Norðanfari


Norðanfari - 06.07.1877, Blaðsíða 3

Norðanfari - 06.07.1877, Blaðsíða 3
smn ellimóða elskaða afa-, en tók hættulega innvortis veiki, meðan par dvaldi, er hana, eptir 10 vikna punga legu, lagði í gröfina til sárrar sorgar fyrir hennar í fjarlægð verandi foreldra og systkini, er ekki einu sinni gátu verið við útför hennar. J>rúður sál. var ágætt ungmenni, pýð og ástúðleg í lund, vel gefin til sálar og líkama, og vin- sæl af öllum, skyldum sem óskyldum. Henn- ar niega pví sárt sakna hinir öldruðu for- eldrar og allir sem til hennar pekktu. Klyppstað, 13. maí 1877. F. þorsteinsson. f Jón Höskuldsson Landeyingur var fæddur 18. september 1790, á Yoðmúla- staðar-hjáleigu, í Austurlandeyjum innan Rangárvallasýslu. Höskuldur faðir hans var Jónsson, fæddur 8. júní 1767 og hjó hann á Seli i sömu sveit, hans faðir var (Irímur sem bjð á Úlfsstöðum, líka í sömu sveit, bróðir Sigurðar J>orkelssonar á Búðarhóli, einnig í sömu sveit, hins mikla skipasmiðs. Móðír Höskuldar en kona Jóns á Seli Grímssonar var Una Oddsdóttir, lienn- ar faðir var Oddur Erlendsson sem lengi bjó í Hallgeirsey, enn pá hann var paðan hrakinn byggði liann upp Selshjáleigu; frá hjáleigu pessari sálaðist hann hinn mikla xnannskaða vetur, hvar um síra Gruðmund- ur sál. á Krossi (faðir Jóns sál. sýslumans í Yík í Mýrdal) orti, og er petta eitt vers úr sálmi peim er hann kvað: „Erá hold- gan herrans reiknuð, heil ein púsund nær pað til bar, sjöhundruð siðan teiknuð, fimm- tju og sjö pá var, mörgum minnilegasta marzi sextánda pann, pá duðans helið hasta, herrann út senda vann“. fann dag druklcn- uðu 22 menn sumir frá Vestmanneyjum, en sumir af landi, af tveimur teinæringum, og einum áttæringi. Móðir Unu konu Odds var Margrjet Kunólfsdóttir, systir Jóns ríka á Höfðabreklcu í Mýrdal, synir Jóns rika voru peir síra Runólfur á Stórólfshvoli og síra Jón á Kálfafelli í Eljótshverfi. Kona Höskuldar enn móðir Jóns lijet Snjálög, fluttu pau sig að Lágafelli í Landeyjum 1804 og par andaðist Snjálög 1808, auk Jóns áttu pau hjón son sem Oddur hjet en sem sálaðist ungbarn. Árið 1810 giptist Höskuldur Guðbjörgu f>orstcinsdóttur sem enn lifir, og er 96. ára varð peim eigi barna auðið. J>ann 10. eða 11. nóvember 1856 andaðist Höskuldur faðir Jóns 89 ára. Á Lágafelli ólst Jón upp (nema hvað hann var 2 ár lijá Páli á Brúnum) pangað til 1816. að hann fór til Grims Pálssonar verzlunarstjóra á Yestmannaeyjum (er síð- ar varð prestur að Helgafelli), hjá honum var hann við verzlunartörf í 2 ár. jþann 24. maí 1818, giptist Jón jungfrú Sigríði Jónsdóttur Kikulássonar í Keldudalí Mýr- dal, og voru pau síðan við búskap, í Aust- urlandeyjum í 2 ár, paðan fiuttust pau 1820 að N orðurgarði í Yestmannaeyjum hvar pau voru 3 ár, síðan fóru pau að Stóra- garði par í Eyjunum og dvöldu par í tvö ár; úr Vestmannaeyjum viku pau 1825, og að Engigarði í Mýrdal hvar pau bjuggu 7 ár, síðan að Görðum í sömu sveit í 2 ár, hvar pau misstu allar skepnur sinar, nema 1 kú og 3 hross, og seinast dó kúgildiskýr, sem jördinni fylgði og sem eigandi liennar Bjarni Jónson á |>ykkabæarkl. átti, og að með pví annar bauðst til að taka jörðina setja sjer sjálfum kúgildiskú og borga eptir hana leigu, rak Bjarni pau paðan burtu og að Söndum í Meðallandi og voru pau par í •eitt ár. 1837 fiuttu pau að Hofi í Oræf- «m, með fram í peim tilgangi að Jón kæmi npp skipi í peirri sveit, pví par