Norðanfari


Norðanfari - 12.02.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 12.02.1881, Blaðsíða 4
- 32 — mjer gengu fyrstu tilraunirnar); við gjörð- ura sananing okkar á milli og byrjuðum, hann smíðaði uptir hugmynd minni en sök- um ýmsra breytinga og eríiðleika varaði pað lengi og vorum við ekki búnir fyr enn seint í júlí 1879. |>á fór jeg til New-York til að láta smiða sýni diorn (módel) af henni og fá einkaleyfi. Jeg hef verið hjer síðan, og fjelagi minn kom liingað í vor og er hjer nú. þetta umstang a-llt liefir kostað okkur mikið en við ímyndum ekkur að við fáum það borgað á sínum tíma. fetta er ný vjel sem enginn maður heíir smíðað fyrri pað jeg -til veit. f>ú segist hafa frjett að jeg hafi ætlað mjer að selja 'emkaieyfi á vjel pessari fyrir 25,000 dollars; petta er ekki svo. Jeg hef enn sem komið er, ekki -getað fengið pað boð, pað getur iika verið að jeg neyðist til að selja pað (einka-leyfið) fyrir pað -eða jafnvel minna. í vjel pessari eru yfir 300 stykki fyrir utan mikið af hnoðnöglum og sk-rúf- um. Auk pess, sem hjer að ofan er sagt um fiskiverkunarvjelina, hefi jeg frjett að -vjelin gjöri að 300 á klukkutímanum og að á hana sje kastað 3 fiskum i-einu (hvort sem peir eru .smáir eða -stórir) síðan snúið sveif og áð vjelin pá kasti peim út úr sjer slægðum, afhöfðuðum og flöttum, fiskunum í einu lagi, höfðunum í öðru og slóginu i priðja lagi. 't Xæstliðin aðfangadag kl. 4'/2 e. nn burtkallaði Drottinn frá mjer ástkæra konu mína Guðrúmi Arnadóttur á 51. aldurs ári eptir að hún hafði lifað moð mjeríástúð- legu lyónabandi 2SV2 ár -eg orðið 4 barna móðir sem öll lifa, 1 sonur og 3 dætur, hið elzta á 25 aldurs ári 0g hið yngsta 13 ára, og eptir að hún hafði seinasta árið liðið miklar prautir af krabbameini í brjósti, og sem að lyktum leiddi hana til bana eptir algjörða sjúkdómslegu hina kvalamestu frá næstliðnum vetnrnóttum. f>etta gefet með sárum harmi til vitundar fjarlægum ættingjum okkar og öðrum vinum og vandamönnum. Blessuð sje minning hennar! Víkingavatni 2. janúar 1881. J>órarinn Bjarnarson. J>akkarávari>. Á næstl. vori tókst berra læknir Helgi Guðmundsson í Siglufirði pað stór- vírki á hendur, eptir ósk minni, að skera burtu æxli af balcinu á konu minni, sem til margra ára hafði vevið að draga sig saman, heppnaðist honum pað svo snildar- lega, að hún var algróin sára sinna eptir 14 vikur. Æxlið vog 3 pd. Allan penna tíma var liún til fæðis og húsa hjá peim heiðurshjónum.: he.rra •verzlunarstjóra Sno rra Pálssyni og húsfrú hans Margrjetu Ólafsdóttur, sem veittu henni svo aðdáan- lega aðhjukrun og umönnun, sem beztu foreldrar barni sínn. Við petta ljetu pessi höfðingshjón ekki lenda, heldur gáfu okkur alveg kostnað sinn og fyrir höfn. Herra læknirinn ljet ekki heldur sitt eptir liggja, pví hann gaf okkur líka eptir 70 kr. af pvi sein honum har. Fyrir pessar höfðings- gjafir vottum við hlutaðeigendum hugheil- uatu pakkir vorar og biðjum að peir hjer og síðar uppskeri í ríkulegum mælir laun góðverka sinna.