Norðanfari


Norðanfari - 05.07.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 05.07.1880, Blaðsíða 3
91 — eigi lotið. í Berlíii var að eins ákveðið að Tyrliir og (rrikkir slcyldu koma sjer saman um landamærin, og ef þeim semdi eigi þá skyldu stórveldin skora úr Tyrkir hafa eigi viljað ganga. að kröfum Grikkja og, er nú Georg konungur þeirra farinn að heiman á fund stórhöfðingja til pess að leita sjer full- tingis og ætlar hann um leið að heimsækja frændur sína hjer í hæ. pegar Gladstone var á kosningarfundum í Skotlandi talaði hann illa og óvirðulega um Austurríkiskeis- ara og stjórn hans (haiin sagði að aptur- haldsmenn á Englandi ættu sammerkt yið kúgunarmennina í fýzkalandi og Austurríki auk annars verra). Ku hefir hann sent auð- mjúka hragarbót og afsökun til sendiboða Austurríkiskeisara í Lundúnum og var það hrjef auglýst á prenti og þykir flestum iing- lendingum það hin m'esta sneypa. |>ýzka þinginu var slitið 12. þ. m. Jeg gat síðast um tilraunir Bismarks að svipta Hamborg tollfrelsi. fingið tók málið fyrir og skipaði nefnd í það , hún kvað svo á að stjórnin mætti eigi hreyta tollskipuninni við Elíina án laga. Bismark kom þá á þing 4 dögum fyrir þinglok og liefir hann eigi sjezt þar fyr undanfarið þingár; hann var venju* framar stóryrður og harðorður og skútaði einkum lcatólska flokkinn fyrir að spilla öllu er ríkinu mætti verða til gagns og styrktar. J>rátt fyrir þessa ræðu var málið eigi fellt, en því var vísað til nefndarinna aptur, og híður það svo næsta þings. |>ing Dana hefir samþykkt flotalögin og eru þau allaðgengileg fyrir stjórnina og mun sundurlyndi vinstri manna valda því. Stjórn- in kernur herlögum sínum aldreigi fram í því formi, er hún vill kjósa og verða þau víst að bíða samþykktar hennar eitt ár enn þá. |>ingi Dana verður víst ekld slitið fyrst um sinn. í miðjum þessum mánuði var þingi Svía slitið og hefir það staðið í 4mán- uði, scm vandi er til, Svíar draga eigi þing- setuna eins lengi og Danir, og segja menn, að orsökin til þess muni vera sú, að þing- menn Svía fá um árið vissa borgun, hvort þeir sitja lengur eða skefiiur á þingi (mig minnir að það sjeu 1200 kr.). Margir þing- menn Noregsmanna hafa beðið Oskar konung — hann var nýlega staddur i Kristjaniu — að staðfesta lög stórþingsins, er jeg hef áður getið, um setu ráðgjafannaá þingi. Ivonung- ur svaraði þeim með liinni mestu Ijúfmennsku og kurteisi, en lofaði þeim engu og það er talið liklegt að stjórn hans samþykki ekki þessi lög. Björnstjerne Björnsson hefir fall-. ið það sárt, að þingið skyldi krjúpa konungi og fara hónarveg að honum í stað þess að krefja þessa sem rjettar. Hann og fleiri tala jafnan berlegar um að koma á lýðveldi í Noregi. j>að kvað vera nýfundið fornt vík- ingaskip í hól ekki alllangt frá Björgvin og er það furðanlega vel héilt enn þá. Nú er verið að grafa í kringum það, sagt er að það sjo einar 30—40 álnir milli stafna. — í vet- ur 1. dag febrúarmánaðar var haldið fólks- tal um alla Danmörk og taldist þá mann- fjöldin að vera tæpar 2 milljónir í Dan- mörk að Eæreyjum meðtöldum hjer um hil (1,980.000 og 11,000) liefir fólksfjöldinn auk- ist um 10 af hundraði í 10 ár, frá 1. fehrú- ar 1870. Jeg hef áður getið um að forseta- kosning á íram að fara í Bandafylkjunum í haust, því að Hayes á að fara frá þann 4. marz 1881. Báðir flokkarnir , repúblíkanar og demókratar kjósa nú þegar menn til þess að koma sjer saman um einhvern einn, er svo allur flokkurinn á að styðja. 