Norðanfari


Norðanfari - 18.11.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 18.11.1880, Blaðsíða 1
20. ár. Akureyri, 18. nóvcmlbcr 1880. Nr. 1—2. Ferð upp á Yatnajökul. — 22. ágúst riðum vjer nokkrir saman úr Fljótsdal og Fellum jnnundir Snæfell, og liöfðum með oss loptpyngdarmælir , ef vera mætti að uppgönguveður fengist. Að morgni hins 23. var .þokukúfur á fellinu, og biðum vjer framundir hádegi, ef pokunni ljetti, pví suðvestanblær og skin var hið neðra og hvergi þokueimur það sem sást til Yatna- jökuls; er þe.tta hvorttveggja öruggt heið- ríkjumerki hjer eystra, og því hjeldum vjer af stað þótt þokunni ljetti eigi; völdufn vjer til uppgöngu röðul þann er veit til Hjer- aðsins; gekk allt greiðlega þar til er vjer komutn upp 1 falljökulsveif þá, er liggur norðan í fellinu; var þokunni þá að vísu mestri Ijett; en nú tóku við gjár ogsprung- ur, sumar hálffullar af vatni en sumar tóm- ar, allur jökullinn þakinn aurleðju, grjóti og fossandi smálækjum ;’gekk ferðin þvi bæði hægt er svo gætilega varð ;jð fara, og krók- ótt, .unz vjer komum efst uppí jökulkinnina ofanverf við sveifina; þar komum vjer að jökulgjá, er lá þvert fyrir allri sveifinni; var enginn kostui' að komast fyrir hana því að öðru megin lá hún fram á þverhnýptan hamar, en hinumegin ofan í jökulhengi; gjá þessi var frá 2—4 föðmum að breidd og 30—40 faðma djúp, og efri barmurinn tniklu hærri en ltinn neðri; var við því búið að vjer yrðurn að snúa áptur, nema ef vjer freist- uðum að fara yfir á örntjórri og þunnri ný- fennisbrú, er lá á einum stað yfir hana, og var það ráðið. Fyrir ofan gjá þessa tóku við margar aðrar, en yfir fiestar þeirra lágu gamlar jökulbrýr, er virtust traustlegri en hin fyrsta; fvrir sumar varð gengið eða hlaup- ið yfir; nú var jökulgnúpurinn einn eptir en áður vjer kæmumst alla leið upp á hann komurn vjer að afardjúpri og breiðri jökul- gjá, er lá ská langt ofan í jökulinn að vest- an; urðum vjer að ganga fyrir hana, og var það hinn síðasti farartálmi. Gjár þessar í gnúpnum hugðum vjer svo til komnar, að undir væri liamartindur, er jökullinn liefði hlaðist utan á, en er hlánaði á sumrin og vatnið sigi í gaddinn spryngi jökullinn frá á hamrastöllunum; virtist oss gjá þessi öllu dýpst af þeim , er vjer sáum í fellinu, og mikilfenglegust. pað var stundu fyrir nón er vjer komum upp; var þar köld suðvestan kylja, enda fraus á pollum í jöklinum þegar um nónbil, en undir fellinu, er vjer komum ofan um miðaptansbil, var þó enn hlýr vindur og lopthiti mikill (12° C.). Ept- ir stöðu loptþyngdarmælisins voru n vjer nú hjer úm bil 6,400 fet yfir sjávarmál, en und- ir fellinu 2,600 fet. Útsýni þaðan er afar- vítt og tröllslegt; allur \Tai5ajökull vestan fyrir Kistufell að norðan' og Öræfajökull að sunnan lá sem undir fótum vorum; taka hvergi fjöll eða tindar uppúr honum nema til brúnanna; fyrir austan Kverkfjöll að norðan og Öræfajökul að sunnan myndast lægð í jökulinn, er nær alla leið að suð- vestan og norðaustur undir Snæfell; má hjer fyrir því hafa verið mikið lijerað (Breiða- merkurlijerað) til forna að jökullinn er mjög lágur, enda taka hvergi fjöll upp úr lionum nema Breiðamerkurfjall ogdítið fell suður af Snæfelli norðan til i jöklinum, sem þó sjald- an mun autt; má skoða dæld þessa sem á- framhald af Fljótsdalshjeraði, þótt falljökull sje nú búinn að fylla hána í sjó fram; aúst- an við jökullægð þessa tekur við jökulþakin fjallaþyrping, sem jökulvötn Hornafjarðar og Lóns hafa víst mest aðrensli úr, og mun austur- og norðausturhluti Breiðamerkurjök- uls kominn þaðan, en suðvesturhlutinn úr Öræfajökli; þannig mun smámsaman hafa kreppt að hjeraðinu að austan og vestan, en eigi norðan svo mjög unz vetrargaddurinn lieíir eigi náð að þiðna að sumrinu fyrirjök- ulkuldanum. Úr suðurhluta lægðarinnar hafa jökulvötn Breiðamerkursands aðrennsli, en Lagarfljót og Jökulsá á Brú að norðan; Jökulsá á Fjöllum hefir eigi aðrennsli austar en úr jökulbungunni suður af Kverkfjöllum, en þar virtist oss Vatnajökul bera hæzt og .. jökulbunguna suður af Kistufelli næst ör- æfajökli; til sjávar sjest suður af kringum Hrollaugseyjar; að öðru leyti sjest glöggt ylir háðar Múasýslur og nokkurn liluta fingevj- arsýslu; skemst er útsýni vestur