Norðanfari


Norðanfari - 10.01.1878, Blaðsíða 3

Norðanfari - 10.01.1878, Blaðsíða 3
stoð allur bærinn í ljósum loga af skot- bríðinni, og sendu Tyrkir pá mestan hluta hersins burt, en peir sáu að ekki dygði lengur. Hinir sem eptir voru, börðust sem Ijón á meðan, en loksins gáfust peir upp, og segja brjefritarar, að pá hafi. peir sjeð eina hina hroðalegustu sjón, er Rússar komu í bæínn. Eldurinn hafði tekið allan bæinn, og brunnu par hús og lík og sárir menn og kvikfjenaður allur til kaldra kola. Chevket pascha varð að lialda lengra burtu en Rússar settust um Tilisch, er gafst upp skömmu seinna. Svo er sagt, að um 7000 Tyrkja hafi verið herteknar við báða pessa bæi, og ógrynni manna fallið, en meira pó af Rússum. Yið petta varð Plevna inni- lukt á allar hliðar, og enginn vegur fyrir Osmann pascha að ná í matvæli nje liðs- afla. það er pví talið víst að hann muní ekki geta haldið sjer par lengi. Tvent er til fyrir Rússa, að ná Plevnu með árás eða bíða pangað til Ósmann gefst sjálfur upp sökum vistaskorts; pað pykir pó líklegra, að peir neyti ómannlegra bragðsins, að svelta hann inni. — Eptir pessi tiðindi öll hefir og Suleimann pascha orðið að hopa undan norður á bóginn. í Schipka-skarði stendur allt við sama, að hvorugir vinna neitt á. Síðan Rússum fór að ganga betur liafa S e r b a r orðið óvægir á ný og vilja nú fyrir hvern mun berjast, en Ungverjar eru hins vegar og gefa peim fullkomlega í skyn, að pá muni verða við meira að etja fyrir Serba, en hlaupa á eptír Rússum. G r i k k- i r eru og að glamra að sunnan verðu, og liafa'' sent her til landamæra, að ráðast inn á Tyrldand, ef Rússar haldi sigurvinning- unum áfram. — f>eir hafa nú nýlega mist «inn hinn merkasta mann sinn, frelsishetj- una miklu, Konstantinos Kanáris, sem flestum mun kunnur af frelsisstríði Grikkja. Hann var aðmíráll Grikkja og forseti í ráða- neyti konungs, er hann ljezt (fæddur 1792). Kanáris var í fyrstu umkomulaus háseti frá Grikklandseyjum, en fyrir dæmafáa hreysti og vitsmuni varð hann smámsaman hinn frægasti og æðsti maður pjóðar sinnar. Prakliland. f>ar hafa verið hinar mestu hreifingar um pessar mundir. „Eá- um leiðist illt að ínna“, mátti segja um Mac Mahon, er hann veik Júles Simon úr völdum í vor og ráðaneyti hans, er hafði á sjer ást nálega allra landsmanna, og tók í staðinn römmustu einvaldsmenn, sem pá Broglie og Fourtou og peirra liða. J>eir gátu heldur ekki lengi komið sjer saman við fulltrúapingið, og svo lauk, að pað var sprengt og efnt til nýrra kosninga, pví Mac Mahon vildi eigi fyrir neinn mun missa pessara nýfengnu gæðinga. I fyrra mánuði fóru kosningarnar fram, og má pað segja með sanni, að sjaldan hefir verið barizt með meiri ofsa af beggja hálfu en nú. Stjórnin beitti allra bragða að koma sínum fram, og pað opt með mestu rangsleitni og ó- svífni, en allt fyrir pað urðu pó pjóðvalds- menn meira en hundraði fleiri i pinginu, en einvaldsmenn. Nú er pví alls enginn vegur fyrir Mac Mahon að halda pessu ráðaneyti lengur, en pangað til pingið kemur saman (í pessum mánuði). Þjóðvaldsmenn báru ©nn mikinn sigur úr býtum, og heimta pví með rjettu, að forseti viki sjálfur, er hann ^efir sýnt slíkt gjörræði gagnvart almenn- mgs vilja. f>etta vill hann pó eigi, en ráð- gjöfunum neyðist hann til að lóga, sem hetur fer. Ðamnörk. f>ingið kom saman fyrst í október, og var par tekið til óspiltra mál- anna að ræða um bráðabyrgðarlögin, sem valdboðin voru í fyrra. Svo lauk, að pau yoru feld i