Norðanfari


Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 1

Norðanfari - 26.09.1877, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. Augiýsingar eru teknar í blað- ið fyrir 8 aura hvor lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 16. ár. íslands-stjörn1. |>að er orðið alkunnugt, að stjórnar- hót sú, er Holstein og ráðaneyti hans veitti Islendingum, til pess að verða við kröfu þeirra um þjóðlega ogfrjálsa sj álfstjórn, er þeir eiga fornan rjett á, var næsta lítil- fjörleg og í mörgu ábótavant. í stjórnar- lögunum 5. d. jjanúarm. 1874 er fátt pað, er menn nú á tímum skilja við frjálsaþing- bundna stjórn (Konstitution). Æðsta um- þoðsvald í landinu er í höndum landshöfð- ingja, er þó enga ábyrgð lieíir fyrir alþingi; alþing getur komið fram ákæru hjá kon- ungi gegn honum, en konungur lcveður á, hvort taka skuli kæruna til greina og hversu skuli koma fram ábyrgðinni; alþing verður að leita rjettar síns hjá dómsmálastjóra Danmerkur í Kaupmannahöfn „eptir þeim reglum, er nákvæmar skal ákveða með lög- um“; hjer er íslendingum gefið nýtt loforð, og getum vjer Danir bezt ráðið í, hve þýð- ingarlaust slíktloforð er; vjer höfum reynsl- una fyrir oss, hvað það joforð snertir, er oss í grundvallarlögunum var heitið um lög, um ábyrgð ráðgjafanna. t stjórnarskrá ís- lands er eigi heldur neitt um það er líkist almennum kosningarrjetti; tómthúsmenn og borgarar í kaupstöðum hafa því að eins kosningarrjett, að þeir gjaldi vissa upphæð í sveitaskatt, embættismönnum aptur á mót og námsmönnum er gjört miklu hærra und- ir höfði, enda hafa þeir fremur öðrum kosn- ingarrjett. Eigi hefir þó stjórnin látið þar við sitja, að takmarka svo kosningarrjett- inn, heldur hefir hún og takmarkað lög- gjafaratkvæði alþingis; í efri deild þingsins hafa 12 þingmeun setu og eru 6 þeirra konungkjörnir, og geta þeir hindrað, að nokkurt lagaboð fái framgang, ef þeir svo vilja. Ef þingdeildunum ber á milli, skal málið útkljáð á sameinuðu þingi, en tilþess að málið þá verði útkljáð útheimtist, að 2/3 livorrar deildar sjeu viðstaddir og greiði at- kvæði; er þá nóg að aðeins 5 hinna kon- ungkjörnu sjeu sammála, til þess að á þeirra valdi sjeu leikslokin í hverju máli, sem er. En þegar einhver fær eptir svo skorn- um skamti frelsi sitt, fær stjórnarskrá eins ófrjálslega, eins og hjer er, þá liggur tvö- föld skylda á umboðsstjórninni að gæta ná- kvæmlega þess, að rjetti pjóðarinnar og fulltrúa hennar sje eigi misboðið. íslands ráðgjafi hefir þessa dagana sýnt, að hann er annarrar skoðunar. Honum liefir farizt við hina fámennu íslenzku þjóð, sem ríka manninum, er spámaðurinn talar um, er átti fjölda fjár, smátt og stórt, en gat þó eigi unnað fátæklingnum að halda hinu litla lambi sínu, því eina, er hann átti. t>að er sjálfsagt, að hin íslenzka sögu- Þjóð láti sjer einkar annt um skólamál, og Það jafnvel þau, er snerta kennsluna í lærða skólanum; um langan tímahöfðu menn rætt um að endurbæta kennslu skipan lærða- skólans, 0g Vera má að ekkert mál hafi eins verið áhugamál allra landsmanna og 1) |>essi grein, er þýdd er úr