Norðanfari


Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 08.07.1878, Blaðsíða 4
— 76 — og öllum er þekti unaðs fylling. Hún var að fríðleik fremur mörgum systrum samtiða sínum búin; Ijómaði hennar Ijúft af augum gulli betra gjeríi sálar. Yinir foreldrar systkin syrgja samvista slitin fjelags bönd; tárin pvi harma blysin byrgja! brosir pjer móti sælli strönd, fögur þar ríkir farsæld klár, fögnuð ei skiptir stund nje ár. blú er þín kristals klára bráin kætt af eilífri guðdóms sjón, laus er pín önd við liðinn náinn Ijómandi skín á herrans trón; en moldar spretta mun á leir minningar blóm sem aldrei deyr. Yið munum finnast vina kæra vinskapar minnast forn á heit, aldrei hvar linnir yndi væra elskanda tvinnast faðmlög heit! horfm er sinni hryggð og prá, heilagra kynnis löndum á. S. J>. Björnsdóttir. f (íróa Jónatliansdéttir, (fædd í Miðópi 6. júlí 1858, dáin samastaðar 26. des. 1877). Allt er hverfullt sem yndi kann veita oss í heimi pað sanna jeg má; nndin svíður í hjartanu heita 'hretið dauðans skyggir nú á; fölnar blóm nsov bana fer yfir andi fylgir harmur og sárt tregar önd, frænda og ástvina bliða sambandi 'bundið hafði Guðs nákvæma hönd. f>að er grátlegt pá gullfögur blómin sem glóðu yndælu lífsvori á, verða pungbærann dauða við dóminn döpur hniga’ og fölna sem strá! getur nokkur glöðu með hjarta: góðra ástvina legstaði sjeð? nú vjer hljótum að kveina’ og kvarta pá krjúpum við að peirra nábeð! Titrar, hjarta, tár niður streyma titt af augum mjer, brjóstið er preytt: pví að hingað rjeð sorgarfrjett sveima að sje hún liðin er unni jeg heitt; Gróa, Jóijathans dyggðauðug dóttir dauðans hnigin i faðmlög nú er banasigð hans særir opt dróttir; Sárið fimmta nú veitt hefir mjer! Fullra 20 ekki var ára, er hún gleðileg jól hreppa vann ber pví margur sorgina sára, sem einn græða lausnarinn kann; tzregar höldur og húsfreyan kæra hina elskuðu dóttir, sem bar glaðlynt hjarta’ og gáfnaljós skæra, til gleði öllum á heimili var. Drenglynd, hugvitssöm, hjartagóð meyja hún var öllum sem neyð prengdi að, kjæta og hugga pann hryggðin rjeð beygja hennar gleði’ og yndi var pað, gáfuð höfðingleg, hún opt að gætti högum nauðstaddra tillaga góð, greindra foreldra geðsmuni kætti; sem grátandi preyja sitt elskaða jóð. Jeg kveð pig Gróa með elsku í anda, englum fegri nú Ijómar pin sál; komin fullsæl til lífsins ert landa laus við andstreymi heimsins og tál: vona jeg staðfast að finna pig friða, frelsisstund pegar upprennur mín, ó hvað farsæla, ánægða blíða, eilíf par sem að dýrðarsól skín! J. Th. d. t Wuðrún Sigurðardóttir. Að sjá pig hniga’ í dauðans djúp mitt dýra augna-ljós, að sjá pig falda feigðar hjúp, in fagra æsku-rós, að sjá pig festa bana-blund, in blíða, ljúfa mær, pað sló mjer djúpa angurs und, er aptur síðla grær. Og pegar bana-bikar pinn eg borinn að pjer sá. f>að var mín bæn, og vilji minn, að viki hann pjer frá. En frelsi gazt ei fagnað pú ef fengist hefði pað; svo við pað kannast verð eg nú: ■eg vissi ei hvers eg bað. Ef himnafaðir lengra líf pjer lánað hefði, en mjer, og mitt í heimi hinnsta kíf mig hrifið burt frá pjer: pað fundi okkar fresta hlaut í friðar- tryggri -höfn; og pín mjer hulin pá var braut um prungna heimsins dröfn. J>að huggar mig, að heimsins tál pjer hættur engar bjó. |>ín ung og hrein og óspillt sál á engil-vængjum fló af sorga-fróni í friðar-heim, hvar frelsissólin skín. Og unaðskjörum æðstu peim tiú önditi fagi<#>r pín. En pú sem mæra móður-ást í móður- lagðir -brjóst; pú einn minn söknuð allan sást; pjer allt mitt böl er ljóst; pú lætur dvína stundar stríð nær stundin komin er; eg hef pá von, að huggun blíð á himni geymist mjer. Æ! sof pú blíða barnið rótt. Eg ber pinn söknuð enn. Mitt líf er dimm og döpur nótt, en dagur ljómar senn. Já senn mun koma sælli tíð, pví senn eg kem til pin; og pess nú örugg búin bíð, að brotni fjötur mín. Friðrika Kristjánsdóttir. Crullhrúðkaup. J>areð pað má teljast eitt með pvi fá- gjæta að menn gegni nokkurri köllun í 50 ár, og pví heldur ef pað er lengur, pykir tilhlýðilegt pegar svo ber til, og sá er hiut á að málí hefir staðið sóma samlega i stöðu sinni, að pað sje opinberlega tilkynnt al- menníngi, hlutaðeigandi til verðugs hróss og öðrum til góðs eptirdæmis að pví er verða má. Jpetta gefur tilefni til, að jeg sendi yður heiðraði ritstjóri Nf. eptirfylgjandi línur, í peim tilgangi, að