Norðanfari


Norðanfari - 19.04.1877, Blaðsíða 1

Norðanfari - 19.04.1877, Blaðsíða 1
Sendur kanpendum lijer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. NÖRMMRI, Augíýsingar eru teknar i blað- ið fyrir 8 aura liver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 16. ár. Sumarvísur. Nú er vetur úr hyggð, [hverfa stunur og liryggðj hýrnar húandans svipur og geð. Nú, fer sumar í hönd, hverfur snjór, fríðka lönd: hulið aíl pví er vorinu ljeð. Lifna grösin mót sól, skrýðir dali og liól skrúðgræn ábreiða, fögur og ný: peytist ár-risul hjörð, yfir blómgaðan svörð, líkt og elding um vatnsprungin ský. þetta liefir nú skeð, petta höfum vjer sjeð, , pannig tímans er óslitin rún. Vaknið menn pví til starfs, [unnið sonunum arfs] aukið velmegun, lendur og tún. Látum tímanna straum, ekki líða’ eins og draum, leitum sannarlegs gagns almennings. Varðið lög vor með dáð, hugsið viturleg ráð, valdar pjóðhetjur kosnar til pings. Hrekjum dáðleysi hrott sýuum hugarpreks vott, ‘ hefjum andans ið skarpydda sverð. Veiti hamingjan lið, veiti’ oss heillir og frið, hugar-rósemi’ og daglegan-verð. 22. ,,Með lögum slial land byggja“. |>að mun eigi svo Ijóst almenningi sem vera sklydi, hve pýðingarmikil verkefni liggja nú fyrir löggjafarpingi voru, pví er halda slcal á komandi sumri, og ætti blöðúnum að vera tíðtalaðra um pað efni á pessum tima, heldur en nú gjörist. Svo sem hin umfangs- og vandamestu af pessum málum, sem oss er kunnugt að fyrir pingið verði Akurcyri, 19. apríl 1S77. lögð, er skattamálið og landbúnaðarmálið, og að pau sjeu pýðingarmikið og margbrot- ið verkefni, að áliti pings og landstjórnar, sjest Ijósast af pví, að ærnu fje hefir verið varið til pess að semja frumvörp til pessara laga, eins og öllum mun kunnugt; og peir eru líklega eigi margir, er ekki sjái og finni live skattamálið er bæði pýðingarmikið og vandamikið; en par á móti mun pað eiga sjer stað, að menn hafi óljósa hugmynd um landbúnaðannálið, og spyr ji másko : hvað er landbúnaðarlög? vegna pess að eigi hafa nein lög heitið pví nafni áður, hjer á landi; en pví er svo varið fyrir oss mönn- unum, að vjer eigum örðugt með, að gjöra oss ijösa • hugmynd urn pá hluti, sem vjer eigi pekkjum, enda pótt peir sjeu góðir og nauðsynlegir, Og pótt vöntun peirra tálmi velferð vorri á einhvern hátt, finnum vjer pað eigi eins og pað er í raun og veru. Að vísu höfum vjer gömul landbúnaðar- lög, að mörgu leyti góð, par sem er Jóns- bókar „landsleigubálkur“, en pó liljóta allir að viðurkenna, að pau eru mjög ónóg til pess að vernda eðlileg rjettindi manna, í pví er pau eiga að ná yfir. — J>að eru allt of margir, er með sárum sviða verða að líta yfir blóðferil æfidaga sinna, par sem vígtennur öfundar, drottnunar og eigingirni, m. fL, o. íi., hafa í nægu tómi rjettar- og lagaleysis, náð að slíta úr brjósti peirra vonglaðan áhuga til gagnlegra og fagurra framkvæmda, svo peir hafa orðið áð hörfa um vegu armæðunnar, að djúpi örbyrgðar og volæðis. Fyrir pað er mart húsið hrör- legt, mörg girðingin til grunna hrunin, mörg óheilla púfan kyr, og margt lieimilið volað, að eigi hafa verið til góð landbúnaðar- lög hjá oss. — Jþegar vjer athugum petta pannig, megum vjer líta upp glöðum vonar- augum, til nýrra landbúnaðarlaga, sem nú er verið að semja handa oss; pað eru sem sje pau lög: sem við aðalatviimu vora, landbúnaðimi, ákveða fyrst og fremst, skyldu vora gagnvart pjóðíjelaginu og gagnvart meðbræðrum vorum, og jafn- framt takmörk, innan hverra vjer svo Nr. 27—28. par á móti liöfum frelsi til að starfa að verkefni voru, með peirri alúö og peim áhuga, sem skylda vor og óspillt sómatilfinning að oss lieimtar, og njóta leyfilegra verka vorra eptir eðlilegri rás viðburðanna, án pess nokkur geti að ósekju mcinað oss pað. — það mun pví enginn, sem hugsar út í petta, og gætir að pví, hve víða pessi takmörk purfa að liggja á vegi daglegra athafna vorra, bera á móti pví, að pingið eigi margbrotið vanda- verk fyrir höndum, par sem eru landbúnað- arlögin; en eins og alkunnugt er, lieflr pessu verki verið lirundið mikið áleiðis, par sem búið er að semja frumvarp til liinna um- ræddu laga. Jeg hefi nú, fyrir góðfýsi pingmanns míns, frumvarp petta undir hendi, og vil jeg leyfa mjer — svo sem í frjettaskyni fyr- ir pá mörgu, or cigi geta fengið að sjá pað — að drepa litið eitt á innihald pess, og geta einkum peirra greina eða atriða, sem mjer finnast purfa nákvæmrar íhugun- ar við, áður en að lögum sjeu gjörð. Frumvarpið er í 13 kap., 151 grein. — 1. kapituli (1.