Norðanfari


Norðanfari - 24.05.1878, Side 4

Norðanfari - 24.05.1878, Side 4
Næstu nótt gengur í stórrigning og helzt pað veður næstu viku svo aldrei porn- ar af steini, og skemmist sætið mjög. Að ánum er síðan leitað í 3 daga samfleytt af 2 mönnum riðandi, en ærnar finnast ekki fyrr enn um haustið í fjárleitum. Segir pá bóndi: „Fyrir pað, að jeg svaf einum klukkutíma lengur fram á morguninn enn jeg var vanur, og pað einn einasta morgun af öllu sumrinu, hefi jeg tapað verkum 2 manna í 4 daga. og met jeg pau með hest- lánum og skósliti 30 kr., og góðri verkun á 2 kýrfóðrum af töðu er jeg met 60 kr.; vinnutjón við að purka úr heyinu met jeg 20 kr., hálfa málnytu eptir 10 ær 25 kr., er pá skaði sá, er jeg beið af pví að sofa pennan eina klukkutima í allt 135 kr“. Hvað verður dagurinn dýr, pegar klukku- tíminn kostar 135 krónur? „peiin liciður, sem hciður her“. það er almennur siður, að meira eður minna takmarkað hrós, er hafið um dauða menn, og er pað ekki lastvert, pegar hrósið er verðskuldað og ekki yfirdrifið. En pað sýnist ekki síður viðurkvæmilegt, að minnast opinberlega í blöðum, eður með annari nokkuð varanlegri minningu peirra ágætismanna í lifandi lífi, sem gjöra sig pess fullkomlega verðuga, bæðí til að gjöra pað heyruin kunnugt, sem lofsvert er, og svö til að sýna peim sem hlut á að máli verðugan heiður, og til að láta hann sjá að inannkostir hans sjeu viðurkenndir; sem ætíð hlýtur að gleðja hvern pann, sem er sjer pess meðvitandi, að hann sje ekki um of lofaður, heldur sannleiki sagður. Einn af pessum merkis- og sómamönn- um, er óneitanlega herra veitingamaður Lauritz Jensen á Akureyri. það er orðið pjóðkunnugt hvílíkur dánu- maður Jensen er yfir höfuð, sem fjelags- maður, og sjerstaklega sem veitingamaður; peir eru ekki allfáir, sem farið hafa víða um landið og komið í önnur veitingahús, sem nú eru orðin nokkuð mörg og á ýms- um stöðum, er segja að ekki eitt einasta komist í neinn samjöfnuð við veitingahúsið á Akureyri; ekki eingang í höfuðstaðnum Reykjavík sjálfri, miklu heldur hefir mjög opt heyrst sárlega kvartað yfir pví að und- anförnu, að langferðamenn lúnir og lítt til reika, hafa undir nótt, mátt hrekjast par frá, óbænheyrðir um gistingu; og mundi pví ekki af vegi að gefa Reykvíkingskum og öðrum veitingamönnum, lýsingu af háttsemi veitingamannsins á Akureyri, peim tíl eptir- breytni; pví pó hann sje hjer útlendingur, er hann stöðu sinni og stað til sannkallaðs heiðurs; sem fjelagsmaður og meðbróðir er hann ráðvandur, framkvæmdarsamur, trygg- fastur, hreinskiptinn og hreinskilinn í öllum viðskiptum. Sem veitingamaður er hann viðfeldinn, giaðlyndur og skemmtinn; sjeu peir nokkr- ir af gestum hans, sem eru illa á sig komnir uppá einhvern máta: sjóhraktir, hríðarbarð- ir, preyttir eða pjakaðir, pá er eins og menn komi í góðra foreldra húa, hann er sjálfur fremstur í fiokki með innilega nákvæma að- hjúkrun; herbergið er haft hlýtt og nota- iegt, vosklæði tekin og purkuð; næring og hressing á reiðum höndum; hvílurúm