Norðanfari


Norðanfari - 09.09.1879, Blaðsíða 4

Norðanfari - 09.09.1879, Blaðsíða 4
— 88 — fóru úr Evík var Tbúið að prcnta 6 eða 7 hepti af alpingistíðindum, og eitthvað sagt komið af peim hingað með Díönu. A ann- að hundrað mál hafði pingið að pessu sinni til meðferðar og sum af peim leidd til lykta. Úr Múlasýslum er oss skrifað 29. f. m.: «Sumarið hjer austur frá hefir verið stríttog yfir höfuð eitthvert hið hágasta, sem við liöfum lifað hjer, grasvöxturinn hörmulega lítill og frost á nóttunni fram í júlímánuð og pá aptur — er hrjefið var skrifað — frostin komin á nóttunni og snjór á fjöllum, en yfir tók hvað nýtingin varð slæmátöðun- um og sumstaðar ekki tún hirt fyrri enn í seinustu águstm. vikunni. Fiskafli hafði verið góður einkum á Vopnafirði». 2 hvali rak í næstl. ágústmánuði, annan undir svokölluðum Viðarvíkurbjörgum í J>ist- ilfirði, en hinn í Gunnólfsvík á Langanesi, báðir mikið skertir, pó sá fyrri meira. — Nú hefir Einar prentari |>órðarson í Eeylcjavík fengið sjer hraðpressu. — í brjefi frá Kaupmh.,- sem dagsett er 15. f. m., hefir oss verið skrifað, að sumar- ið hafi verið kalsa- og votviðrasamt yfir alla Evrópu, og að pað eflaust hafi talsverð áhrif á prísa og verzlun. Auglýsingar. Gufuskipið „Camoens11 fráherra Slimon í Leith kemur til Oddeyrar 21. september næstkomandi, og tekur par sauði, er Oránu- fjelag kaupir fyrir hann; verð er hið sama sem í fyrra haust. Afhending sauðanna fer fram á Oddeyri frá 22.—25. september. hann kunni vel að brúka sjer til ánægju og öðrum til nota. J>að er pví að vonum og verðung, að pessa æruverða öldungs sje og verði lengi minnst með virðing, elsku og pakklátsemi, einkum af peim fátæku, pví pá hafði hann jafnan hjá sjer. Landi vor herra Magnus Eiríksson, hefir fyrir skömmu fengið dálítinn fjárstyrk (400 kr.) af pingi Dana, og gáfu allir ping- menn í fólkspinginu atkvæði sín með, nema einn. |>að var Klein, sem var ráðgjafi vor um árið! Um leið og vjer látum gleði vora í ljósi yfir pessu, viljum vjer geta pess, að frumkvöðlamir til pessa fyrirtækis voru nokkr- ir af vinum Magnúsar í Höfn. Framsögu- maðurinn í ijárlaganefndinni í fólkspinginu, Berg, mælti fyrst stuttlega fram með uppá- stungu um petta efni par á pinginu, en pví- næst stóð prestur einn upp, Lund að nafni, og hjelt snjalla tölu fyrir málinu. Síra Lund er eini presturinn, sem setu hefir á fólkspingi Dana, og er af hægrimanna flokki. Tala hans er svo frjálslynd og óhlutdræg og lýsir svo kristilegu hugarfari og svo næmri tilfinn- ingu fyrir pví siðferðislega góða, að oss pykir vert, að hún komist fyrir almennings sjónir á íslandi. Oss finnst jafnvel, að hún gæti verið sumum hverjum af prestum vorum til góðrar fyrirmyndar í frjálslyndi og kristilegu umburðarlyndi. Tala síra Lunds er pannig: «Jeg vil leyfa mjer að fara nokkrum orðum um breytingaratkvæði pað, er stendur við 26. tölulið og fer fram á að veita rit- höfundinum Magnúsi Eiríkssyni styrk nokk- urn fyrst um sinn. Jeg parf sjálfsagt ekki að taka pað fram, að skoðanir okkar eru gagn- stæðar í trúarefnum, en pótt okkur sje ólíkt farið í pessu, getur pað ekki tálmað mjerfrá, að sýna honum pá viðurkenningu, sem hann að fullu og öllu á skilið. Jeg vil pá fyrst og fremst vekja athygli á, að hann er einn peirra manna, sem fyrst