Norðanfari


Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 2
frekann með helfarar drynjandi nið, æ! hvað er óvægur dauði. Báða par snjóskriðan birgja pá rjeð, á blágrýtis hraunurð svo fengist ei sjeð; en gat pvi ei aptrað hið heiptuga hel, án hindrunar fundust, en ættingjar vel angráðir yfir pví glöddust. I'ullhraustír heitnili frá gengu tveir, en fluttir heira andvana nár voru peir, náfrændur samhuga siðprýði með, sviplegur dauði pá skilja ei rjeð, — likast sem leyft pað ei mundi. — Líklega grafar peir líkt búnir til, leyfði pað skyldan með kærleikans il, par sem að útför pá ættmönnum bar eins vanda beggja, pví tvíllaust pað var, skyldgetið blóð í peim báðum. Tilhögun slikri ei hamlað gat höf, að hold peirra beggja í eina fór gröf, en sálirnar ljóslieima sælum í frið samfagna dýrðlega unaðsemd við, um eilífð par ei purfa að skilja. Man jeg víð útför að minnst pin ei var, minn kæri bróðir! pað sakaði eí par, pvi skjallmál peim dauða ei duga eg veit, en dyggðanna minning, hún lifir um sveit, og varir á vörum svo margra. Æ! hvað pín burtför var sviplegog sár, sakna pín hlýt eg með vöknaðar brár. Ástkæri bróðir minn! æ, farðu vel! Ábata sannan pjer dauðann eg tel, leystur frá lífsins armæðu. Viðkæmni og siðprýði sönn hjá pjer bjó, sífelt með trúskap og viðfeldni pó; vinfastur reyndist, en viðmótið hírt, vitanlegt ekkert fjekk mannorðið rírt, kunnugir jafnt veit eg játa. Yeikbyggðum jafnan pjer vald hafði á vanheilsa likams, er stað hafði hjá; sæll varstu að leysast úr sorganna geim; í sælunnar bústað kominn ert heim, ekkert hvar andstreymi hrellir. Minnst pó að bróðir sem minnst væri pín, minnist pín Drottinn, pað huggun er min, og sál pína inntók í englanna her, æ, hvað sú tílhugsun gleði býr mjer! pig finna á friðarins landi. Vara pig maður á voðanum peim, sem vakir í fjallshamra náttdökkum geim, pví kaldhlátur dauða par drynur i gjá, en Drangafjalls landvættir syrgjandi tjá: „æ, hvað peir dóu svo ungir!“ Stofna pjer eigi i hættu pá hót, pví hreint ekki orkar pú dauðanum mót; Drottins ei freista með oftrausti átt, og ofmjög sjer treysta á marklausan hátt enginn að ópörfu skyldi. Yigdýs Daviðsdóttir. II u S S u n i n. Jnnn ástvin maður syrgja sárt ei gjörðu, pví sælan bústað fengið hefir nú, en holdið hvílist hryggðarlaust í jörðu, á himnum sálin gleðst, er vissan trú; pví himins ofar Ijósa fögrum röðum, «r lifi betra heitið trúuðum. Að preyja bezt er pví með huga glöðum og polugt bíða eptir dauðanum. í»ó engill daúðans ættmenn pína flytji á undan pjer til fyrirheitna lands, pú átt pað víst að innan stundar vitji aptnr hann pín að boði skaparans. J>ví hann á frjálst að heimta pað sem ljeði, og hlýtur skila pví sem áður gaf. Og pá verður endalaus sú gleði, er oss hann lofar sinni miskunn af. 2. 