Norðanfari


Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 4
leik rnn petta hið fyrsta landsmál, er lagzt liefir alvarlega á mitt unga lijarta. x. y. z. — Jeg skal eptir tilmælum lrins heiðr- aða höfundar í „Norðanfara“, nr. 25—26, er auðkennir sig með „25.“, gefa honum hendingu um, hverjum næst lægi að taka að sjer kostnaðinn á „Júbilkennaratali á lslandi“, er jeg hafði í huganum í grein minni í 5—6. blaði „Norðanfara“. |>að er f y r s t bókmentafjelagið, er áður hefir gef- ið út Prófasta- og prestatal, sem mjög er fróðlegt rit, en pet.ta yrði eigi síður, par æfiágrip júhilkennara ætti að fylgja með; og og par n æst landssjóðurinn, er yrði alpýðu eins kært komið rit og við alðpýðu hæfi, sem yrði keypt, heldur enn „Leyfar fornrita“, er landssjóðurinn hefir lagt til 1000 kr., og kosta mun um 10 kr., sem eigi geta eignast nema fáeinir lysthafandi efnamenn. 45. Til næturinnar. Lag: Du Sövnens Gud forkort den lange Nat. J>ú vetrarnótt með volegt stormabrak, pá voldug fi,án á sjávarskerjum gnauðar, og hauður nákalt hylur ísapak og hrævarelda flögra glóðir rauðar, og himinn reiður hagli’ og elding syýr, — pú himnaguðs ert tignar vottur skýr. J>ú sumarnótt af ást og yndi mett með aptanroðans möttli fimbulgljáum, pá hárur sofa sætt við unnarklett, og svanir móka á fiskitjörnum bláum, og blærinn andar hollur bæði’ og hlýr, — pú himnaguðs ert ástar vottur skýr. P. Úr brjefi af Melrakkasljettu %—78. „Pátt er að frjetta úr pessu byggðar- 'lagi, pað er viðburðalaust, heilhrygði manna i betralagi, og höld fjár, nema hvað hráða- pestin hefir stungið sjer niður á stöku stöð- um. í sumu tilliti eru framfarir að aukast, eir.kum pað verzlunina snertir, hun hefir aldrei verið á Raufarhöfn eins blómleg sem nú; jeg veit lika að pú telur pað með fram- förum, pegar sóknarmenn Ásmundarstaða- kirkju í fyrra söfnuðu gjöfum og keyptu Orgel til að prýða embættisfærzlu við kirkju sína. J>ú hefir orðið var við manninn, sem sendur var inneptir til að læra. Jeg má fullyrða, að mörgu áf hinu eldra fólki, pyk- ir sem pessu hafi verið á glæður kastað ef að ahlrei kemur prestur framar i Presthóla. Eins og sumir hafa í gátum, að stiptsyfir- völdin muni láta sjer lynda, að skipa ná- grannaprestunum, að pjóna pessu Presthóla- brauði, hvort peim finnst sjer pað mögulegt eður eigi. J>að er merkilegt, að fyrst sjera Stephán á Skinnastað sókti um Presthóla og enginn annar, að honum skyldi pá ekki vera veitt brauðið, hann var pó f'arinn að pekkja nokkuð sóknarfólkið og ástand stað- arins og vissi hjer um bil, að hverju var að ganga. 1 fyrra sendu sóknarmenn bæn sína til biskups um að fá prest og hafa ekkert svar fengið, en sjera Guttormur á Svalbarði fjekk í vetur skikkunarhrjef um að pjóna brauðinu. sem hann pó brjeflega áður var búinn að afsaka sig frá, sökum erfiðleika, og pað var náttúrlegt; pú pekkir ofurlítíð leiðina, sem er á aðra pingmannaleið, á hverja kirkuna sem er farið og pað jafn- framt j'fir vondan veg, fjallvegi og hættu- legar ár, sem einatt eru ófærar haust og vor. Bændur kurra nú líka yfir að gjalda allar tekjur fyrir svo litla pjónustu, hefir