Norðanfari - 14.10.1879, Síða 4
hátt. fann 18. júlí fór jeg pangað sknmmti-
för með öðrum fleirum. Jeg gekk upp á
fjallið (ef fjall skylcli kalla), og leit fyrst
til vesturs, austurs og norðurs og sjá!
Landsins mikla flatneskja var líkust ábreiðu
með allavega litum blettum og með græn-
um og bleikum böndum á milli; pessir
blettir voru nú ljósgulir (nærri fullproska)
rúg- og bveiti-akrar, grænir (en þó óþrosk-
aðir); bygg- og hafra-akrar, hvitgrænir
baunaakrar, og stundum ljósrauðir bóghveit-
isakrar, bláir hörakrar, grænir hagar, rauð-
leitar engjar og á stöku stað ljósrauðir
lyngmóar og mýrar, dimmgrænir stórskógar
ljósgrænir smáskógar, húsaporp með rauð-
um pökum og hvitum veggjum. En hin
grænu og bleiku bönd milli pessara marg-
litu bletta eða akra, eru garðar grænum
skógi vaxnir og vegir og pjóðbrautir, sem
opt liggja með peim endilöngum. Enn i
fjarska niður við sjónhringinn gnæfðu af-
langar bláleitar hæðir líkar ásum og stapa-
borgum, pað eru hinir miklu beikiskógar.
Síðan leit jeg til suðurs; par liggur
sund pað cr skilur Fjón frá Jótlandi með
fögrum eyjum og bakvið pær liggur hin
langa strönd af Fjóni sem lengst í suðrí
hverfur í blárri fjarlægð.
|>etta er nú landslagið í heild sinni;
nú koma pess sjerstöku hlutir.
Jeg gekk svo að beykiskógnum. Blá-
gráir stofnar 60— 80 feta háir, alin i
pvermál, stóðu eins og raðir af voldugum
svölum sem báru hina fögru laufgreina-
hvelfing, jeg gekk inn á miili þeirra og pá
var optast 6—10 álna langt bil á milli
trjánna.
Toppar peirra sveimuðu til og frá i
blænum, en opt voru þeir svo pjettirsaman
að maður sá himininn að eins gegnum pá
hrislumynduðu glugga millum greinanna og
þá sólin skein í gegnum pá, titruðu Linir
hríslumynduðu geislar á liinum smáu runn-
um miili stofnanna og á hinu hnjeháa grasi,
sem var alsett fjöllitum og fásjeðum blóm-
um, sem þannig breiddu rósað áklæði á
gólfið í pessari dýrðlegu skógarhöll, á með-
an ótal fuglar sungu með fjölbreyttum hijómi
í toppum trjánna.
par næst kemur maður til akranna þar
sem byggið (hvar af bankabygg kemur),
rúgurinn, hafrarnir og hveitið vex. J>etta
eru ráskyidar jurtir 3—5 feta háar, og
eru af hinni miklu puntgrasaætt (Gramineae),
og pessvegna mjög líkar puntgresi; kornið
situr í 2 — 3 þumlungs löngu 3—4 hliðuðu
axi efst á stöngiinum. það er slegið eins og
annað gras með orfi en nokkuð sjerlegum
útbúnaði, síðan bundið í sópa eða vendi og
og eru þeir svo reistir upp til perris og
keyrðir heim á vagni látnir í hlöðu og sið-
an eru þeir barðir með einskonar priki og
dettur pá kornið úr þeim, þetta heitir að
preskja og stundum er pað gjört með
verkvjel.
|>á koma baunaakrarnir. Baunir eru
af sömu ætt og smárar (trifolium) og
þeirra rauðbláu eða hvítu blómstur eru lík
smárans; blöðin eru eggmynduð og öll urt-
invökvarik; á enda stögulsins erlJ/a puml-
ungs langur pungur með 5—7 baunum í.
|>á koma bóghveitisakrarnir. Bóghveiti
er af súru ættinni og hefir hjartmynduð
blöð og ljósrauð blómstur, og öll jurtin er
vökvamikil.
J>á koma hörakrarnir. Hörinn er af
ætt út af fyrir sig og hefir fagurblá blóm6t-
ur og lensulik blöð og i stönglinum eru
seigar og smágjörfar taugar. J>egar urtin
pornar, þá eru stönglarnir ýmislega undir-
búnir unz hýðið dettur af og taugarnar
verða eptir og af peim kemur hörþráðurinn.
