Norðanfari


Norðanfari - 11.05.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 11.05.1880, Blaðsíða 4
— fifi — En þar sexn jeg er nú bráðum úr hrepps- nefnd pessari, og er áður húinn að skila af mjer oddvitastörfum, (sem jeg þá hafði), og jafnframt svara til pess sem gjöra þurfti grein fyrir, pá vil jeg eigi lengur láta hjá líða að svara ekki faeinum orðum upp á grein pessa, er jeg bið hinn heiðraða ritst. Norðanfara að Ijá rúm í blaði sínu. I upphafi greinarinnar segir höfundur- inn að hreppsnefndin leggi oldci á útsvör stundum fyrr enn eptir manntalsþing. J>etta er ekki tilhæfulaust, því eittskipti varð það eigi fyrr, vissra orssaka vegna, og fann eng- inn að því þá, en öll önnur ár hefir það gjört verið á lögboðnum tíma, og virðist þetta vera óþarfa útásetning af Alþýðumanninum, er hann ekkert hefir sakað. Stundum send- ir hreppsnefndin engan jafnaðarsjóðsreikning og þegar hann kemur þá er hann svo vel af hendi leystur, að enginn skilur hann , segir höf. |>að þarf ekkki að forsvara þenna á- burð á hreppsnefndina, því þeir yfirlíta liann fleiri en Alþýðum., og það þeir sem eins mikið vit hafa á jafnaðarreikningi, eptir minni meiningu eins og hann, og hafa þó eigi orð- ■ið þessum vitnisburði samhljóða. Á vinnukonur leggja þeir útsvör, og það þær sem liggja lengi árs í rúminu, segir höf. I nokkur undanfarin ár hefir verið lagt hjer á 10 til 15 vinnukonur, þær efnuðustu af rúmum 40, sem eru í hreppnum, frá 2 til 6 fiska á hverja eptir efnum þeirra, og hefir það orðið einu sinni 11 fiskar hæzt, á stúlku ér átti í jörðu, auk sauðkinda og annara efna. Að þetta sje á móti lögum gjört, og af rang- læti hreppsnefndar, verður höf. að færa ástæð- ur fyrir, sömuleiðis að eptir lærdómi hans hafi þessi staða verið undanskilin því, að stvrkja fátæka; en hvað snertir hina veiku stúlku, er höf. talar um, þá hefir henni ekki -verið gjört neitt að borga til hrepps eptir að hún lá hina áminnstu legu. Sömuleiðis þar sem Alþýðum. talar um, að lagt sje á börn, er sjeu hjá foreldrum , þá sýnist það órjettvíst, að sleppa þeim við útsvör fyrir það, fremur enn öðrum, sem eru hjá vandalausum, ef þau, eins og opt á sjer stað, hafa fullt eins mikið af að borga. .Teg hef líka um nokk- ur ár undanfarin, innkallað gjöld þessi og ekki orðið þess var, að foreldrar þeirra eða aðrir, hafi borgað fyrir þau, eins og höf. þó segir, og voga jeg því að segja það ósannann framburð höf., sem fleira. Enn fremur seg- ir höf. að drjúgum hafi verið lagt á einn fá- tækan og heilsulausan bónda sem hann þekkti vel, en jeg þekki hann líka, og hefir verið lagt á hann undanfarin ár frá 7—9 fiskar í aukaútsvar. |>etta nafn þyld mjer hjer illa við eiga, þar sem há útsvör eru yfir höfuð. Hann getur þess jafnframt, að hann ekki geti keypt sjer hjálpargrip, sem er vel trúanlegt, en hann dregur undan að geta þess, að hrepps- nefndin tvívegis stóð fyrir að skotið væri sam- an fríviljugum gjöfum handa þessum sama manni fyrir liest og kú sitt í hvert skipti, Svo hann eigi þyrfti að taka lireppslán, en nú hefir höf, (sem líklega er þó vinur hans) ætlast til, að honum væri gefin eptir tíund sin, til þess samt að koma honum í hrepps- skuld. í niðurlagi greinarinnar víkur höfund- urinn tveimur spursmálum til nefndarinnar, það fyrra er þannig hljóðandi: hvort það sje satt að hreppsnefndin leggi með sumum ó- mögum meira en vanalegt ómagaforlag nefnil. 