Norðanfari


Norðanfari - 05.04.1879, Síða 4

Norðanfari - 05.04.1879, Síða 4
36 — við kláðasvæðið höfðu stöðugar gætur á Jiví, hvort kláði væri kominn í fjeð, eiga ýmsir að sögn að liafa fundið á fjenu stóra maurategund, sem eigi orsakaði neinn reglu- legan kláða. — J>ótt margir hafi efast um, að pesskonar maurasögur væru sannar, pá eru þær pó alls eigi ósennilegar, eins og menn geta sjeð af pví, er jeg hef sagt hjer að ofan. En fróðlegt væri að vita, hvaða maurategundir hjer er um að ræða, og væri pví æskilegt, að peir, er finna pess- konar maura á fjenu, vildu senda mjer nokkra peirra í litlu glasi með góðum tappa i. Sn. J. fakkarávðrp. Tnnilega hrærð af skyldugustu auðmjúkri pakklætistilfinningu finn jeg mjer hjermeð skylt að votta heiðurs hjónunum óðalsbónda Jónasi Jónssyni á Látrum og konu hans Eliná Halldórsdóttur, innilegasta hjartans pakklæti mitt, fyrir alla pá mannelskulegu aðhjúkrun og liðsinni, er pau svo fúslega i sjerhverju tilliti, leituðust við að sýna mjer og manni niínum sál. alla pá tíð er hann lá par banalegu sína, er pau í ýtrasta máta spöruðu engann tilkostnað nje fyrirhöfn, með að útvega og láta allt pað i tje, er peim hugkvæmdist að gæti orðið hinum pjáða til bóta eða Ijettirs; og pess utan tóku hina mannelskufyllstu liluttekningu í hinum sárt að prengjandi kjörum mínum, með alskonar ijúfmannlegustu viðbúð, meðliðun ogvelgjörð- um allann pann tima er jeg dvaldi par; sömuleiðis sýndu börn peirra og hjú allt pað gott sem i peirra valdi stóð, pessum kringúmstæðum viðvíkjandi; og loksins að mæðu pessari afstaðinni, vildu hin upphaf- lega áminstu heiðurshjón ekki heyra nefnt svo mikið sem eins eyris endurgjald auk- heldur meira, fyrir allann pann kostnað, mæðu og fyrirhöfn, er kringumstæður pess- ar höfðu pó punglega bakað peim. Sömuleiðis finn jeg mjer einnig skylt, að votta hjer með heiðursmanninum Hall- dóri Jóhannssyni bónda á Grimsnesi alúðar fyllsta pakklæti mitt fyrir alla pá mann- kærlegu hluttekning er hann vottaði í pessum sorglegu mæðukjörum mínum, með fleiri fyrirhafnar sömum ferðum, ekki ein- asta sjálfur, heldur og ástundum með mönn- um sinum, um hæsta annríkis tíma sjer til töluverðs baga, við meðala útvegun hans handa hinum veika,' án pess að beiðast eða taka nokkurt endurgjald par fyrir. Hvers vegna að jeg hjer með, að end- ingu af jnnsta og einlægasta hrærðu hjarta, pakka öllum hjer nefndum nauðhjálpar mönnum minum, sjer í lagi fyrir allar pær gjafir og mannúð er peir svo ljúfmannlega ]jetu mjer i tje og sömuleiðis öllum öðrum, sem á einhvern hátt hafa ljett undir mína pungu mæðu byrði, og óska af hrærðu hjarta, að allsráðandi almáttugur Guð um- buni peiin rikulega með náð sinni og bless- un, bæði bjer og siðar. fynr alla pá mann- elsku, liðsinni og velvild, er mjer af peím hefir verið auðsýnt. \ Hóli í þergeirsfirði, 7. jan. 1879. Ingibjörg Jónatansdóttir. * * * Sígur mjer sorti að auguna, pví sært hefir hjartað, Alföðurs algóða höndin, ógn bitru sári, blóðund sú blædir til dauða, með brennandi sviða; enn seinna lífsvonin mjer veitir, vissustu bætur. 1. J. Hjer með vottnm við undirskifuð, heið- urshjónunum, herra Jónasi bónda Jóns- syni og húsfrejrju Elíná Halldórsdóttur á Látrum, okkar innilegasta bjartans pakklæti fyrir alla pá hjálp og aðstoð, sem pau ljetu í tje, við okkar heitt elskaða og sártsakn- aða son Hálfdán sál. allann pann tíma sem hann lá banalegu sína á héimili peirra, sem var pví tilfinnanlegra, sem tími sá var dýrmætari, par petta var um sláttinn og pau höfðu fáa verkamenn heima. |>ó spör- uðu pau engan tilkostnað, með meðalasókn og öllum par að lútandi frátöfum, sein rniklar voru