Norðanfari


Norðanfari - 27.05.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 27.05.1880, Blaðsíða 2
— 72 — á þá leið, að Torymenn (apturimldsmenn) mundu hafa sigurinn vísan, en eptir pví sem nálgaðist kosningarnar kom annað bljóð í strokkinn og Tímes fór að tala um að ske kynni að Whiggar (framfaramenn) bæru hærra hlut, Tímes er jafnan fljótt að finna á sjer, ef veðurbreyting er í lopti og ekur jafnan seglum eptir vindi. — Æsingar voru mikl- ar af beggja hálfu og sífelldir fundir, Glad- stone, ferðaðist fram og aptur og streymdu menn púsundum saman að lieyra á ræður hans, hafa fróðir menn reiknað pað út, að hann hafi alls á pessum síðustu mannfund- um talað 80,000 orð. Kosningarnar fóru flestallar fram í b_yrjun pessa mánaðar, vita menn nú nærri pví um úrslitin um allt landið, kosnir eru 349 líberalir (Whiggar) og 235 konservatívir (Torýar), á írlandi eru kosnir 63 af hinum svonefnda «heimastjórn- arllokki», er krefjast pess að írland fái sjer- staka stjórn og ping. írar hafa helzt komið sínu fram þegar áhöld hefir verið um mann- afla Whigga og Torýa á pingi, svo að þeir hafa getað riðið baggamunin, nú eru Whig- gar töluvert liðsterkari, pótt írar gangi í móttstöðumannaflokk. |>essar kosningar hafa jafnvel komið flatt upp á Englendinga sjálfa, en sannleikurinn mun vera að peir hafa hjer, sem optar fyrst og fremst ráðfært sig við budduna sína. Beacansfield lávarður hefir haldið uppi heiðri landsins og verið afskipta- mikill, en rausnin er jafnan dýr, nú lofar Gladstone, og hans sinnar friði og spekt og sparnaði, og fyrir pví hefir pjóðin gengist. Beacansfield og hans ráðaneyti fer frá innan fárra daga, og hefir Yictoría drottning flýtt sjer heim, sunnan úr J>ýzkalandi, til þess að fá sjer nýtt ráðaneyti. Foringjar hinna lí- berölu er peir Gladstone, Granville og Har- tington. Hartington pykir líklegur til að verða ráðgjafi utanríkismála, en annarhvor hinna verður víst forseti ráðaneytisins, og stendur Gladstone líklega 'næstur, pótt hann nú sje kominn yfir sjötugt, honum eru og pessi úrslit mest að pakka. J>egar kosið var 1874 og Gladstone varð að fara frá, var hon- urn ekki vært í Lundúnum fyrir árásum skrílsins, nú vildu Lundúnnamenn fagna í honum með forkunnardýrð, er hann kæmi til borgarinnar, en hann baðst undan því. Kosningarnar fóru fram með fjarska fjöri og miklum æsingum og lá stundum við meið- ingum og handalögmáli. jpað er heldur ekki fyrir fátæklinga að bjóða sig fram, því að i pingmannaefnin standa straum af mestöllum kostnaðinum, við kosninguna, pað hefir stund- í uin verið eitt rnörg hundruð púsund kr. til pess að komast inn á ping, og til þess að hafa leyfi til að bæta aptau við nafnið sitt: M. P. (mernber of parliament). Eigi rná beinlínis bera íje á menn, en óbeinlínis verð- ur mútað á marga vegu; til pess að koma í veg fyrír mútur eiga pingmenn að gjöra grein fyrir pví á þinginu hve miklu peir hafa eytt við kosnmgu sína og taldist svo til 1874, að þingmenn allir til samans, hefðu eytt 18 milijónum króna, og má pó geta nærri, að allt hefir ekki verið talið fram. (Framh.). 