Norðanfari


Norðanfari - 02.08.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 02.08.1878, Blaðsíða 4
— 80 — Morgunblaðið danska hefir ritað vel samda grein um petta, og sýnt fram á, hversu örðugt íslendingar eigi að ná rjetti sinum fyrir hæstarjetti. Morgunhlaðið er oss vin- veittast af dönskum blöðum og tekur mest svari voru, en pess ber að gæta, að pað jafnan um leið skammar Estrúp og Nelle- mann og ráðaneytið, sem nú er. Liggur pví ekki nærri að ætla, að Morgunblaðið nöti Tslands-mál til pess að geta borið sak- ir á ráðaneytið, og áhugi pess á málum vorum sje að mestu leyti af pví sprottinn? — Jafnan koma brjef frá íslandi til Morg- unblaðsins og væru pau sannorð og rjett- sýn ætti höfundur peirra pakkir skilið, en pví er eigi að fagna; pau eru mest um fjárkláðamálið með pungum áburði á Jón ritara og ails eigi sönnum. Auk kláðamáls- ins er mikið rætt um skólann, og er vel og lieppilega fundið að reglugjörðinni nýju og aðferð alpingis og landshöfðingja við hinn valinkunna umsjónarmann skólans, sem svo ágætlega hefir gengt sinni vandasömu stöðu, en skólastjóra er að parflausu valin ill orð og ósönn ámæli, og svo er um fleiri. Landshöfðingjanum er líka borin illa sagan og mun par sem viðar hvorki ping nje pjóð vera sammála hinum heiðraða brjef- ritara; aptur á móti er yfirkennari H. Kr. I'riðriksson lofaður. — Nú sem stendúr srtur Larsen ritstjóri Morgunblaðsins í varð- haldi fyrir greinir móti Estrúp og ráða- neyti hans; Larsen á að sitja par í 4 mán- uði og pótti dómurinn harður. |>ess má geta, að íyrir fám dögum síð- an brann að mestu 'höll Tyrkjasoldáns. Engir stórmerkir menn hafa dáið ný- lega, og yfir höfuð er fremur tíðindafátt, en við mörgu má búast. [Nýrri frjettir i næsta blaði]. Innlen(Iar frjettir. Að pví leyti, sem frjetzt hefir hingað að undanförnu, hefir veðuráttan um land allt mánuðum saman verið hin æskilegasta og grasvöxtur í betra og bezta lagi, einkum á votlendi og flæðiengi; aptur er sumt harð- velli og hólar sagt graslítið og brunnið. Nokkrir eru pegar búnir að fá töluvert af útheyi og nokkrir meiri og minni töður í garð, hlöður eða tóptir, og pað með beztu verkun. málnyta er sögð með betra móti, og hefir pó sumstaðar verið kvartað um ó- spekt i kvífje, sem menn kenna hitunum er gengið hafa. Einnig hefir verið kvartað i nokkrum stöðum hjer fyrir norðan um mik- inn mýv.arg, sem kvað gjöra skepnur sem ærar og spilla málnytu. — Fiskafli hefir nú um hálfsmánaðartíma verið svo að kalla enginn hjer fyrir norðurlandi, valda pví meðfram 'heyannir, svo að róðrum hefir lít- ið orðið sinnt og pá stundum að góða beitu hafi vantað, síld eða smokkfisk. Annars kenna menn fiiskaflaleysið um pennan tíma, liinum mikla sæg af útlendum fiskiskipum, er sem víggirða landið og pað uppá grymnstu fiskimiðum, svo mikið af fiskaflanum tekur umdan (t. a. m. voru hjer fyrir skömmu sið- an 50 duggur millum lands og Grímseyjar). — Hákarlsaflinn er hjá fleirstum, er hafa leitað hans i vor og sumar, sárlitill, t. a. m. 1—2 tunnur lýsis í hlut; aptur hafa nokkr- ir aflað meira og minna á annað hundrað tunnur áf lifur á skip. Alls eru nú komn- ar í vor og sumar hjer á land að