af ýmsum gæðum eptir pví sem um er beðið; er petta allt með sama einkenni, nefnilega prifnaði og hreinlæti, svo sannleg ánægja er yfir að líta, og allt með óuppskrúfuðu verði, ekki að tala um hversu allt er án nokkurs manngreinarálits. Jafnframt hinu pýðlega glaðlyndi og mannúð, er háttprýði, siðavendni og aðgætni Jensen6 eptirtektaverð; ekki glatast svo — 60 — tóbaksilát, enda smærri hlutir, inn á veit- ingahúsinu, að menn eigi ekki víst að fá pað úr læstri geymslu, pegar eptir er spurt, ef pað á annað borð er innan húss; alltitt er honum^að taka peninga af ölfuðum mönnum, og setja undir lás, og afhenda svo hverjum sitt, pegar tími er til. Hundruðum manna skiptir sem geta borið um að petta er ekki ofsagt herra Jensen til heiðurs, enda mun sá enginn, sem verið hefir gestur hans — einkanlega illa til reika — að ekki minnist hans með pakklæti og virðingu, og pvílík prúðmennska og drengskapur ætti ekki að liggja í lág- inni. Heill sje pjer mæri manna vinur! margreyndur oss að hreinni dyggð, fremri pjer, danskur fleina hlinur fjekk sjer hjer, varla nokkur byggð. Yegfarendur, sem vos og preyta vafið hafa í kjör óblið, híbýla pinna og pín að leita pykir líkast, sem vinna strið. jpar er hjúkrandi hönd að finna; hógværð og glaðvarð strax að fá; par sjest allt, til pess mann að minna mannúð, stjórnsemi og prifnað á. Hjer ertu sómi pinnar pjóðar, pjóðkunnur hjá oss drengskap að, menn, sveinar, konur, meyjar rjóðar, minnast pín svo og vitna pað. Gjörvöllum pínum æfiárum ætíð sje lukkan fylgi-dýs; sóma krýndur und’ silfurhárum, sói á meðaa úr djúpi rís. J>ó blæja moldar breiðist yfir bein pín, í grafar köldum reit, komandi tíma, lof pitt lifir — Lauritz Jensen — hjá frónskri sveit. Margpakklátur gestur. — það hefir pvi miður — allt of lengí dregist, að geta pess hjer í blaðinu, að frúrnar Jenny Josephine Janzon, Jón- ína Valgerður Janzon (dætur Johnsens sál, er fyrmeir var verzlunarstjóri á Húsavik) og Nanna Sophíe Johnsen (dóttir fjórðungs læknis Eggerts sál. Jóhnsens ,er hjer var á Akureyri) allar nú í Kaupmannahöfn, hafa gefið Akureyrarkirkju, mjög vandaðann altarisdúk er pær sendu í fyrra sumar hingað; fyrir hvorn vjer leyfum oss, sem í nafni hlutaðeigandi safnaðar, hjermeð að votta gefendunum, vort virðingarfyllsta og innilegasta pakklæti. Ritstj. Kafli úr brjefi, »»/4 78. „Jeg hef nú lesið „Framfara", og likar mjer mikið vel frágangurinn á honum í alla staði; hann lýsir pví að eigi er pað ein- samalt afrak pjóðarinnar að menntun nje hæfilegleikum, sem komið er vestur um hafið pótt svo virðist, sem sumir framfara- uxarnir heima líti peim augum pangað. Menn ættu pó um síðir fara að skilja, að pað var enginn óheyrður viðburður í mann- kynssögunni, pótt pessi islenzka pjóð, eins og aðrar, gæti sjer afkvæmi, svo sem jeg vona nú sje orðið, par sem petta litla pjóð fjelag er myndað með svo líflegum frelsis- einkennum. J»að væri nú vissulega mann- úðlegra fyrir móðurpjóðina, að líta hýrt í pá áttina, sem pað er, heldur enn að halda áfram að