pjóðpinginu með miklum at- kvæðafjölda. J>á lagði stjórnin fram frum- varp til nýrra fjárlaga, er gilda skyklu til ársloka. Svo er að sjá sem hvorirtveggja hafi verið orðnir leiðir á ástandinu, eins og pað hefir veríð petta árið, pví eptir all-lang- ar umræður fram og, aptur, slökuðu bæði pingin svo til hvort við annað, að frumvarpið varð sampykkt með nokkurum breytingum í báðum deildum. f>ó voru nokkrir af vinstrimönnum, með Berg í broddi fylking- ar, sem enga tilslökun vildu gera, fyr en ráðaneytið segði af sjer, Eigi má pó skilja svo, sem allar deilur sje úti enn. |>etta er að eins til bráðabyrgða, og fjárlögin fyrir næsta ár eru órædd enn, og verður peim að vera lokið fyrir nýár. Annað sem mest hefir verið rætt um hjer, er deila sú sem risið hefir út af dr. (xeorg Brandes. J>að er ungur maður Gyðingakyns, fluggáfaður, frjálslyndur og efalaust hinn skarpasti skáldskaparfræðing- ur (,,Æsthetiker“), sem Danir eiga. Hann sóttí um að verða kennari í skáldskapar- fræði við háskólann, enda var hann allra manna bezt fallinn til pess, en hann pótti um of frjálslyndur og fjekk svo ekki em- bættið, Yar honum borið á brýn, að liann rifi niður kristna trú í ritum sínum og ræð- um, og margt annað pví um líkt. Brandes er pegar orðinn mjög frægur í útlöndum og í miklu afhaldi, og var pví boðin góð staða í J>ýzkalandi, og páði hana. Ýmsir háskóla- kennarar hjer og vísindamenn rituðu hon- um pá opinbert brjef og pökkuðu lionum í heyranda hljóði allt hans starf hjer í Dan- mörku og allar hinar framfaralegu hreif- ingar, er hann hafði vakið. f>eir hörmuðu og að hann liefði ekki orðið háskólakennari og kváðu, sem satt var, Danmörku missa hjer meiri vísindalega krapta en hún rnætti, svo fámennt land. Út af pessu urðu ákaf- ar deilur í blöðunum; ýmsir menn, einkum klerkar, rituðu á móti brjefi pessu og út- liúðuðu Brandes á alla vegu með hinurn og pessum sakaráburði. Sá heitir dr. Pingel, sem skorinorðast varði brjefritarana og Brandes, og gerði pað með svo mikilli snilld og rokum, að hinir pögnuðu. — f>að hefir opt verið sagt, að Danir viðurkenndi sjaldan mikilmenni sín, og pað er að lík- indum orð og að sönnu i pessu efni. Ur brjefi frá Khðfn, 10. nóv. 1877. „Yeðurátta er hjer um pessar mundir mjög rigningingasöm, eins og í sumar, pví að hjer hefir að kalla rignt á hverjum degi seinasta hálfan mánuðinn, en pó náðist á endanum í liaust allt korn inn með góðri verkun, og ekki lítur út sem stendur, að nein breyting verði á kornvöruverði fyrir pað fyrsta. íslenzkar vörur seljast allar heldur illa í ár, einkum fiskur, og eptir peim háu kjötprísum, sem heyrst hafa hing- að frá íslandi, lítur elcki út fyrir annað, en tap verði líka á pví. íslenzka verzlun- in er orðin mjög vandgæf á hinum seinustu tímum, og getur aldrei komizt neitt jafn- vægi á hana, fyrri en farið er að meta hverja vörusort eptir peningum, pví pessi núverandi „túsk-höndlun“ (vöruskipti, sem ekki eru hafðir peningar til) ollir öllum pessum vitlausu prísum, sem allt af er á íslenzkum vörum ár eptir ár. Fyrir viku síðan dó hjer í bænum, kaupmaður Ásgeir Ásgoirsson frá ísafirði, hann ljezt af slagi, er hann fjekk á Börsen (kaupmanna samkundunni) og var færður heim til sín með lífsmarki, en dó strax að kalla á eptir. Hann var talinn, eins og pú víst liefir heyrt, liinn mesti dugnaðar- og ráðdeildarmaður; hann byrjaði víst kaup- skap sinn við lítil efni, en var nú talinn, pegar hann dó, rikur maður, eptir pví sem menn segja eða talið er á fslandi11. Úr brjefi í‘rá Aiueríku. Minneapolis, 12. sept. 1877. Háttvirti vin! --------Eptir miðjan næsta mánuð er áformið, að jeg flytji lijeðan norður til ný- lendunnar, og blað pað er útkemur 10. okt., verður líklega mitt siðasta númer. — Jeg vona, að pjer liafið hingað til fengið „Bud- stikken",------I nr. 51 f. á. stendur grein1 eptir mig um ferð mína til Nýja íslands í júlímánuði.