bræðsla- húsunum 1,661 tunna lifrar, hjer umhelfm- ingur við pað, sem vanalega hefir aflast að undanfömu. Aflaleysi petta kenna menn liafisnum, sem enn er hjer norðan fyrir landi ýmist grynnra eða dýpra, og fyrir skömmu á utanverðum Húnaflóa inn fyrir íleirhólma á Hornströndum, og svo í ann- an stað hinum mikla niðurburði af selskrokk- um, er selveiðamenn, sem í vor venju fram- ar höfðu veiðistöðvar sínar í ísnum hjer undir landi, hafa fleygt par í sjóinn. Heilbrigði manna hefir yfir höfuð verið með betra móti og fáir dáið nafnkenndir, nema húsfrú Margrjet Einarsdóttir, kona stórbóndans herra Árna Sigurðssonar í Höfnum á Skaga, 15. f. m., eptir langvinn veikindi, og 22. f. m. Eriðfinnur gullsmiður forláksson, er lengi hafði átt heima hjer í bænum. Hann var orðinn 55 ára gamall og hafði aldrei kvænst. Hann var talinn hjer á landi meðal hinna högustu og vand- virkustu í handiðn sinni (hann hafði líka lært og stundað handiðn sina 6 ár erlendis), ráðvandur og háttprúður, skemmtinn í við- ræðu og kurteis. Seinustu æfiár hans, fór hann að verða sjóndapur, sem jðkst svo, að hann varð blindur; hann sigldi pví til Kaupmannahafnar að leita sjer lækningar, og dvaldi par veturínn 1876—77; fjekk hann pá nokkra sjón aptur, svo að hann ga't enn af nýju stundað smíðar sínar, er ekki voru pví sjónvandari. — J>egar láts síra Jóns Blöndals var getið hjer að fram- an í blaðinu, vissum vjer óglöggt hvenær pað hafði borið að, en nú höfum vjer síðan sannfrjett, að pað var síðla dags hins 3. júní pessa árs. — Vjer höfum pá og pá ætlað að segja frá pví hjer í blaðinu, að í vor sem leið, 5. apríl, ijetzt af meinlætum í í Reykjavik frú Elín, kona herra sýslu- manns E. Th. Jónassens að Hjarðarholti, ein af börnum Magnúsar sál. Stephen- sens, kammeráðs og sýslumanns að Yatnsdal í Eljótshlíðarhrepp og Rangárvallasýslu. Allir, sem pekktu pessa höfðingskonu, luku upp einum munni um pað, að hún væri af- bragðs vel gáfuð og menntuð og að pví skapi að sjér í Öllum hannyrðum, og sem húsmóðir, einhver hin duglegasta og stjórn- samasta, svo að hennar líkar mundu vera fáir hjer á landi. - „Betra er seint en aldrei“, og svo er í tilliti til pess, að ekki hefir verið getið um i blaði pessu, að herra kand., læknir Ari Arasen á Elugumýri, var í vor af konungi vorum sæmdur Canselliráðsnafnbót og herra propriet., alpingismaður Ásgeir Einarsson á fingeyrum heiðursmerki dannibrogsmanna, og heldur ekki að Tjarnarbrauð í Svarfað- ardal, er veitt sjera Kristjáni Eldjáni [>ór- arinssyni á Stað í Grindavík- nje pess, að sjera Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað sje orðinn prófastur í Suður-[>ingeyjarsýslu, í stað sjera Benedikts prófasts Kristjáns- sonar á Múla, er sagt hefir prófastsembætt- inu af sjer. Vöruverð á Akureyri 31. júlí 1878: 200 pund af rúg kosta 20 kr., 200 pund af grjónum eða B. B. 30 kr.. 200 pd. af baunum 26 kr., 1 pd. af hálfgrjónum 16 til 17 aura, 1 pd. kafii 1 kr. 8 aura, 1 pd. kandís 55 aura, 1 pd. melis 50 a., 1 pottur brennivíns 75 a., 1 pottur messuvíns 80 a., i pd. munntóbak 2 kr. 20 a., 1 pd. neftóbak 1 kr. 50 a., 1 tunna af smásalti (Liverpool) 6 kr., 1 tunna af ofnkolum 5 kr. 1 puná smjörs 