Norðanfari


Norðanfari - 21.01.1876, Blaðsíða 4

Norðanfari - 21.01.1876, Blaðsíða 4
þó engin fái að lieýra J>*r. 'og gjorir nefnd- in pað líklega af hlifð við mig. Mikil er mannúðin, og kemur hún víða fram 1 svari þessu, og skal jeg ekki fara nm pað mðrg- um orðum, pví pað er sannarlega ekki svaravert. J>að sver sig fullkomlega í ætt- ina, og er auðsjeð hvaðan sii alda er runn- in, pví paðan hefir margt óhreint komið áð- ur, sem fáum öðrum en höfundinum hefir pótt neinn sómi að. |>að virðist sem nefnd- inni háfi hjer algjörlega misheppnast að láta sitt sannleiksljós skína fyrir mönnum, pví hún berst hjer eingöngu við sinn eigin skugga, og sannar alls ekkert af pví sem hún að líkindum hefir ætlað að sanna. Jeg skal nú að mínu leyti, nefndinni til hægð- arauka, skýra með fáum orðum frá pvi, með hverjum hætti að jeg hygg mig vera komin frá prontsmiðjunni 21. júní næstliðin, og vík jeg pá að skýrslu nefndarinnar aptur. Nefndin segir í skýrslu sinni: „Á fundi peim er haldin var 15. september 1874, bauð nefndin Birni ritstjóra Jónssyni, að taka prentsmiðjuna á leígu, frá 21. júní 1875, til jafnlengdar 1876, fyrir sömuleigu, sem 2 hin síðustu ár, pað er að skilja 60 rd. Enn ritstjórinn vildi eigi að svo stöddu taka prentsmiðjuna á leigu, tjeðan tíma, og kvaðst ekki geta sagt um pað, fyrri enn í næstkomandi nóvembermánuði“. Að jeg hafi ekki viljað taka prentsmiðjuna til leigu yfirstandandi ár, kannast jeg ekki við að satt sje, pvi pó að jeg væri efablandinn með pað, og sæi marga annmarka á pví að halda prentsmiðjuna, bæði hvað sjálfan mig og hið almenna gagn snerti, pá samt ljet jeg pað aldrei í Ijósi að jeg ekki vildi halda haná. Að jeg bað um frestinn, getur nefndin ekki heldur haft t-il sönnunar pví, að jeg hafi ekki viljað halda prentsmiðjuna, held- ur pvert á rnóti; pví hefði jeg pástraxsagt mig frá prentsmiðjunni, hefði jeg hvorki purft eður beðið um nokkurn frest. Jeg átti pá eins og nefndin víst man, stóra skuld ógoldna til prentsmiðjunnar, fyrir pá um- liðið ár, og vissi pá eigi hvað greitt mjer mundi ganga að fá inn útistandandi skuld- ir mínar, svo að jeg gæti borgað pessa skuld í tæka tíð, en bjóst ekki við pví, að mjer yrði leigð prentsmiðjan með Öðru móti, og pað pví heldur er jeg hafði heyrt pað á manni úr sjálfri nefndinni, að pað væri skilyrði fyrir pví, að jeg fengi prentsmiðj- una eptirleiðis, að jeg borgaði skuld mína til hennar. Af pessum orsökum bað jeg um frestinn, og geta allir sjeð að nefndin getur ekki dregið af pví, að jeg hafi ekki viljað halda prentsmiðjuna framvegis, og pví síður par nefndinni var pettað vístjafn- kunnugt og mjer. Á fundinum 1. desember 1874 baðst jeg eptir að fá að halda prentsmiðjunni næstkomandi ár, pessari beiðni minni svar- aði nefndin mjer brjeflega, og leyfi jeg mjer að setja hjer svar hennar til min er hljóð- ar pannig: „Vjer höfum með mikilli ánægju tekið yðvart góða. boð til greina, „að taka prent- smiðjuna til leigu framvegis með sömu kjörum og verið hefir“. En af pví að nefndin gat ekki ráðið málinu til lykta petta sinn, pá er fundi hennar skotið á frest til 19. janúar 1875, og óskum vjer að pjer pá vilduð vera nálægur. Jafnframt pessu leyfum vjer oss að óska að pjer pá, ef ekki fyrri, vilduð lúka skuld yðar við prentsmiðjuna sem pjer eruð í fyrir undanfarin ár. Akureyri, 1. desember 1874. t prentSmiðjunefndinni: Arnljótur