Norðanfari


Norðanfari - 03.06.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 03.06.1878, Blaðsíða 4
mundi fara oðruvis, að ef jeg mætti byrja nýtt biiskapar líf. Fyrst og fremst skyldi jeg boita gróða fýsn minni að hverskyns jarðræktar-meðölum sem jeg ætti ráð á, hagnýta allar áburðar tegundír til geymslu og brúkunar, samkvæmt fróðra manna ráðum og reynslu, sem ýms rít hafa inni að halda. J>á skyldi jeg ekki heldur láta lækina sem liggja við tún og engi hafa íengur frið í farvegum sínum; par næst kappkosta að fá heyið sem mest snemmslegið og með góðri verkun; sömuleið- is fjárkyn mitt hraustast og kjarkbezt, með pví að eyða helzt pví rýrara og kveifarlegra en forðast að fara illa með liitt; síðan skyldi jeg eigi fyrst setja fleira á vetur, en svo að jeg pyldi vetur í harðastalagi, og eigí svo margt, ef heyföng væru í beztalagi, pví pað er skaðræði að setja í fyllstalagi á hey pegar pau eru mest; en lfltt er áríðandi að hafa jafnmikinn sparnað í ásetningi og allri meðfcrð á heyi, pegar nægtir sýnast miklar, eíns og pegar grasbrestur hefir upp á fallíð, pvi pá parf sjaldan að spara um of, fjenu til rírnurnar og eyðileggingar; með peim hætti munu heyfyrningar ávinn- ast, og par sem lieyföng mín með pessari aðferð eigi pyldu fleira fje enn pað sém namnlega hrykki til að fram færa hyski mitt, skykli jeg neita mjer og pví um alla ofnautn, munað og yfirlæti, prátt fyrir álas og fyrirlitning pjóðernis fráviflinganna, held- ur enn líða skuldum að leggjast á bxistofn minn; skyldi jeg reyna að fá hju mín til að pola pað með mjer, með pví að lilynna betur að peim i kaupgjaldi, pvi pað væri bæði mjer og peim hagur. Ollum vinnukrapti karla og kvenna skyldi jeg að vetrinum — afgangs fjárhirð- ingunni — verja til að tæta föt á folkið og líða eigi pað yðjuleysi kalimannainnan- bæjar, sem víða er venja. f>ar hjá skyldi jeg eptir hæfilegleikum undirbúa amboð og verkfæri til sumarsins. Með pessum hætti ætia jeg að lieimamenn yrðu betur fataðir pegar vorvinna mætti byrja og svo aflokin innivinna, að með meiri alúð mætti gefa sig við túnræktinni; pannig styður skynsam- leg innanbæjarvinna á vetrum eigi svo lítið að heysöfnunum, sem margur kann að hugsa, i m lnisabyggingarnar sem svo fjarska- lega taka af manni tímann frá jarðræktinni og afurð fjenaðarins frá öðrum nauðsynjum, vil jeg nú ekkert liugsa, fyrrí en reyndir og fróðir menn í peim efnum, eru búnir að sýna pá breytingu er leíði til umbóta, og geti sairrímst ásigkomulagi og lögum hjer i landi, mundi jeg pví að svo stöddu heldur vinna mjer inn fiskvirði við vega- bætur, ef timi værí afgangs jarðræktinni; og láta kofana lafa órótaða sem lengst, og læt jeg nú hjer með lokið pessu eintali mínu. 1 Koti vorið 1878. Faraldur. Hitt og I»etta. B ær á vatnsbotni. Blaðið Gaz de Lausannae, segir svo frá, að vorið 1877 hafi kafendur tveir verið að leita að ferðatösku í Genfervatninu hjá St. Prex, er maður nokkur frá Ameríku hafði misst, er báti hvolfdi par undir honum, og haíi peir ekki einungis fundið töskuna, heldur eínnig Ijómandi fallega handarhaldskönnu með etrúrísku lagi. Kafendur pes.sir skýrðu báðir frá pví, að vatnsbotninn hefði verið mjög ósljettur, svo