8. t Siircn Jakobsen frá Húsavík. Jeg horfi á æginn hátt par gnæfir bára, mjer hrynja tár um angurslegna brá, en titrar brjóst af svita hjartans sára, pví sæfargyðjan hreif mjer vininn frá. Æ kaldi dauði! kalt pú bjóst að honúm, sem kærleiks-il i hjarta sannan bar, hve meingjarn ertú munar lífsins vonum, og metur lítils harmastunurnar. Jeg hreifist nú sem hríslugrein i vindi, við hönd pví vinar styðst jeg ekki meir, mitt vonarljós og lífsins sælast yndi er liðið burt, sem hljóð er út af deyr. Sem himinrunninn Hlýrnis logabjarmi, í hlíðum dala lyptir rósar brá, svo bjó eg sæl á pínum ástararmi, og okkar kæru lífsafkvæmin smá. Jeg sje pað glöggt pin sakna margír fleiri, er sjálfir reyndu tryggð og drengskap pinn, og pögul andvörp hjartna peirra heyri, sem huliðsmálum kveðja vininn sínn. |>itt starfsamt líf, sem framför allri unni, pjer álit vann og beztu manna trú, pín hugsjón gætin glöggt að skoða kunni og gjörla sá hvað tíminn heimtar nú. En sorg án vonar, brjóstið skal ei buga, minn blóðga feril geng eg fram í trú, og máttur Drottins mjer skal hreldri duga, hann mjer pig gaf og tók pig aptur nú. f Jósef Jóelsson á Spákonufelli. Næstliðið vor missti bændastjett vor einn af hinum heldri mönnum sínum, sjálfs- eignarbóndann Jósef Jóelsson á Spá- konufelli, og pykir maklegt, að minning hans sje á lopti lialdið. Hann var fæddur að Finnsstöðum á Skagaströnd hinn 30. dag. ágústm. 1814. Faðir hans var Jóel Jónsson hins sterka skagfirzks manns, ungur og eigi farinn að reisa bú, en móðir hans varlngibjörg Jóns- dóttir bónda á Finnsstöðum Jónssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur, er og bjó að Finnsstöðum, Jónssonar Jóel fðr utan, er Jósef var enn í bernsku, til pess að nema beykisiðn, en andaðist litlu síðar í Kaup- mannahöfn, en Ingibjörg móðir Jósefsgipt- ist nokkru síðar árið 1820 Kristjáni Gynt- her Schram, er var kaupmaður eðaverzlun- arstjóri í Hófðakaupstað. f>egar Schram tók að eldast, slepti hann umráðum verzl- unarinnar og reisti pá bú að Höfðahólum, og bjó par um hrið. Síðan fluttist hann að staðnum Spákonufelli, er verið hafði Hólastóls eign, en Schram hafði árið 1820 fengið í maka skíptum fyrir jarðirn- ar Os, Saura og Kálfshamar í Nesjum. Jósef ólst upp hjá móður sinni og stjúpa, og átti hann kost öllu meiri menn- ingar, en pá var títt í bændastjett, enda hafði hann hæfiiegleika til pess að færa sjer pað í nyt. Jafnframt pví vandisthann sjósókn og bændavinnu, og pótti snemma með ötulustu mönnum, til hvers sem var, og hinn mannvænlegasti. f>egar Schram kaupmaður var orðinn gamall, missti hann sjónina, og fór pá ut- an í pyí skyni að leita sjer lækningar, en Jósef tók pá við búi með móður sinni á Spákonufelli, og bjó par siðan. Eigi fjekk Schram bót við sjónleysi sínu, ogkomhann út hið næsta sumar í Siglufirði, fór svo til Jósefs stjúpsonar sins, og var hjá honum unz hann andaðist 27. maí 1839. Nokkru síðar gekk Jósef að eiga ey- firska stúlku |> u r í ð i M a gnúsdóttur Gruðmundssonar og Margrjetar .1 ónsdóttur, og pótt hún væri hvorki fjáð nje stórættuð, kom fram lán hans í pví sem öðru, pví að hún reyndist góð og merk kona, og samtaka honum í öllu pví, er lieyrði til bú- prifnaðar og góðs heimilisbrags