240 fiska, og það þeim ómögum sem inn- vinni sjer margar krónur um sumartímann, þessari spurningu er hægt að svara, því hrepps- ómaginn var ekki nema einn, sem lagt var með, meira enn 240 fiskar og var það kar- læg kerling komin nokkuð yfir nýrætt, og má því nærri geta hvað margar krónur hún hefir innunnið sjer um sumartímann. Með síðari spurningunni vill hann fá að vita hvort nokkuö hafi verið lagt á sig afþví fje, er maður einn hafði verið styrktur með, til að komast til vesturheims. |>essu er ekki hægt að svara, eins og hann hefði máttsjálf- ur skilja, úr því hann fyrirvarð sig að setja nafn sitt undir greinina, annars skyldi jeg hafa sagt honum hvort nokkuð, eða hvað mik- ið hefði komið á liann af þessu fje. J>að sýnist hvorki lýsa hyggindum nje hrein- skilni að setja svona tilhæfulausar útásetning- ar og áhurðargreinir nafnlausar í blöðin gjörð- ar í þeim tilgangi að sverta aðra, en sem verð- ur mest höfundinum sjalfum til minnkunar, því þó liann hafi dulið nafn sitt, munu þeir sem næstir hpnum eru renna grun í hver hann er, og hann af þeim fyrir ómak sitt enga virðing hljóta. Ef jeg hef nokkuð rangfært framburð höfundarins með línum þessum, áfellt hann fyrir skör fram, en afsakað hreppsnefndina meir en vera mátti, eða skakkt skýrt frá að- gjörðum hennar í þessu tilliti, þá skora jeg hjer með á hann, að gefa sig fram við mig og beita við mig öðru en ómerkum blaða- deilum með huldu nafni sínu, og hef jegþað að marki ef hann felur sig enn, þá er hann mikið sekur. í janúar 1880. Sveinn Björgólfsson. Frjettir. (úr Húnavatns og Skagafjarðarsýslum.) 28. f. m., á Yítusmessu, var uppboð haldið á kaupskipinu «Herthu», sem getið er í næsta blaði hjer á undan, að strandað hafi fram undan Höfnum á Skaga. Seldist skip- skrokkurinn allslaus á 631 kr.; varð verzlun- arstjóri herra Fr. Möller ásamt nokkrum fje- lagsmönnum hans hæztbjóðandi. Einnig var selt það af vörunum er slcemmst hafði, og varð þetta prís á þeim: rúgtunnan 16—18 kr., hálfgrjónasekkir 20—24 kr., hvítur sykur (3 toppar í númeri), 16—18 kr., kassinn af kandis nálægt 18 kr. Segl og reiði skipsins komst í mikið verð. Yeðrátta góð, líkt og hjer, nema rign- ingar meiri og jafnframt gróður betri. Heil- brigði manna heldur góð og engir nafnkennd- ir nýlega dánir. Skepnuhöld hin beztu. Tals- vert er þar vestra starfað að jarðabótum, einkum túnasljettun og vatnsveitingum, og er slíkt lofsvert, sjer í lagi af leiguliðum. Heyrzt hefir að Svínavatnshreppsmenn hefðu í hyggju að bjóða Jónasi lækni á Tunguliálsi ábýlisjörð í hreppi sínum og að flytja hann þangað honum kostnaðarlaust. 