Norðanfari


Norðanfari - 10.01.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 10.01.1878, Blaðsíða 2
— 6 — hefir hlotið og sannarlega geta þeir, sem hafa sent þær liaft ánægju af pví, að pær hafa stutt mikið að því, að menn hafa orðið varðir sárri neyð til pessa. En verði eins aflalaust og nú áhorfist, þá er ekki sýnt að það geti tekist veturinn út. J>að er sjálfsagt, að pessi hreppur er miklu lakar staddur, en nokkur annar hreppur í Gullbringusýslu; er pað bæði af pvi að afli hefir brugðist hvað mest í fiski- leitum hreppsbúa og af hinu, að hreppurinn er hinn lang fjölmennasti, en flestir hrepps búar lifa mest megnis eða eingöngu af sjó“. „f>jer hafið, herra ritstjóri, í samstundis meðteknu brjefi, dags. í gær, óskað eptir ýtarlcgri skýrslu frá mjer um „bjargarvand- ræðin“ í söknum mínum, er meðal annars taki pað fram, „hvað hinir fátækustu muni hafa að lifa á“, og „hve mörg heimili muni vera eða verða algjörlega upp á náungans hjálp komin í vetur til pess að geta hald- ið lifi“. Eins og yður er kunnugt, má svo heita að aílalaust hafi verið til pessa dags á priðja ár í meginhluta Ya'tnsleysustrandarhrepps, p. e. allri Kálfatjarnarsókn (með liðuglega 750 íbúum); hinn hluti prestakallsins og hreppsins Njarðvíkursókn, (með tæpl. 250 il)úum) hreppti aptur polanlega vetrarver- tíð næstl. ár, pótt lilutir væri par lágir, en utan pessarar einu vertíðar hefir fiskileysið verið svo sem eins í báðum sóknum hrepps- ins allan pennan langa tima. Að undan- teknum 5—6 heimilum af hjer um h>il 30 held jeg pó að Njarðvíkursókn bjargist enn hjálparlítið pennan vetur; pó mega allir nú orðið heita par fátækir menn nema 8 hús- bændur og pó ekki nema 3 peirra með góð- ym ástæðum. I Kálfatjarnarsókn má nærri geta að 'eymdin er margfalt meirí. J>ar eru (að með- töldum húsmannaheimilum, sem ekki eru livað bezt komin sum hver) nálægt 120 heimilum. J>ar af eru 74 sem jeg pori að segja að án meiri og minni hjálpar lifa ekki af pennan vetur án skjótrar og mikillar bjargar af sjó, og naumast pó hún komi, pví sjófang einsamalt og vatn er til lengd- ar eymdarviðurværi. En hjálpin er hætt við að verði litil úr hreppssjóði eða frá eín- stökum hreppsbúum. Hreppssjóður á ekk- ert, nema á pappirnum útistandandi skuld- ir, flestar ófáanlegar — en hinsvegar er hann í stórskuldum við, stjórn, verzlanir og einstaka menn —. J>vi pótt talsverð út- svör væri hjor enn til reynslu gjörð í vor, i von um lúkningu einhvers af peim í vor og siðar, ef í ári batnaði og fiskast kynni um vorvertið og framvegis, pá munu fáir liafa getað borgað neitt nema að pvi lejdi, sem peir hafa verið til neyddir, að halda hina mörgu og pungu ómaga hreppsins, — En af peim liðuglega 40 i Kálfatjarnar- sókn, sem jeg vona — en er alls ekki viss um — að enn komist hjálparlaust af penn- an vetur, eða rjettara sagt með lánstrausti. tel jeg víst að fullur príðjungur væri gjald- prota, ef peir ætti að borga skuldir sínar allar. J>ó mun meðal peirra mega kalla 10—12 með sæmilegum og suma góðum efnum. Að visu hafa hreppnum hlotnast nokkr- ar gjafir siðan í fyrra, viðsvegar að úr land- inu, (pannig hef jeg úthlutað í matbjörg andvirði 84 kr. frá Akureyri, er landshöfð- ingi ljet mig skipta, og af rúmum 2000 kr. að norðan og austan (Múlasýslum), hefir nýlega verið ávísað hingað riflega 150 kr. Eins hefir hreppsnefndinni bæði meðan jeg var í lienni og síðan jeg í vor losnaði úr henni öðru hvoru verið sendur