Norðanfari


Norðanfari - 16.06.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 16.06.1880, Blaðsíða 1
NHIA 19. ár. Akureyri, 16. júní 1880. Nr. 39—40. — Eóndi er bústólpi, bú er landstólpi, cn tún er botn nndir búi. |>etta er bæði fornt rnál og satt mál, er reynzlan sannarog staðfestir, bæði að fornu fari og nýju. Tún- ið er botn sá, er bóndinn stendur á, þvítað- an er mergur heyaflans og kjarnfóður kvik- fjárins, er fæðir bóndann og biíið, og við- heldur'landi og ]ýð. J>etta þykir Hggj'a svo í augum uppi, að |>ví játa allir í orði, en allmisjafnt á borðý", eða í framkvæmdinni. Allur fjöldi túnaina í landinu er helzt til «m of víða illa ræktaður. Sjest þetta pá bezt, pegar litið er til þess, hvað vel ræktuð tún megna að gefa af sjer. Meginn þorri túnanna er þýfður og ógirtur, en þar til og með sumstaðar blautur og grýttur. Á með- an þessir andmarkar eru á túnunum, getur kvikfjárrækt vorri ekki farið stórum fram nje búsæld almennt aukist í landinu. |>að er hvorki unnt að koma upp valsgripum, nje auðið að hafa fullt gagn af þeim, nema fóðr- ið sje nóg og þó einkum kjarngott. |>að er eins með þetta og höfðafjöldann, ekki er allt undir honum komið. ]>að er ekki einhlítt að hafa mikil hey að vöxtum, þau þurfa og að vera góð. Áður en hugsað verður til veru- legra endurbóta á kvikfjárræktinni, þurfaum- bæíur í töðugrasræktinni — túnaræktinni — að vera komnar á undan. jpað verður fyrst að leggja grundvöllinn áður en reist er yfir- byggingin. íyrst og fremst ríður oss því á, með kunnáttu, alúð og fylgi, að leggja stund á grasræktina, fyrst á túnum og því næst á engjum. Vjer 'skulum hafa það jafnan hug- fast, eigi að eins að afla mikilla heyja held- ur og líka kjarngóðra heyja. — Að vísu hefir oss, nú á seinni árum, farið fram í því að afla meiri heyfanga en áður, en sú framför er yfir höfuð meira fólgin í að vjer nú sláum eður heyjum meira víðlendi, heldur en í því að slægjulöndin hafi batnað og heyafiinn þar fyrir aukizt og vaxið að kjarna og kostum. Annars eru, yfir höfuð að tala, framfarir vor- ar í aflabrögðum enn þá, fremur meira fólgn- í, að taka heldur en gefa, að afia án þess að efia. Vjer öflum meira en áður, en án þess að gera aflastofhunum nokkuð aptur til við- urhalds og eflingar. En slík framför er, ef rjett er aðgætt, bygg-g a ðryrkju og útsugu atxinnuveganna; spillast þeir með þessu lagi allt af meir og meir, eptir því sem lengur leikur við og fara æ þverrandi þegar fram í sækir. Til þessa sjáum vjer nú þegar, eigi svo allfá merki bæði til lands og sjávar, og er þetta viðsjárvert. |>essu er allsendis eins varið og jörð þeirri, sem alljafnt er urin en aldrei áborin, hún hættir að spretta af því frjóvsemi hennar eyðizt og gengur loksins til þurrðar. í>að er þýfið sem víðast spillir túnunum einna mest og þar næst of mikill ágangur. En aptur spillir engjunum einna helzt of mikið vatnsríkí og átroðningur. f>ýfið er sá meinvættur landsins er flesta og meinlegasta ókosti hefir í för með sjer. |>að er sá mesti tíma og verkaþjófur 0g það helzt þá þegar hvort- tveggjaer dýrmætast. fað gjörir alla atorku, rækt og elju ónóga eg eríiða, eptirtekjuna rýra og þó dýra. Að ðllu samtöldu þarf 3- 6 menn til heyvinnu í þýfi á móti einum ásljottu. Heyið af þýfinu er og að öllum jafnaði þre- falt til sexfalt minna en af velræktaðri sljettu. |>úfurnar taka illa bæði áhrifum náttiirunn- ar og ræktunarinnar. I þurki skrælnar á- burður og gras eða kell í kuldum á þúfna- kollunum, en í vætum rennur meginn krapt- ur áburðarins með vatninu ofan i þúfnalaut- irnar; verður af þesssu afraki niður á milli, svo grasið vex úr sjer, verður gisið, mjótt og slíjulegt og fullt með ógras, súru arfa, o. fl. Utan í þúfunum tollir hvorki áburður nje raki, því þær eru svo brattar og þverhnýptar enda opt ekki annað en skútar, rotur og mosi að utan. Niður á milli þúfnanna er venju- legast moldin runnin burtu og eigi eptir nema leirinn, sem lengstum er blautur, kald- ur og súr. Af þessu taka þúfnalautirnar illa móti hitanum; enda valda þúfurnar meiri og minni skugga, sem varnar hitanum og Ijós- inu að komast að í lautunum. Grös sem vanta Ijós verða eins og heigull föl og bleik, slíuleg, kjarnlítil og bragðdauf. |>að er eins með alla vinnu í þýfinu og með sláttinn, hún gengur seint, en verður þó aldrei vel gjörð, enda ekki með mestu yfirlegu og erfiðismunum; engu verkfæri verður komið við til að fiýta eður ljetta undir vinnuna