Norðanfari


Norðanfari - 08.02.1876, Blaðsíða 1

Norðanfari - 08.02.1876, Blaðsíða 1
Rendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð árg. 30 arkir 3 krónur, einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. VORKAVFAKI. Auglýsingar eru tektiar i ltlað- ið fyrir 8 aura liver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 15. ÁR. AKUREYRI 8. FEBRUAR 1876. Nr. 1.- ÁÆTLU2Í urn ferðir landpóstanna árið 1876. Fardagar póstanna. Póstferðirnar. Pósthúsin. I. n. III. IV. V. VI. VII. VIII. I. ísafjörður 12. jan. 3. marz. 21. apr. 1. júní 10. júlí 21. ágúst 30. sept. 9. nóv. milli Yatnsfjörður 13. — 4. — 22. — 2. — 11. — 22. — 1. okt. 10. — Reykjavíkur Bær 14. — 5. — 23. — 3. — 12. — 23. — 2. 11. — og Hvoll 15. — 6. — 24. — 4. — 13. — 24. — 3. — 12. — Isafjarðar. Hjarðarholt í Dalasýslu 17. — 8. — 26. — 6. — 15. — 26. — 5. — 14. — Hjarðarholt í Mýrasýslu 19. — 10. — 28. — 8. — 17. — 27. — 7. — 16. — A. Hestur 19. — 10. — 28. — 8. — 17. — 27. — 7. — 16. — frá Saurbær 20. — 11. — 29. — 9. — 18. — 28. — 8. — 17. — ísafirði. Mosfell. 21. — 12. — 29. — 9. — 18. — 28. — 9. — 18. — Reykjavík 4. febr. 27. marz 9. maí 20. júní 29. júlí 8. sept. 20. okt. 5. des. Mosfell 4. — 27. — 9. — 20. — 29. — 8. — 20. — 5. — Saurbær 5. — 28. — 10. — 21. — 30. — 9. — 21. — 6. — B. Hestur 6. — 29. — 10. — 21. — 30. — 9. — 21. — 7. — frá Hjarðarholt í Mýrasýslu 7. — 30. — 11. — 22. — 31. — 10. — 22. — 8. — ReykjavíL Hjarðarholt í Dalasýslu 9. — 1. apr. 13. — 24. — 2. ágúst 12. — 24. — 10. — Hvoll 10. — 2. — 14. ■— 25. — 3. — 13. — 25. — 11. — Bær 11. — 3. — 15. — 26. — 4. — 14. — 26. — 12. — Vatnsfjörður. 12. — 4. — 16. — 27. — 5. — 15. — 27. — 13. — (Framhald). Fjelagsskapur. "þegar vjer íslendingar horfum nú fram á hina nýhyrjuðu þúsundáraöld og huglcið- úm, að vjer við upphaf hennar komumst á myndugsaldur og byrjuðum nýjan búskap, þá hljóta að vakna hjá oss margar og ýmis- konar tilfinnmgar, en þessar tilfinningar koma einnig í Ijos á ýmsan hátt. „Svo er margt Sinnið sem maðurinn er“, segja menn, og hefir þetta orðtæki rætzt á oss um þessi þús- und-ára-aldamöt eigi siður enn áður. Flestir vilja reyndar hafa 'frelsi og framfarir í landi, en því miður eru inargir, sem eigi geta gjört sjer Ijösa grein fyrir því, livað rjettnefnt frelsi og framfarir eru, og álíta það eitt framför að geta átt goða daga, liaft mikið að borða og litið að starfa. Aðrir vilja að visu hafa allt nauðsynlegt til viðurværis, en þeir vilja lika hafa nóg að hugsa og starfa. ÍH’iðju vilja ekki einasta hugsa og starfa fyrir sjálfa sig, heldur einnig fyrir aðra, þeir skoða landið sem eitt heimili og þjóð- ina sem eitt heimilisfölk, og eins og á hverju heimili er nauðsynleg eindrægni, innbyrðis ást og velvild, þannig segja þeir sje því að eins að vænta varanlegra framfara i landinu, að þjóðin elskist innbyrðis, og starfi í einum hug að sameiginlegum heillum andlegum og likamlegum. Hirxir fyrsttöldu hafa ýmigust á öllum tilraunum forvígismanna vorra til að vekja bróðurlega eindrægni og fjelags- anda með þjóðhátíðar-samkomum og öðrum frjálsum fundum, af því þetta allt útheimtir fje nokkurt og fyrirhöfn; þeir vilja engan fjelagskap hafa, sizt ef fje þarf fram að leggja, ekkert alþjóðlegt mál styrkja, nema ef það miðaði til sð aptra fjárframlögum. Ef samtök skal stofna til umbóta einhverri grein í menntun eða búnaði eða öðru er til framfara horfir, þá forðast þessir menn að vera þar viðstaddir, og ef einhver skyldi dirfast að óska þess af þeim, að þeir legðu lítinn skerf tíl samtakanna, eru þeir eigi lengi að hugsa sig um svarið, og er það á þessa leið: Noi! jeg hefi nóg útgjöld, nóga kúgun, jeg legg eigi fje mitt í slíkan hje- góma, þvi jeg býat eigi við, að jeg hafi neiu not af þessu, eða að jeg fái verðlaun af fje- lagssjöði; en í þess stað að styrkja almenn- an fjelagskap með bróðurlogri hjálparliönd, rjetta margir þessara manna efni sín út til flækinga og landhlaupara, sem sjúga