kasta pangað brixlyrðum, hrak- spám og ýmsum ópverra; hún mætti nú fara að gefa pví gaum, að petta mun verða sá stærsti sögulegi viðburður hjá íslending- um á 1000 ára afmælinu, pótt hann gjörð- ist svona, á bak við hátiðaglaum og höfð- ingjavald, og væri allt annað en nokkuð af pvi, sem með svo mörgum ráðsályktunum var ákvarðað að ske skyldi á peim tíma, til ógleymanlegs merkis um pjóðar afmælið; hún, pjóðin, ætti að taka vel pessum frjáls- lega nýrenningi „Framfara“, sem nú kom með vorfuglunum, og hjálpa honum til við- urhalds og proska, að kaupa hann framar ýmsu öðru, pvi að mjer finnst hann líkleg- ur til pess með tímanum að uppörfa og leiðbeina i einu og öðru, sem heyrir til manndómslegrar meðvitundar um hag sinn og rjettindi, bæði í andlegum og líkamleg- um efnum, og viðleitni til lagfæringar heima á fósturjörðinni; já jeg vona að „Framfari“ geti stutt að framförunum hjer heima, og pið blaðamennirnir, megið vara ykkur, að dragast ekki aptur úr lestinni“. Yeðurátta og aflahrögð. Siðan 10. p. m. hefir hjer norðanlands, verið sifelld norðanátt og stundum harðviðri og snjókoma, frost optast á hverri nóttu, 4—8°áR. Hafisinn allajafna hjer norðan fyrir landi og stundum landfastur inni á fjörðum og flóum. — Fleirst hákarlaskipin búin að fá lítinn afla, mest 70—80 tunnur lifrar. Fiskaflinn' optast mikill, en aðeins hjer á Eyjafirði, pví varla má heita að haíi orðið nema fiskvart fyrir norðan og vestan; pað var sem fiskurinn væri rekinn hjer inn í fjörðinn, sem fjársöfn á haustum í rjettir, og alls góðs gjafarinn leyfði svo mönnum að draga úr pessari rjett fiskinn hundruðum og púsundum saman, sem alls eru víst orðn- ar margar milljónir, er allir hlutaðeigendur ættu að telja saman og láta prenta i blöð- unum, svo að pessi dæmafái, ef ekki dæma- lausi, afli hjer kringum Eyjafjörð yrði skráð- ur í árbókum landsins, öldum og óbornum til fróðleiks, undrunar og aðdáunar. — Sunnanpósturinn kom hingað 21. p. m. Auglýsingar. — Fjármark mitt, sem jeg tók að erfð- um, en hefi ekki í nokkur undanfarin ár brúkað, er: Heilrifað, biti fr. hægra, sneitt aptan vinstra. Brennimark: G, Y. Skyldi nokkur — mót von minni — hafa löglega heimild til að brúka fjármark petta, parf að semja um pað við mig svo við getum annarhvor, eptir kringumstæðum, breytt til með markið. Menn peir, er likast fjármark brúka í Eyjafjarðarsýslu, eru herra garðyrkjumaður G. Friðfinsson á Hátúni og óðalsbóndi hr. Svb. Sigurðsson á Ósi. Akureyri, 21. Maí 1878. G. Yigfússon. — Fjármark Konráðs Friðgeirs Jóhann- essonar á Dæli í Fnjóskadal: Hvatrifað hægra; hvatt gagnbitað vinstra. Brennimark: K F Jóh. — Fjármark Jóhannesar Jónssonar á Austarikrókum í Hálshrepp í Fnjóskadal: Sneiðrifað apt., fjöður framan hægra; hvat- rifað vinstra. Brennimark: J ó h. J ó n s. Erfðamark: Sýlt, biti aptan hægra; sýlt gagnbitað vinstra (sjá „Markaskrá“ Jping- eyjarsýslu, nr. 868). Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson Prentaxi Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.