50—60 a., 1 pd. tólg 35 a., 1 skpd. eða 4 vættir af saltfiski 32 til 41 kr. 60 a., 1 skippund af hörðum fiski 32 til 50 kr., 1 pd. af hvítri ull 85 a., 1 pd. af svartri ull 60 a., 1 pd. af mislitri ull 60 a., 1 par af tvíbands-gjaldsokkum 75 a., 1 par af tvípumluðum sjóvetlingum 20—22 a., 1 par fingravetlinga 50—60 a., 1 tunnarporskalýsis 40 kr., 1 tunna hákarlslýsis 46 kr. Auglýsingar. Hinn 28. ágúst næstkomandi, verður haldinn aðalfundur hilis eyflrzka áhyrgð- arfjelag'S, og verðúr pá meðal annars íleira, tekin til umræðu pessi málefni : 1. Að í ábyrgðargjald af skipunum verði framvegis goldið tiltekið fyrir hveru mánuð sem pau eru úti til veiða, og að mánaðargjald petta verði mismun- andi eptir pví á hvaða tíma skipin eru úti og í hvaða flokki pau eru. 2. Að ábyrgðarfjelagið framvegis verði hlutafjelag með föstum höfuðstól, og að hver hluteigandi hafi skaða og ágóða eptir pví sem hann leggur fje til í höf- uðstól fjelagsins, En fái pað ei fram- gang, pá 3. Að engin af peim sem hefir skip í ábyrgð skuli framvegis purfa að eiga meira fje í sjóði fjelagsins en J/4 af upphæð peirri sem hann hefir í ábyrgð, og skal stjórnarnefndinni falið á hendur að koma pessu i lag sem fyrst verða má. Akureyri, 22. júlí 1878. Stjórnarnefndin. Til sölu: „Sálinasöngsbók með prem röddum, eptir Pjetur Guðjóns- s o n“. Verð bókarinnar er 4 kr. í kápu. Frb. Steinsson. Ef nokkur hjer í nærsveitunum á. góða kú, snemm- eða tímabæra og eigi eldri en 4 til 6 vetra, sem liann nú í sumar eða- haust vildi gjöra fala, gegn borgun eptir samkomulagi, pá vildi jeg mega vita, í hvað mikla nyt hún er vön að komast unr burð og á sumrum, og hvort hún mjólkar- góðri mjólk eða ekki, er nytsöm eða lang- stæð; einnig um pað hvort hún er heyvönd eða ekki, og hvort hún hefir eingöngu van- ist töðu eða útheyi samanvið, og hvort að hún að öðru leyti sje gallalaus. Ritstjóri blaðs pessa segir til hvor jeg er, sem viL kaupa kúna. T>ann 16. p. m. fundust peningar á hlaðinu framundan Benediktsbænum (utan við brunninn) hjer á Akureyri, sem geymd- ir eru hjá undirskrifuðum, til pess eigandi vitjar peirra, borgar fundarlaunin og aug- lýsing pessa. Akureyri, 18. júlí 1878. Jóhánn Eyjúlfsson. Hinn 13, p. m. fannst á hlaðinu fram- undan Poppshúsunum hjer i bænum, belgur með ýmsu niðrí, sem eigandi má vitja hjá undirskrifuðum, gegn fundarlaunum og borgun fyrir auglýsing pessa. Akureyri, 20. júlí 1878. Sigurður Pjetursson. {>ann 22. júlí næstl., fannst í verzlun- arbúðinni á Oddeyri (í farangri Pjeturs bónda Pjeturssonar á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd), skjóða með kaffi og sykri í, sem geymd er hjá ritstjóra Norðanfara, par til eigandi vitjar og borgar auglýsing pessa og fundarlaunin. Fjármark Odds Kristjánssonar á Kolgerði í Grýtubakkahrepp: hamarskorið h., tvístýft fr. vinstra. Brm.: Odd K.. Ejármark Gottskálks Eriðbjörnssonar á Gröf í Öngulstaðahrepp; sýlt, fjöður fr. hægra; sýlt, ijöður aptan vinstra. Brennimark: 7. 6. Brennímark Friðbjarnar Friðrikssonar á Austari-Krókum í Hálshrepp í þingeyjarsýslu : F. F r i ð,- Eigandi og ábyrgðarm,: Björn Jónsson Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.