Norðanfari


Norðanfari - 05.07.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 05.07.1880, Blaðsíða 2
— 90 — 15 búendur, (það mun og fara nærri að önnurhver jörð hafi 2 ábúendur), nú skyldu þessir 15 vilja fara að taka fyrir undir- stöðu, byrja að safna fje, þá vantar peninga, þeir eiga einungis kinda rusl, til að fram draga líf sitt og sinna, af þeim höfuðstól þurfa þeir að taka fje til barnaskóla síns, og hvernig fer nú? Látum oss byrja á litlu, setjum þessir 10 bændur skyldu byrja að vorlagi, og gefa sitt stekklambið hver, enginn minna, þetta stekklamb markar liver sjer, en allir auðkenna sama auðkenni, nú rekur liver sín lömb á fjall, setjum gæfan sje nú gieð, og lömbin komi næsta haust öll af fjalli, til að gjöra betur ætlum vjer hverjum búanda að fóðra sitt gefna stekklainb yfir næsta Yet- ur og skila sóknar- og skóla-nefnd næsta vor hver sínum gemlingi, og eru þeir þá úr á- byrgð gefánda. Nú eru þessir 15 gemlingar til, og nefndin tekur nú við fje þessu til gæzlu og ávaxta; til að firrast ábyrgð verzl- ar hún fje þessu annaðhvort þá þegar, eður rekur á ijall og lætur líða til næsta hausts, þessir gemlingar hlaupa upp og ofan 9 kr. hver, 9-j-15 = 135 kr., stekklamb næsta vor og með farið eins gjörir sama 135 til samans 270. J>arna eru nú komin 2 árin og þetta fje fengið og mun fáu betur varið. Nú ætlumst vjer tíl að sóknarnefndir ávaxti fje þetta jafnskjótt og þær hafa fengið fyrstu gemlingana, ekki minna en 4 % af hndr., verður af fyrra árs stekklömbunum 5 kr. 4 a. þá er að vpru áliti summan orðin þriðja vorið 275 kr. 4 aur., nú gefa menn sem áður 4. vorið 15 gemlinga 135 kr., renta af því áð- ur fengna 11 kr. Alls 421 kr. Sje nú þessu fram lialdið um 12 ár með því að gjöra 4 % af hndr. og leggja vöxtu við höfuðstól, og gefa stekklambið hvert vor, •og fóðra hvern vetur verður komið nokkuð á þriðja þúsund króna. J>að fje mundi nægja fyrst um sinn til að borga sæmilega einum kennara, er mundi nægja í kirkjusókn, er ekki hefði fleiri bæi en 10. Að voru áliti verður það haganlegast til þess að sem flest- ir geti orðið þessa að njótandi, að kennarar barna og unglinga færu um sóknirnar og kenndu tíma og tíma í stað, og helztu hænd- ur skiptust á um skólahaldið, en að setja skólann á einum vissum stað, strjálbyggðin er aðal orsök til þessa, vitaskuld, að bæði í bæjnm og þjettbyggðum, sjóplázum er að hafa fasta skóla, þar sem börn geta farið að lieim- an og heim daglega. Vjer vitum að margir máske hlægja að þessari stekklambs tillögu vorri, jæja, öllu gott, vjer tökum oss það ekki nærri, þeir koma með betra ráð er betur vita, en vjer sjáunr ekki í bráð betra, fyrir þá sem hafa áhuga fyrir þessu velferðarmáli en vanta fje til fljótra og mikilla framlaga. Ætli almenningur að bíða þar til maður fær þessu framgengt gegnum þing vortog stjÓrn, er hætt við það geti dregist um nokkra tugi ára enn. Fjárveitinga bænum rignir og hrygnir inn á þingið í hvert skipti, þing- mennirnir fá um þær deildar meiningar, einn lieldur fram þessari annar hinni, þetta geng- ur fieiri og færri fundi og daga, vjer gætum þess ekki, að hvert orð og hvert augnablik er þar þjóðinni dýrt. Nei, vjer