Ólafsson. Á. Jóhannsson. Björn Iialldórsson, E. Gunnarsson. E. Laxdal“. Jeg ber pað nú undir almennings dóm, fyrst og. fremst, hvert að jeg hafði ekki fulla orsök að vonast eptir, að mjer yrði leigð prentsmiðjan framvegis, svo framarlega sem jeg gæti borgað skuld mína til hennar. Og í annan stað, hvaða óánægju að nefndin lætur í ljósi við mig í brjefi sínu til mín, og pó er hún eptir pví sem hún segir nú í skýrslu sinni, búin að bíða næstum heilan mánuð, fram yfir hinn tiltekna tíma, eptir svari frá mjer, og pað „prátt fyrir ít- rekaðar áskoranir“, (sem jeg að vísu man ekki eptir). J>egar gáð er nú að, að jeg fæ svarið frá nefndinni, eptir að pettað hefir allt átt að eiga sjer stað, sem nefndin í skýrslu sinni færir til ástæðu í móti mjer, pá fellur hún alveg um koll, og í annan stað kemur nefndin par í mótsögn við sjálfa sig. Enn fremvir segir nefndin, .að á fund- inum 15. september 1874, hafi mjer verið gefið í skyn, að jeg myndi síðar eigi fá prentsmiðjuna leigða, með sömu kjörum, og verið hefði, ef annað álitlegra boð feng- íst í hana, jeg kannast við pað að nefndin ljet pað í ljósi við mig, enn jeg sá enga pörf fyrir míg að bjóða hærri leigu, ámeð- an jeg vissi ekki neitt um, að boðist hefði hærri leiga fyrir hana, og jeg ímynda mjer að hver og einn hefði gjört slíkt hið sama í mínum sporum, og pað pví heldur sem mjer pótti leiga sú er jeg hafði goldið fyrir hana næstlið ár, fullhá, á meðan prentsmiðj- an var í pví ástandi sem hún var, og jeg vissi ekkert um pað, að nefndin mundi framvegis hafa í hyggju, að panta letur og fleíra, sem prentsmiðjuna mest vanhagaði um, og jeg hafði fullkomna ástæðu til að efast um að nefndin hefði gjört pað, ef jeg hefði haft hana til leigu yfii-standandi ár. Jeg gat pví eigi sjeð mjer fært, að hækka leigu tilboð mitt, fram úr pví sem verið hafði, og byggði jeg pað á reynslu minni undanfarin ár. Mjer gat eigi heldur dul- ist pað, að prentsmiðjan hafði engan skaða liðið undir minum höndum, heldur pvert á móti, hafði hagur hennar talsvert færst i lag. {>að vissu allir, í hvaða ásigkomulagi hún var, bæði áður og pá jeg tók við henni, og pað sagði sig sjálft, að hún mundi seint geta borgað sínar gömlu skuldir með leig- unni einni, og pví tók nefndin pað ráð fyr- ir 4 árum síðan, að safna fje handa henni, jeg get pví hvorki sjeð eður kannast við pað, að jeg hafi á nokkura hátt spillt vel- farnan prentsmiðjunnar, pó ritstjóri Norð- lings hafi borið mjer pað á brýn, ásamt öðru. En jeg læt mig pað einu gilda, hvern- ig bæði harm, og peir sem mjer eru viðlíka velviljaðir, legggja mjer í pökk, nú til margra ára ómak mitt og erfiðleika, prentsmiðjunn- ar vegna, pví jeg get bæði sýnt og sannað, hvað mikið jeg hefi auðgast á peirri stöðu, enda hefir ritstjórinn fengið pessa gullnámu til umráða, verði honum að góðu, jeg sje alls engum ofsjónum yfir honum fyrir pað- |>að var fyrst á fundinum 19. jan. 1875, að jeg varð pess vísari að herra Skapti Jó- sepsson, hafði boðið eður látið bjóða sín vegna hærri leigu (síðan hefi jeg heyrt að hann hafi boðið petta löngu fyr), og hækk- aði jeg pá leigu tilboð mitt um 40 krónur, í von um að fá prentsmiðjuna leígða með peim kjörum, enn pað litur svo út sem nefndiu hafi nú á endanum dregið pá álykt- un af pessu boðí mínu, aðjeg hafipó ekki viljað halda prentsmiðjuna eptirleiðis. |>að sýnist nefndinni nóg afsökun, (að minnsta kosti ætlast hún til