vilja, dug og dáð úr þjóðinni. Hjnir aðrir segja: Jeg má ekki vera að því að sækja þessa fundi eða að hugsa um samtök við aðra, jeg verð að hugsa urn sjálfan niig, liugsa um að hafa ofan í mig og mína, og að geta staðið í góðurn skilum við skuldalieimtu menn mína; þeir sem gangast fyrir þessum samtökum, hafa víst mest not af þeim sjálf- ir, og er eigi vert fyrir mig að styrkja þá til þesss. J>eir síðasttöldu segja: I flokki vorum er vant margra umbóta; það er margt sem strax þarf að lagfæra ef vjer eigum að geta lieitið siðaðir menn. Á einhverju þarf að byrja, en það er ofvaxið hverjum ein- stökum að ráða bót á ýmsum annmörkum á högum vorum, vjer skulum ganga i fje- lag, vjer skulum vinna í sameiningu að sam- eiginlegu gagni allra vor, og leggja til þess hver sinn skerf, „margt smátt gjörir eitt stórt“. Að þessir síðasttöldu menn hafi rjettari skoðun á mannlífinu enn hinir fyr- töldu, vil jeg nú reyna að sanna með þvi, að fara fáum orðum um nauðsyn fjelagsskap- arins. Ef inenn hefðu aldrei nein samtök gjört sín í milli, og aldrei litið á hag annara enn sjálfra sín í fyrirtækjum sinum, þá mundi jörðin enn vera sem eyðimörk óbyggð og ó- yrkt, þar mundu að vísu vera allskonar dýr, því þau njóta hins náttúrlega fjelagsskapar, en óhætt má fullyrða, að maðurinn væri eigi til sem maður, án fjelagsskapar, því án hans geta hvorki þekking nje framför átt sjer stað; menn mundu vera eins og skynlausar skepnur, og jafnvel lakari, því fáar munu þær skepnur, er hati allan fjelagsskap. Hjer kemur þá þegar fram liin margfalda blessun, er fjelagsskapur manna hefir í för með sjer; eða hvemig er nú að líta yfir jörð vora? |>ar búa nú menntaðar þjóðir, sem allar vinna í eindrægni og bróðurlegum kærlcika að andlegum og líkamlegum framförum og framkYænulimi; hver maður keppir yið aim- an, hvert heimili við annað, hvert sveitar- fjelag við annað, og hver þjóð við aðra að ná meiri og meiri fullkomnun; liin óræktaða og ófrjófa jörð er gjörð að fögrum og frjóf- um aldingarði; hið náttúrlega vit mannsins verður að speki; og hin villtu dýr merkur- innar að tryggum fylgjurum og þjenurum mannkynsins. Jafnótt og hið æfða mann- vit hefir uppgötvað hina mörgu og miklu krapta náttúrunnar, hafa þeir verið notaðir þjóðfjelögunum til blessunar og hagsælda; borgir og bæir eru reistir til að geyma mannanna og a-llra eigna þeirra við eyðandi áhrifum; skip eru smíðuð til að flytja menn og muni land af landi; ýms áhöld og verk- vjelar koma fram á skoðunarplássið, til þess annaðhvort að gleðja liinn mannlega anda, og lypta honum æ ofar á hinni torsóttu leið til fyllkomnunarinnar, eða til að ljetta hin- um mannlega líkama liið jarðneska, dýrslega erfiði, svo að sálin eigi líði skaða af lilut- lekning með líkamanum í hinum margbreyttu störfum hans. Og allt er þetta afleiðing þess, að band eitt hefir sameinað hina mörgu smáu krapta og gjört þá að einu stórvirku afli, er vinnur mannleg lcraptaverk andleg og likamleg, og þetta band heitir: fjelagsskap- Uí, bróðurkærleikur, föðurlandsást- Á ýmsa parta þjóðlíkamanna og heila þjóð- líkama stríða opt og einatt kraptar hins leiða óvinar mannkynsins, þessir kraptar heita: eigingirni (sjerplægni), dramb, tortryggni, öfund, leti og hirðulevsi, og tekst þeim opt að naga sundur hið holla bróðurband og sundra hinum samhentu kröptum, og þann- ig að stöðva alla framför um sinn, og jafn- vel að snúa framför í apturför, ást og ein. drægni manna í hatur og flokkadrætti. Hin íslenzka þjóð hefir, þvi miður, eigi farið var. hluta af hinni miklu neyð, er þessir vondu kraptar steypa í hverjum manni og hverri þjóð, er þeir fá vald yfir; hún hefir í 600 ár þunglega þjáðst undir margskonar kúgun, drepsóttum og hallærum. J>essar marghátt- uðu bölvanir eru, eins og áður er sagt, komn. ar yfir þjóð vora eins og fleiri þjóðir fyrir þá sök, að bróðurband hennar, fjelagsskap- urinn, losnaði í sundur fyrir Yerkanir hinna

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.