0miur sýning í Skagaiirdi. Ár 1880, mánudaginn 10. dag maímán- aðar, var að tilhlutun sýslunefndarinnar 1 Skagafjarðarsýslu almenn gripasýning haldin á hinum forna pingstað Hegranesþings að Garði í Hegranesi, undir forstöðu Gunnlögs Briems á Beynistað. A sljettum völlum neð- aa uukir pingbrekkunni norðanvert við Garðs- vatn var sýningarstaðurinn undirbúinn af forstöðumanni með líku fyrirkomulagi og í fyrra við Keynistaðarrétt. Skammt frá vatn- inu var afmarkaður átthyrndur flötur með merkistöngum, og umgirtur stólpum og strengj- um. Á miðjum íletinum var reist sýning- artjald með borðum og bekkjum og ræðustóll par rjett fyrir sunnan. Á tanga við vatnið var tjaldað yfir skýli fyrir veitingar, og til skoðunar á skepnum var ætlaður stekkurinn frá Garði. Til að dæma um sýningargripi, sjer í lagi skepnur og smíðar, og meta pátil verðlauna, voru kjörnir: Björn Pjetursson á Hofsstöðum, Sveinn Guðmundsson á Sölvanesi og f>orleifur Jónsson á Reykjum, og til vara Ingimundur Júðriksson í Kálfárdal. IJm aðra muni, svo sem tóskap og matvæli, dæmdu að auki Björg Jónsdóttir á Hofstöðum, Sigur- lög Gunnarsdóttir á Asi og Anna Jónsdóttir í Vatnskoti. Eraman af degi var veðurblíða með sól- skini og sunnanvindi, en hvessti nokkuð, peg- ar á daginn leið. IJm hæstan dag var á sýn- ingarstaðnum samankominn fjöldi fólks, kon- og karlar, börn og gamalmenni, par á meðal 2 lieiðursmenn áttræðir að aldri. Og úr flestum byggðarlögum sýslunnar voru fleiri eða færri, jafnvel nokkrir helztu bændur úr Flótum þeirri sveitinni, sem lengst á til að sækja. Eptir að fólkið hafði verið kallað saman og kvæði sungið, stje forníaður í ræðu- stólinn. Jafnframt pví að lýsa gleði sinni yfir pví að njóta þeirrar sæmdar, að opna hina aðra gripasýningu Skagfirðinga á pessum pinghelga stað, skýrði hann frá atvikum að pví, að einmitt pessi hinn fornfrægi ogsagn- auðgi samkomustaður Hegranesþings hefði verið valinn til sýningarfundar. Á sýslu- nefndarfundi í vetur hefði pví verið hreift, að austurhluti hjeraðsins væri að nokkru leyti útilokaður frá syningunni, ef staðurinn væri eins og í fyrra vestan beggja Hjeraðsvatna. J>ann stað, er allir hjeraðsbúar ættu nokk- urn veginn jafnhægt til að sækja, væri hvergi að fá nema annaðhvort í Vallhólmi eða Hegra- nesi. Og sjer í lagi af pví, að útsveitamenn gætu komist sjóleiðis inn undir Nesið, hefði verið afráðið að fylgja dæmi -forfeðranna, er hefðu rnarkað sjer dómhring og reist búðir sínar á brekkunni hjer upp undan, eins og enn sjást par augljósar menjar af fornum búðatóptum. Að vísu hefðu síðan orðið deild- ir dómar um pað, hvort hjer væri heppilega valinn sýningarstaður, par sem hann væri umgirtur af hjeraðsvötnunum, er um petta leyti væru optast ófær nema á ferju. Enda væri mönnum vorkunn, pótt peir kveinkuðu sjer við að sundleggja mjólkurkýr eða ferja lambfulíar ær hópum saman 1 svo nýstárleg- um erindagjörðum. jpessi óhægð, er fólk hefði ef til vill gjört meira úr enn vertværi, mundi að nokkru leyti vera pess valdandi, að hjer væri að tiltölu færra af sýningargrip- um, enn búast hefði mátt við eptir byrjun- inni 1 fyrra. Allt um það megi enn sjá pess gleðilegan vott, að smámsaman muni örfast og útbreiðast áhugi manna á að sækja syn- ingarfundi, þar sem hjer sje samankominn fjöldi fólks, og pað enda bændur af útsveit- um. Um nytsemi pá, er af gripasýningum megi verða, geti enginn sá efast, er pekki pýðingu þeirra í öðrum löndum, par sem pær eru haldnar einhverjar hinar veglegustu frið- arsamkomur pjóðanna. Eins og reynslan sje íarinn að sýna, að hægt sje að koma þeim við í afdölum pessa lands, pannig purfi oglands- búar fremur öllum