2. júní koma rebúblíkanar saman í Chicago, og er sagt, að flestir þeirra filji kjósa Grant, hers- höfðingja, næst honum kvað Blaine, ráðhérra, hafa flest atkvæði. Grant hefir, Sem kunn- ugt er, verið forseti tvisvar áður, og mælir það mjög á móti kosningu hans, því að ýms- ir ágætismenn vestur þar hafa ráðið frá því að endurkjósa nokkurn optar enn einu sinni, því að það lcynni að draga til einveldis og konungstjórnar, og vildi Wasingthon sjálfur eigi taka við kosningu í hið 3. sinn. 3 vik- um síðar koma fulltrúar demókrata saman, og mun Tilden standa næstur vali, sá hinn sami, er beið ósigur fyrir Hayes síðast. Kínverjar vopna lið Sitt og senda það norður að Amúrfljóti og hafa þeir keypt 90,000 apturhlaðninga frá Bandafylkjunum. j>eir kaupa og herskip og byggja torpedóbáta (sprengivjelar niðri í sjónum). Ef Rússar hyrja ófriðinn hafa Kinverjar í huga að brjót- ast inn í Síberíu og vinna þar lönd undan Bússum. Nýdáinn er Fonnesbech, sem eitt sinn var innanríkisráðgjaíi Dana og stýrði ráða- neytinu 1875. Landi vor, Sigurður Hansen, er um lang- an tíma hefir verið skrifari Bókmenntaíje- lagsdeildarinnar lijer, er og nýandaður. Rússadrottning er. einnig sögð nýlega önduð. Dönsk lestrarhók með stuttu mál- frœðiságripi og' orðasafni eptir Stein- grím Tliorsteinsson er nýkomin út í Reykjavik á forlag Kristjáns O þorgrímsson- ar. Hennar hefir þegar verið getið í sunn- lenzku blöðunum, ísafold og þjóðólfi, oglok- ið þar á hana lofsyrði að maklegleikum. |>egar um lesbækur er að ræða ekki sízt handti byrjendum, teljum vjer það fyrsta og helzta kostinn, sem þær þurfa að hafa, að efnið sje vel valið. Vjer hljótum að viður- kenna að herra forleggjara Kr. forgrímssyni hefir prýðilega tekist með þessa lestrarbók, þar sem liann fjekk Steingrím Thorsteinsson til þess að starfa að henni, því þar valdi hann þann mann, sem bæði er kunnur að vandvirlcni og fegurðarsmekk, og sem hefir sýnt og sýnir enn á ný með lesbók þessari, að hann kann vel að velja, Efni bókarinn- ar er bæði skemmtilegt, fróðlegt og fagurt, og því vel fallið lianda unglingum. Skemmti- lðgar fyrir unglinga eru dæmisögurnar (bls. 1—13), sem enda eru og lærdómsríkar, kímn- issögufnar (bls. 14—17) og skemmtisögurnar (bls. 18—31). J>á eru sögur alvarlegs efnis (bls. 32—59); eru flestar þeirra þannig, að þær hijóta að vekja og glæða góðar og fagr- ar tilfinningar í hjörtum óspilltra unglinga. Ein hin bezta saga af þessum er «Engillinn» eptir H. C. Andersen, sem einna bezt allra skálda hefir tekist að vekja og hræra hjörtu ungmennanna með sumum hinum undur- fögru skáldsögum sínum. í>ar er og prent- að liið hjartnæma kvæði: «Hið deyjandi barn» eptir sama liöfund. Sumar sögurnar geta haft áhrif á unglinga til dáðar og dreng- skapar eins og 4 síðustu sögurnar, sem eru fögur dæmi til fyrirmyndar. J>á eru orðs- kviðir og spakmæli (bls. 60—62) og eru þau vel valin. Lesgreinir að efni