Norðanfari - 22.10.1880, Síða 4
— 132 —
licfii* aldrei á æfi sinni fleygt eins áfram
eins og síðan vesturfarirnar hófust paðan
fyrir rúmum 50 árum. f>að er heidur eigi
lítið, sein liefir þokað áfram og færzt í lag
iijer á landi á 4 árum hinurn síðustu. Hver
sem satt vill sogja, hlýtur að játa að það er
l>æði mai’gt og mikið. J>að má færa mörg
rök fyrir J>ví, að það er óþarft og ástæðu-
laust að óttast vesturfarirnar jafn mikið og
margir virðast gjöra hjer á landi. En í
þessu sinni leyfir hvorki tími nje rúm að
orðlengja meir um það efni, enda álít jeg
það óþarft, með því það liggur hverjum
skynsömum manni í augum uppi, ef rjett er
að gáð. Jeg kem þá aptur til spurninga
þcirra, sem upp liafa verið hornar f'yrir mjer.
Flcstar þeirra hafa lotið að eptirfylgjandi
greinum:
1. Er Ameríka i raun og veru nokkru
betra land en gamla Tsland?
2. Hvar í Ameríku er fslendingum ráð-
legast að taka sjer hólfestu?
3. Hverjum helzt er ráðlegt að flytja
þangað ?
pessum spurningum skal jeg nú reyna
að svara i röð með sem fæstum orðum.
Fyi’sta spurningin Jcemur af þvi, að menn
trúa eigi allskostar sögum þeim, sem menn
liafa heyrt eða lesið frá Ameríku, og vera
íná, að menn trúi lieldur eigi því sem jeg
segi. Að því gdt jeg eigi gjört, en segja
skal jeg það sannasta sem jeg veit, og það
er að:
I Ameriku er meira mannfrelsi, jafn-
rjetti, menntun og atiðsæld en í nokkru
öðru landi, sem jeg þekki til, en ísland er
eitt af hinurn aumustu, éf eigi aumast allra
landa, sem siðaðir menn hyggja, þegar á
allt er litið og sjer í lagi jarðargróða og
tiðarfar. — Upp á aðra spurninguna svara
jeg liiklaust: (Niðurl. síðar).
-}- |>ann 25. maí síðastliðinn, andaðist að
Egilstöðum á Völlum húsfrcyja Anna J»rúð-
ur Eiríksdóttir, kona fyrrum hreppstjóra
Halldórs óðalsbónda Einarssonar. Hún var
íædd að Egilsstöðum 4. nóv. 1816, voru foreldr-
ar hennar Eiríkur hreppstjóri á Egilsstöðum,
Jónsson prests að Vallanesi og Jarðþrúðar
Eiríksdóttur, en giptist 17. október 1839,
hafa þau hjón þannig lifað 41 ár í hjónabandi
og eignast 8 börn, hvar af 5 lifa, flcst gipt
og öll mannvænleg.
Anna fn’úður heitin var stór kvennmað-
ur vexti, þrekleg og sköruleg, hreinleg og
fyrirfarsmikil að áliti, svipurinn látlaus og
djarfmannlegur, og lýsti því að hún var fyrir-
takskona að stjórnsemi og dugnaði, með
fæsturn orðum: Anna þrúður lieitin bar ein-
hvern þekkjanlegan keirn af þeim íornkon-
um lands vors sem sagan helzt getur urn að
slíörungskap. Hluttekningarsemi við bág-
stadda var Onuu f>rúði sálugu eiginleg, því
auk sinna barna hafa þau hjón alið upp nm
lengri og skemmri tíma margt af fátækra
manna hörnum sem þau liafa jaín ástúðlega
breytt við sem sín eigin börn. Auk þess
sem lnis þeirra liefir jafnan staðið opið fyrir
þeim sem þarfnast liafa á einhvernhátt greiða
og góðgjörða. Önnu f>rúðar lieitinnar sakna,
sem von er ekki einasta eiginmaður og börn
Jieldur allir sem notið höfðu vináttu hennar.
E r j c 11 i r.
