Norðanfari


Norðanfari - 02.08.1878, Blaðsíða 3

Norðanfari - 02.08.1878, Blaðsíða 3
— 79 — fvi, gaf jeg 'sýslumanninum í brjeflnu til vitundar, að jeg hefðí brúkað markið á geitpening, sauðfje og liross síðan að bókin yfir mörk jþingeyjarsýslu 1866 kom út, og að petta væri hægt að sanna, en svar upp á nefnt brjef er en ókomið. Jeg vil leyfa mjer að spyrja J. B. að, hvar pað mundi lenda ef fmgeyingar og Eyjafjarðarsýslu- búar, sem sammerkt eiga, færu að kalla hverjir af öðrum og pað án röksemda og sannana, pað fje er hvorutveggju vantar á haustum af fjalli. og fast hafði maðurinn um árið átt að halda í kollóttu gimbrina. Fremur segir J. B. að jeg njóti afurðar sauðsins, en ekkjan og börnin líði skaðan, eigi nú pessi meðaumkan herra J. B. við ekkjuna og börnin að vera sprottin af elsku og hjálpsemi við munaðarlausa, pá sanni hann kindina löglega ekkjunnar eign, er pá andvirði kindarinnar eins og áður er getið á reiðum höndum. Loks endar J. B. greinina með pví hæðnis svari að halda mig frómlyndan, og pað sem yfir tekur um pann mann, að hann telur sig kunningja minn. Nei ólán mitt er meira enn svo, að geta átt herra Jón Björnsson fyrir vin, en um frómlyndi mitt ætla jeg góðum mönnnum að bera um hvert jeg hefi sett míg út með að hafa út fje með undirhyggju og kjænsku eða hvert jeg sökum prjáls og óstands hafi veðsett eignir mínar og orðið fyrir pað að tapa peim rjetti, er góðir meðborgarar eiga í pví að halda óskertum kjörgengis- og kosningar- rjetti, um petta vil jeg eiga vottorð hjá góðu fólki. Skyldi nú nokkur eiga pátt i pessari afmálan, fyrir hvað ekkjur og fá- tækir kynnu að hafa liðið tjón, ættu að hafa litið áður í pann spegil, sem peir sæju mynd sýna í, svo að peir ekki færu að eins og farisearinn, sem rjettlætti sjálfan sig en dæmdi tollheimtumanninn. Lesendur góðir! veljið ykkur vini af grein Jóns Bjarnarsonar!! Skrifað á gamlaársdag 1877. Sigurjón Magnússon á Hallbjarnarstöðum. Útlendar frjettlr. Kaupmannahöfn, 26. maí1 1878. Enn pá verður eigi fyrir sjeð hvort friður verður eða styrjöld milli Bússa og Englendinga. Yorið hefir gengið með samn- ingum og friðartilraunum, kröfum og gagn- kröfum, en lítið hefir gengið saman. Opt hefir verið friðlega talað, en annað er að sjá og heyra af fyrirbúnaði beggja. B,úss- ar hafa dregið að sjer lið suður eptir og komið nýjum hersveitum á fót, enda hafa peir purft að bæla niður uppreistir í Búlg- aríu, og Tyrkir eru heldur ekki af baki dottnir, pað er sagt að peir hafi nú um 250 púsundir vopnaðra manna. J>eir hafa og dregið að rýma vígi nokkur fyrir Bússum sem peir skyldu gjöra eptir pví, er áskilið var í friðnum. Englendingar hervæðast og í ákafa; peir smíða ný skip og gjöra við hin gömlu og senda pau til Miðjarðarhafs- ins. |>að hefur og verið talað um að senda flota til Eystrasalts. Meiri tíðindum pykir sæta, að peir senda lið austan af Indlandi °g láta pað bíða boðanna á Möltu. Lið pað er hið vígmannlegasta. Er nú allmikið skipt um í heiminum par sem Indverjar stefna til Makedóníu og Grikklands hins forna, Alexander mikla hefir varla órað fyrir pví. Mörgu er spáð um hvernig fara muni, *) |>ó frjettabrjef petta sje skrifað 26. maí, pá fengum vjer pað eigi fyrr en með 2. ferð Díönu frá Khöfn, 25. júlí. Ritstj. I ef til ófriðar kemur og eru pá borin sam- an föng beggja. Bússar liafa meiri landher og er illt að sækja pá frá sjó, eins og reyndist í Krímstríðinu síðast, en Englend- indar