Svo koma engjarnar; grasfræi er sáð
í þær og pau grös sem algengust eru og
pykja beztar fóðurjurtir eru þessar: marg-
ar smárategundir, Bottuhali (Phleum pra-
tensi) Rajgras (Lolium perenne) og ýmsar
fieiri af puntgrasaættinni. Annað árið eru
engjar þessar notaðar fyrir haga og eru
kýr tjóðraðar par og stundum hestar; ung-
neyti ganga laus nema grind er sett um
háls þeirra svo að pau ráðist ekki á girð-
ingarnar.
J>á koma girðingarnar; á pær eru gróð-
ursett 4—7 feta trje með ýmsum berjum
og blómum, einnig hvössum pyrnitrjám sem
stinga svo sárt, að þeir gripir sem einu
sinni hafa árætt að hlaupa á pá, peir muna
svo eptir því, að þeir optast gæta að, að
brenna sig ekki á sama soði.
J»á koma mýrarnar. J>ær eru opt
rauðar af beitilyngi, en lausar og ólikar
mýrum vorum, par er tekinn mórinn, hann
er laus eins og mold og verður fyrst að
elta hann og er hann svo inótaður og svo
þurkaður,
Svo koma lýngheiðarnar. J>ær eru að
sönnu mestar á miðju Jótlandi, en hittast
nærri alstaðar pó litlar sjeu; pær eru rauð-
ar af lyngi, ýmist sljettar eða með öldu-
hryggjum og mýrum, vötnum og geirum á
milli; pær eru ófrjóar mjög, en óðum er
verið að rækta pær; ár og lækir eru hjer
mjög litlar.
Svo koma sjálfir bæirnir, öll aðal
hús jarðarinnar eru innifalin í 4 stórhús-
um, sem mynda fjórar raðir kringum hið
steinlagða hlað, og er pað þannig að sjá
eins og rjett með fjórum hornum. í hinu
fyrsta stórhúsi er baðstofa, búr og eldhús,
kornið er geymt á loptinu, en undir pví er
vinnu- og svefnhus fyrir bónda með konu,
börnum og vinnukonum. í hinu öðru húsi
er fjósið, par sefur fjósmaður, og heyið er
geymt upp á loptinu. í hinu priðja er
kornhlaðan sjálf. í hinu fjórða er hesthús
og sofa vinnumenn par í afpiljuðu húsi.
Auk pessara fjögra húsa eru mörg smáhús
í kringum pau. Veggir húsanna eru af
•| tigulsteini og stundum pakið eins, en optast
er pakið af hálmi sem mosavex þá hann
eldist. Einnig er dálitill garður með epl-
um og blómum og fuglatjörn er við flesta
bæi.
Meðaljörð sem fleytir 15 kúm og gef-
ur af sjer 300—400—500 tunnur korns er
hjerum 90 dagsláttur að stærð, og kostar
frá 40,000 til 50,000 krónur.
III. Lm trjeskó.
J>ó pað sje ekki ætlun mín að fara að
rita um búnað í þes^um stuttu ferðagrein-
um, pá víl jeg nú nefna litinn hlut, sem
jafngott væri að landar veittu nokkra ept-
irtekt. en pað eru trjeskór.
Skóföt vor íslendlnga liafa marga galla.
Fyrst eru skór vorir pannig gjörðir, að
maður optast veður í peim ef nokkur væta
er, og parf ekki að lýsa pví, hvílikur fjarska-
legur heilsuspillir og skemmd pað ær, að
hafa sífellt votar og kaldar fætur; jeg veit
og bezt sjálfur hvað mjer brá við þegarjeg
fór að brúka stígvjelin og trjeskóna. og ef
vjer fengjum betri skóföt, myndi heilsufar
vort taka miklum stakkaskiptum.
J>að annað sem að skóm vorum er, er
sú feikna töf sem verður víð að staga pá
og bæta og peir eru sannir verkpjófar.