pó víst flestum og jeg má segja öllum lík- að vel við prestana sjalfa; sumir pori jeg að segja hafa vorkennt peim, hvað mikíð peir hafa lagt á sig í pessum feiðum; pað var pað, sem hvatti okkar gömlu góðu presta, er við áttum hvern eptir annan, að leita hjeðan, pá peir fóru að eldast, að peim pókti erfitt að sækja á annexiuna, pá má nærri geta hvað pað sje fyrir pá er fjærri sitja. Eldra fólk unir illa prestleysinu, en pað yngra fæzt minna um pað, fer eins og skáldið sagði: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sjer leyfist pað“ (jeg meina kæringarleysið)“. (Aðsent). J>ann 9. marz síðastl. ljezt í Halifax Sigurður Sigurðsson frá Stafnsholti, hjer um 19 ára að aldri. Hann hafði lengi verið pjáður af gulu-veiki. Sigurður sál. var stilltur og prekmikill og bar pjáningar sínar með hinni mestu polinmæði; hann var móður sinni hinn á- stúðlegasti og reyndi ávallt að bægja frá henni öllu mótdrægu, og pví er pað eðli- legt, að móðirin harmi sárt penna missi sinn. Hin síðustu orð, sem Sigurður sál. talaði, voru pessi orð á ensku : „ Jesús, tak pú mig til pín“. Sá, sem pessi orð eru töl- uð til, rekur engan frá sjer, sem til hans leitar, svo að vinir og vandamenn hins látna geta í sannleika huggað sig með peirri fullvissu, að allar hans pjáningar sje nú á enda. M a n n a 1 á t. 20. april p. á. ljetzt af brjóstveiki, verzl- unarmaður Hallgrímur J>orláksson, prests Jónssonar frá Skútustöðum við Mývatn, um tvitugt að aldri, og daginn eptir, eða á páskadaginn, andaðist söðlasmiður, bóndi, Jón Jakob Thorarensen á Naustum í Hrafnagjlshrepp, sonur herra apóthekara Odds Thorarensen, rúmlega fimmtugur að aldri, eptir 20 vikna sjúkdómslegu. — Önd- verðlega í næstliðnum marzmánuði, and- aðist I Hofsós í Skagaf. ekkjumadama D. Knutzon, borin Havsteen. —^8. maí næstl., andaðist að Hofi í Álptafirði húsfrú Guðný Bcnidiktsdóttir, kona herra prófasts J>órar- inns Erlindssonar, á 7. ári yfir sjötugt. — 22. s. m., dó hinn ötuli og heppni hákarla- jakta formaður Jóhann Malmkvist á Beru- firði. — 7. f. m. andaðist að Svinaskála í Reyðarfirði konan Kristin Jónsdóttir, 81 árs að aldri. Œfiatriða hennar mun verða síðar getið í blaði voru. — Fyrir næstliðna Hvítasunnu ljetzt sjera Jón Blöndal að Grafarósi, er verið hafði prestur að Hofi og Spákonufelli á Skagaströnd, siðan verzl- unarstjóri við Grafaróssverzlunina og sein- ast kaupstjóri Grafaróssfjelagsins. — 18 f. m. andaðist óðalsbóndi Bjarní Jóhannesson að Geldingsá á Svalbarðsströnd, um fertugs aldur, og hjer norðanlands, síðan Ásmund- ar sál. Gislasonar frá J>verá missti við, ein- hver hinn ættfróðasti maður; auk pessa rit- aði hann og margskonar handrit, samdi ör- nafna lýsingar yfir Fnjóskadal og viðar; hann hjelt og árlega dagbækur um veðráttu- far og helztu viðburði. — 22. f. m. hafði efnilegur unglingsmaður Björn Gunnarsson frá Syðra-Yallholti í Hólmi í Skaf., drukk- nað í Hjeraðsvötnunum. Og aptur 26. f. m. hafði annar maður drukknað í sömu vötn- um. ;— 27. f. m. Ijetzt fyrrum verzlunar- stjóri J. Chr. Jensen á Oddeyri, nær pví fertugur að aldri, frá konu sinni og 5 börn- um peirra, hinu