barðist fýrir trúar- frelsi hjer á landi. J>ví næst vil jeg geta pess, að hann hefir alla sína æfi með alvöru- gefni og samvizkusemi lagt stund á vísindin. Ekki .er pað pó mín ætlun, að hann hafi sam- ið pau rit, er halda muni nafni hans á lopti langt fram eptir öldunum, en hann hefir samt sem áður með ritum sínum og enn pá meir með öllu líferni sínu, vakið alvöru í hjört- um margra manna. En pað sem jeg eink- um vil taka fram, er pað, að hann er oss gott dæmi pess, hvað pað pýðir að lifa, pola og starfa fyrir hin andlegu efnin. Hann hefir aldrei vikið fótmál frá pví, sem sam- vizka hans og sannfæring hafa boðið honum. Ef hann hefði viljað geTa pað, pá hefði hann sjálfsagt nú getað haft álitlegt og arð- samt embætti. Jeg er nokkurn veginn sann- færður um, að hr*nn hefði pá getað verið orðinn biskup á íslandi. En hann hefir staðfastlega fylgt samvizku sinni og sann- færingu og til pess að geta sýnt pessa stað- festu og framfylgt henni, hefir hann kosið að lifa pví lífi, sem opt og einatt hefir haft -næsta bágstödd kjör í för með sjer fyrir hann. Hann hefir ritað á móti kenningum peirrar kirkju, sem jeg fylgi, en jeg heldpó, að jeg komist næst hugsunarhætti pessa kirkjufjelags, er jeg lotningar fyllst læt hverj- um peim manni virðingu mína í ljósi, sem alvarlega og einlæglega leitast við að komast að pekkingu sannleikans, og með eins mik- illi alvöru og einlægleik reynir að lifa sam- kvæmt pví, sem hann álítur sannast og rjett- ast. Jað er mjer sönn gleði að geta gefið atkvæði mitt fyrir styrk pessum lianda Mag- núsi Eiríkssyni og pannig fyrir mitt leyti stuðlað til pess, að hann, sem hingað til hefir átt svo erfitt uppdráttar og átt við svo mikla mæðu að búa, kunni á endanum að geta al- ið ellialdur sinn í friði og áhyggjulaus. Jeg vil pví einlæglega mæla fram með uppá- stungu pessari við pingið». * * * |>á hingað var komið setningu blaðs pessa barst oss framan sett ritgjörð. Kitst. — steinolía frá Ameríku reyndist svo illa hjer í álfu næstliðið ár, að kaupmenn kvörtuðu um pað við skiptavini sína par vestra. j>eir tóku vel á pví, og sendu mann til Norðurálfu til að skýra fráorsök- inni. Hjelt hann víða fundi. Hann skýrði svo frá, að steinolíuæðarnar í Pensylvaníu væri nær á protum í bráð, en nú væri steinolía tekin á öðrum stað, par sem JBraðforð heitir, og mundi pví haldið áfram fyrst um sinn. En olían frá Braðforð væri eigi jafngóð hinni eldri, pví að í henni væri minna af eiginlegu steinolíuefni, en meira af pungri jarðfitu; á pessu mætti ráða bót með pví að breyta lömpunum hjer í álfu og vanda betur kveykina, að dæmi Yest- manna. f. lömpum peirra logar hin nýja olía mæta-vel og er pað einkum að pakka kveykjunum sem eru miklu víðari en evróp- eiskir kveykir, ofnir úr góðri ameríkanskri baðmull, pykkir og lausir í sjer, svo olían læsir sig eptir peim. Kveykir Norðurálfu- búa eru úr óvönduðu efni og of fast ofnir; kveykpípan of pröng og of löng. jpyrfti pví að breyta lömpunum. En Norðurálfu- menn telja pað óvinnandi, að gjöra pær umbætur á lompunum, og hafa pví skorað á Yestmenn að lireinsa betur oliuna. j>ess var getið á fundunum, að bezt væri að slökkva steinolíubál með klóróformi, en á lömpum væri hættuminnst að slökkva pannig, að skrúfa kveykinn niður og blása á ljósið að ofan. Frjettir. 