aðalblaði Ymstnmanna í_ Damnörku, Morgunblaðinu, nr. 170, 26. júlí þ. á., talar sv0 sþorjnort máh Islendinga, að oss finnst fyllsta ástæða til, að gjöra liana heyrum kunna á íslandi. fýðandi. Akureyri, 26. september 1877. þetta, enda liöfðu og flest lijeruð landsins sent áðúr bænarskrár til alþingis um þetta efni. í fyrra var eptir ósk alþingis skip- uð nefnd manna til að íhuga málið og ílýta fyrir úrslitum þess; í nefnd þessari voru þeir: skólastjóri, biskup landsins, barna- kennari einn og Dr. Grímur Thomsen; á- lit þeirra var eigi heppilegt, enda höfðu menn á íslandi látið megna óánægju sína í ljósi í blöðunum, svo sem frjettaritari blaðs vors á íslandi hefir skýrt frá. Einkum höfðu menn óskað að kennsla í latlenzkri tungu yrði nokkuð takmörkuð, en nú lögðu neíndarmenn til að það mál yrði enn sem áður höfuðkennslugrein. |>að var nú sú von manna, að alþing mundi kippa þessu í lag og leiða málið til lykta samkvæmt ósk- um þjóðarinnar; en sú von hefir nú og brugðist, þar sem Hellemann ráðgjafi hefir tekið það upp lijá sjálfum sjer að leiða á- lit nefndarmanna svo að segja óbreytt í lög, og komu þau lög út 12. þ. m.; kallar hann þau: „Auglýsing um reglugjörð fyrir hinn lærða skóla í Keykjavík“. Mun ísland hafa fengið hina nýju skólalöggjöf sína með síð- asta póstskipi. |>að er auðsætt, að Nellemann ráðgjafi lítur svo á, sem endurbót skólamála snerti eigi löggjafarvaldið, heldur sje beinlínis um- boðsmál; hann lætur sig engu skipta, þó hann láti vonir hinnar íslenzku þjóðar að engu verða; honum er aðeins um það hug- að, að umboðsvald hans skerðist eigi; en oss er það samt óskiljanlegt hvernig laga- maðurinn mikli, getur litið svo á málið, að það liggi fyrir utan verksvið löggjafarvalds- ins, enda mun honum vissulega veita erfitt að koma íslendingum í skilning um það. Takmörkin milli umboðsvaldsins og löggjaf- arvalds geta verið efasöm, en víst mun það vera orðin föst regla í danskri stjórnar- tízku, eptir það, að þingbundin stjórn komst hjer á, að endurbót skólamála er eigi eitt af þeim málum, er ráðgjafinn getur leitt til lykta eptir eigin vild, og hvaða heimild hef- ir þá ráðgjafinn til þess að bregða út af þessari reglu, þegar var að ræða um skóla- mál íslands? Stjórnarskráin veitir honum alls eigi neitt vald til þess að fara með það mál eptir geðþótta, eigi framar en grúnd- vallarlögin gjöra það hjer í landi. AðNelle- mann nefnir lögin auglýsing osfrv., er þýð- ingarlaust, þegar efnið beinlínis fellur und- ir ákvörðunina í 2. gr- stjórnarskráarinn- ar: löggjafarvaldið er hjá konungi og al- þingi í sameiningu. — En jafnvel þó nú Nellemann hefði liaft á rjettu að standa í skoðun sinni á valdi íslands ráðgjafa, hefði hann samt sem áður eigi átt að ganga þegj- andi fram hjá alþingi og lítilsvirða það með því að lieyra eigi tillögur þess um þetta mál, áður en það yrðí til lykta leitt, úr því það var svo mikið áhugamál þjóðarinn- ar. J>ingið var saman komið, og þar sem stjórnin hefir haft tírna til að leita álits embættismanna sinna, hefði og verið lienni innanhandar að heyra álit þingmanna. J>að má eigi minna