bæði gagn- vart heimamönnum og öðrum. Eptir dauða Schrams skiptist Spákonu- fell og hlaut ekkja hans hálfa jórðina í sinn hlut, en hin hálflendan var seld við uppboð. |>ótt Jósef væri frumbýlingur og lítt við efni, rjeðist hann í að kaupa hana, og brátt fjenaðist honum svo fyrir atorku- semi og fyrirhyggju, að honum tókst að borga hana. Hinn helming jarðarinnar eignaðist hann eptir móður sina. Bjó hann síðan á Spákonufelli til dauðadags og reynd- ist búhöldur góður og mikill nytsemdar- maður. Hann varð brátt vel við efni, og hafði pó kostnað allmikinn. Hann átti við konu sinni 5 syni. Tveir peirra dóu í bernsku (J ó h a n n f. 18. ág. 1845 og J ó s e f f. 29. nóv. 1846, er báðir dóu hinn sama dag 27. maí 1850), en prír peirra (J a k o b f. 27. jan. 1843, J e n s f. 19. ág. 1848 og J ó h a n n f. 11. nóv. 1850), hafa komist á legg og pykja nýtir menn. Hann ól önn fyrir móður sinni og tengðaforeldrum, með- itu pehn eiitiot llf (Iiigibjurg Jönsdóltir 27. júní 1843, Magnús Guðmundsson j- 2b. júlí 1846, Margrjet Jónsdóttir f 27. nóv. 1857). Svo hafði hann og allmikinn kostn- að til húsagjörða, reisti sómasamlega timb- urkirkju á bæ sínum að mestu leyti af sínum efnum, húsaði bæ sinn prýðilega, og gjörði par öll hús af nýu vel og rambyggi- lega. Auk pess sem hann var kirkjubóndi var heimili hans i pjóðbraut og fast að kalla við kaupstað, og átti margur pangað erindi pví að hann var bœði hjálpsamurog gestrisinn. Auk pess sem hann stundaði bú sitt með prýði var hann í verzlunarpjónustu haust og vor lengst af æfi sinnar og fórst pað lipurlega og vel af hendi. Hann var sáttanefndarmaður í Yindhælishrepps sátta- umdæmi frá 1853 til 1863, og siðan í Hofs- prestakalls-sáttaumdæmi 1866 til 1873, og pókti hann bæði heppinn í tillögum sinum og laginn að koma á sættum. Hreppstjórn í Vindhælishreppi hafði hann á hendi ásamt Sigurði Árnasyni í Höfnum árin 1842 til 1844, og siðan ásamt J. A. Knúðsen á Hólanesi árin 1854 til 1856. Einnig var hann skipaður hreppstjóri ásamt hinum fyrrnefnda, eptir fráfall Jóns umboðsmanns á Árbakka árið 1859. Leysti hann pað starf af hendi sem aðrar opinberar sýslanir, er lionum voru á hendur faldar, með mik- ilii samviskusemi. Hann var hraustmenni og prekmenni lengst af æfi sínnar. Hiðustu árin var pó heilsu lians tekið nokkuð að hnigna. Eptir stutta legu andaðist hann af lungnabólgu hinn 30. dag júlím. 1877, og skorti pá mánuð á prjá um sextugt. Jósef sál. bauð hvervetna afsjergóðan pokka. Bæði var hánn höfðinglegur yfir- litum, fríður sýnum og vaxinn vel, enda var hann háttprúður maður og kurteis í Jeg horfi á sæ, en sízt er pig að finna, pars situr Rán á pingi byggðum stól, pví andinn sveif til aðalstöðva sinna, og ofar lifir skærri mannheims sól. _____ I /%- ______________■*_„____ Jeg börnum með, að brjósti mjer sem kvaka, er bundin pjer og verð um eilífð svo, sá segulstraumur sveiflast ei til baka, er samtengt getur hjartans vini tvo. Ekkjan.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.