Hið priðja sem að þeim er, ersáóþrifn-
aður sem peir auka sumstaðar pegar peir
eru látnir liggia blautir og ýldast. og verða
pannig eitt af pví sem bakar sumum heim-
ilum vorum óorðs fyrir sóðaskap i augum
útlendinga. Svo nná nefna hið fjórða.
f>að er opt 6kóleðurs ekla hjá oss og skó-
leðrið svo illa meðfarið að fæstir skór end-
ast lengi, Hvað mörgum skóm ætli cinn
maður að meðaltali sliti um árið? og hvað
ætli þeír muni kosta? og hver getur reikn-
að allan pann tíma sem eyðist við pessa
sifeldu stögun? eða allan pann verkaspillir
sem peir sjúkleikar gera, sem menn kenna
skaparanum, pó þeir optast sjeu engu öðru
að kenna en vankunnáttu með að hirða
fætur sínar? og ætli þeir peningar sem
eyðast við allt þetta, yrði ekki álitleg summa?
Stígvjeliu eru eflaust sá bezti skófatn-
aður, en par eð landa vora vantar áræði
(og efni máske, en ekki vit) til að barka
(garfa) skinn sín, pá er hætt við að stígvjel
verði of dýr fyrir fátæka; én þá er að
reyna trjeskóna. Trjeskór úr beyki kosta
hjer aljárnaðir 1,30 til 1,60 aura (án járna
1,00 aura) og með góðri meðferð og sárlít-
illi aðgerð geta peir enst í 5—6 mánuði og
stundum lengur. Jeg hef haft pá í tvö
sumur og reynt þá. í fyrstunni fynnast
manni peir vera nokkuð pungir og vilja
meiða, en sársauki sá varir ekki lengi og
er alveg skaðlaus og ofur Ijettbær í saman-
burði víð gikt p'i og höfuðverk sem kemur
af votum fótum, og eptir tvær vikur er
sársauki pessi alveg um garð genginn. Jeg
hefi bæði hlaupið og gengið í trjeskóm svo
mílum skiptir og eru peir ætið jafn heitir,
pví trje bregður minna við hita og kulda
en skinní, og margir (og pað gjöri jeg)
hafa pá jafnan á berum fótum án sokka
og ileppa eða láta hey eða mosa í pá.
J>annig er jeg viss um að hægt er að hafa
þá við allskonar almenna vinnu (nema
smalamennsku og fjallgöngur) og á öllum
tímum árs, nema þegar mikill snjór er, og
pó eru þeir pá engu verri en islenzku
skórnir. Til að ráða bót á pessu gætu
menn haft vetrarstigvjel með trjeskóm neð-
aní, gætu pau enst í 3—4 ár og parf aðeins
að gjöra neðan við pá með trjeskóm einu-
sinní á vetri, ef þau eru mjögbrúkuð; pau
kosta (auk skónna) 6 krónur, og til mála-
mynda mætti hafa ljetta stígvjelaskó eins
og í Noregi.
Til eptirmyndar gætu menn fengið trje-
skó og trjestígvjel frá Danmörku og siðan
beykitrje- og munu Islendingar ekki þeir
klaufar, að peir gætu ekki smíðað trjeskó
sjálfir; líka er ekki ómögulegt að danskan.
mann mætti fá til pess að smiða pá hjer
heima ef nógir yrðu til að kaupa svo hann
hefði nðga atvinnu. J>ess má geta. að bæði
í Danmörk og Noregi ganga margir alveg
berfættir á sumrin. og pað hef jeg sjálfur
gert nærri hálfa leið af öllum Noregsferð-
um mínum, og par með sparað mjer marg-
ar krónur.
Auglýsingar.
J>ar eð jeg hef áformað að sigla
hjeðan innan fárra daga, og dvelja erlendis
næstkomandi vetur, pá bið jeg alla pá sem
jeg nú á skuldir hjá, að borga pær til
gullsmiðs Páls Jónssonar á Akureyri, fyrir
næsta nýár. Einnig bið jeg pá sem enn eiga
bjá mjer silfur ósmíðað að snúa sjer til
áðurnefnds Páls Jónssonar, sem pá gjörir
grein fyrir pvi, fyrir mína hönd.
Akureyri, 10. október 1879,
Magnús Jónsson
gullsmiður.
— Ríma af Hörði Hólmverjakappa og
Helgu .Tarlsdóttur, eptir Símon Bjarnarson
Dalaskáld. er nýprentuð í prentsm. „Norðan-
fara“, kostar 30 aura í kápu, og er til sölu
hjá Birni ritstjóra Jónssyni og Friðbirni
bókbindara Steinssyni á Aknreyri.____
Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Prentsmiðju Norðanfara. B. M. Stephánsson.