af, því að bæði felur Ódáðahraun sýn og Vatnajökull suður af Kistufelli og Kverkfjöllum. J>essi grös fundum vjer hæst frá sjó í fellinu, 4000 fet, jöklasóley (ranunculus glacialis), gæsa- blóm (drapa liirta), músareyra (ceraitium al- pinum), steinbrjót (saxifraga stellaris), æru- prís (veronica arvensis), geldingahnapp (sta- tice), vingul (festuca viviparum), fjallapunt (aira alpina), og litla gula blómjurt, er vjer þekktum eigi auk ýmsra mosategunda; 1000 fetum ofar hurfu síðustu lífsmerki náttúr- unnar; það var mosategund ein, er óx á steinum, 2. þuml. há og greinótt mjög; hugðum vjer það helzt vera lichen rangi- ferinus (tröllagrös ?). Ýmislegt smávegis er rangt í uppdrætti íslands viðvíkjandi Fljóts- dals- og Jökuldalsöræfum; þannig er t. d. enginn háls milli Vatnajökuls og Snæfells, lieldur sljettir sandar og smáfell, er heita J>jófahnúkar; það er annars einkennilegt hversu mörg fell eru í kringum Snæfell; vjer töldum um 20, og stendur Snæfellið í rniðri þyrpingunni, sem móðir í barnahóp; flest eru að suðvestan og norðaustan, færri að vestan og norðan og ekkert að suðausian, enda fellur Jökulsá í Fljótsdal mjög nærri fellinu þeirn megiu; eptir sljettum eyrum; er hún þar afarbreið yfirferðar vegna geysimargra liólma er í henni eru; nokkru nær byggð en fell- ið renna allar kvíslarnar saman og mynda foss, Eyjabakkafoss svokallaðan; eptir það fellur hún í einu lagi út í Fljótsdalinn. Hraunhelludrang fundum vjer austan undir fellinu nær því niðri á jafnsljettu, sem merki þess að Snæfell hefir brunnið til forna; drangur þessi hefir auðsjáanlega borizt á falljökli ofan úr fellinu og risið þarna uppá endann; hann er milli 40—50 fet á hæð, nær því 20 á breidd og 15 á þykkt; hefir steinninn verið nefndur Sótaleiði, því að Brúðarsokkurinn. (Framhald). Beatrice ljelc nú á alls oddi enda hafði hún varla aldrei sjeð fóstra sinn í jafngóðu skapi sem nú, því þótt hann væri við aðra ákaflega mislyndur og reiðigjarn og þá rjett sem óður liafði það þó aldrei komið fram við hana. Craghtekin af liinum gleðilegustu von- um, gekk nu þessi unga mær út ur húsinu og þangað, sem hún hugði að geta fengið það er hún vildi fá keyþt, og nú kaus hún sjer hið nýasta og bezta, er fáanlegt var, þvi kardinalinn askildi sjer að eins að sjá reikningana yfir hið keypta, til þes að geta borgað pá, enda sá hann svo um, að hann fcngi jafnframt að vita hvað kaupunum leið, i stoi u sem smáu, IVIeðal anna.rs keyrpti Beatríce alskonar útsuma, suma af gulli, suma af silfri og suma af silki, dýrindis dúka og knipplinga, liinar glóandi gersemar, sem kardínalinn allt borgaði, án þess að hafa hin minnstu mótmæli um það. Einn daginn fjekk kardinalinn reikning frá al- kunnum skrautsala í París, en þá er hann las reikninginn hleypti hann ósjálfrátt hrukk- um á ennið. þetta voru 4 tylftir af sokka- pörum, óg átti hvert par að kosta 200 Scudi, eður ítalienska dali, (sem hafa ýmis- legt gildi) fyrir nokkur pör soklca. Kardinalinn sendi á augabragði eptir bróðurdóttur sinni: „Beatrice!41, mælti hann, „hjer er reikn- ingur eingöngu fyrir sokka, 4 tylftir sokka- para og hvert par 200 Scudi“ „Nú jæa föðurbróðir?11 svaraði Beatríce án þess að gruna, að neitt lakara væri í vændum, „er það ofmikið? Jeg bað um þá vönduðustu, já þá beztu er fengist gætu“, Kardínalinn segir þá: „Kom þú með sokkana11. Hin unga mær hlýddi og kom aptur að vörmu spori með böggulinn. „Leystu hann npp!“ skipaði Kardinalinn. Títrandi af hræðslu, því að rödd föður- bróður hennar var nú óvanalega bist eða grimm, sem skelfdi hana, leysti hún samt böndin utanaf bögglinum, og dró nú eitt parið uppá hönd sjer til að sýna hve aðdá- anlega vel þeir væru unnir. Kardínalinn tók annað parið, Hana nú þá! því hefir þú borgað tíu þúsund Scudi fyrir slikan kóngulóarvef ? Út á föt þín, gersemar, gimsteina og knipl- inga hefi jeg ekkert að setja og þá þúsund hluti aðra er þú hefir útvegað þjer, finn jeg ekkert að , þeir auka og prýða bæði fegurð þína og líta vel út i aug- um þeirra er sjá þá eða skoða. í því sem skemmtir auganu og bætir álitið er oitt- hvað gott, en sú fegurð, sem einungis er byggð á eyðslusemi, er lítilsvirðí og engin fegurð. — 1

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.