öðrum pjóðum, upphvatn- ingar til að auka og bæta sem mest allan af- rakstur pess, og jafnframt að nota sem bczt pau gæði, er landið lætur peim í tje. Yið- leitni manna í pessa stefnu sje harla mis- munandi, og pótt margir sjeu enn skammt á veg komnir, sjeu peir pó eigi fáir, er taki öðrum mikið fram. Eramtakssemi pessara manna komi sjálfum peim að beztum notum, en eigi samt ekki að vera öðrum allsendis gagnslaus, pví að þeirra dæmi geti mikið verkað með pví að vera öðrum til fyrirmynd- ar, en þó pví að eins, að pað sje lýðum ljóst, er einungis verði með pví að almenningi gef- ist kostur á að sjá og skoða hvað eina, sem í einhverju tilliti ber af öðru eða þykir ept- irbreytnisvert. í pessu skyni sjeu sýningar stofnaðar. Að tilgangurinn sje góður, geti engum blandast hugur um, og að árangurinn verði samsvarandi, hljóti að vera á valdi sjálfra manna, pví að ef eigi vanti viljann og áhug- ann, muni krapturinn og kunnáttan koma af sjálfu sjer. Að pví er snerti sýningu pá, er hjer eigi að fara fram í dag, pá verði hún bæði í smáum stíl og að flestu ófullkomin, enda hljóti hún að skoðast að eins sem til- raun til að syna pann árangur, er að slíkum samkomum megi verða, ef menn bresti eigi fjör og táp til að framhalda peim með full- komnara . undirbúningi og betra fyrirkomu- lagi en nú sje kostur á. Með þessum fyrir- vara bauð forstöðumaður alla komugesti vel- komna til sýningarinnar, vonandi, að hver og einn hafi sem bezt not af samfundi pessum, sjálfum sjer og öðrum til ánægju og upp- byggingar. J>á er hann hafði lokið máli sínu, fór fólkið á víð ög dreif, ýmist til að sjá og skoða sýningargripi, eða skemmta sjer með samræðum, glímum, söng eða dansi. J>á tóku og matsmenn pegar til starfa, gengu fyrst par að sem fjeð var í stekknum, og skoðuðu pað allt nákvæmlega. Yoru par fyrir allmargar kindur frá ýmsum bæjum, par á meðal 2 hrútar veturgamlir frá Veðra- móti, tvílembingar af úblendu kyni, og póttu heldur álitlegir einkum annar peirra. Svo var par og móðir þeirra 6 vetra, stór ær og fönguleg. Nautgripir komu að eins 3 til sýnis, 2 kýr er voru eigi álitnar verðlauna- verðar, og tarfur 3 ára afbragðs föngulegur. Af hrossum pótti helzt fyrirtak fyrir stærðar sakir hryssa tvævetur frá Hvammi í Hjalta- dal. Af vefnaði kom meðal annars einkar vandað vaðmál frá Reynistað. En mest fannst mönnum um nýsmíðað ávinnslu verkfæri eptir Gísla Sigmundsson á Ljótsstöðum, pað er trje- kassi á völtum, er gildur vinduás gengur í gegnum með smáum járngöddum, er grípa inn á milli gadda í kassanum. Um leið og ásnum er snúið, fellur áburðurinn, sem látinn er upp í kassann, ofan á milli gaddanna, og mylst allur jafnsmátt eins og þegar bezt er barið. Verkfæri petta er vinnur einkar fljótt, hefur smiðurinn hugsað sjer að full- komna pannig; að pað verði dregið af hesti, og að ásinn snúist pá jafnframt af sjálfu sjer. Jafnóðum og matsmenn skoðuðu hverja teg- und fyrir sig, flokkuðu þeir gripina eptir verðleikum og að lokinni skoðun sömdu peir með forstöðumanni svolátandi álitsskjal um flokkaskipun gripanna og verðlaunaúthlutun: Elokkur Gripategundir. Verðlaun. I. Sauðfje. Hrútur tvævetur frá Veðramóti . 4 kr. 3 ær — Hofstöðum 1 — — Veðramóti • 3 - 1 — — Utanv.nesi Hrútur veturg. — Veðramóti 9 2 gimbrar — Hofstöðum 2. Hrútur prjevetur — Ási .... 3 —

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.