og pau liafa ekki pegið fyrir eins eyris virði. Yið biðjum algóðann Guð að launa og endurgjalda peim alla pessa áður nefndu hjálp, og blessa og margfalda öll peirra efni, svo pau sem lengst og bezt geti hald- ið sinni góðgjörðarausn og böfðingskap, sem peim er svo eiginlegt. Hóli í jporgeirsfirði, 7. janúar 1879. Halígrímur Ólafsson. Ingveldur Árnadóttir. Frjettir. Úr brjefi frá herra dýralækni Snorra Jónssyni í Papey, d. 24. íebr. 1879: „Síð- an fyrir jól hefir tíðin verið mjög storma- og snjóasöm. skepnuhöld munu pví vera miög slæm víða hjer í suðursveitunum, eink- um hefir margt farizt úr bráðafári, og er pað að miklu leyti fólki sjálfu að kenna, pví að ekkert er gjört til að koma í veg fyrir fárið, sem pó að miklu leyti mundi takast, ef kostgæft væri að fylgja reglum peim, sem um pað hafa verið gefnar, og sem einkum eru ljóslega teknar fram í ritgjörð herra Jóns Sigurðssonar, er nú mun vera talsvert útbreidd meðal al- pýðu. Tvo undanfarandi vetra hafa nokkr- ir hjer reynt að gefa fjenu GlaUbersalt til að varna fárinu og befir pað gefizt vel; en í sumar fjekkst ekkert Glaubersalt, og eru nú margir mjög grauiir yfir pvi. Ann- ars er pað fásinna, að hugsa sjer, að út- rýma bráðasóttinni og öðrum sjukdómum með einu einstöku meðali, án pess að breyta nokkuð fjárhirðingunni. bess konar allsberjarmeðal er eigi til. En pað er auð- vitað, að ekkert verulegt lag kemst á fjár- rækt vora, fyr en vísindi pau, er lúta að uppeldi og meðferð gripa, ná fótfestu hjer á landi, og pað er alpingi, sem hjer hefir ráðin í bendi sinni með að stofna kennara- embætti í peim vísindagreinum. |>etta er hinn beinasti og bezti vegur til að ráða bót á bráðasóttinni og' öðrum fjársjúkdóm- um; en pó mega menn eigi ætla að árang- urinn sjáist ljóslega undir eins á fyrstu árunum, eða að bráðasóttin og stalbystur hennar stökkvi strax á dyr“. Úr brjefi af Austfjörðum, d. 15. marz 1879 : „Frjettir eru litlar nema harðviðri og jarðbönn. svo langt sem frjettist. Eru margir heytæpir orðnir pó ótrúlegt sje, ekki eptir snjó meiri vetur; pví jarðir voru víðast meiri og minni til miðporra, en illa hafa pær auðvitað opt notast. Flestir munu pó gefa i miðjann Einmánuð að jeg beld, og nokkrir framúr, en yfir höfuð er samt iilt hljóð í mönnum, kenna flestir á- fellinu í sept. er affir máttu hætta við hey- skap. Aflavart verður hvergi og ekkert sjest vorskipið. Engir látnir nafnkenndir. Heilsu- far gott bæði, manna og skepna, Enginn ís sjest enn. Úr Suðurmúlasýslu, er sagt að fólk ætli að flytja til Vesturheims í vor, og hefi jeg heyrt tilnefnda 7 eða 8 bændur, en úr Yopnafirði einum hefi jeg heyrtaðflytja mundi margt, par á meðal 12 bændur og pað heldur hinir betri. Kornbyrgðir munu sæmilegar í kaupstöðum austurlands og jafn- vel á Eskifirðú Ekki get jeg sagt hver muni kosinn pingmaður i Suðurmúlasýslu i vor, en liklega verður pað annarhver peirra Jóns Pjeturssonar á Berunesi eða Haraldur Briem, pá inenn hygg jeg líklegasta til pess af bændum, par kysi jeg pó Harald lieldur. Hið priðja pingmanns- efni vil jeg nefna Sigurð bónda Signrðsson á Breiðavaði, greindann mann og gætinn, er mun hafa fylgt pjóðmálum vorum, íleirstum bændum betur, og sýnt sig jafnan dug- andismann í sveitarmálum“. Úr brjeíi úr Reyðarfirði, d. 16. marz 1879: „Optast norðanveður og grimmdar frost 10. (marz) 11°, 11. 15°, 12. U°. 13., 13°, svo pað er pví líkast sem pegar hafís er, samt hefir hans enn ekki orðið vart. þetta eru hin mestu frost er komið hafa hjer undanfarin ár, pví pegar hjer við sjó eru 16°.-pá m\ telja að í Yallanesi sjeu að venju 20°, Yalþjófsstað og Hofteigi 22°, en á Möðrudalsheiði 26°.