að peir hvað eptir ann- að hefðu lent niðri djúpum grófum eða skorum, en allstaðar hefði verið jafnlangt á milli peirra. J>eir hjeldu pvi, að á vatns- | botninum par mundi standa eitthvert eld- | gamalt húsaporp. Bæjarstjórarnir í St. Prex og Morges fóru nú pangað á bátum, og ljetu hella oliu á vatnið, til pess að vatnsflöturinn yrði sljettari, og peim pannig gengi betur að sjá hvernig botninn værí lagaður. Gaf pá að lita niðrí í djúpinu stæðilegan bæ, sem að öflum likindum hefir verið byggður nokkrum öldum fyrir Krists burð. Mátti par vel glöggva allteinar húsa- pyrpingar, pó að pökin væru öll hulin seigri leðju. Undir pessari leðjuskán höfðu húsin tigulsteinsrauðan lit, og virðast byggð úr hinu rauða steinlími (múrkalki), sem mælt er, að Seltar, Simbrar og Gallar hafi byggt hús sin úr, og á pað að vera ennpá varan- legra en hið nafntogaða rómverska s e m- e n t. J>að var í ráði að byggja garð mik- inn kringum bæ pennan, purka siðan upp bæjarstæðið og leggja brú til lands. Yfir 300 hús eru 1 bæ pessum, sem er aflangur að lögun. Austan við bæinn stendur ferstrendur turn gildur mjög;hafa menn hingað til haldið að petta væri klettur. Nær pví í miðjum bænum, er svæði mikið autt, og hefir pað líklega verið torgið. — Búið er pegar, að ná upp úr djúpinu stóru marmarastykki og steingjörvingum nokkrum. Merkilegur brunnur er til i Wise County í Texas í Norður-Amoriku. Hann er 110 fet á dýpt og gefur nægilegt vatn alla tima árs, en pó er ómögulegt að fá úr lionum einn vatnsdropa pegar norðan- vindur hefir blásið í 12 klukkutíma. Skipaströndun. Briggskipið Alexandir 146 tons skipstj. Ríchard Watson, fór fráLiverpoolmeðlðOO tunnUr af salti. 9. apríl varð fyrst var við hafís 1. mai í dimmviðri svo skipið var komið inn i ishroða áður enri skipverjar vissu af, 2. maí rakst pað á ísjaka og sökk að klukku- stundu liðinni. Skipverjar 6 að tölu kom- ust allir í minni bátinn en gátu mjög litlu bjargað af fötum og nesti, pvi mestur tím- inn gekk í að losa bátinn. Briggskipið Norðen skípstj. Hinrich Sörensen frá Tuns- bergi, er var um pessar stöðvar á selaveið- um, varð vart við skipsbrot i ísnúm 3. maí og gat sjer til að eitthvert skip mundi hafa farist par nýlega, og leitaði hann pví inn- anum ishroðan ef ske mætti að.hann kynni að geta bjargað skipverjum af Alexander og fann hann pá loks sunnudaginn pann 5. mai og tók p\ á skip sitt og veitti peim pá hjúkr- un sem bezt hann gat. 11. mai hitti hann hákarlaskipið Baldur hjá Kolbeinsey og kom skipbrotsmönnunum í hann til flutn- ings i land. Skipbrotsmenn voru meira og minna kaldir, en fyrír hjúkrun pá og með- öl sem peir fengu í Norden, var flestum peirra batnað, pegar hingað kom, voru 2 af peim pegar fiuttir á spítalann, en 4 fengu gisting á veitingahúsinu, 5 af pessum skip- brotsmönnum fóru hjeðan með Gránufjelags- skipinu Herthu, er fór til Noregs eptir timbri. 7. f. m. fórst kaupskip, sem fara átti til Hólanessverzlunarinnar á Skagaströnd, i hafís 20 mílur undan landi norður af Vopnafirði, en skipverjar fengu með mestu herkjum, bjargað sjer i stóran liafnarbát sem fylgdi skipinu, svo að peireptir 3 daga náðu loksins landi, mikið prekaðir, i Borg- arfirði eystra. 