ýmis konar (bls. 63—123) eru þá næstar. Allar eru þær fróðlegar, sumar úr náttúrufræði, sumar úr mannkynssögunni; sumar eru lífsreglur t. a. m. úr hinu ágæta almanaki Richarður liins snauða, er Benjamín Franklín ejnhver hinn mesti ágætismaður mannkynssögunnar gaf út. Síðast el-u nokkur fögur og alkunn ljóðmæli og sálrnar (bls. 124—144) eptir sum liin ágætustn skáld Dana. Vjer hefðum betur kunnað við, að nöfn höfunda hefðu verið sett undir kvæðin og merkari sögur og greinir í bókinni; vonum vjer að þess verði gætt, þegar bókin verður gefin út í annað sinn, sem eigi mun verða langt að bíða. A blaðsíðu VII—XXI er ágrip af dönsku mál- fræðinni. J>að er svo Ijóst samið, að auðvelt er fyrir hvern meðal ungling að gáfum að læra það, en á hinn bóginn nægir það til að kenna nemanda, að þekkja parta ræðunn- ar og veitir næga þekkingu á danskri mál- fræði. Frá bls. 145—242 er orðasafn yfir öll dönsk orð, sem koma fyrir í bókinni; að vísu viljum vjer eigi fullyrða að ekkert orð kunni að liafa gleymst, þó vjer höfum eigi orðið varir við það enn, því þó mesta kost- gæfni sje við höfð getur vel eitt orð slæðst eptir, Orðasafn þetta sýnir hvaða partar ræðunnar orðin eru, endingar, kynferði o. s. frv. J>ýðíngar orðanna eru góðar og viða heppilegar; sumstaðar heíir höfundurinn myndað orð og farist það sem fyr vel úr hendi. Að eins örfá orð líkar oss eigi t. a. m. sjálfsuppoffrun, sem er þýðing á danska orðinu SelvopofreTse; vjer kunn- um betur við að segja sjálfsoffran. Höf- undurinn hefir og sett spurnarmerki við þetta orð (sbr. formálann). jpegar ræða er um ytri búning bókar- innar getum vjer .eigi annað 6n lökið lofs- yrði á forleggjaran fyrir liann; hefir hann auðsjáanlega gjört sjer far um að hafa hann sem beztan. Að vísu er bókin prentuð í lakari prentsmiðjunni í Reykjavík (Einars prentsmiðju), en hún er þó þokkalega prent- uð, og svo vel, að vjer höfum eigi sjeð þá prentsmiðju gjöra það í annað skipti betur. Bókin er seld í bandi, -sem forleggjarinn hefir látið búa til erlendis; er þáð bæði fallegt og sterkt, og kostar að eins 60 aura; mundu bókbindarar hjer á landi eigi geta bundið jafnsnoturt band fyrir liálfu meira verð. í þessu bandi kostar bókin 2 kr. 60 aura. Hve mikil þörf var á bók þessari og hve kær- komin hún mun verða almenningi, um það er engin þörf að ræða hjer. J>eir, sem hafa viljað komast niður í dönsku og liafa eigi haft færi á að njóta tilsagnar, muúu finna það bezt. Vjer höfum og heyrt haft fyrir satt sunnan úr Rvík, að bókin muni verða útseld í haust, þó að upplagið liafi verið mik- ið, og er það von, því allur almenningur sjer hve nauðsynlegt er fyrir osS að kunna danska titngu. — i. jggjp' ÖHum þeim mömium, æðri og lægfi, sem leitast hafa við, með velvilja og hlúttekningu, að ljetta undir mínum þuughæru sorgarkjörum. við missir míns elskaða sonar, Ólafs Magnúsar, og að síðustu þann 26. þ. m. heiðr- uðu jarðarför hans með nærveru sinni, votta jeg mínar innilegustu hjart- ans þakkir. Akureyri, 28. júní 1880. J. Chr. Stephánsson. t Matthiídur Jóliannesardóttir. Hví þvingar liarmurinn sári hjörtu svo margra? hví streyma bogarnir beisku

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.