“ Úr brjefi ur Seyðisfirð d. 16. marz 1879 : „Hjer hafa verið liin mestu hardindi alla góuna og hvervetna jarðle.ysur og sum- ir orðnir tæpt staddir fyrir pening sinn. Vikuna sem leið voru alltaf norðanstormar og feikna frost 15-16°. Heilsufar manna nú um stundir gott. Nýlega er hjer látinu ísak Arnesen, sonur Jóns Arnesens, fyrrum verzlunarstjóra, fyrst á Eskifirði og síðan hjer. Isak sál. var verzlunarstjóri um tíma og alla æfi við verzlun; pað var vænn og vel látinn maður.“ Eins og kunnugt er, sigldi hjeðan í haust sem leið, herra verzlunarstjóri Chr. Jónassen til Kaupmannahafnar, og er hann 1. p. m. kominn hingað aptur heill á húfi úr þeirri ferð, eptir rúma 7 daga ferðaðsunn- an úr Reykjavík, ásamt herra alpingismanni proprietair Einari Guðinundssyni frá Hraun- um í Fljótum, sem einnig heíir verið erlend- is í vetur jþessir menn höfðu komið með póstskipinu, er lagði af stað frá Kaupmanna- höfn 5. marz næstl., en kom til Revkjavík- ur 20. s. m. Ágrip af pví helzta er vjer höfum frjett úr ferð herra Jónassens, er að pessi næstliðni vetur hafi verið mjög liarð- ur erlendis, framanaf sífeldar rigningar til jóla, en þaðanaf fram í marzmánuð grimmd- ar hörkur og snjóar, sem tálmaði mjög ferðalögnm og fluttningum bæði á sjó og landi. Islenzk vara hafði verið í lækkanda verði einkum ull, sem seinast hafði selzt fyrir 65 a. pundið. Gránufjelag hafði get- að selt sína ull í haust fyrir 90 a. pundið. Mikið af prjónasaum halði legíð óselt af pvi að engmn vildi kaupa hann. Yfir höf- uð kvað mikil deyfð í allri verzlun og, peninga- mennirnir pora ekki að leggja pá í sölurnar. Matvara var sögð í haust lieldur í lækkanda verði, ennúdýrari. Friður kvaðyfir allaNorð- urálfuna, en ófriður millum Breta og Af- ganhista. Rikisforsetinn á Frakklandi Mac Mahon liefir sagt af sjer ríkisforsetaembætt- inu, en Jules Grevy. sem þá er Thjers var dáinn, pjóðvaldsmenn gjörðu að for- ingja sinum i stað Thjers. (Sjá „Skírnir“ 1878 bls. 68). — I vetur hafði pest komið upp í litlum bæ í Astrachan á Rússlandi, sem deyddi par alla hæarbúa 400 manns nema einn. Til pess að stemma stigu fyrir frekari úthroiðslu pestarinnar, bauð stjórn- in að hrenna bæinn ásamt líkunum til kaldra kola. — Af herra verzlunarstjóra E. E. Möller, er þau gleði tíðindi að frjetta, að hann sje búinn að öðlast sjón sína aptur og lians von liingað í vor, jafnvel á undan fyrstu ferð „Díönu“. þ>að var í ráði, að skipin, sem fara eiga áEyjafjörð. leggðu af stað öndverðlega í þessum mánuði, „Rósin“ til Oddeyrar, „Tngibjörg11 til Höepfners og Guðmanns verzlana, en „Sophie“ til Popps- verzlunar, sem Jónassen kvað mun vera að kaupa, en Popp Grafar- og Hofsóssverzlan- ina, samt er sagt að Gránufjelag ætli að verzla par í sumar. —■ f>egar i marzm. hafði verið komið hlaðfiski á Suðurlandi. Að sunnan höfðu peir Jónassen og Einarfeng- ið beztu færð, enda er sagt, að vetur pessi, syðra og vestra og allt norður að Grjótá á Yxnadalsheiði megi teljast með beztu vetr- um. — Norðanpósturinn átti að leggja af stað frá Reykjavik 3 dögum seinna en „Á- ætlunin“ gjörir ráð íyrir. Seint í næstl. mánuði aflaði Friðrik á Ytri-Bakka á pilskip sitt „Mfnervu“ 39 tunnur lifrar. Hinn 31. f. m. aflaðist djúpt fyrir Ólafsfirði, .40 i hlut af fullorðnum fiski, Sildar- og fiskvart er lijer nú inná Polli. Brauðveiting'. Hallormsstaður í Slcóg- um í Suðurmúlasýslu, er veittur herra pró- fasti síra Sveini Níelssyni r. af dbr. í Reykja- vik, sem seinast var prestur að Staðastað. Eigandi og áhyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja «Norðanfiira». — Ólafur Ólafsson.

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.