16. f. m. bar skipið „Ægir“, sem fermt var timbri frá Noregi og fara átti til verzl- ana peirra Höepfners og Guðmanns stór- kaupmanna hjer á Akureyri, upp á sker undan Fúluvík á Sljettu, hvar botninn gekk undan skipinu; norðan stórhríð var og haf- ís umhverfis skipið, ætluðu pá skipbrots- menn pessir að komast til lands á færi, sem stýrimaður batt utanum sig og synti i land með, en pá er pangað kom, var svo mikill klakagarður í fjörunum, að hann komst ekki af sundinu upp á hann, hvarf pví til baka, en pá lenti hann millum tveggja jaka, er bönuðu honum. Hinum skipverjun- um varð bjargað, en stórhríðin og stór- sjórinn .bar skipið upp á purt land, og á nú að bjóða pað upp með farminum 4. p. m. AUGLÝSINGAII. yýjar Ibækur til sölu: Landafræöi, alpýðukennslubók; kostar í kápu 1 kr. 25 a. Dýrafræði, samin af B. Gröndal, með 66 myndum; verð 2 kr. 25 a. Steinafræði og jarðarfræði, samin af sama, með 32 myndum; verð 1 kr. 80 a. Brjef frá Islendingi í Kaupmannahöfn; verð 50 a. — Sömuleiðis hef jeg til sölu margskonar danskar bækur, sem eru skemti- bækur og fræðibækur, svo og myndabækur og orðabækur, og landauppdrætti. Bækurn- ar eru helst alpýðubækur og vel fallnar til að æfa unglinga i danskri tungu, sem dá- litla tilsögn hafa fengið áður, og jafnframt til að fræða og skemmta. Sumar hverjar geta verið hentugar við kennslu í barna- skólum, svo sem dálítið ágrip af náttúru- fræði, skrifhandar fyrirskriptir og leiðbein- ing í uppdráttarlist. Ennfremur hef jeg framvegis til sölu, margskonar skrifpappír og brjefaumslög, svo og alskonar bókbands- efni. — Ef menn vilja unna mjer pess, að kaupa eins vel hjá mjer sem öðrum, í suin- ar, bækur og pappír, mun jeg fremur geta haft nægar byrgðir til vetrarins, með pví að panta viðbót með gufuskipsferðunum. Akureyri, 31. mai 1878. Frb. Steinsson. — Erfðamark mitt er: sýlt hægra, sýlt og gagnbitað vinstra. — Ef nokkur i nálæg- um sveitum austan Jökulsár í Axarfirði og norðan Lagarfljóts, kynni að brúka petta mark, sem í eldri markaskrám er eignað bónda Jóni Sigfússyni á ftefstað, pá bið pann hinn sama, að segja til sin og sömu- leiðis hreppstjóra i áviknum sveitum, að gjöra mjer grein f'yrir ef peir hafa á næst- liðnum haustum selt við uppboð lömb með tjeðu marki, af hverjum mig hefir vantað ýmist helming eða priðjung á hausti af fáum, Lýtingsstöðum i Yopnafirði, 8/i ’78. Sigfús Jónsson. — Ljósrauður hestur ójárnaður með mark : gagnbitað hægra, stift vinstra, var tekinn á stroki á Krossastöðum næstliðinn laugardag, er pvi herra ritstjóri Björn Jónsson beðinn að taka auglýsing pessa í blað sitt, sem eigandi hestsins borgar ásamt fyrirliöfn á honum. Krossastöðum, 26. Mai 1878. S. Sigurðsson. — Fjármark Jóhanns Pjeturs Árnasonar á Syðrivillingadal í Saurbæjarhrepp: hvatt hægra, stúfrifað vinstra. Brm.: J P A — Fjármark Guðjóns Abrahamssonar á Hliðarhaga í Saurbæjarhrepp: Tvírifað í stúf hægra, sýlt vinstra. Brm.: G. Abra — Fjármark Frímanns Guðjóns Beni- diktssonar á Mýrarkoti í Húsavikurlirepp: hvatrifað hægra; stúfrifað vinstra. Brenimark: Fr. G. B. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson Prentaii Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.