Norðanfari


Norðanfari - 27.05.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 27.05.1880, Blaðsíða 1
iANFA 19. sir. Aknreyri, 27. maí 1880. Nr. 35-36. Frjettir útlendar. (frá frjettaritara Nbrðanfara í Kaupmannah.). 17. apríl 1880. Síðast er jeg skrifað hjeðan í byrjun marzmánaðar, gat jeg pess, að skotið var á alræðismanninn rússneska, Loris Melikoff, en hann sakaði eigi; sá er skaut hjet Mladetzky var hann hengdur 3 dögum síðar, og Ijetu. níhilistar ekkert á sjer bóla við pað tæki- færi. Melikoff hefir verið röggsamur og ein- beittur, og vikið mörgum embættismönnum frá, hann hefir Iátið dæma sakamenn og hegna þeim jafnharðann, og þeir hafa eitthvað af- brotið, en prátt fyrir pað hefir hann sýnt á stundum mannúð og mildi, ef pað kynni nú að duga betur. Annars hefir ekki borið mikið á níhilistum í seinni tíð. Jeg hef nýlega sjeð pað í einhverju blaði, að svo telst til, að af níhilistum peim, er handsamaðir hafa verið í Eusslandi og komist hafa undir manna hend-' ur, hafa 80 af hverju hundraði verið vel menntir og af allgóðum ættum, flestir pessara •eru ungir stúdentar, sem fást við læknisnám. Menn pykjast nú og pekkja stjórnarfyrir- komulag og alla skipun níhilistasveitar. Tfir öllum stendur fárra manna netnd, sem hefir öll völdin og ráð á lífi og dauða sinna manna, hver einstakur þessara manna tekur í vitorð með sjer fáeina menn, er verða að hlýða og fylgja honum í blindni, en peir fá alls ekki að vita um aðra yfirmenn sína, en pennan eina; hver einstakur af pessum útvöldu vel- ur sjer aptur fáeina fylgismenn o. sv. frv., og á þennan hátt margfaldast tala samsæris- manna, og þá er það og skiljanlegt, að pað er svo illt, að ná í forsprakkana, þar sem skipanir þeirra koma í gegnum svo marga liðu til þeirra. er verkin vinna. J>etta er líkast fyrirkomulagi því, sem menn ímynda sjer að hafi verið hjá samsærismönnunum á ítalíu (Karbonari) um fyrra hluta þessarar aldar. Einhver ágreiningur og landaþrætumál er milli Eússa og Kínverja, og er sagt að Kínverjar sjeu að endurhæta allan herbúnað sinn og laga eptir sniði Evrópumanna, en varla þarf að óttast stríð úr þeirri átt. Keisarafrúin rússneska er svo að fram komin, að öll lífs von er títi, Gortschakov liggur og við dauðann, hann hefir nú tvo um áttrætt og heíir hann nú verið kanslari ríkisins í 13 ár, en við utanríkisStjórninni tók hann 1856 rjett á eptir Krímstríðinu og hefir síðan jafnan verið keisarans hægri hönd og þótt mikill stjórnvitringur. Jeg gat síðast um herlögin nýju á pýzka- landi, þau hafa náð fram að ganga á ríkis- deginum, 0g það með allmiklum atkvæða- fjölda. Prá pýzkalandi er það hin mestaný- lunda að Bismark óskaði lausnar frá embætti sínu, og var það af þejm ástæðum, að hon- um líkaði ekki atkvæðagreiðslan í einu máli í sambandsráðinu pýzka. í sambandsráðinu sitja 58 manns, og á það að fjalla um þau mál, er stjórnin leggur fyrir ríkisdaginn. í því sitja 17 frá Prússlandi, einir 4—6 frá hinum konungsríkjunum og 1—3 frá smærri sambandsríkjunum, viS það kemst ójöfhuður á, því að á pýzkalandi öllu lifa fullar 40 milljónir og í Prússlandi hjer um bil 24, en þó hafa Prússar ekki nema 17 atkvæði gegn 41, af því að minnstu sambandslöndin hafa livort um sig eitt atkvæði (t. d. Schaum- bury-Lippe með hjer um bil 33,000 manns), Nú fór svo þann 4. þ. m. að við atkvæða- greiðsluna voru öll hin sambandslöndin sam- an öðru megin og rjeðu yíir 30 atkvæðum, en hinumegin voru Príissland, Bæjaraland og Saxland með 28 atkvæðum, urðu þessi lönd, eða erindsrekar þeirra að lúta í lægra haldi, en þegar litið er á fólksfjölda landanna, þá stóð að baki minni hlutans 33 milljónir, en mciri hlutinn hafði umboð af hendi 7 x/2 milljón manna. þegar svo var komið reit Bismark 2 dögum síðar til keisarans, og bað lausnar frá embætti sínu og kvaðst hann eigi vilja hafa veg og vanda af þessum úrslitum. Keis- arinn svaraði þegar, að hann svaraði þeirri beiðni sem fyr með þeim orðum að það skyldi aldrei verða, og bað hann Bismark um leið að stinga upp á þeim breytingum á fyrir- komulagi sambandsráðsins, að slíkt kæmi eigi aptur fyrir. |>etta var einmitt það, sem Bis- mark vildi, því að málið sem allt þetta reis af, var honum alls ekki kappsmál, það var um litlar skattaálögur á póstkvittanir, en hitt var honum fyrir meiru að venja smáríkin af því að vaða uppi gegn Prússlandi, og nú vildi svo vel til að 2 konungsríkin voru á bandi með honum, Prússland hefir stundum áður orðið í minna hluta t. d. þegar allsherjar- hæstirjettur ríkisins var látinn eiga setu í Leipzig á móti vilja