Fólksfjöldi Bandaríkjanna eykst árlega um
900,000 manns, Jijóðmegunin eykst árlega, á að
glzka um 175 millíónir dollara. 1878 seldist
af vörum til annara landa 300 millíóna doll-
ara virði meira enn að þurfti að kaupa. í
næstl. 3 ár hafa Bandaríkin, selt 500 milli-
ónavirði af vörum meira en þau hafa keypt
að. Bíkisskuldirnar hafa í næstliðin 13 ár
minnkað um 725 mill. doll., svo þær eru
nú ekki nema liðugt 2000 mill. doll. Erá
ágústm. lokum 1879 til 31. des. s. á. guld-
ust frá Evrópu fyrir kornvöru 80 mill. doll.
líinkanlega eru það vesturfylkin, sem mcstum
framförum hafa tekið í kornyrkjunni. ívetur
sem leið voru hveitildöðurnar í Chicago svo
troðfullar að nýjum varð við að hæta. Arið
1879 voru járnbrautirnar lengdar um 3,761
mílu, svo að járnbrautanet Bandaríkjanna nær
nú yfir 80,000 mílna vegalengd. Kolasvæði
Bandaríkjanna, er 6 sinnum stærra en í allri
Evrópu; þaraðauki geta Bandaríkin byrgt allar
5 heimsálfurnar með járn.
Nokkrir menn í Montreal í Canada hafa
gengið í fjclag um það, að þessi rikis liluti
Engladrottningar verði sameinaður Bandaríkjun-
um, og aðalstjórn þessa ríkis hluta hali eins og
nú er stjórnarsetur sitt í Montreal. f>essi eptir
æskta breyting hefir vakið talsverða hreyfing
í Bandaríkjunum, og Ameríkublað eitt seg-
ir: Stjórn vor, lætur mál þetta afskipta-
laust til þess barið verður á dyrnar og þá
líklegast sagt: «komið inn»!
Köiinun (jíolfstraunisins. Hin amerí-
kanska skipa útgjörð, sem send var næstl.
sumar, til þess að kanna Golfstrauminn,
helir fundið stófann dal á sjávarbotninum
undir Karabiska hafinu. Dalurinn er 700
milur á lengd og 80 mílur á breidd og 2
til 3 ’/þ míla á dýpt, eður fjöllin kring um
hann á hæð.
— í byrjun júlím. þ. á. var ameríkanskri
skonnortu stolið, hún hjet «lda B. Eree-
mann», er lá fyrír akkerum á Welfleet höfn
í Massacussetts fylki í Ameríku , skipið var
fermt fiski og o. fl. Nokkrir af skipverjum
höfðu farið í land, en 3 af þeim sem eptir
voru, tóku það ráð og sigldu skipinu til
Herleyjar á vesturströnd Noregs, hvar þeir
komu 20. ágúst næstl. og voru þá ekki
nema 2*, og sögðu að hinir skipverjnrnir, er
á því liöfðu verið, hefðu yfirgefið það og far-
ið í bátana á sjó út. J>að sem vakti grun
manna um að hjer rnundi eklci allt vera heilt,
var það að þessir 2 menn seldu ýmislegt úr
skipinu með gjafverði, er virtist ekld vel
fengið; hurfu svo menn þessir þegar, en til
annars spurðist fljótlega.
— Hið norzka og ameríkanska hlað
„Skandinaven“, segir frá því 1. júlí þ. á.,
að ungfrú ein í Ottava Illinois, Fannie
Caralry að nafni, sem er hæði fríð sýnum,
auðug og af háum stigum, hafi nýlega alið
barn, áu þess að vita hvernig það var und-
irkomið; hún hefir höfðað mál gegn lækni
einum, sem heítir Oampfjeld, og krefst af
honum 50,000 dollara í skaðabætur. Hún
fullyrðir að læknirinn hafi með yfirlögðu-
ráði, kloroformerað sig, eða svæft með með-
ölum, og um leið hakað sjer slíka eyði-
leggingu.
Prísar á Akureyri og- Oddcyri 1880.
Kjöt 13 aura, 15 a., 17 a. og 20 a.
Gfærur 1,50, 1.85, 2.25, 2,75 a. Mör 27 a.
Tólg 30 a. Haustull 50 aura. Kjöt út-
flutt frá Akureyri, Oddeyri og Siglufirði,
alls 1300 tunnur, og með „Camoens11 íóru
frá Oddeyri 2,409 sauðir.
*) J>etta er sjálfsagt sama skipið sem get-
ið er um í blöðum vorum að komið hafi
til Yestmamiaeyja í sumar.