—7. gr.): „Um fasteignir og skipti á peim“. I honum eru „nokkrar al- mennar ákvarðanir um fasteignir, t. d. livað til pess útheimtist, að geta átt fastoignir hjer | á landi, um skipti á fasteignum m. m.“ — Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar pannig: „Jx'ir sem eigi eru pegnar Danakonungs, mega eigi eiga fasteignir á Islandi, hvort sem eru jarðir, húseignir, lendur eður nokk- ] ur auðæfi, sem landi fylgja, nema pair öðl- ist heimild til pess í sjerstökum lögum“. — | í annari grein er ákveðið, að peir sem flytji burt úr ríkinu, skuli innan priggja ára ! hafa selt fasteign sína, annars falli hún i í landssjóð. þessar ákvarðanir finnast mjer í sjálfu i sjer nauðsynlegar; en jeg sje enga ástæðu til undantekningar fyrir Dani, og par sem meiri lilutinn1 segir í ástæðunum, að sjer 1) f>að er: amtmaður Bergur Thorlierg og alpingismaður Jón Sigurðsson á Gaut- HLerför Samuel White Baker’s í Afríku. (1869 — 18 73). (Framli.). Undarlegir eru sumir siðir manna í Unyoro, Baker var sagt hvernig greptrun konunga par væri háttað, pegar konungur deyr, er líkið fyrst purrkað yfir glóðum, síðan er pað sveipað barkklæðum, óg lagt í skrautlegt líkrúm í stóru húsi sem til pess er ætlað. Nú berjast synir °g ■ skyldmenni konungs um ríldserfðir og líkið steiulur uppi á meðan, pangað til ein- fiver hefir sigrað, pá fer sigurvegarinn til fikhússins og stingur spjóti sínu í jörðina Vlð hægri hönd hins dána. Hann sezt nú völdum og pað er hans fyrsta skylda að láta grafa fyrirrennara sinn. Nú er grafin geysimikil gröf, er getur rúmað mörg hundr- manna og er hún að innan lögð berkjar- voðum. Sumar af konum hins dána kon- unSs, eru settar niður í gröfina og eiga að Jlggja par á knjanum og halda upp líkinu; nóttina á undan greptruninni sendir kon- ungur lífvörð sinn og lætur hann kryngja um eitthvert porp og grípa alla íbúana pegar peir koma út úr kofunum um morg- uninn. f>essir menn eru fluttir á grafar- barminn og hand- og fótleggir á peim brotn- ir með sleggjum og peim svo kastað ofan í gröfina til konungs og kvenna hans. Nú er mokað mold ofan á, ótal bumbur barð- ar og blásið í horn, pípur og lúðra svo eigi lieyrist óp og kvein hinna kviksettu, en allur lýðurinn hamast að troða moldina með ylfri og illum látum. Mannsali er eigi gott að eyða hjer í pessum löndum fullkomlega, pví pað er eins og inngróið í huga pjóðanna, að pað sje leyfilegt að selja fólk, einkum ef pví er stolið eða rænt frá óvinum. J>að má segja, að sjöunda boðorðið hjá svertingjum sje svo: „J>ú mátt ekki stela — frá mjer, en frá náungunum, pað gerir ekkert til“, J>að pykir mesti gróðavegur fyrir bændur að eiga margar dætur, pvi peir fá stundum 12—15 kýr fyrir hverja. í sumum löndum pykja nálar svoddan dýrmæti, að ung falleg — 53 — stúlka fæst fyrir 13 góðar saumnálar. Einu- sinni var Baker lengi að prjedika fyrir höfðingja einum um hve viðbjóðslegt mann- sal væri, og mót öllum betri tilfinningum mannsins, svertiuginn hlustaði með athygli á ræðu lians, en spurði á eptir hvert hann vildi ekki kaupa af sjer son sinn fyrir eina reku pað væri dáindis duglegur og priíiegur strákur, en æti mikið og væri sísoltinn, — svo ekki hafði ræðan eiginlega haft stór á- hrif á penna höfðingja, Kabba lléga kom opt og heimsótti Baker, en leiðinlegar voru heimsóknir hans pví hann bað og betlaði um allt sem liann sá, smátt og stórt af öllu tagi. 14. maim. 1872 auglýsti Bakor með hátíðahaldi, fall- byssuskotum og lfljóðfæraslætti, að hjeðan af stæði U n y o r o undir yfirráðum Egypta- jarls. Kabba Réga ljet sjer petta vel líka. Baker hjelt bezta aga á mönnum sínum og ljet punglega refsa öllum peim sem stálu eða gjörðu aðra óknitti, enda var pað nú orðið mjög sjaldgæft og flestir menn hans voru orðnir hálfu betri en áður, en lífvörð- ur Kabba Réga var allt öðru vísi, í honum.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.