með. |>egar verið er að bera á komast gripirnir ekki þraut- laust um fyrir þiífunum. Eigi að bera á öðru en hestum, er það eitt til að bera það í höndunum, því engu aktóli verður við komið, svo sem kerrum hjólbörum eður sleð- um. öll vallarvinna eða ávinnsla gengur seint í þúfum og verður aldrei eins vel gjörð og þarf, til þess jörðin hafi alstaðar jöfn not af áburðinum. Að ausa taðinu yfir þúfurn- ar úr trogi eður öðrn, eins og víða tíðkast, er lítt nýtt og optlega engu nýtt. Ef nokk- uð er, þá er öllu seinlegra að raka þýfi en slá. Að þurrka og hirða hey í þýfi er lífs- leiðindi, því heyið þornar bæði seint og illa, og opt er þerrinn úti áður en það fæst þurt. ]?að versta við að þurka í þýfi er, að heyið fæst í fiestum árum aldrei jafnþurrt, heldur lyskrótt og þetta vill helzt verða þá er verst gegnir og sízt skildi nl. þegar óþurrkar ganga og þerrar eru stuttir. Mygglar þá heyið og fúkar í görðunum og verður ekki að eins kosta lítið, heldur óholt skepnunum og þetta bætizt ofan á það, sem þúfnaheyið er verra í sjálfu sjer en heyið af sljettunni. Auk þessa er þúfnaheyið optasi meira og minna blandað með ýmsum óhroða: moldarkögglum, mosarusli og ljámúsum, sem allt öru elds- matur í heyinu því fremur sem það er sjálft illa þurt. |>að er seint að telja alla löstu eður ókosti þýfisins, ef allt skyldi tína, en yfir höfuð að tala eru þeir, svo sem bæði sjóu og reynd sannar, fólgnir í lítilli og lje- legri eptirtekju af miklum eríiðismunum og kostnaði. Er þetta öfugt eður gagnstætt pví er vera þarf, ef atvinna manna á að geta staðist og taka framförum. En þannig er þó enn þá þessu varið hjá oss: sá helzti grund- völlur búsældar vorrar og framfara, túnin, _79 — gefur oss með miklum tilkostnaði, illt og lít- ið í aðra hönd. Hvað er það í búnaði vorum, sem frem- ur og fljótar þarf að ráða bót á en þetta? Girðingar eru nauðsynlegar en jafnlengi er verið að heyja girt tún og ógirt. |>ar sem mikil örtröð er og þröngbýli, svo ekkert verð- ur varið, þar þurfa girðingar aðganga áund- an sljettuninni. Engjaræktin getur almennt ekki orðið að fullum notum meðan túnin eru þýfð og rækt þeirra í ólagi. Optlega heyrizt sú umkvðrtun, að engjaslátturinn verði ekki byrjaður fyrri en seint og síðar meir, vegna þess menn komizt aldrei úr tún- unum, og er þessi umkvörtun á góðum rök- um byggð, og helzt of almenn. Af þeim á- stæðum er nú eru taldar, er það að vorri ætlun auðsýnt, að þúfnasljettun er sú jarða- bót, sem yfir höfuð að tala vafídaust þarf að ganga á undan öllum öðrum jarðabótum hjer á landi. J>ettíi er sú bráða þörf er mest ber að meta. |>að stendur öldungis ekki á sama hvernig menn byrja, eður á hverju menn byrja. Ef þetta væri svo, þá gilti einu þótt byrjað væri að reisa húsið , áður en undir- stöðurnar eru lagðar. En allir játa þó, að þetta sje öfug aðferð og dugi ekki. Eins er þessu varið með jarðabæturnar. Einu sinni var það, að menn byrjuðu á akuryrkju og ætluðu að reisa landið við með henni. En þetta varð að enga af því aðferðin var skökk og átti ekki við. Nú eru sumir er ætla að rjettast sje að byrja á engjaræktinni, en aþt- ur aðrir á kvikfjárræktinni, og enn er þeir sem halda að garðyrkjan eigi að vera fyrsta sporið. Allir vorir beztu búhöldar og búfræð- ingar, hafa verið samdóma um að tunarækt- in hjá oss hljóti og eigi að sitja í fyrirrúmi og reynzlan staðfestir þennan þeirra dóm bæði að fornu og nýju. Áður en jeg skilst við þetta mál vil jeg minnast á eitt. Eitt af því sem mjög tálm- ar framförum vorum í jarðabótum og land- búnaðinum yfir höfuð, er að ungir piltar eru þegar verður, vandk á að liggja Við sjó. Með þessu móti dregst áhugi þeirra frá sveitabú- skapnum, já, þeir tvískiptast og verða þess vegna í raun og veru hvorki sjómenn nje sveitamenn. |>etta háttalag spillir víða hvar á landinu, sveitabúnaðinum mikið meira en ahnennt sýnist að vera álitið. Af þessu fiýt- ur aúðsjáanlega, auk margs airnars ills, alúð- arleysi og eljanarleysi í framkvæmd alls þess er krefur stöðugan áhuga og viðleitni í bún- aði vorum, en flest í honum er svo vaxið að þessu má ómögulega án vera. Prá því, að farið var almennt, að láta unga menn úr sveitum liggja við sjó, fór sveitabúskapnum óðum aptur: fætta sýnir og sannar saga vor. Guðm. Ólafsson. Npkkur orð uin vöruvöndun og vörimmt. Eitt af því marga, sem vjer íslendingar þurfum að leggja stund á og það fyrst og

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.