- Stórubrekku i Fljótum ir’/11 — 80. Stefán Arngrímsson. Helga Jónsdóttir. F r j e 11 i r. Dagana 28. og 29. t. m. var hjernyrðra grimm og veðurhörð norðan liríð með mik- illi snjókomu, og engu minni í Skagafirði, heldur enda veðurharðari, svo að reif ofaní gaddinn og einkum á Norðurárdal. J>á varð kvennmaður úti, sem átti heima á Hrólfs- stöðum í Blönduhlíð. í næstl. viku komu hjer 2 menn úr Húnavatnssýslu (frá jpverá í Hallárdal og Víðidalstungu), sögðu peir líkt tiðarfar vestra og hjer, og jarðbannir. / Húnaflói og Skagafjörður paktir hafís og lag- ís. í Ivetu á Skaga liafði pá nýskeð heyrzt til bjarndýra á ísnum. Engin höpp hafði ísinn fært par að landi. Barnaveiki og kíg- hósti kvað par vestra liafa stungið sjer hjer og livar niður, og taugaveiki á 3 bæjum í Húnavatnssýslu, 31. f. m. fannst dauður bvalur, sem sprengst bafði upp um alinnar pykkan ís fram undan bæjunum Garðsvík, Garðsvíkur- gcrði, Leifshúsum og pórustöðum á Sval- barðsströnd, bjer nm 220—260 faðma frá landi, er sagt að finnendur bvalsins og peir er fyrstir festu hann vilji tileinka sjer hann , en eigendur eða mnboðsmenn tjeðra jarða, meina hvalinn 1 fisklielgi, svo að líkur eru nú til að ágreiningur pessi verði eigi útkljáður, nema með dómi eða dómum. Hval- ur pessi var sagður45? álnirogernú búið að skera hann upp, vættin af spikinu er sagt að seld haíi verið á 4 kr., af rongi 2kr. 66 a. og megruvættin 1 kr. Auk pessa hvals liafa 9 liáhyrningar unnist í vök miðála innaustur af Hrísey og 4 höfðu sokkið. 50 maimshöíðn unnið að pessum starfa og var hlutur hvers eins 29 fjórðungar af spiki. Tfir 30 höfrunga og 20 linísur hafa náðst í vökum meðfram Látraströnd. 5. p. m. voru 3 menu úr Ólafsfirði á ferð yfir fjallveg, svónefndan Dranga, milli Uppsastrandar og Ólafsfjarðar, en pá peir fór-u upp drangabrekkuna sáu peir hvar snjóflóð tók sig upp og stefndi á pa, hljóp" pá einn peirra, Friðrik sýslunefnclarmaður frá Vatns- cnda, til hliðar og náði fióðið að eins að bera bann með sjer fáa faðma, en hinir lent-u aígjörlega í pví, og bárust með pví til pess pað staðnæmdist, gróf Friðrik par til og fann pá báða, annan lifandi en prekaðan til muna, en hinn örendan, sá hjet Sveinn Magnússon frá Hólkoti í Ólafsfirði. — í byrjun p. m. (febr.) á Gullbrekku í Eyjafirði koin drengur út, sem lieitir Jóhanues Randversson, en kemur pegar inn aptur og segist hafa sjeð við liús par fyrir utan bæinn einhverja ópekkta hvíta skepnu, hleypur pá út með honum maður af næsta bæ Gilsá, Haraldur að nafni, halda peir petta hreindýr, en sjá brátt af sköpulaginu að petta muni bjarndýrsbún, og var hann á stærð við full- orðna sauðkind. Haraldur fer pá heim og segir hændunum par, Tryggva og Erímanni fra livað peir liafi. sjeð, taka peir hændur pá byssur sínar og fara af stað eptir slóð dýrs- ins og fýlgja hcnni á fjall upp, en sjá pað ekki framar, snúa síðan heim aptur. p>á peir Tr. og Erím. voru komnir af stað, sjer sami drengurinn annað dýrið, en gráskjótt og töluvert stærra en hitt, fyrir sunan