hafði nm lángan tíma enginn sjávarútvegur verið, og smiðaði hann par lítinn og hægan átt- soring, pareð hann hjelt svo lagað slcip hentast, var skipi pessu tvisvar róið, og ) fekk hvortveggja sinn tveggja tískahlut, en síðan var pað selt út í Meðalland, par eptir fór hann að smíða og endurbæta skip í Suðursveit og á Mýrum í Hornafirði 7 — 8 tals, pótti honum miklu hægra að smiða skip að nýju, en að rífa pau, og byggja upp \J aptur af ónýtum og litlum rofum. Um pað leiti að hann kom í Oræfin, fór að bera á eða láta sig í ljósi nokkurs- konar holdsveiki á honum, sem Gísli lækni Hjálmarsson pegar hann ferðaðist par 1845 nefndi librasja sevamúsa; skoðaði hann Jón nákvæmlega og sagði að ef hann yrði hjá sjer eitt ár mundi hann geta læknað hann. Tóku sig pví saman Magnús prestur Norð- dal í Sandfelli og Jón hreppstjóri Sigurðs- son í Svínafelli, að koma honum til greinds læknis. Lagði hann pvi 29. septemb. 1846 á stað úr Öræfunum, en kom að Yallanesi 4. október sama ár, hvar læknirinn pá var, sem fór að láta Jón 18. s. m. taka inn Camfóru Spíritus og fleiri meðul, liverju nefndur læknir hjelt til sumarmála 1847, en pá fór hann að flytja sig að Höfða og hafði til pess 2 báta, er hann ljet fara yfir um Lagarfljót, var Jón á öðrum bátnum og gat pvi eigi komið við að brúka rneðul- in meðan á flutningnum stóð, en tók til pess aptur að eins mánaðartíma, en hætti við pau algjört 24. júní sama ár; pvi pá var honum batnaður sjúkleikinn. ]>ó bann- aði læknirinn honum að borða, súrt og salt- að, og líka að slá, pareð pað gæti orsakað honum bakverk. Eptir að hann pannig var kominn til heilsu, var hann optast við smíð- ar og byggingar, t. d. hlóð hann með öðr- um mönnum á Höfða 300 faðma langan garð, sem álitið var að væri 5 manna verk, í 35 daga, pessi garður var mestmegnis tví- hlaðinn úr grjóti. Stofu gjörði hann eina á Ketilsstöðum, aðra á Stafafelli, priðju á Ormai’stöðum og fjórðu á Hoíi; pess utan gjörði hann í Múlasýslum 25 baðstofur, flestar bæði uppi og niðri, enn fremur 39 líkkistur, einnig 6 ferjur á ár, fljót og vötn. Undir Eyjafjöllum, í Vestmannaeyjum, Mýr- dal, Álptaveri, Meðallandi, Öræfum, Suður- sveit og Mýrum, smíðaði hann 29 fullstór sjóskip, gjörði við 10 kirkjur og smíðaði sum- ar að öllu leiti, 7 stofur smíðaði hann líka að nýju, auk peirra áðurtöldu til samans 11. Hann hjó 3 legsteina var einn peirra yfir foreldrum Steingríms biskups, sá steinn er í Holtskirkjugarði undir Eyjafjöllum, annar í Krosskirkjugardi í Landeyjum yfir Guðnýju jporláksdóttur fyrri konu Stefáns prests þorsteinssonar, priðji steinninn er í Yestmanneyjakirkjugarði yfir Guðrúnu Hálf- dánardóttur konu sira Jóns Högnasonar. í pessum áðurnefndu sveitum smíðaði hann 70 líkkistur, (með peim áðurtöldu 109), en á ljáum og rokkum man hann enga tölu, pegar hann fór úr Mýrdalnum hafði hann ofið 3675. álnir af einskeptu vaðmálum, rúmteppum - og sængurverum, hvað hann eptir hendinni,' hafð teiknað hjá sjer til minnis. A Af Hjeraðinu fór hann 1867 að Hofi í Öræfum til J>orláks sonar síns, hjá hverj- um hann dvaldi 2 ‘/2 ár; en paðan ráðstaf- aði hreppstjórinn honum til Bjarnar Páls- sonar og Ingunnar Magnúsdóttur á Hnappa- völlum í sömu sveit. * * * J>etta æfiágrip er pannig orðrjett eptir hans fyrirsögn, skrifað á Hnappavöllum haustið 1876, var hann pá búinn að dvelja hjá nefndum Bjarna Pálssyni frá pví hann I fór frá syni