skerfur af samskotum. En pótt pessar gjafir til Kjal- arnespings sje orðnar miklar og gleðilegur vottur, pess að enn lifir göfuglyndi ogbróð- urhugur göðu lífi i landinu. pá hefir gjöf- unum að minni ætlun ekki verið sem rjett- ast skipt, hvorki af sýslumanni og ráða- neyti hans og ekki heldur af peim hjer í hreppi, bæði sjálfum mjer og öðrum, sem innanhrepps áttu að skipta peim aptur. Mjer dettur ckki með pessu annað í hug, en að peir, sem skipt hafa, hafi gjört pað eptir beztu vitund; jeg er meira að segja sannfærður um, að peir hafa gjörtpað. En eigi að siður held jeg, að pað hefði verið miklu betra og hentugra, ef gefendurnir heima í sveitum sínum, hefði skipt gjöfum sínum meðal hreppanna. J>að eru optast nær einhverjir peirra sem gefa eða ein- hverjir par heima fyrir, sem jafnvel eru kunnugri, en sumir sem nær búa, ástandi livers um sig af hinum bágstöddu hrepp- um, par sem sveitamenn úr öllum fjórðung- um landsins, nema Áustfirðingafjórðungi, róa vertið eptir vertíð. Vegna aumingjanna í mínum sóknum vildi jeg innilega óska pess, að peir sem framvegis vilja líkna mönnum hjer syðra, ákveði sjálfir og sendi hingað, pað sem peir ætla hinum bágstöddu hjer. — En pegar gjafirnar, sem hlotnast hafa nú hreppnum hjer, hafa verið hingað komnar, pá sje jeg pað nú betur og betur, að bæði mjer og hreppsnefndinni hefir lika orðið talsvert á í skiptingu peirra innan- lirepps. AumingjaTnir eru par svo margir, að „skiptaráðendurnir11 hafa ekki vitað, hverja mest skyldi meta, ef skipta skyldi meðal fárra, og hafa pví í hvert sinn, til pess að firra sig ámæli, jafnvel \ innanað sem utanað, skipt gjöfunum meðal mikils til of margra, svo að hvern hefir litlu mun- að i raun rjettri, par sem gjafirnar hefði mátt koma að miklu meira gagni, hefði færri fengið, og liver um sig meira. |>að sem utanhrepps „skiptaráðendurn- ir“ hafa að minni ætlun ekki sem skyldi tekið til greinar um hrcppinn hjer, er pað, að hann af peim 4 hreppum, er pingi og pjóð 1875 til geðs, sýndi pann drengskap að skera niður fje sitt allt, er hinn eini, sem harðærið af sjávaraflaleysi einnig hefir dun- ið yfir jafnlangan tíma og par hefir verið sauðlaust, — hinn eini hreppur í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem a 11 s e n g a n bjargræðisveg hefir haft við að styðjast yf- ir 2 ár. J>að er pví ekki eitt, heldur a 111, sem hjer hefir vantað og vantar enn til lífsframdráttar. |>að vantar ull til handa og fóta, og til pess, að aumingj- arnir geti hulið nekt sína, sem sannarlega er orðin hræðileg; pað vantar skinn í skó- föt og skinnklæði, pað vantar kjöt í korn- laus og fiskætislaus héimili, sem engrar vöru hafa heldur getað aflað af sjó, til að kaupa nokkra lífsnauðsyn fyrir. Kálfatjörn 3. desember 1877. St, Thorarensen.“ * * * — Jafnframt og vjer birtum í blaði voru brjef liins háttvirta ritstjóra „ísafoldar11, á- samt skýrslum um „bjargarvandræðin á Suðurlandi“, skulum vjer leyfa oss að skora á alla góða menn hjer norðanlands, að láta nú til sin taka, að veglyndi og rausn, til að hjálpa hinum bjargprota bræðrum sínum á Suðurlandí. Sjerstaklega viljum vjer skora á hrepps- nefndirnar í hverri sveit, að greiða götu pessa vandræðamáls, að pví leyti peim er unnt. Ritst, Útlendar frjettir. Khöfn, 10. nóv. 1877. Ófrifturinn. Siðan jeg skrifaði sein- ast eru talsverðar breytingar orðnar á hersvæðinu. Rússar biðu pá hvern ósigur- inn á fætur öðrum gegn Tyrkjum, en nú hafa peir