hafa mestan styrk af flota sínum, en landher minni. Fjárhagur Bússa er slæm- ur, en Englendingar hafa nóg fjeð, pó að miklar sjeu skuldirnar. Stríðið síðasta hef- ir orðið dýrt Rússum, og síðan pví lauk hafa peir orðið að halda pessum liðssafnaði, til pess að vera við öllu búnir. Margir hyggja pví að Englendingar hafi með vilja dregið allt á langinn til pess að hagur Rússa yrði svo bágur að peir hefðu ekki ráð á að halda út í nýtt stríð og yrðu að ganga að kostum Englendinga. Auk pessa hefir lið Rússa týnt tölunni við sóttir og faraldur. Annað er pó, ef til vill, verra fyrir Rússa og hættulegra, ef til striðs kæmi, og pað er óánægjan, æsingarnar inn- anlands. í Rússlandi er ekki pólitískt frelsi og pað sem verra er, er, að persónu- legt frelsi opt er fótum troðið. Hið leyni- lega lögreglulið er hin bezta stoð stjórnar- innar. Njósnarmenn pess og pefrakkar eru um allt Rússland. J>ó að dómstólarnir dæmi menn sýkna, er peim eigi alltaf borg- ið við pað, lögreglustjórnin ofsækir pá stund- um jafnt sem áður. Jpar sem svo er ástatt koma jafnan upp leynileg fjelög og samsæri mót stjórninni, og er nóg af peim í Búss- landi. Menn pekkja lítið til pessara flokka, peir eru almennt nefndir níhilistar (nihil == ekkert) og lýtur pað nafn nokkuð til pess að peir eru trúlausir. Fái Rússar skell af Englendingum, búast menn við ó- eirðum frá peim, pví að ekki er föðurlands- ástinni fyrir að fara. Englendingar eiga lika mikið á hættu við stríðið. Indland hefir aldrei verið tryggt, og ef Rússar senda her pangað, kynnu margir höfðingjar par að ganga í lið með peim. J>ó að ekkert yrði af pví, pá getur pað samt verið áhætta fyrir Englendinga að senda indverskan her og nota hann móti Rússum, pví að einmitt við pað æfist herinn og finnur betur til sín, og kann að sjá, sem vonlegt er, að Indland er ofgott og ofstórt land, til pess að vera sel og fjepúfa ensku prangaranna. Nýlega hefir Schuwaloff sendiherra Rússa í Lundúnum farið til Pjetursborgar með erindi frá Englands-stjórn, nú er hann snúinn aptur til Lundúna og vita menn eigi gjörla enn pá hvað hann hefir afrekað, en ensku blöðin telja nú friðarvon og segja að málnm sje miðlað pannig, að rikjafund- ur komist á, sem ræði um friðinn í San Stefano, en eigi vilja Bússar gjöra hann marklausan. — jprátt fyrir petta búa Rúss- ar nú út víkingaskip til pess að ræna og taka upp verzlunarskip Englendinga. Stjórnin kveðst par hvergi nærri koma, en Nikolás keisarasonur hefir pó pakkað forsprökkun- um fyrir tiltækið; en illa pykir pað sæma siðuðum mönnum, að gjöra út kussara og reyfara á vorum dögum, Hvernig sem fer, pá er líklegt að innan skamms verði annað- hvort stríð, eða að málið komi í gjörð á ríkjafundí. J>ó að hann komist á, er samt eigi sjeð fyrir endann, pví að vel getur ris- ið upp úr honum styrjöld og annar ófögn- uður. |>að bar til í Berlín pann 11. p. m., að maður nokkur skaut tvö skot á Yilhjálm keisara, en missti hans. Keisarinn sat í vagni sínum á heimleið til hallarinnar, og var dóttir hans ein með honum. Keisaran- um brá ekkert, og heilsaði hann hvað eptir annað fólkinu, sem ekki linnti fagnaðarlát- um og gleðiópum fyrir framan höllina, pví að flestir j>jóðverjar elska keisarann, sem peir kalla „öldunginn“. Keisarinn er nu kominn yfir áttrætt og voru pví margir hræddir um, að petta mundi hafa ill áhrif á heilsu hans, en ekkert bar á pví, enda er hann orðinn vanur við petta. j>að hefir vist verið skotið