Bismarks og Prússlands, sem náttúrlega vifja draga allt til Berlínar, en þá voru sambandslöndin fiestöll á móti Prússlandi, og þar á meðal Bæjaraland, svo að Bismark þótti hyggilegast þá að gefaeptir og bíða betra færis, enda hefir það nú gefizt. Menn vita enn þá eigi á hvern hátt Bismark vill koma sínu fram, en á einhvern hátt mun hann búa svo um hnútana að Prússland fái aðalvöldin í sambandsráðinu. Bismark sjer, sem er náttúrlegt að hans missir bráðum við, og þá vill hann hafa allt sem traustast Og bezt búið í hendur eptirmanni sínum. Elzti sonur þýzka krónprinsins er nýlega trúlofaður dóttur hertogans af Ágústuborg, sem þóttist vera rjettborinn til Hertogadæm- anna, og Dönum var verst við. Annað keis- araefnið til, Rúdolf sonur Austurríkiskeisara er trúlofaður Stefaníu dóttur Leópolds 2, kon- ungs Belgja. í byrjun fyrra mánaðar var mesta um- talsefnið á Erakklandi hvert stjórnin ætti að selja Bússum níhilistann Hartihann í hend- ur; það fór svo á endanum að stjórnin hleypti honum yfir sundið til Englands. Rússa- stjórn varð óglöð við og spáðu sumir, að þetta mundi draga til óvináttu milli land- anna, en vart mun svo verða, pví að báðir hafa beig af jpjóðverjum og sambandi þeirra við Austurríki og vilja því gjarna sáttir vera. |>að hefir áður verið getið um kennslu- lög Eerrys ráðgjafa, 7 grein í lögum þessum átti að bola jesúíta frá allri kennslu og láta stjórnina fá eptirlit með allri æðri kennslu. pegar til atkvæða kom í öldungaráðinu, var — 71 — þessi grein felld, þó að stjórnin og allur þorri þingmanna í neðri málstofunni vildi fá greinina leidda í lög. þegar svo var kom- ið lýsti Freycinet, forseti ráðaneytisins, pví yfir í neðri málstofunni, að stjórnin mundi þá beita gömlum og gildandi Iðgum gegn jesúítum og öðrum munkafjelögum, sem alls ekki væru leyfð í Frakklandi, pótt þau væru liðin. petta gjörðist í miðjum marzmán. — 30. marz voru auglýstar 2 yfirlýsingnr stjórn- arinnar, hin fyrri er gegn jcsúítum og er þeirra fjelag með öllu bannað og skal pví stökkt úr landi, þeir eiga að hafa hætt við alla kennslu innan 31. dag ágústmán. Hin síðari yfirlýsingin hljóðar um hin önnur fje- lög klerka og munka, er eigi hafa fengið leyfi stjórnarinnar, til að bfia í Frakklandi. pessi fjelög eiga að senda stjórninni lðg sín innan þriggja mánaða, og verður þeim þá leyfð landsetan, ef lög þeirra pykja ekki í- sjárverð og bættuleg fyrir lýðveldisstjórnina. Stjórnin segir að þetta sjeu gild og góð lög þó að þeim hafi ekki veriðfylgt (undir Napó- leon 3. og Mac Mahon máttu klerkar sín og mikið), enda er og svo ákveðið í hinum svo- nefndu «Organísku artíkulum» , er Napóleon mikli tók upp hjá sjálfum sjer, að bæta við samninginn milli Frakklands og páfans 1809. petta tiltæki stjórnarsinna getur dregið dilk á eptir sjer, því að þar er ekki við lörabin að leika sjer, þar sem jesúítar eru, þeir eru allmargir á Frakklandi og sem stend- ur stýra þeir 74 skólum, þeir eru og hand- gengnastir höfðingjunum og munu hvergi víkja nema eptir úrslitum dómstólanna, enda hafa frægustu málagarpar boðist að verja þá gegn stjórninni. í sambandi við þetta stend- ur, að frönsku lýðveldismennirnir reyna að gjöra dómstólana sem mest háða sjer og stjórninni til þess að vera sem örúggastir, og er þá frelsið farið að verða offrelsi, eða öllu heldur ófrelsi. Barátta þessi verður enn pá ískyggilegri við það, að margir lýðveldismenn vilja um leið þoka burtu öllum kristindómi, en við það fá þeir fleiri á móti sjer, en jesú- íta eina. pað er mjög hætt við, að stjórn- in hafi eigi þrek Bismarks til þess að bera hinn efHrliluta í þessum viðskiptum. Páf- inn hefir mótmælt þessum yfirlýsingum stjórn- arinnar, og flestir biskupar á Frakklandi hafa gjört hið sama. pað eru eptirtakanleg tákn tímanna hve rækilega Frakkar minntust í vor 18. dags marzmán., en þann dag telja þeir að upp- reistin í Parísarborg hafi byrjað vorið 1871 (þegar uppreistardólgarnir handsömuðu 2 hers- höfðingja varnarstjórnarinnar og drápu litlu síðar). penna dag voru fjðlmenn veizluhöld í öllum stórbæjum Frakklands pótt minning peirrar róstu sýnist lítið fagnaðarefni. Fyrir fám dögum var öll Parísarborg í j uppnámi út af sakamáli einu. TJngur mað-' j ur, ríkur hafði tælt stúlku en vildi síðan hvorki hirða um hana nje barn peirra, stúlk- an sætti lagi og skaut tvisvar á hann á al- faravegi og særði manninn allmikið. Kvið- dómurinn dæmdi stúlkuna sýkna saka. Jeg gat pess síðast að kosningar ættu að fara fram á Englandi, fóru pá allar spár

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.