pjer takið pær í blað yðar. Fleirstir, bæði innlendra og útlendra er hafa ferðast um hinn fjölfarnasta pjóð- veg, er liggur pvert yfir ísland, munu minn- ast pess, að leið peirra hefir legið fram hjá peim fagra og alkunna kirkiu- og bústað Bólstaðarhlíð austast í Húnavatnssýslu. J>eir munu einnig minnast pess, að peir á pessum góðfræga stað hafi jafnan fyrir hitt sömu gestrisni í veitingum pess er við hefir purft samfara blíðu og kærleiksriku viðmóti, sem búendum staðarins er svo eiginlegt. í>að eru nú pegar liðin 50 ár frá pví að pau góðfrægu hjón, K 1 e m e n z Klemenzson og Ingibjörg |>or- leifsdóttir fluttu að Bólstaðarhlíð. Hafa pau í ýmsu tilliti mátt heita fyrir- mvnd ánnara, svo sem, pegar litið er tíl pess, ao Bólstarðahlið með tilheyrandi kirkju- jórðum er gróðafje peirra; pau hafa alið sómasamlega upp börn sín; veitt heiðarlega móttöku hinum mörgu gestum sínum, er afstaða heimilins hefir knúð til að leita pangað fremur en annars skjóls og endur- næringar. Klemenz hefir með eigin hönd- um byggt upp bæ sinn og kirkju, auk húsa og margs annars er hann hefir smíðað á öðrum stöðum, sem en nú ber ljósan vott um hagleik hans og dugnað, Sem sveitar- fjelagsmaður hefir hann jafnan veitt mikinn styrk með fjárframlagi; og með greiðasemí og siðprýði hafa pau hjón áunnið sjer elsku og virðingu allra er til peirra pekkja. Árið 1876 áttu sýslumaður B. E. sál. Magnússon og páverandi hreppsnefndar- oddviti í Bólstaðarhlíðarhrepp tal með sjer um, að pað væri tilhlýðilegt, að helztumenn hreppsins ásamt nánustu ættingjum og vin- um peirra Bólstaðarhliðar hjóna, sýndu peim einhvern vott pakklætis og virðingar á pví ári, pareð pað væri hið 50. hjónabandsár peirra. Yarð pvi að samkomulagi að sýslu- maðurinn skyldi útvega pann hlut, er peim væri virðing í að pyggja að gjöf frá vina- höndum, og fá helztu ættingja og vini, um- ræddra hjóna, í Svínavatnshrepp til að styðja fyrirtækið; en oddvitinn átti að standa fyrir fjársamskotum hinna merkari manna í sínum hrepp, til að kaupa gripinn með. Eptir hið liastarlega fráfall sýslumannsins, kom 1 Ijós að hann ekki hefði verið búinn að útvega hina áminnstu heiðursgjöf. En par hin sama tilfinning lifði í brjóstum Bólstaðarblíðarhreppsmanna, hlutuðust peir um að fyrirtækið fengi framgang, sem ekki gat orðið fyrr en ári siðar, eða pann 9. júní 1877. J>egar hlutaðeigendur heiðursgjafar- innar komu að Bólstaðarhlíð til að leysa af hendi gjöfina, voiái synir peirra hjóna viðbúnir, að taka á móti gestum peirra. ~Var p«.3 sparað or pnrfa }>ókti til að gleðja og hressa með. Hin heiðruðu hjón settust á brúðarbekk i annað sinn, án efa, með pakklætis- og gleðitilfinningum í brjósti sjer við endurminningu peirra 51 árs, er pá voru liðin frá pví, að pau sem regluleg brúðhjón bundust hinum helgu böndum hjúskaparins. J>að var sannarlega gleðilegt að sjá hin aldurhnignu hjón í brúðar skarti sinu, enn nú eins og með æskufjöri og hvernig sakleysið og blíðan speglaði sig á andliti peirra. Eptir að allir hlutaðeigendur samkvæmisins — auk marg- ra annara — voru komnir, utan viðkomandi sóknarprestur St. M. Jónsson á Bergstöðum, er vegna sjerstakra orsaka, ekki gat prýðt samkvæmið með nærveru sinni skipuðu menn sæti. Var pvínæst sungin sálmur, er hinn góðkunni gáfnamaður Guðmundur Jónsson á Brún hafði kveðið til peirra hjóna á gullbrúðkaupsdegi peirra. Að pví búnu flutti sjera Markús í Blöndudalshól- um ræðu (án blaða). Meðan á henni stóð, afhenti sýslunefndarmaður Guðmundur Gísla- son á Bollastöðum heiðursgjöfina, gylltan sílfurbikar með pessu letri : „V i n a g j ö f á gullbrúðkaupsdegi hjónanna: K1 emenz Klemenzsonar og I ngi- bjargar f>orleifsdóttur 187 6“. Eptir að sjera M. hafði lokið ræðu sinni, flutti prófastur sjera Jón þórðarson á Auð- kúlu mikið fagra ræðu, sem gjörði athöfn pessa mjög hátíðlega. Að henni lokinni, var en sungin sálmur eptir Guðmund á Brún. J>egar athöín pessi var á enda, drukku menn og skemmtu sjer siðsamlega, pað er eptir var dagsins. Klemenz er nú 84 en Ingibjörg 74 ára að aldri. í hjú- skap og búskap hafa pau lifað 52 ár. Bæði eru pau enn heilsugóð og sístarfandi. Fr. Fjármark Kristjáns ívarssonar á Fornhaga í Skriðuhrepp í Eyjafjarðarsýslu: hvatt hægra, biti framan; sýlt vinstra fjöður framan. Brenni- mark: K r. í v. Eigandi og ábyrgðarm,: Björn Jónsson. Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.