vera, en að stjórnin taki allt það tillit til rjettar íslands, sem samrýmzt getur við þá aumu og fátæklegu stjórnarbót, er landið hefir fengið eptir margra alda kúgun og stjórnleysi. Hefði stjórnarráð íslands staðið undir forræði Estrups eða Fichers ráðgjafa niundi — 133 — Nr. 67—68. engum þykja þessi stjórnaraðferð kynleg, en af Nellemann hafa ísleudingar víst eigi átt þess von. En þó vonir þeirra þannig hafi brugðist, þá er það vist, og það má vera þeim hugnun að kröfur þeirra, sem byggðar eru á fyllsta rjetti, eigi eru lítils- virtar með góðum vilja hinnar dönsku þjóð- ar, heldur af því að íslendingar eins og Danir mega nú um stund, búa við illa stjórn. „íslenzltt framfariitjelag“ er verið að stofna í Sviþjóð. Stofnandi þess eða upphafsmaður er Sveinn Aðólfur Hedlund, ritstjóri þess blaðs, er nefnist „Handels och sjöfartstidning“, og út kem- ur í Gautahorg; því blaði stýrir og Yiktor Rydberg, einhver mesti ritsnillingur á Norð- urlöndum. Á fundi er ýmsir skandinavísk- ir framfaramenn hjeldu í Noregi í fyrra liaust, bar Hedlund fram tillögu um stofn- un þessa fjelags og var hún samþykkt. Skiptist fjelagið í 3 deildir, danska, norska og sænska. Hver deild kýs sjer 3 menn til stjórnar. Allar þrjár deildirnar eiga fund pieð sjer einusinni á ári til að sam- eina stjórn fjelagsins. Hver fjelagi borgar 4 kr. árl. í fjelagssjóð. ]>rir menn sinn úr hverju landi, voru valdir til að semja og senda út boðsbrjef. Tilgangur fjelagsins er sá, að efla andlega og veraldlega heill og velgengni íslands, sjer í lagi með því móti: 1. a ð efla bókmenntir landsins, með því að kaupa í stórkaupum íslenzkar bækur og kosta þær til prentunar o. fl. 2. a ð senda íslenzkum bókasöfnum og lestrarfjelögum bækur og uppdrætti. 3. a ð styrkja íslenzka skóla. 4. að veita fjárstyrk íslendingum, sem sækja heim norræna skóla o. s. frv. 5. a ð senda (til undirbúnings) þrjá menn til Islands til að kanna nálcvæmt hagi og þarfir landsins, einkum hvað atvinnuvegi snertir. Skyldi einn d a n s k u r maður kjör- inn til að skoða landbúnað, annar n o r s k- ur til að álíta fiskiveiðar og þriðji sænsk- u r til að athuga samgöngur og vegi, bygg- ingar o. fl. ]pegar svo þessir 3 menn hefðu lokið skoðunum sínum skyldu þeir gefa álitsmál sín stjórn fjelagsins, sem aptur legði þau fyrir alþingi íslands og byði þinginu, ef það svo vildi, lán upp á hálfa eða heila milljón með þeim kjörum, að það mætti standa leigulaust í tíu ár, en borgast úr því smátt og smátt. Bókmenntaíj elagskækii r 1877. Nú eru komnar allar bækur bókmennta- fjelagsins fyrir þetía ár, og eru það þær, sem hjer skal greina: 1. Skírnir, 51. árg., sem samið hef- ir herra Eiríkur Jónsson, varaforseti fjelags- ins. Skírnir er nú 11 V2 örk að stærð og kostar 1 kr. Vjer ætlum að þessi árgang- ur sje vel saminn, en gjarnan vildum vjer óska að Skírnir væri nokkru fyllri, og segði meira af „mönnum og menntum“ en hann gjörir. 2. Safn til sögu tslands og ís- lenskra bókmennta að fornu og nýju, ann- ars bindis þriðja hepti, 37 V* örk á 3 krón-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.