hljótum að hyrja sjálfir, «Guð hjálpar þeim, er sjálfum sjer vill hjálpa». Oss er ekki betra, ljettara nje hughægra, að láta þing vort og stjórn leggja á oss þær álögur, er vjer samkvæmt öuðs, tímans . og skynseminnar boði og að samvizkunnar skýlausum dómi erum skyldir að leggja á oss, til heilla og blessunar fyrir alda og óborna niðja vora, en hafa þá menn- ingu og framtak að leggja þær á oss sjálfir. Bíðum ekki þess, förum að dæmiþeirra Lýfc- ingsstaðahreppsmanna, förum að byrja, för- um að taka, fyrir undirstöðu, látum eigi niðja vora ámælá oss í gröfum vorum, íyrir að hafa orðið séinni til taks en aðrir. Margar hendur vinna ijett verk, viljinn dregur ekki einungis hálft heldur heilt lilass í þessuefni. (Framhald). íslendingar) Y.eturinn sem leið hefir ættjörð vor átt á bak að sjá sínum kærasta syni. Aldrei hefir nokkur íslendingur verið jafn-almennt harmaður af löndum sínuin eíns og Jón Sigurðsson. þetta hefir stjórn lands vors látið á sannast, þar sem hún hefir látið flytja bein lians liingað til lands, og gjört útför hans á landsins kostnað, en sá sómi lietír aldrei áður verið sýndur neinum ís- lendingi, hvorki fyr nje siðar. Með þessu h'efir stjórnin nú leyst hendur sínar. Hún liefir heiðrað minningu híns látna þjóðskör- ungs vors sem henni framast var unt. Sómi hinnar íslensku þjóðar krefs,t þess, að lands- menn nú eigi láti sitt eptir liggja. Jón Sigurðsson hvílír nú við lilið þeírr- ar konu, sem fylgdi lionum iífs og líðin, í kirkjugarði Beykjavikur. En yfir leiði hans er enn eigi reístur neinn minnisvarðí. íslendingar! |>að er bæði rjettur vor allra og skylda að sjá um, að minnisvarði verði reistur á gröf Jóns Sigurðssonar. Hann vann fyrir oss, meðan lif hans og kraptar entust, og árangurinn afhinni löngu lífsvinnu hans og baráttu er öllum Ijós. Nú þegar hetjan er hnigin, eiguín vjer að sýna það, að vjer eigi sjeum vanþakklát þjóð, að vjer kunnum að meta þá gjöf, sem vjer þágum af guði. Sá minnisvarði, sem vjer reisum Jóni Sigurðs- syni, verður um leið minnisvarði sögu vorr- ar á liinum umliðna mannsaldri, þegar hann var fremstur i flokki. Af þessum ástæðum höfum vjer, sem hjer ritum nöfn vor, tekið oss saman um, að gangast fyrir samskotum um allt land til þess, að reistur verði minnisvarði á gröf Jóns Sigurðssonar. Vjer skorum því á alla, fjær og nær, að skjóta saman fje í þessu skyni. J>að, sem hjer er mest undir komið er eigi svo mjög það, að hver einstakur gefi svo mikið, heldur liitt, að samskotin verði sem almennust, og að gjafirnar berist oss íljótt, þvi að vjer vonum, að svo mikið fje verði kornið inn um lok októbermánaðar, að sarnskotum þá meigi verða lokið, og munum vjer þá iáta gjöra minnisvarðan í vetur, þareð vjer kjósum lielzt, að minnis- varðinn yrði búinn, og gæti orðið vigður sumarið 1881, um alþingistimann, þannig að hátíðahaldið við þetta tækifæri yrði , sett í samband við l'erðir straridsiglingaskipsms, Reykjavík, 10. dag júnímánaðar 1880. Tr. Gfannai'sson, II. Kr. Friðriksson, formaður. varaformaður. Hihnár Finsen. B. Magnússon Ólscn, skrifari. II. E. Helgescn, gjaldkeri. Yjer sem hjer ritum nöfn vor undir, og höfum gengið í nefnd íil að safna