elzta á 10. ári. Hann var ástúðlegur ektamaki og faðir, maður einkar vel að sjer í stöðu sinni, auk pessa mun hann hafa átt fáa jafnoka sína, að mannúð, háttprýði og dánumennsku. Hitt og Jetta. Heimsins mestu auðmenn. Hinn auðugasti maður í Yesturheim heitir John W. Machay. í N orðurálfunni eru aðeins 2 menn, sem ganga næstir Machay að ríkidæmi, pví að peir eiga litlu meira báðir eu hann einn. Annar peirra er hertoginn af West- minnster á Engl., sem metið er að eigi 80 millj. doll. virði. Árlegar tekjur hans eru 4 mill. doll., um mánuðinn 300,000 doll., um daginn 10,000 doll., um klukkutimann 450 doll., um mínutuna 5V2 doll. Hinn annar er Rotchild, sem metið er að eigi 200 mill. doll. Árlegar tekjur 19 mill. doll., um mánuðinn 850,000 doll., um daginn 25,000 doll., um klukkutímann 1000 doll., um mínútuna 20 doll. — Auður Machays er 276 mill. doll. Árlegar tekjur 13 mill. 710 doll., um mánuðinn 1 mill. doll., um daginn 35,000 doll., um tímann 1500 doll., um mín- útuna 25 doll. — í norsku kvöldblaði, er sagt frá fisk- aflanum við Lófótinn í Noregi 1877. Fisk- aflinn var nefnt ár hinn mesti, sem menn vita til að par hafi verið eða 29 V2 millj. fiska; og afli pessi metinn 9 mill. kr. virði. Að með- altali var afli eða hlutur hvers manns, tal- inn 450 kr. virði, og peir hver fyrir sig er aflan sóttu unnið sjer inn 3V2 kr um dag- inn, sem vertíðin stóð yfir og eins fyrir pá dagana, sem gengu til ferðarinnar að heiman og heim. Aflinn var annars mikið misjafn, 1700 kr vírði hjá nokkrum, og aptur hjá sumum aðeins 300 kr. virði. Auk hrogna, sem höfð voru til beitu (V4 mill. kr.) var varið 18,000 tunnum af síld^^OOO tunnum af kolkrabba og 800 tunnum af skelfiski. Hver skelfiskstunna er metinn 20 kr. virði. Næstliðin 2 ár hafa Norð- menn fyrst byrjað á pví, að hafa kolkrabba eður smokkfisk til beitu, enda er hann að jöfnu máli orðinn helmingi dýrari en síldin, menn telja pví víst að hann pegar sje orð- inn útgengilegasta verzlunarvara. Af lifrinni úr ofannefndum fiskafla, hafði verið varið 1200 tunnum, sem brædd er og brúkuð til viðbitis með flatbrauði. Auglýsingar. Yegna pess, að svo margir af kaup- endum „Norðanfara“ undanfarin ár, hafa lagt undir höfuð, að greiða mjer andvirði blaðsins, pá skora jeg hjer með á tjeða skuldunauta mína, að peir dragi mig ekki lengur á horgun pess, lieldur greiði hana í næstu kauptíð eða svo fljótt, sem hverjum peirra er framast unnt. Ritstj. — Ljósgrá hryssa, 8 vetra gömul, járn- uð á framfótum, klippt eptir endilöngum hrygg og í nárum og sprett í báðar nasir, drátt-vökur, hefur tapast úr heimahögum á Blómsturvöllum í Lögmanshlíðarsókn á næst- liðnu vori, og er handhafi hennar vinsam- lega beðinn að skila henni undirskrifuðum pað allra fyrsta, mót sanngjarnri horgun. Blómsturvöllum, 1. júlí 1878. Sigurður Magnússon. — 29 f. m. týndist á leiðinni frá Mold- haugum og fram að Fossá, ljáblað, sem finnandi er beðinn að skila til ritstjóra „Norðanfara“, er greiðir fundarlaunin. 1) Hver dollar gildir 1 rd. 87 sk. eður 3 kr. 77 aura i dönskum peningum. Eigangi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.