Norðanfari - 09.09.1879, Blaðsíða 1
MRMFARL
18. ár.
Akureyri, 9. september 1879.
Nr. 43—44.
Srar
til óvina sannleikans o. fl.
í „Norðanfara" nr. 59-60 1878 stóð
grein ein lítil, með fyrirsögninni: „Til
Sálmabókarnefndarinnar", og hefir allmikil
blaðastella orðið út úr greinarkorni pessu;
er ekki útlit fyrir enn, að pessu stappi muni
linna í bráðina, og ónefndur austanvjeri
hefir hugsað það í brjefi sinu, að höfund-
ur ofannefndrar greinar sje svo múlbund-
inn orðinn af fjandmönnum sannleikans, að
hann geti engu orði uppkomið, en hvorki
skal austanvjerínn nje aðrir hatendur ljóss-
ins ætla, að svo sje. — Jeg vil pá á-
varpa sjerhvern peirra sjer á parti, setn
orðið hafa til pess að hreyta í mig hnjóðs-
yrðum fyrir greinina, pó að margt hjá peim
sje alls ekki svara vert. Jeg óttas nl., að
gjálfur peirra vaxi upp fyrir eyru mjer, og
vil jeg pví bera hönd fyrir höfuð mjer áð-
ur en jeg og aðrir menn köfnum í moð-
reyknum peirra.
I. þjer hafið pá, Styrkár á Mýrum!
ávarpað mig ófögrum og illgjörnum orðum
í „Nfara", nr. 11.—12. p. á. Jbjer bregð-
ið fyrst á leik og sláið öllu upp í háðslegt
gaman, sem alls ekki á við um svo alvar-
legt málofni. Slíkt á he?ma hjá búðarlok-
unni, en ekki hjá prestinum. Enda ferst
yður pessi kýmni eins og annað í greinar-
stúf yðar, og verður úr yður engu minni
Staurkárinn en úr mjer varð, eptir pví
sem pjer segið. Enn pað vil jeg segja yð-
ur, að jeg stend ekki undir yðar dómi í
pví, hvor okkar kunni betur íslenzka tungu,
eða hvor okkar sje meiri heiðingi, pví að
„blindur er hver í sjálfs sín sök". — Ef
einhver vill vita, hvað jeg kalla a . . . . .
. . legt rusl, pá vil jeg til dæmis benda
peim á hin tvö vers. 5. v. í 210. sálmi og
3. v. í 138. sálmi. Eða, má jeg spyrja,
hvað getur verið óskáldlegra og fjarstæðara
kristindóminum en pað, að geta látið pað í
veðri vaka, að öll veröldin fyllist af
d j ö f 1 u m ? Heyr fádæmi, heyr undur
mikið, heyr endemi! Lesi Styrkár betur
3. kap. í Balle's Iærdómsbók, og reyndar
alla heilaga Ritningu, 0g hann mun ekki
finna neitt líkt pessari bágu hugmynd.
það er sárbágt og mæðulegt, pegar
menn ætla að finna að hjá öðrum, að peim
tekst pað svo aumlega, að peír fara enn
lengra í óviðurkvæmilegum rithætti, eins og
pessum Styrkári og „sýslunefndarmannin-
um" eystra hefir orðið. „Skáldlegan djöf-
ul" pekki jeg ekki, en djöfla i mannsmynd
pekki jeg, og pað suma í peirri stöðu,
sem sizt skyldi. Jeg læt mjer pað liggja í
ljettu rúmi, hvort „sýslunefndarmaðurinn"
hefir nokkurn tíma orðið fyrir pví, að láta
hýða sig opinberlega, svo að blætt hafi úr
og purka hafi orðið upp eða leggja plástra
við úr saurblöðum eða öðrum ópverra, sem
hann eptir brjefi hans að dæma hefir gnægð
af. En pað er auðsjeð af „Nfara" nr. 25
—26 p. á. að slík ráðning hefir ekki kom-
ið honum að neinu haldi.
II. Eins og við var að búast, paut
sjera Matti upp með vindi og gauragangi
og fer að prjedika heilt leiðangur af 69,999
sálum á íslandi á móti e i n u m vesælings
Styrbirni (s. „þjóðólf" 31. ár, 4. blað).
það mátti ekki heldur m'inna gagn gjöra!
það ætlar aldrei að fást annað hjá hinum
núveranda ritst. þjóðólfs en pað, að hann
sje eins og vindurinn, hverfull og óstöðug-
ur og aldrei við eina fjölina felldur. —
Langt er skáldið leiddur, að hann skuli
vera kominn í samband við „pann gamla",
pannig, að pessi vinur hang er farinn að
hjálpa honum með þjóðólf (s. þjóðólf 9.
bl. p. á.) Ekki mun af veita, pó ekki væri
nema vegna hinna mörgu prentvillna í blað-
inu, að einhver hjálpi uppgjafaprestinum.
III. I „ísafold" VI, 5. p. á. er enn-
fremur grein um petta efni. Enn hjer
andar allt öðrum blæ, enn hjá hinum höf-
undunum. það er eins og maður komi úr
stað, par sem allt er fullt ýldu og fýlu, og
inn i ylmandi aldingarð; svo mikill er
munurinn á pví, hvernig pessi ónefndi mað-
ur í ísaf. ritar og Styrkár et consortes
(og hans fjelagar). Mundum vjer ekki
villast svo mjög í pví, að pessi heiðvirði
höfundur sje ritstjórnarskrifarinn við ísaf.,
en petta skiptir engu. Greinin sjálflýsír pví,
að hún er eptir góðan og greindan mann.