fje til minnisvarða á gröf Jóns Sigurðssonar, leyf- um oss að senda yður áskorun vora til Is- lendiuga um samskot til minnisvarða þessa, með þeirri bæn, að þjer vildiið gangast fyr- ir samskotum í þessu skyni, og síðan senda gjaldkera nefndarinnar það fje , sem safn- ast kann, svo fljótt sem verða má. Yjer treystum þvi, að þjer veitið máli þessu allt það fylgi, sem þjer megið. Reykjavík 10 dag júnímánaðar 1880. Tr. Cfunnarsson. H. Iír. Friðrlksson. Hilmar Finsen. 15. Magnússon Ólsen. H. E. Helgesen. Herra ritstjóri! Vjer sendum yður meðfylgjandi 'áskor- an í þeirri von, að þjer takið liana í yðar heiðraða blað og veitíð henni yðar mikils- verðu meðmæli. Gott væri að bæta því við á eptir á- skoruninni, að gjafir má skrifa inn í verzl- anir Gránufjelagsins, hvar sem þæf eru. Með virðingu. Nefndin. * * * Jafnframt og vjer birtum í blaði voru áðurnefnda áskorun, mæluinst vjer innilóga til þess, að sem flestir — „því kornið fyllir mæTírinn*, — vildu leggja eitthvað af mörkum til hins fyrirhugaða minnisvarða, sem hjer er talnð um að framan, eptir þvi meira eða minna,' sem vilja og efnum livers er hátt- að. J>óim sem ekki hafa peninga að gefa til minnisvarðans, er gefinn kostur á að skrifa það í reikning við Gránufjelagsverzl- un, undir þvi nafni: Frá N. N. á N. heim- ili í. N sveit hreppi og sýslu N N upphæð kr. aurar til minnisvarða yfir Jón sáluga Sigúrðsson og konu hans Ingibjörgu sál. Einarsdóttur. En aptur hlýtur það að vera skylda hvers eibs, sem tekur á móti gjöf- um til nefnds augnamiðs, að senda minn- iSvárðan'éfndinni upþhæð þess er liann tek- ur á móti, annaðhvort í peningum eða á- visan frá hlutaðeigandi verzlanarstjóra. Einnig' virðist oss pað skylda hvers eins, sem tekur á móti gjöfum i nefndu tilliti, að láta þann sem gefur, fá skriflegt skýr- teíni fyrir því hvað hann hefir gefið milcið og í hverju, peningum eða innskript. Ritst, Frjettir útlendar, frá frjettaritara «Norðanfara» í Kaupmh. 27. maí 1880. Gladstone og ráðaneyti hans hafa nú aptur lireift við nustræna málinu. Beacons- field ljet sjer það mest skipta, að Tyrkland væri sem lieillegasf og traustast gegn Rúss- um, en mótstöðumenn hans (Gladstone og hans sinnar) hafa áður talið það beztaðþjóð- irnar á Balkanskaga ættu sem mest með sjálfa sig, óháðar Rússum og Tyrkjum, og að öðru leyti ættu Englendingar engin afskipti að hafa áf því máli. Nú hafa þessir hinirsömu völdin og ábyrgðiha, og tala því nú á nokk- urn annan veg. Granville héfir lýst yhr því í efri málstofunni, og Gladstone heiir gjört hið sama í liinni neðri, að stjórnin hafi alls ekki í hug að eyða veldi Tyrkja í Evrópu. Gladstone hefir sent erindreka sinn austur til Konstantínopels, Goschen að nafni, á liann að kýnna sjer liag Tyrkjaveldis og líklega herða á Tyrkjum að lilýða í öllum greinum Berlínarsamþylíktunum. Enn þá eigá Tyrk- if í sömu landaþrætunni við Svurtféllinga (Montenegrobúa) og Grikki, eiga þeir að láta af hendi lönd við báða. í hjeröðum þeim, er Svartfellingar eigá að fá, búa Albanar, hafa þeir gripið til vopna og vilja eigi ganga á hönd Svaftfellingum og er þeim óf'riði enn

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.