---------Nokkrir austfirðingar hafa nú fundið upp á pví, að reyna að stofna nýlendu hjer vestast í Minnesota (í Lyon County). Mjer pykir pessi nýlendustofnun ekki skynsamíeg, pví pó að enginn efi sje á pví, að jarðvegur sje ágætur í Lyon County, og að pví leyti betri en i Nýja ís- landi. að par parf ekki neina skóga að ryðja til akuryrkju — vetrarriki er og dálitið minna —, pá hefir Nýja ísland svo marg- falt meiri yfirburði sem nýlendusvæði fyrir íslendinga: yfirfljótanlegur skóg- ur bæði til eldiviðar og liúsaviðar, óprjót- andi fiskiveiði í Winnipeg-vatni, landspilda mikil sem ánöfnuð er íslendingum einum og enginn getur setzt að í án peirra vilja. og sem par að auki getur fengizt útvíkk- uð, hvenær sem vill, auk pess sem hjer í Minnesota er með engu móti unnt að fá neinn stjórnarstyrk fyrir nýlendumenn fyrsta árið, eins og nýlendumenn í Canada-lönd- um geta átt von á. Sá ókostur, sem helzt er við Nýja ísland, nl. að pað er enn af- skekkt mjög og fjarri vel góðum markaði, hverfur rjett bráðum við pað, að Canada- Ivyrrahafs-brautin verður innan eins árs eða að minnsta kosti tveggja ára í fullum gangi fyrir austan Red River (Rauðá), eíns °g jeg hefi minnzt á í grein minni í „Bud- stikken“, og enn fremur við pað, sem sið- ar hefir til komið, að næsta sumar verður (pað er áreiðanlegt) byggð járnbraut frá stað einum, er Lake Park heitir, vestarlega í Minnesota, [á Kyrrahafs-braut peirri (Northern Pacefic), sem liggur beint vestur frá Duluth og pegar nær svo langt vestur sem til Bismarck við Missouri-fljót í Da- kota], norður til Manítoba. }>egar pessi síðastnefnda braut er komin í gang, pá neyðizt fjelag pað, er heldur úti gufuskip- unum á Rauðá (Red Ríver Transportation Company), til að setja stórvægilega niður flutnings- og farar-gjald sitt. Innan skamms hefi jeg von um að Nýja ísland geti flutt út mikið af ýmis-konar fiski, sem Vinnipeg- vatn má heita sje fullt af; og á nýlendu- svæðinu í Minnesota er ekkert til, sem vegur upp á móti pessum hlynnindum, af peim gæðum, er fátækir nýbyggjar geta notað sjer. Fyrir pá, sem liafa pekking á akuryrkju og peninga til að kaupa sjer ak- uryrkju-vjelar fyrir, eru óneitanlega gras- sljetturnar (,,preriuraar“) í vesturhluta Minnisota árennilegri og uppgripameiri en skóglendið við Winnipeg-vatn; og pannig tel jeg vafalaust, að einstöku menn, sem flytja heiman að, dafni fljótar og betur í Lyon County. en í Nýja tslandi; en fyrir almenning á íslandi, fátækan eins og liann yfir höfuð að tala er og alveg ókunnugan akuryrkju-störfum, hlýtur Nýja Island að vera margfalt ákjósanlegra nýlendusvæði. Hjer í Minnesota er líka hættara við engi- sprettu-plágunni en nyrðra, enda pótt jeg reyndar sje peirrar trúar, samkvæmt ætlun náttúrufræðinga, er sjerstaklega hafa rann- sakað eðlisháttu illyrmis pessa, að sú plága verði hjer ekki voðaleg á næstkomandi ár- um. Hvar sem Islendingar setjast að í Minnesota, er pjóðerni peirra í veði. Hið 1) Vjer munum láta hana koma út í „Norðanfara11 við fyrta tækifæri. Ritstj.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.