þessi maður er sá eini, sem i raun rjettri
er svaraverður af öllum peim, sem ritað
hafa um petta mál. — „Betra er að vita
rjett enn að hyggja rangt" ; Styrbjörn hefir
opl; sjeð og lesið bækur biskupsins og átt
pær um mörg ár, og meira að segja: hann
hefir sjeð um útgáfu á bók, sem eignuð er á
titilblaðinu dr. Pjetri. Ekki er pað heldur
sem náunginn hefir skrifað höfundinum, að
sattsje að, Stb. sje einn af hinum ungu klerk-
um, sem ekki lesi húslestur á heimili sínu. Jeg
hefi frá blautu barnsbeini ýmist sjálfur lesið
húslestur eða heyrt hann lesinn, og peim
vana vona jeg að Guð gefi mjer náð til að
halda, meðan jeg dvel á pessari jörðu. Jeg
efast mjög um pað, að nokkrum sóknar-
mönnum nokkurs prests á Islandi geðjað-
að pvi, ef ræður Pjeturs biskups væriflutt-
ar á stólnum. Höf. getur mín vegnareynt
pað, pegar hann verður prestur, og veitjeg
pó, að hann parf pess ekki við. — Titill-
inn á Pjeturspostillu er pannig: „Prjedik-
anir . . eptir Dr. P. Pjetursson". —
Pormálann fyrir bók biskupsins hefi jeg
ekki lesið, og fer líklega ekki til pess að
svo stöddu, pvi að skilvísir menn hafa sagt
mjer, að á honum væri ekki mikið'að
græða. — þetta orð: eptir (Dr. P. P.)
sýnist mjer pó eiga að benda á, að P. P.
hafi frumsamið bókina. — Ep meira en
einstakir kaflar munu vera teknir úr út-
lendum bókum hjá biskupi vorura, pótt
hpnn kalli allt eptir sig. Vjer trúum pví
ekki, að bókin sje eptir hann, pví að
vjer höfum vor eigin augu opin,
og jeg vona, að allir peir, sem ekki láta
óvandaðan hugsunarhátt ráða fyrir sjer,
geti sjálfir sjeð, hvað satt er í pessu, Vjer
purfum víst ekki eingöngu að leita hjá
-85 —
"Wallín. Flettum t. d. upp Rogberg
(sænskum höfundi) og bók dr. Pjeturs og
berum saman t. a. m. á Langa frjádag,
Páskadag, 3. sd. e. páska o. s. frv. eða
Nordenson (líka svenskur) o. fl. o. fl. og
vitum, hversu ólíkt er, eða hvorum segist
betur. Sjerhver vandaður rithöfundur hefði
pegar í upphafl getið um, hvaðan hvaðeina
var tekið, hvernig með pað var farið o. s.
frv., en alls ekki eignað sjer ann-
a r a v e r k, sem í útleggingunni stendur
langt á baki frumritinu að dómi allra skyn-
samra og rjettsýnna manna, er ekki láta
vináttu eða smjaður við hinn auðuga en
valdlitla biskup íslendinga eða eitthvað ann-
að villa sjónir fyrir sjer. það er ekki
neinn hægðarleikur, að pýða rit útlendra
höfunda; pað játa allir, sem reynt hafa.
Jeg hefi hvergi sagt, að Pjetur biskup væri
s 1 a k u r guðfræðingur. Jeg hefi pvert á
móti einmitt hælt honum fyrir pað, hve
lipur hann er að útleggja, og á hann pað
lof að mörgu leyti skilið, enda neitar eng-
inn manninum um góðar gáfur af Guði. —
Hvort sem höf. í „ísaf." gjörirpað ígamni
eða alvöru, að ráða mjer til að lesa hitt
og petta í Pjeturspostillu, pá er honum
pað að segja, að jeg hefi lesið hið sama á
öðrum stöðum líka, og ímynda jeg mjer, að
hinn heiðraði höfundur hafi eins og jeg og
allir syndugir menn gott af, að hugfesta
sjer orðin, er hann tilfærir.
Jeg hefi pá í fám orðum reynt til að
sýna og sanna, að greinin í „Nf." 59.—60.
f. á. eptir mig er enganveginn rituð af hatri
eða hefndarhug til Dr. Pjeturs. Hannhefir
svo jeg viti fátt gert mjer ílt, og allra sízt
er pað, að jeg vildi hefna mín á honum
fyrir pað; ekki var pað heldur af öfund nje
af ofsóknaranda nje af pví, að jeg vilji
verða erkibiskup!? Jeg játa pað, að grein-
ina hefði mátt orða allt öðruvísi og pó
koma sömu skilningu að. En jeg ljet gr.
fara frá mjer til ritst. „Nf." eins og mjer
datt hún fyrst í hug, — og hún var
skrifuð í fullum hita.
Á Sjö-Sofenda-degi, 1879.
Styrbjörn í Höfn.
„j>að er svo margt ef að er gáð,
sem um er Jörf að ræða".
Nú er pá að nýju farið til að semja
nýja sálmabók og á hún víst að koma út á
næstkomandi ári. þessi nýja útgáfa mun
að öllum líkindum eiga að taka hinum
tveimur seinustu útgáfum fram, og væri
óskandi, að sálmabókarnefndinni tækist að
búa hana svo vel úr garði, að almenningur
yrði ánægðari með hana en pessar næstu á
undan., Víst er um pað, að margir hafa
verið óánægðir með pessar útgáfur, en fáir
hafa parámóti látið pað á sjer heyra opin-
berlega, en einungis kurrað yfir pví heima
í sveit, par við hefir lent. Fáeinir prestar
en engir leikmenn hafa skipt sjer af pessú,
eða gert pað að opinberu umtalsefni, og er