sótt í sig veðrið aptur og eru farnir að sigra. J>essu mátti og hver búast Við fyr eða síðar, og öllum pykir hin mesta furða, hve lengi Tyrkir hafa getað veitt viðnám. J>á hefir brostið mannafla og fje, og allt sem af pví leiðir, á við Kússa; en peir hafa barizt sem ljón og eingöngu pað hefir haldið peim uppi. En „enginn má við margnum“, og nú eru Kússar loksins farn- ir að vinna til muna. J>eir urðu að sigra, og öll Norðurálfan hefir fyrir löngu búizt við, að pað yrði miklu fyr. Tyrkjum er pað engin níðrun, og hver óhlutdrægur dómandi mun bera peim pann vitnisburð, að peir hafi staðið sig í öllu betur en Russar, er bæði rjetturinn og lireystin er peirra megin. — Jeg vil pá gefa yfirlit yfir síðustu atburðina, og byrja á aðgjörðunum í Litlu- Asíu. Jeg hefi getið um áður sigurvinn- ingar pær, er Múktar pascha vann par eystra, og rak Kússa austur úr landamær- um. Eptir pað bar par lengi ekkert til tíðinda, og flestir hjeldu, að hernaðinum væri lokið petta árið á peim hluta hersvæð- ísins. Um miðjan fyrra mánuð-komu pó pau tíðindi, að Kússar hefði ráðizt á Tyrki við Aladja Dagh undir forustu peirra Hei- manns og Tergukassofs hershöfðingja. Svo er sagt, að Múktar hafi eigi verið við pessu sem bezt búinn. Orustan varð mannskæð mjög og lauk svo, að her Tyrkja tvístraðist í tvent og allmargir herteknir. Sigurinn var mikill, pví að Rússar óðu nú fram úr öllum áttum og umkringdu næstum 'her Tyrkja á alla vegu. J>ó tókst báðum her- flokkum Tyrkja að sameina sig aptur, og var pað kennt slægleik Rússa,- en alltaf urðu peir að hopa á hæl undan fyrir liðsmun. Stórorustur liafa orðið næstum á hverjum degi, og nú er svo komið, að Tyrkir eru hopaðir undan vestur að Erzerum, en Kúss- ar fylgja fast á eptir. Kars hoitir ágæt kastalaborg nokkuru austar en Erzerum. Henni gátu Tyrkir ekki bjargað eptir ósig- urínn við Aladja Dagh og sitja Kússar nú um liana. Fátt manna er par til varn- ar, og er pví talið víst að hún muni falla í hendur Kússum áður en langt um líður. Her Kússa í B ú 1 g a r í u fór og að láta meira til sín taka, er petta frjettist pangað. Ósman pascha hafði skömmu áður unníð stóreflis sigur á Rúmenum við Gri- vitzka og brotið pá með öllu á bak aptur. pað var skammt frá Plevna í Yestur-, Búlgaríu. Við Plevnu hafa orðið mestar' stórorustur í pessum ófriði, enda er Rúss- um sá nauðugur einn kostur, að ná henni, ef peir ætla nokkurn tíma að komast suður um Balkan. Hún er ramgirt mjög, og hafa Tyrkir pá trú á henni, að hun sje óvinn- andi. Svo er og sagt, að Plevna hafi verið síðasta borg, er Tyrkir náðu, er peir lögðu Tyrkland undir sig. Við seinni hluta okt- óbermánaðar var Ósmann pascha í Plevna og langt vestur frá lionum Chevket pascka við Telisch og Gorny Dabnik. Við Lóm- fljótið var Suleiman pascha, yfirforingi Tyrkja. Rússar vildu nú ráðast á Chevket, til pess að hepta allt samband milli hans og Ós- mans. J>etta er sagt að hafi verið ráð Todtlebens, hershöfðingja, er allra manna er vígkænstur af Rússum. Um sama leytið sendu peir ógrynni hers gegn Suleiman, lil að halda honum í skefjum. Gui'ko herfor- ingi, er fyrrum rjeði suður yfir Balkan, var sendur með stóra hersveit gegn Chevket. Hann rjeðist á Gorny Dabnik (24. okt.) og var par einhver hin mannskæðasta orusta, sem hugsast getur'. Rússar gerðu hverja atlöguna á fætur annari, en Tyrkir stóðu fastir fyrir og gekk svo lengi dags. Loks

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.