P r i s a r á S a u ð á r k r ó k.
Kjöt nr. 1., sem vegur 36 pd. 20 a.,
nr. 2, vigt 28 pd. 18 a., nr. 3, vigt 22 pd.
16 a. Gærur a.f sauðum nr. 1 2,85, nr. 2
af geldum ám 2,50, nr. 3 af veturg. 215
nr. 4 af dilkum 1.75. Mörpd. 30 a. Tólg
32 aura pundið.
Fjártökuprísar á Blönduósi.
24—30 punda kroppar á 12—15 nura.
38—48 pd. á 17 a., yfir 48 pd. á 20 a.
Mör 1 pd. 26 a. Tólg 1 pd. 30 a. Sauðar-
gærur 2 krónur 80 a., veturgamlar 2 kr.,
dilka 1 kr. 50 a. Ull 1 pd. 40 a.
— Kaupskipið „Ingehorg11 sigldi hjeðan 14.
þ. m., og Gránufjelagsskipið „Rósa“ þann
18. þ. m.; með henni tóku sjer far til
Hafnar: Hallgrímur Magnússon trjesmiður,
og gullsmiður Magnús Benjamínsson háðir,
hjer úr bænum, og maður úr Steingríms-
firði í Strandasýslu, Jón Juissson að nafni.
Auglýsingar.
„önkel Toms Hytte66
óska jeg að fá lánaða til þess að lesa en þó
lielzt að fá liana keypta.
Björn Jónsson. (Ritst.)
f>eir, af kaupendum og útsölu-
mönnnm Norðanfara, sem ekki hafa þegar
greitt mjer andvirði hans hið jeg lijermeð
alúðlegast að borga mjer það sem allra fyrst;
einnig óska jeg að þeir, sem skulda mjer fyr-
ir prentun á ýmsu í blaðinu og fleira, sendi
mjer borgun fyrir það.
Björn Jónsson. Ritst. Norðanf.
N ý j a r bækur t i 1 s ö 1 u :
Reikningsbók eptir f>órð J.
Thoroddsen, verð 60 aura í kápu 80 aura
í handi.
Nokkur orð um þýðingu n Matte-
usar Guðspjalli eptir Eirík Magnús-
son M. A. verð 50 aura í kápu.
Frb. Steinssen.
— Nýlega er útkomin í Reykjavík saga
af „Marteini málara“ gefin út af bóksala
lierra Guðmundi Hjartarsyni i Reykjavík og
prentuð í prentsmiðju herra Einars þórðar-
sonar í átta hlaða broti. Saga þessi er 35
blaðsíður og kostar hvert expl. af henni 35
aura, og er hjá þessum bóksölumönnum:
Einari prentara tórðarsyni í Reykjavik,
Magnúsi Gíslasyni hóksala í Stykkishólmi,
þorvaldi lækni Jónssyni á ísafirði, Eggert
verzlunarstjóra E. Laxdal á Akure^’ri, gest-
gjafa Sigmundi Matthíassyni á Seyðisfirði og
lijá útgefanda sö. unnar. Saga þessi er
skemtileg og prent og verð á henni gott.
— Hinn setti Austurlandspóstur II.
Benidikt Jóhannesarson er genainn i hind-
indi fyrir allar vin- og öltegundir, að und-
anteknu hvítu öli.
7. þ. m. tapaðist á híaðinu fyrir fram-
an Höepfnersbúðina, danskur fjaðraskór,
sem finnandi er beðinn að halda til skila
á ritstofu Norðanfara, gegn sanngjörnum
fundarlaunum.
— Fjármark Pjeturs Yigfússonar á Heið-
arbót i Húsavíkurhrepp: Stúfrifað , biti
framan hægra; Sýlt. biti aptan vinstra.
— Fjármark Tómasar Tómassonar á Grýtu
i Grýtubakkahrepp misprentað i seinustu
markaskrá þingeyjarsýslu, á að vera: heil-
rifað hægra. Fjöður fram. biti apt. vinstra.
— Fjármark Jóns þ. Kristiánssonar á
Kambsstöðum í Hálshrepp: Sneitt aptan
gagnbitað hægra sýlt vinstra. Brm. JónþK.
Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Prentsmioja Norðanf. Guðm. Guðmundsson.