sinum, lengstum kararmaður, og var par að hans eigin vitni meðhöndl- aður, sem í góðra foreldra húsum. Enn skömmu eptir að liann ljet skrásetja sögu sína, fór að bera á innvortis pyngslum í honum, kvaðst hann pó ætið liafa litla pján- ingu: síðasta mánuðinn var hann með köfl- um rænulítill, en hafði stundum fulla rænu, par til hann sætt og rólega kvaddi heim pennan 14. marz 1877, 87 ára að aldri. Hann eignaðist með konu sinni 12 börn og 1 átti hann fram hjá, af hverjum 3 lifa. Kona hans er dáin fyrir nokkrum árurn. — Með stúdentum og skólapiltum, er komu liingað til bæjarins 9. p. m., að sunn- an, hafa oss borist nokkrar frjettir frá al- pingi og önnur nýmæli sunnlenzk, er vjer hyggjum lesendur Nf. langi til að fá að heyra, sem fyrst. Yjer setjum pví í Auka- blað frjettir pessar og látum pær eigi bíða útkomu aðalblaðs, í von um pað komi sjer vel. Rist. Frá Aljiingi 1877. 2. dag júlímánaðar var Alpingi sett í Reykjavík af landshöfðingjanum, í nafni kon- ungs. Kl. 12 gengu pingmenn svo í fylk- ingu til dómkirkjunnar. Eór par fram guðs- pjónustugjörð, er mikill fjöldi bæjarmanna hlýddi á. Elutti síra ísleifur Gíslason, ping- rnaður Rangæinga, snjalla ræðu, og hafði fyrir ræðutexta pessi orð úr 127. sálmi Da- víðs 1. v. „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erviða smiðirnir til einkis. Ef Drottinn verndar ekki staðinn, pá vaka verðirnir til ónýtis“. Að pjónustugjörðinni lolrinni, gengu ping- menn aptur upp í pingsalinn. Las pálands- höfðingi upp skipunarbrjef frá konungi til sín, að setja pingið, og pví næst brjef frá konungi til pingsins, par sem hann ljet i ljósi ánægju sína með aðgjörðir síðasta pings, og vonaði löggjafarpingið nýja, mundi lialda áfram peirri stefnu, er pað hefði svo vel byrjað. — Gekk síðan hinn elzti pingmanna (dr. J. Hjaltalín landlæknir), í forseta sæt- ið, til að láta kjósa forseta til hins sam- einaða alpingis, og hlaut Jón Sigurðsson frá Kmh., fulltrúi ísfirðinga, 32 atkv. Yara- forseti varð H. Kr. Friðriksson með 20 atkv. Skrifarar urðu síra E. Kúld og í Gíslason. Síðan skiptust pingmenn í 2 málstofur og tóku síðan til embættismanna kosninga hver í sinni deild. Hlaut dr. P. Pjetursson bisk- up flest atkvæði til forseta, í efri deild, og sira E. Kúld varð varaforseti. Skrifarar urðu M. Stephensen assessor og síra Beni- dikt Kristjánsson próf. í Múla. — í neðri deíld pingsins, varð Jón Sigurðsson frá Kmh. forseti með 22. atkv., varaforseti Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum, og pingskrifarar urðu H. Kr. Friðriksson og sira Isleifur Gíslason. — Loks var kosinn 3. manna- nefnd til að rannsaka kjörbrjef hinna fjögra n ý j u pingmanna, er fundust öll fullkom- in. Eptir pað var fundi slitið. Stj órnarfrumvöi*p 1877. Lögð fram í neðri deild: 1. Frumvarp til fjárlaga. 2. Frumvarp til fjáraukalaga. 3. Frumvarp um gjald af vínföngum. 4. (Bráðabyrgðarlög um sama). 5. Frurnv. um skatt af ábúð og lausafje. 6. Frumvarp um tekjuskatt. 7. Frumvarp um liúsaskatt. 8. Frumvarp um laun sýslumanna. 9. Frumvarp um breyting á fátækratíund. 10. Frv. um hegning fyrir rangt framtal. í efri deild: 11. Frumvarp um borgaralegt lijónaband. 12. Frumvarp um skipun dýralækna. 13. Frumv. um leysing á sóknarsambandi. 14. Frumvarp um pað að skírn sje ei skil- yrði fyrir erfðarjetti. 15. Frumvarp um bæjargjöld í Reykjavík

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.