og of- an bæinn á Gullbrekku, sem einnig lijeltpar upp eptir, en hafði aðra stefnu upp á fjall- ið og sá hann pað ekki framar. — í Yxna- felli höfðu hross, sem úti voru, fælst óvana- lega og hlaupið langa leið úr heimahögum, og halda menn að pau hafi sjeð annað eða bæði dýrin. Maður á Æsustöðum liafði og sjeð einliverja skepnu par uppi í fjalli, er hann vissi eigi hvað var, halda menn að pað hafi verið annað dýrið. tJr brjefi úr Siglufirði, d. r,/2 81. «Hjeðan eru engar frjettir nema dæma- fáar grimmdar hörkur og frosthríðar; frostið hefir nú um langan tíma verið frá 20—27° áC. Hafísinn er mjög mikill pví hvergisjezt auð vök nú af hæztu fjöllum». Frostin hafa verið hin sömu og fyrri, optast 16 — 20 stig og stöku sinnurn meiri allt að 25 stig, en við Mývatn kvað frostið hafa orðið mest 30 stigá II. Eptir ráðstöfun hjeraðslæknis vors, |>. Johnsens, var sent eptir hjeraðslækni Árna Jónssyni, sem kom liingað 4 p. m. til pess að vera í verki með að taka framan af öðrum skófætinum á Jón- asi frá Hraungerði, sem kól í vetur fyrir jólin, og hafði petta vandaverk tekist vel og Jónas misst minna af fætinum en áhorfðist. Sagt er að hvalur hafi orðið fastur 1 Is á Húsavík , en sprungið par og sokkið. í míldu hi'íðinni 28. og 29. f. m. höfðu 3 för fokið og brotnað í Miðvík á Svalbarðsströnd, 1 á Svínárnesi á Látraströnd og víðar. -j- 15 f. m. Ijezt beiðursmaðurinn fyrrurn óðalsbóndi þorkell Yernliarðson á Yíðirkeri í Bárðardal 70 ára að aldri. — í dag er frostlaust og lítur út fyrir blota. Auglýsingar. Lýsing á óskilakindum sem seldar voru í Arnarneshrepp haustið 1880. 1. Hvítur lanibhrútur. mark: Sýlt hægra, sýlt 2 bitar framan vinstra. 2. Hvit lambgimbur, mark: Fjöður aptan liægra, 2 fjaðrir aptan vinstra. 3. Hvítur Lambhrútur mark: miðhlutað í stúf biti framan hægra, stýft vinstra og biti frarnan. 4. Hvit lambgimbur mark sýlt hægra fjöðr ur aptan, hófbiti framan vinstra. Fagraskógi 14. janúar 1881. Magnús Baldvínsson. — I haust um veturnæturnar, fann jeg hvitan lambgelding með mark: miðhlutað liægra, sneitt aptan 2 bitar framan vinstra. Sá er sannar sig rjettan eiganda að tjeðum gelding. getur vitjað verðsins til min. Ásgerðai-stöðum í Hörgárdal 11 jan. 1881. Jón Guðmundsson. F j á r m ö r k. — Fjármark Benidikts Randvers Stefáns- sonar á Hálsi í Fnjóskadal: Hamarrifað hægra, geirstýft vinstra. Brm.: B. B. St. Fjármark Stefáns Baldvins Stefánssonar samastaðar: Hamarslcorið hægra, sýlt í stúf og gagnbitað vinstra. Brm. S Bald S. Fjármark Ásmundar Kristjánssonar á Ár- bót í Helgastaðahrepp í jpingeyjarsýslu: Stúf- rifað liægra, Sneiðrifað fr. vinstra. Brenni- marlc: Ásm. K. Fjármark Andrjesar Kristjánssonar á Langavatni í Helgastaðahrepp í J>ingeyjar- sýslu: Stúfrifað biti framan hægra, sneitt aptan vinstra. Fjúrmark Bjprna Jóhannessonar á Reykj- um í Hjaltadal: stýft, gagnbitað hægra, tvírifað í stúf gagnbitað vinstra. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. Guðm. Guðmundsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.