10. þ. m. átti að fara fram gripasýning Skagfirðinga að Garði í Hegranesi. Verzlun þótti ekki góð, og engin skip komin um næstliðin mánaðamót hvorki á Borðeyri nje Hólanesi, og undir von hvort nokkurt skip kemur þangað frá þeim Munch og Bryde, Von höfðu menn um að Jóhann Möllernæði að halda fram verzlun á Blönduós. — Afla- laust á Húnaflóa. Vöruverð á Akureyri 11. mai 1880, 100 pd. 1 pd. Rúgmjöl Rúgur . . . Baunir . . . Bankabygg . . Hrisgrjón . . Kaffi .... Kandís og Melís Brennivín . . Munntóbak . . Róltóbak . . Járn og trjáviður hvað hækkað í verði, en aðrar 11.50 aura. 10.50 — 13,00 — 15,00 — 0,16 — 0,19a. 0,95 — 0,50 — 0,85 — 2.10 — 1,50 — vera lítið eitt vörur viðlika og Auglýsing. JJj^- Skömmu fyrir sumarmálin tapað- ist frá Stóra-Eyrarlandi Ijósgrár hestur, nokkuð dekkri á fax og tagl, stór vexti, óaffextur, aljárnaður, brennimerktur á báð- um framfótarhófum með L. H. J., um mark á honum muna menn ógjörla, en meina að hann sje yfirmarkslaus; hann er kynjaðnr að vestan og hefir verið gjarnt til stroks í þá átt. Hver sem kynni að verða var við hest þenna er vinsamlega beðinn að handsama hann og koma honum hið allra fyrsta til veit- ingamanns lierra L. Jensens á Akureyri, gegn góðri borgun. Eigandi og ábyrgðarm.: Bjiirn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson. vel, sór og sárt við lagði, að hann skyldi geyma gripina eins og sjáaldur auga síns; — síðan kvaddi hann og var svo hjarta- glaður með sjálfum sjer, eins og hann væri þegar búinn, að ná veiðinni. Morguninn eptir kom kaupmaður apt- ur og sagði frá hvað munkurinn hefði ver- ið óvíkjandi. „Earðu nú einu sinni enn þá til hans“, sagði dómarinn, „og ef hann læt- ur sig þá ekki, þá hótaðu honum að ákæra hann fyrir mjer. Jeg ætla að vona, að þú þurfir ekki að hóta honum því opt. Kaup- maður gjörir þetta. J>egar munkurinn heyrir dómarann nefnd- ann fær hann honum óðara pyngjuna, því hann mátti ekki fyrir nokkurn mun missa traust hans, ef hann átti að geta haft út ,úr honum dýrgrípina. Um leið hann fjekk honum pyngjuna sagði hann hlæjandi: „Á ■kunningi, því ætli þú farir ekki til dómar- ans! — Peningarnir þínir hafa verið vel geymdir hjá mjer. Jeg var rjett að gjöra að gamni minu, til að sjá hvernig þjer yrði við. Kaupmaðurinn var of greindur til að taka þetta fyrir tómt gaman. Hann gekk til dómarans og þakkaði honum góða lið- veizlu. J>egar líður að kveldi fer munkur að vonast eptir fjársjóðnum, eins og um var talað, en svo leið nóttin að þrællinn kom ekki frá dómaranum með dýrgripina. J>að verður ekki frá því sagt hvað honum fannst langt, undir eins og dagur rann fór hann því heim til dómarans: „í>að var einasta erindið, sagði hann, að vita hvernig á því stendur, að herra dómarinn hefir ekki sent þrælinn sinn til mín“. „J>að kemur til af því“, svaraði dóm- arinn, „að ónefndur kaupmaður hefir sagt mjer, að þú værir argasti svikari, og mun rjettvísin hegna þjer að maklegleikum, ef þú verður ákærður í annað sinn -fyrir líka þrælmennsku". Munkurinn hneigði sig auðmjúklega til jarðar og snautaði burtu þegjandi. Hár aldur. Roger Bacon segir frá manni, sem varð 900 ára. Kongur einn hjá Lokmíunum dó á 802 ári. Plinius og Yalerius Maximus geta þess, að maður einn í Uóa í Austur- Indium var fjörugur 380 ára. Portugisiskur sagnameistari, kveðst árið 1535 hafai Aust- ur-Indium sjeð Tyrkja 325 ára gamlan. Pólskur hirðir dó 188 ára. Ekkja lifði 1842 í Moskau 157 ára gömúl; hún hafði í 5. sinn gipst á 123 árinu, og eignast börn í því hjónabandi. Hirðir einn í Sveiz 95 ára giptist smalastúlku 83 ára, og eignuðust þau börn innan 10 mánaða.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.