2. p. m. kl. 4 e. m. lcom hjer strand- ferðaskipið «Díana», foringi Caroc, sem hafði farið frá Kvík 28. f. m. sunnan um land á Eskifjörð, Seyðisfjörð, Vopnafjörð og Húsavík; hjeðan lagði hún að morgni pess 4. kl. 5, vestur og suður um land, og ætlaði að koma við á Sauðárkrók, Skagaströnd, ísafirði, Flat- eyri, j>ingeyri, Bíldudal, Yatnseyri ogStykk- ishólmi. Díana flutti hingað frá . Kvík lík húsfrú Kristínar Pálsdóttur frá Hraunum í Fljótum, og var pá hjer kominn maður liinnar látnu, herra alpingism. Einar Guðmundsson með 5 menn á skipi til að flytja líkið sjóveg vestur að Hraunum (12 vikur sjávar). Húsfrú Kristín sál. hafði verið veik af meinlætum, en var að kalla albata af peim, fyrir aðgjörðir Jónassens læknis, en pá varð hún gagntekin af lungnabólgu, er leiddi hana til bana 9. f. m. 37 ára gamla, og ljet hún eptir sig 8 börn á lífi,öllnema eittinnan fermingaraldurs. Hún var af peim, er til pekktu, talín meðal hinna ágætustu kvenna hjer á landi. Með Díönu komu margir farpegjar, par á meðal herra prófessor Fisk og samferðamaður hans herra Reeves, alpingismenn og skólasveinar. Nokkr- ir tóku sjer far með henni hjer. Helztu tfðindi að sunnan: Veðurátta og grasvöxtur betri en hjer; fiskafli pá honum varð sætt. júngi var slitið 27. f. m., en sökuln rúm- leysis í blaði pessu getum vjer svo sem ekk- ert skýrt frá gjörðum pess, en pá pingmenn — Hinn 31. dag fyrra mánaðar glatað- ist á eystri bókkum Eyjafjarðarár, á kafl- anum milli Munkapverár og Laugalands, gullmen (Medaillon), með kvennmannsmynd í og dálítilli skammbyssu úr gulli áfastri víð; er sá, sem finnur, hjermeð beðinn að skila pessu á skrifstofu „Norðanfara“ mót sanngjörnum fundarlaunum, — Jeg vil hjermeð leyfa mjer að aug- lýsa, að um leið og Gránufjelagsfundur verð- ur haldinn hjer á Akureyri 12. p. m., mun næstfylgjandi dag laugardaginn pann 13. p. m. verða haldinn fundur, hvar rætt verður um landbúnaðarmálefni hjer norðanlands og ýmislegt er par að lýtur. Mun par verða stungið uppá fundarhöldum og fjelagsskap um pað framvegis, og eru peir pess vegna hjer með látnir vita petta, er kynnu að vilja láta skoðanir sínar í ljósi, pessu málefni viðvíkjandi. Akureyri 3. sept. 1879. Sveinn Sveinsson. Fundizt hefir á leiðinni milli Akur- eyrar og bræðsluhúsanna röndóttur mal- pokaræfill með ýmsu í, er eigandi má vitja á skrifstofu Norðanfara, jafnframt og hann borgar fundarlaun og auglýsingu pessa. Yxnafellskoti í Eyjafirði, 9. ágúst 1879. Páll Jónsson. Fjármark Jóhannesar .Tóhannessonar í Fellseíi í Ljósavafnshrepp: Sneiðrifað fram. biti a. hægra, stúfrifað vinstra. Brm.: Jh Jh. Fjármark Sigurðar Snorrasonar á Gunn- ólfsá í Ólafsfirði: Gagnbitað hægra, Vagl- skora aptan vinstra. Brennimark: S. Sn. Fjármark Benidikts Bjarnas. á Yöglum í Fnjóskadal Sneitt framan biti apan hægra, stýft og gagnbitað vinstra. Fjármark Yilhjálms Tryggva Friðriksson- ar á Grili í Grítubakkahrepp: Blaðstýft aptan bæði eyru. Fjármark Magnúsar Einarssonar á Kotá í Hrafnagilshrepp: Stýft fjöður fr. hægra, lögg apt. vinstra. Brennimark: M. E. Fjármark Halldórs Pjeturssonar á Espi- hóli í Eyjaf-: Heilrifað hægra, tvær fjaðrir apt. vinstra. Brennimark: H. P. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðju Norðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.