pess sjálf), að setja leigu tilboð okkar Sk. hvort við hliðina á öðru, svo almenningur gæti í fljótu bragði sjeð mismunin, að Sk. hefði boðið 220 kr. enn jeg ekki nema 160 kr., minna má nú að gagni koxna, jeg hygg mig mi eigi að siður, hafa boðið fullkomlega eins hfialéigu og Sk., pví eins og jeg hefi áður sagt, gat jeg hvorki búist við, og bjóst heldur ekki við pví, að prentsmiðjunni yrði lagt neitt verulegt til, og hefði jeg pó tekið hana tíl leigu með peim kjörum eins og fyrri, enn nú hefir nefndin að sögn, bæði keypt og pantað til prentsmiðjunnar margfalt meir enn pessum 60 kr. nemur, svo jeg veit ekki í hverju gróðin líggur, enn nefndin sjer nú máske lengra fram í ókomnatíman en jeg. {>etta er nú pað helzta sem jeg ætla að minnast á skýrslu nefndarinnar, hvort sem henni finnst pað samhljóða frjettunum sínum eður eigi. {>að er pví á mína hlið hin sanna saga, að jeg hafði með fullkomnum ástæðum allt fram að fundinum 19. janúar 1875, vonum að. fá prentsmiðjuna leigða, yfirstandandi ár, og gjörði allt hvað í mínu valdi stóð að geta staðið í skilum við hana fyrir pann tíma, en af peim fundi fæ jeg tilkynningu prentsmiðjunefndarinnar um pað, að hún hafi leigt hana herra cand. Sk. Jósepssyni á Halldórsstöðum, og jeg pess vegna ekki geti fengið hana leigða framvegis. Svona hafir pað atvikast að jeg fór frá frá prent- smiðjunni 21. júní 1875. — Svar til ritstjóra „Norðlings“, kemur við fyrsta tækiæfri. f akkarávarp. Eins og mörgum er kunnugt, hef jeg í næstliðín 2 ar verið veikur og hið fyrra árið mjög pjáður i rúminu, svo jeg varð að sjá á bak atvinnu minni og öðrum sýslunum, er jeg hafði húsi mínu til framfærzlu, en hef nú fyrir Guðs og manna aðstoð fengið nokkra heilsu aptur. En af pví nokkrir heiðursmenn og góðkunningjar minir hafa rjett mjer hjálparhönd á nefndn tímabili, finn jeg mjer skylt, opinbcrlega, að færa peim mitt innilegasta hjartans pakklæti fyrir liðsinni peirra. En einkum minnist jeg peirra. vinanna, sem sýndu mjer pá mannúð, að vitja mín. og með pví leituðust við að stytta mjer stundir; pví pótt gull og silfur sje dýr- mætt til lífsins viðurhalds, pá verður pó hin- um preytta og langpjáða, enn dýrmætari hin innilega mannúð og viðleitni, að taka pátt í hinum bágu kjörum hans. Að jeg ekki nafngreini pessa velgjöi'ðamenn mína kemur til af pví, að jeg veit, að peir hafa ekki gjört pað til að átinna sjer lofstýr, og svo veit jeg ekki nemá einhver yrði vantalinn, pótt jeg færi til pess. Jeg læt mjer pví nægja, að biðja hinn algóða föður, sem laun- ar öll góðverk, sem gjörð eru í hans nafni, að umbuna velgjörðamönnum mínum, pegar peim liggur mest á. Akureyri 30. nóvember 1875. Frb. Steinsson. Auglýsingar. — Til kaups fæst pilbáturinn „Jóhanna1* með gögnum sínum fyrir mjög gott verð, (% Þess verðs, sem skipið getur kostað að óvilhallra manna mati, eða jafnvel minna). Sá eða peir, sem kaupa vilja, snúi sjer til mín undirskrifaðs. Akureyri 14. janúar 1876. Eggert Laxdal. •— í haust fyrir veturnætur kom hingað grár hestur aljárnaður með mark: stýft hægra og heilrifað vinstra, og getur rjettur eigandi vitjað hans og borgað um leið aug- lýsingu pessa og haga og hirðingu; en verði ekki búíð að vitja hans um sumarmál, verð- ur hann boðinn upp. Gilhaga í Skagafirði 4. janúar 1876. Jón |>orsteinsson. Eigandi og’ ábyrgðarm: Björ.n Jónsson. Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.