað ljúflega. Enn, kæru systur! Vjer megum ekki hætta við hálfgjórt verk; vjer verðum að gjöra allt hvað í voru valdi stendur, til pess að stofnun pessi komist á fót. Vjer skulum leggja til fje, og pó vjer sjeum fátækar af peningum, pá sýnum samt góðan vilja og samtök. Látum kornið fylla mælirinn; lát- um margt smátt gjóra eitt stórt. Höldum fram rjetti vorum og sýnum, að vjer höfum meðvitund urn hann; sýnum lcjark og stöð- uglyndi, pá mun sigurinn vís. Látum penna vetur bera ávexti til kvennaskólans, og pað getum vjer hezt með pví, að húa til og safna hlutum, til að halda lilutaveltu 4 næsta vori. Gjörum áheit! hættum við óparfa kaupin, en látum heldur fáeina aura til kvennaskólans, og treystum pví, að beztu menn pjóðarinnar muni styrkja petta fyrir- tæki, með ráðum og dáð, pegar peir sjá, að oss er alvara. Að endingu skorum vjer á forstöðunefnd- 1) Frá Danmörk hefir gefist í peningum 4,692 kr., og í ýmsum munum 2,400 kr. Frá Skotlandi hefir og einnig verið gefið talsvert, einkum af munum, Um áramótin 1873—74 átti stofnunin í arðherandi skuldabrjefum og sparisjðði 8,000 kr., hefir pá gefist hjer á landi, að meðtöldum munum frá Skotlandi, 908 kr. |>etta litla hefir nú safnast á prem- ur árum, og pað mest með lilutaveltum. ina, að gjöra allt hvað í hennar valdi stend- ur, til að hrynda máli pessu áfram, að liinu fyrirhugaða takmarki. Bitað 21. nóv. 1875. N okkrar konur í Eyjafirði. „Gjafir eru yður gefnar feðgum, og verðið pjer litlir di’engir af, ef pjer launíð engu“, sagði Berg- póra forðum. Njála 44. kap. í 10. tölublaði „Norðlings" afl8. f. m., stendur frásögn af fundi er lialdin var 4 Akureyri 25. október eptir Jón Jóhannes- son frá Miklabæ, og hefir Norðlingur fund- ið sjer skylt að gjöra við hana gildar og góðar skýringar. Hann byrjar með pví, að segja frá, ferðum Jóns um Suðurpingeyjar- sýslu, í peirri meiningu, að lialda fundi með væntanlegum Yesturförum, á ýmsum stöð- um, og háfi fyrsti fundur verið ákveðin að Fellsseli í Kinn. Enn forsjónin hafi svo fyrirhugað, að sá dagur skyldi verða mikill mæðudagur fyrir hina framgjörnu Amerík- usa, pví pangað hafi komið fleiri en boðnir liafi verið, og hinn setti sýslumaður herra assesor B. Sveinsson, hafileyft sjeraðsækja fundinn og lesa „yfir höfði Jóni“, forhoð pað, er hann lætur eptirfylgja, hvar asses- sorinn vitnar í amtsbrjef frá 23. september 1874. er gjöri honum að skyldu sc;n lög- reglustjóra, að leggja pvert bann við að nokkurs manns nafn sje innskrifað til Vesj> urheimsferða innan pingeyjarsýslu. „Hcyr' á endemi, heyr fyrn mikil“. Miídð frelsi vilja valdsmenn vorir veita oss íslendingum, skyldu peir alíta sig rússneska jarla, er eigi að stjórna Póllandi á uppreistartíð, eða hverja meina peir sig vera, par sem peir leyfa sjer að fyrirbjóða frjálsum mönnum, frjálsa fundi til frjálsra samninga, meira að segja. fyrir- hjoða manni að skrifa nafn annars nmnns, eptir heiðni pess er nafnið á, hvar heyrist slíkt? Mikil stórvirki vinna höfðingjar vor- ir og peirra trúlyndu pjónar, pví fleiri mundi mega telja,efporf gjörðist, pó pau að nokkru gangi i aðra stefnu, lifir pó andinn æ hinn sami. Svo skilst mjer sem Norðlingur pvk- ist bera velkryddaða og holla krús fyrir almenning par sem er hið fyrrnefnda bann embættismanna, og er pess von, fyrst pað er getið í liáyfirvaldinu, gengið paðan til assessoi’sins. og fra honum með ærnum á- vexti í amtið og aptur úr pví í Norðling marg „forklárað“. Enn fremur segir Norð- lingur, að „pessi röggsamlega aðferð herra assessorsins11, hafi „kæftallt Ameríkuhringl- ið í byrjun, par í sýslu“. Enn mig grunar að par „skutlist skýrum“. |>að finnst mjor eðlilegt, að mennirnir bældust fyrir, par sem lögreglustjórinn kom að peim óvörum með allmikilli frekju, að pví er menn hafa sagt, pó pykir mjer líkara, að peir (sem maður segir) sæki í sig veðrið, og gangi síðan að fyrirætlun sinni með langtum meiri djörfung enn áður, ella hefir NorðL helzt til mikið ósannsögli horið peim, par sem hann kallar pá „framgjarna Ameríkusa“, ef peir ekki ná eðli sínu aptur, og mun jeg svo meta sem peir lýsi illa faðerni sínu, par sem peir teljast niðjar peirra manna, er meðal margra hreystyrða kváðu svo aðorði: „einkis manns nauðungarmaður vil jeg vera“, og lýstu pví jafnan með gjörðum sínum að hönd fylgdi huga. Síðan óskar Norðlingur, að aðrir sýslu- menn gengju jafn örugglega i málið, sem assessorinn, „og heittu valdi sínu og lögun- um cins móti útjendum sem innlendum út- flutningsmönnum, og pað pví heldur, sem nú sje von á útfiutningslögunum á hverri stundu“. Má jeg spyrja herra ritstj. Norðh, hvaða vald og hvaða lög eru pað, sem hann meinar til? Mig minnir að jeg hafi heyrt k

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.