á hann tvisvar áður. Sá er skaut, heitir Hödel, hann er pjátrari frá Leipzig, ungur maður um tvítugt, Hann stóð fast á pví að hann hefði ætlað að skjóta sjalfan sig, en farizt svona slysalega, en margir sáu að hann miðaði á keisarann. j>að varð fljótt uppvíst að Hödel var af flokki sósíalista, en beinlínis eiga peir víst engan pátt í tilræðinu, og óbeinlínis eru peir sekir, par sem peir í ritum sínum lofa pað, sem gott verk, að drepa konunga og landsdrottna. Sósíalistar eru mann- margir á þýskalandi. j>eir hafa mörg blöð og tímarit, nokkrir pingmenn eru sósíalist- ar; peir hafa haft fullkomið prentfrelsi og fundafrelsi, hvaða óhæfu sem peir hafa rætt og ritað um. j>egar Bismark frjetti banatilræðið, telegraferaði hann strax til Berlínar, að nú pyrfti að taka í taumana hjá sósíalistum, og ráðaneytið samdi í skyndi lagafrumvarp um pað, að takmarka mjög ritfrelsi og málfrelsi sósíalista og refsa harðlega æsingum peirra. Skyldu pau lög standa í 3 ár. — j>ingmönnum pótti of fljótt undið að pessu og pó að peir könn- uðust við hvaða átumein sósíalistar væru í mannlegu fjelagi, póttu peim lögin ísjárverð og kvíða pví að pau mundu alls eigi ná tilgangi sinum. Frumvarpinu var pví hrund- ið með miklum atkvæðamun. j>ann 1. maí hófst gripasýningin í Par- ís. Mest ber par á gripum Englands og Frakklands. j>ar eru gjafirnar, sem höfð- ingjarnir á Indlandi gáfu prinsinum af Wales í austurför hans, eru pær dýrar og fagrar. IJndrun pykir sæta hve fljótt Frakkar hafa náð sjer eptir styrjöldina miklu og fjárútlátin til j>jóðverja, og má par sjá krapt og blessun hóflegs frelsis. — Nokkrir hafa farið fram á að halda al- menna pjóðhátíð á Frakklandi í minningu Voltaires pann 30. maí næstkomanda, pví að pá eru 100 ár liðin frá dauðadegi hans. Um leið vilja pessir menn gefa út safn og samtíning úr ritum hans, par sem hann hefir svívirt Krist og kristna trú mest og verst, og vilja peir koma pví í hvers manns eign á Frakklandi. j>eir segja: Yoltaire hafði eigi virðingu fyrir neinu, og pví eig- um vjer að bera virðingu fyrir honum. Klerkar setja sig á móti pessu ráðalagi, og stjórnin tekur í sama strenginn, enda væri mannkynið pá illa heillum horfið, ef pað bæri lotningu fyrir peim einum, sem ekki hafa borið lotningu fyrir neinu. j>essir menn mega annars reiða sig á, að væri Voltaire uppi nú á dögum, pá mundi hann verða fyrstur manna til pess að hæðast að heimsku og hjegóma róstudólga pesssarar aldar. Ur Bandafylkjunum koma pær fregnir, að í sumar muni kommúnistar par gjöra uppreist. Kommúnistar vilja hafa sameign fjár og kvenna með fleiru. En sameignin, eða fjárjöfnunin, er hið sama og engin eigi neitt, og allir fari á höfuðið. Hjeðan úr Danmörku er fátt að frjetta. j>ingmenn ferðast um og halda fundi með kjósendum sínum, nú eigast hægrimenn og vinstrimenn lítið við, en fullur fjandskapur er milli hinna óvægri og hinna spakari vinstrimanna. Berg siglir liáan vind og talar digurmannlega að vanda, honum er pað líka óhætt, par sem hann er i minni hluta, og veit, að hann parf ekki að fram- kvæma pað í verki, sem hann mælir. Nú hefir hæstirjettur pann 7. p. m. dæmt, að konungur og ráðgjafi hans hafi haft fullt vald og leyfi til pess að skipa Jón ritara dómara og lögreglustjóra í fjár- kláðamálinu. Sá dómur er pvert ofan í dóm landsyfirrjettarins, sem áledt að pessi skipuu ráðgjafans væri gegu stjórnarskránni,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.